CNN birti myndina sem dæmi um óviðeigandi hegðun karlkyns áhorfenda á mótinu gagnvart fjölmiðlakonum sem voru að vinna vinnuna sína. Var Gunnar í fullum skrúða íslenska landsliðsins á myndinni sem virðist sýna hann áreita fréttakonu.
Umfjöllun CNN má sjá hér að neðan.
„Kyn fréttamannsins skipti mig engu máli,“ segir hann. „Ég ætlaði bara að fíflast aðeins og fá smá athygli. Ég var að þykjast vera þessi víkínga-týpa sem er að búa sig undir orrustu, þetta var fyrir leikinn við Argentínu.“
Að neðan má sjá augnablikið með Gunnari í heild sinni sem íþróttafréttakonan Agos Larocca deildi á Twitter. Hún virðist hafa húmor fyrir uppákomunni, segir Argentínu hafa unnið baráttuna utan vallar (leikurinn fór 1-1) og þakkar kollega sínum fyrir sem hún titlar í gríni lífvörð.
Afuera de la cancha ganamos por goleada!
— Agos Larocca (@agoslarocca) June 16, 2018
Una perlita de hoy @scespn (@nonoriva el guardaespaldas) pic.twitter.com/VQ4QIcMkJA
„Þetta hafði nákvæmlega ekkert með neitt kynferðislegt að gera. Það vildi bara svo til að þarna var kona fyrir framan myndavélina, ég hefði látið alveg eins ef þetta hefði verið karl.“
„Þannig að ef einhver er að leita að afsökunarbeiðni frá mér, þá hef ég bara ekkert til að biðjast afsökunar á.“
Gunnar hitti stuðningsmenn hinna ýmsu þjóða í Rússlandi og þeirra á meðal markahæsta landsliðsmann karla frá upphafi, Eið Smára Guðjohnsen.
#russia2018 #fifarussia2018 #fifaworldcup #Ísland #iceland #rostov #marinsparkhotelrostov #worldcup2018 #eidurgudjohnsen #footballer #полиция #ÁframÍsland #fyrirísland #takkstrákar #IcelandvsCroatia #KSÍ
A post shared by Gunnar Sigurdur Zöega Gudmundsson (@gunnicool) on Jul 1, 2018 at 9:50am PDT