Íslendingur segir það falsfrétt að hann hafi kysst og áreitt fréttakonu Gunnar Hrafn Jónsson skrifar 9. júlí 2018 13:20 Skjáskotið sem CNN notaði segir ekki alla söguna að sögn Gunnars „Ég kyssti engan og ég áreitti ekki neinn. FALSFRÉTTIR!“ segir Gunnar Sigurður Guðmundsson, sem birtist á skjánum í umfjöllun fréttastöðvarinnar CNN um kynferðislega áreitni sem fréttakonur hafa orðið fyrir á HM í Rússlandi.CNN birti myndina sem dæmi um óviðeigandi hegðun karlkyns áhorfenda á mótinu gagnvart fjölmiðlakonum sem voru að vinna vinnuna sína. Var Gunnar í fullum skrúða íslenska landsliðsins á myndinni sem virðist sýna hann áreita fréttakonu.Umfjöllun CNN má sjá hér að neðan.Gunnar sagði í samtali við fréttastofu að þetta væri dæmi um falsfréttir og ranga frásögn fjölmiðla. „Kyn fréttamannsins skipti mig engu máli,“ segir hann. „Ég ætlaði bara að fíflast aðeins og fá smá athygli. Ég var að þykjast vera þessi víkínga-týpa sem er að búa sig undir orrustu, þetta var fyrir leikinn við Argentínu.“ Að neðan má sjá augnablikið með Gunnari í heild sinni sem íþróttafréttakonan Agos Larocca deildi á Twitter. Hún virðist hafa húmor fyrir uppákomunni, segir Argentínu hafa unnið baráttuna utan vallar (leikurinn fór 1-1) og þakkar kollega sínum fyrir sem hún titlar í gríni lífvörð.Afuera de la cancha ganamos por goleada! Una perlita de hoy @scespn (@nonoriva el guardaespaldas) pic.twitter.com/VQ4QIcMkJA— Agos Larocca (@agoslarocca) June 16, 2018 „Konan mín er hérna með mér og ég tel mig alveg nógu vel gefinn til að vita betur en að vera að grípa í fólk og kyssa það.“ „Þetta hafði nákvæmlega ekkert með neitt kynferðislegt að gera. Það vildi bara svo til að þarna var kona fyrir framan myndavélina, ég hefði látið alveg eins ef þetta hefði verið karl.“ „Þannig að ef einhver er að leita að afsökunarbeiðni frá mér, þá hef ég bara ekkert til að biðjast afsökunar á.“ Gunnar hitti stuðningsmenn hinna ýmsu þjóða í Rússlandi og þeirra á meðal markahæsta landsliðsmann karla frá upphafi, Eið Smára Guðjohnsen. #russia2018 #fifarussia2018 #fifaworldcup #Ísland #iceland #rostov #marinsparkhotelrostov #worldcup2018 #eidurgudjohnsen #footballer #полиция #ÁframÍsland #fyrirísland #takkstrákar #IcelandvsCroatia #KSÍ A post shared by Gunnar Sigurdur Zöega Gudmundsson (@gunnicool) on Jul 1, 2018 at 9:50am PDT HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Íþróttafréttakonur þurfa oft að sæta hræðilegum svívirðingum Konur eiga enn erfitt uppdráttar í karllægum heimi íþróttanna og það á ekki síst við um íþróttafréttamenn að sögn Suzanne Franks, prófessors í fjölmiðlun við City University í Lundúnum. 9. júlí 2018 11:30 Mest lesið Íslensk stúlka í útskriftarveislu sem breyttist í martröð Innlent Dúxinn í Kvennó úr óvæntri átt Innlent Margrét Hauksdóttir er látin Innlent Tíu milljónum fátækari eftir augnablik af einbeitingarleysi Innlent Nauðlending á þjóðveginum Innlent Höfum fullkomlega misst stjórn á útlendingamálum Innlent Líkir aðalfundi Sósíalista við Warhammer-útsöluna í Nexus Innlent Náðar spilltan fógeta Erlent Eldur kviknaði í hjólhýsi við íbúðarhús Innlent Segir Guðmund Hrafn ekki sjá bjálkann í eigin auga Innlent Fleiri fréttir Kaup á kínverskum kísil „með ólíkindum“ og sérsveitaræfing Erfiðast að læra íslenskuna Afnema lengri opnunartíma í ákveðnum leikskólum borgarinnar Dúxinn í Kvennó úr óvæntri átt Utanríkisráðherra Bretlands á leið til Íslands Eldur kviknaði í hjólhýsi við íbúðarhús Fjórða hvert ungmenni talar sjaldnar en einu sinni í viku við foreldra sína Ungliðahreyfing Viðreisnar ályktar gegn ákvörðun ríkisstjórnarinnar Lýstu yfir óvissustigi vegna sömu flugvélar Hefur lagt tillögur á borðið en tjáir sig ekki um lögreglustjóra Höfum fullkomlega misst stjórn á útlendingamálum Áhyggjuefni hversu fáir treysta íslenskum fjölmiðlum Uppsagnir yfirvofandi á Húsavík Hnífi beitt í heimahúsi á Húsavík Frábiður sér að nördum sé líkt við Sósíalista Íslensk stúlka í útskriftarveislu sem breyttist í martröð Fyrrverandi þingmenn í nýrri stjórn Evrópuhreyfingarinnar Segir Guðmund Hrafn ekki sjá bjálkann í eigin auga Mannréttindadómstóllinn sýknar ríkið af kröfum mótmælenda Flestir urðu varir við „falsfréttir“ fyrir síðustu alþingiskosningar Margrét Hauksdóttir er látin Líkir aðalfundi Sósíalista við Warhammer-útsöluna í Nexus Þorbjörg sögð bjóða Helga embætti vararíkislögreglustjóra Nauðlending á þjóðveginum Tíu milljónum fátækari eftir augnablik af einbeitingarleysi Lækkandi fæðingartíðni ekki hundaflauta: „Ég bara hafna algjörlega forsendunum“ Hætt í VG og segir spillingu grassera í íslenskum stjórnmálum Ný forysta stefni í ranga átt „Einhver erfiðasti tími sem ég hef gengið í gegnum“ „Og ég treysti því að dómstólar snúi því við“ Sjá meira
„Ég kyssti engan og ég áreitti ekki neinn. FALSFRÉTTIR!“ segir Gunnar Sigurður Guðmundsson, sem birtist á skjánum í umfjöllun fréttastöðvarinnar CNN um kynferðislega áreitni sem fréttakonur hafa orðið fyrir á HM í Rússlandi.CNN birti myndina sem dæmi um óviðeigandi hegðun karlkyns áhorfenda á mótinu gagnvart fjölmiðlakonum sem voru að vinna vinnuna sína. Var Gunnar í fullum skrúða íslenska landsliðsins á myndinni sem virðist sýna hann áreita fréttakonu.Umfjöllun CNN má sjá hér að neðan.Gunnar sagði í samtali við fréttastofu að þetta væri dæmi um falsfréttir og ranga frásögn fjölmiðla. „Kyn fréttamannsins skipti mig engu máli,“ segir hann. „Ég ætlaði bara að fíflast aðeins og fá smá athygli. Ég var að þykjast vera þessi víkínga-týpa sem er að búa sig undir orrustu, þetta var fyrir leikinn við Argentínu.“ Að neðan má sjá augnablikið með Gunnari í heild sinni sem íþróttafréttakonan Agos Larocca deildi á Twitter. Hún virðist hafa húmor fyrir uppákomunni, segir Argentínu hafa unnið baráttuna utan vallar (leikurinn fór 1-1) og þakkar kollega sínum fyrir sem hún titlar í gríni lífvörð.Afuera de la cancha ganamos por goleada! Una perlita de hoy @scespn (@nonoriva el guardaespaldas) pic.twitter.com/VQ4QIcMkJA— Agos Larocca (@agoslarocca) June 16, 2018 „Konan mín er hérna með mér og ég tel mig alveg nógu vel gefinn til að vita betur en að vera að grípa í fólk og kyssa það.“ „Þetta hafði nákvæmlega ekkert með neitt kynferðislegt að gera. Það vildi bara svo til að þarna var kona fyrir framan myndavélina, ég hefði látið alveg eins ef þetta hefði verið karl.“ „Þannig að ef einhver er að leita að afsökunarbeiðni frá mér, þá hef ég bara ekkert til að biðjast afsökunar á.“ Gunnar hitti stuðningsmenn hinna ýmsu þjóða í Rússlandi og þeirra á meðal markahæsta landsliðsmann karla frá upphafi, Eið Smára Guðjohnsen. #russia2018 #fifarussia2018 #fifaworldcup #Ísland #iceland #rostov #marinsparkhotelrostov #worldcup2018 #eidurgudjohnsen #footballer #полиция #ÁframÍsland #fyrirísland #takkstrákar #IcelandvsCroatia #KSÍ A post shared by Gunnar Sigurdur Zöega Gudmundsson (@gunnicool) on Jul 1, 2018 at 9:50am PDT
HM 2018 í Rússlandi Tengdar fréttir Íþróttafréttakonur þurfa oft að sæta hræðilegum svívirðingum Konur eiga enn erfitt uppdráttar í karllægum heimi íþróttanna og það á ekki síst við um íþróttafréttamenn að sögn Suzanne Franks, prófessors í fjölmiðlun við City University í Lundúnum. 9. júlí 2018 11:30 Mest lesið Íslensk stúlka í útskriftarveislu sem breyttist í martröð Innlent Dúxinn í Kvennó úr óvæntri átt Innlent Margrét Hauksdóttir er látin Innlent Tíu milljónum fátækari eftir augnablik af einbeitingarleysi Innlent Nauðlending á þjóðveginum Innlent Höfum fullkomlega misst stjórn á útlendingamálum Innlent Líkir aðalfundi Sósíalista við Warhammer-útsöluna í Nexus Innlent Náðar spilltan fógeta Erlent Eldur kviknaði í hjólhýsi við íbúðarhús Innlent Segir Guðmund Hrafn ekki sjá bjálkann í eigin auga Innlent Fleiri fréttir Kaup á kínverskum kísil „með ólíkindum“ og sérsveitaræfing Erfiðast að læra íslenskuna Afnema lengri opnunartíma í ákveðnum leikskólum borgarinnar Dúxinn í Kvennó úr óvæntri átt Utanríkisráðherra Bretlands á leið til Íslands Eldur kviknaði í hjólhýsi við íbúðarhús Fjórða hvert ungmenni talar sjaldnar en einu sinni í viku við foreldra sína Ungliðahreyfing Viðreisnar ályktar gegn ákvörðun ríkisstjórnarinnar Lýstu yfir óvissustigi vegna sömu flugvélar Hefur lagt tillögur á borðið en tjáir sig ekki um lögreglustjóra Höfum fullkomlega misst stjórn á útlendingamálum Áhyggjuefni hversu fáir treysta íslenskum fjölmiðlum Uppsagnir yfirvofandi á Húsavík Hnífi beitt í heimahúsi á Húsavík Frábiður sér að nördum sé líkt við Sósíalista Íslensk stúlka í útskriftarveislu sem breyttist í martröð Fyrrverandi þingmenn í nýrri stjórn Evrópuhreyfingarinnar Segir Guðmund Hrafn ekki sjá bjálkann í eigin auga Mannréttindadómstóllinn sýknar ríkið af kröfum mótmælenda Flestir urðu varir við „falsfréttir“ fyrir síðustu alþingiskosningar Margrét Hauksdóttir er látin Líkir aðalfundi Sósíalista við Warhammer-útsöluna í Nexus Þorbjörg sögð bjóða Helga embætti vararíkislögreglustjóra Nauðlending á þjóðveginum Tíu milljónum fátækari eftir augnablik af einbeitingarleysi Lækkandi fæðingartíðni ekki hundaflauta: „Ég bara hafna algjörlega forsendunum“ Hætt í VG og segir spillingu grassera í íslenskum stjórnmálum Ný forysta stefni í ranga átt „Einhver erfiðasti tími sem ég hef gengið í gegnum“ „Og ég treysti því að dómstólar snúi því við“ Sjá meira
Íþróttafréttakonur þurfa oft að sæta hræðilegum svívirðingum Konur eiga enn erfitt uppdráttar í karllægum heimi íþróttanna og það á ekki síst við um íþróttafréttamenn að sögn Suzanne Franks, prófessors í fjölmiðlun við City University í Lundúnum. 9. júlí 2018 11:30