Frábært að fólk fylgist með Ingvi Þór Sæmundsson skrifar 9. júlí 2018 06:00 Guðbjörg Jóna hefur náð eftirtektarverðum árangri. vísir/skjáskot „Ég vissi þannig séð að ég myndi enda á palli í 200 metra hlaupi en 100 metrarnir komu á óvart. Ég var með áttunda besta tímann inn í úrslitin. Það var gaman að komast þangað og geggjað að verða í 1. sæti,“ sagði Evrópumeistarinn Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir í samtali við Fréttablaðið í gær. Guðbjörg gerði sér lítið fyrir og vann til tvennra verðlauna á Evrópumeistaramóti 18 ára og yngri í Györ í Ungverjalandi sem lauk í gær. Á föstudaginn kom hún fyrst í mark í úrslitum í 100 metra hlaupi. Sigurtíminn var 11,75 sekúndur en Guðbjörg var sex þúsundustu úr sekúndu á undan Pameru Losange frá Frakklandi og Boglörku Takács frá Ungverjalandi. Besti tími hennar í greininni er 11,68 sekúndur. Á laugardaginn bætti Guðbjörg svo bronsmedalíu í safnið þegar hún varð þriðja í úrslitum í 200 metra hlaupi sem er hennar sterkasta grein. Hún var með næstbesta tímann inn í úrslitin; 23,70 sekúndur. Í úrslitunum kom Guðbjörg í mark á 23,73 sekúndum en hennar besti tími í greininni er 23,61 sekúnda.Adeleke Rhasidat frá Írlandi varð hlutskörpust á 23,52 sekúndum og hin franska Joseph Gemima varð önnur á 23,60 sekúndum. „Markmiðið var að komast í úrslit og ná sem bestum tíma en ekkert endilega að komast á pall,“ segir Guðbjörg um væntingarnar fyrir 200 metra hlaupið. Hún kveðst ánægð með tímana sem hún náði á EM, ekki síst þegar tekið er mið af álaginu sem er á hlaupurum á mótum sem þessum. „Sérstaklega miðað við hvað þetta eru mörg hlaup. Það er ekkert alltaf hægt að hlaupa á bestu tímunum eftir 4–5 hlaup. Þetta voru mjög góðir tímar miðað við það,“ segir Guðbjörg sem hefur æft frjálsar íþróttir í sex ár. Frá 14 ára aldri hefur hún einbeitt sér að hlaupum. Eins og áður sagði er 200 metra hlaup sterkasta grein Guðbjargar. Hún gæti þó einbeitt sér meira að 400 metra hlaupi eftir því sem fram líða stundir. „Hundrað metra hlaup er eiginlega of stutt fyrir mig því ég er betri í endann. Það er betra fyrir mig að vera í aðeins lengri hlaupum,“ segir Guðbjörg sem hefur keppt í 400 metra hlaupi þótt hún æfi ekki sérstaklega fyrir það. Guðbjörg vonast til að geta nýtt meðbyrinn sem hún fékk á EM í næstu verkefni hjá sér. Hún er jafnframt þakklát fyrir stuðninginn sem hún hefur fengið síðustu daga. „Vonandi get ég bætt tímana mína og það væri gaman að komast oftar á pall. Það er frábært að vita að maður geti gert þetta og fá allan þennan stuðning. Ég hef fengið fullt af skilaboðum og það er frábært að fólk sé að fylgjast með þessu. Það ýtir manni áfram til að bæta sig á æfingum og í keppni,“ segir Guðbjörg sem verður ekki 17 ára fyrr en á aðfangadag. En hvernig sér hún fyrir sér næstu skref á ferlinum og framhaldið? „Mig langar kannski að fara í skóla til Bandaríkjanna eftir menntaskólann en það kemur bara allt í ljós. Það er langt þangað til maður þarf að fara að pæla í því,“ segir Evrópumeistarinn Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir að lokum. Birtist í Fréttablaðinu Frjálsar íþróttir Tengdar fréttir Sjáðu Guðbjörgu tryggja sér Evrópumeistaratitilinn Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir varð í dag Evrópumeistari 18 ára og yngri í 100 metra spretthlaupi. 6. júlí 2018 21:45 Nýkrýndi Evrópumeistarinn Guðbjörg Jóna: „Man ekkert hvað gerðist, brast í grát og hef ekki hætt“ Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir varð í dag Evrópumeistari 18 ára og yngri í 100 metra spretthlaupi. Guðbjörg Jóna var sex þúsundustu úr sekúndu á undan næstu hlaupurum. 6. júlí 2018 21:22 Guðbjörg Jóna nældi í brons Guðbjörg Jóna Bjarnadótt, hlaupari úr ÍR, nældi sér í brons í 200 metra hlaupi á Evrópumeistaramóti keppenda átján ára og yngri. 7. júlí 2018 18:20 Mest lesið Anníe Mist selur CrossFit Reykjavíkur og BKG meðal kaupenda Sport Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Golf Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Fótbolti Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Íslenski boltinn Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Körfubolti Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn Fótbolti Levy var neyddur til að hætta Enski boltinn Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Enski boltinn Messi skoraði tvö í síðasta landsleiknum í Argentínu Fótbolti Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Enski boltinn Fleiri fréttir Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn Í beinni: Ísland - Aserbaísjan | Fyrsti leikur í undankeppni HM Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju „Gríðarleg pressa og það er bara gaman“ Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn Stjörnurnar skrifuðu allar á hausinn á smábarni Halda maraþonhlaup ellefu hundruð metrum undir sjávarmáli Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu „Alltaf mikil samkeppni og maður þarf að vera klár í það“ Tyson og Mayweather mætast á næsta ári „Megum alls ekki vanmeta Aserbaísjan“ Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Messi skoraði tvö í síðasta landsleiknum í Argentínu Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Anníe Mist selur CrossFit Reykjavíkur og BKG meðal kaupenda Levy var neyddur til að hætta Rekinn af velli eftir aðeins sex sekúndur af NFL tímabilinu Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Dagskráin í dag: Undankeppni fyrir HM 2026 hefst á Laugardalsvelli Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Myndir frá endalokum Íslands á EM Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ Sjá meira
„Ég vissi þannig séð að ég myndi enda á palli í 200 metra hlaupi en 100 metrarnir komu á óvart. Ég var með áttunda besta tímann inn í úrslitin. Það var gaman að komast þangað og geggjað að verða í 1. sæti,“ sagði Evrópumeistarinn Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir í samtali við Fréttablaðið í gær. Guðbjörg gerði sér lítið fyrir og vann til tvennra verðlauna á Evrópumeistaramóti 18 ára og yngri í Györ í Ungverjalandi sem lauk í gær. Á föstudaginn kom hún fyrst í mark í úrslitum í 100 metra hlaupi. Sigurtíminn var 11,75 sekúndur en Guðbjörg var sex þúsundustu úr sekúndu á undan Pameru Losange frá Frakklandi og Boglörku Takács frá Ungverjalandi. Besti tími hennar í greininni er 11,68 sekúndur. Á laugardaginn bætti Guðbjörg svo bronsmedalíu í safnið þegar hún varð þriðja í úrslitum í 200 metra hlaupi sem er hennar sterkasta grein. Hún var með næstbesta tímann inn í úrslitin; 23,70 sekúndur. Í úrslitunum kom Guðbjörg í mark á 23,73 sekúndum en hennar besti tími í greininni er 23,61 sekúnda.Adeleke Rhasidat frá Írlandi varð hlutskörpust á 23,52 sekúndum og hin franska Joseph Gemima varð önnur á 23,60 sekúndum. „Markmiðið var að komast í úrslit og ná sem bestum tíma en ekkert endilega að komast á pall,“ segir Guðbjörg um væntingarnar fyrir 200 metra hlaupið. Hún kveðst ánægð með tímana sem hún náði á EM, ekki síst þegar tekið er mið af álaginu sem er á hlaupurum á mótum sem þessum. „Sérstaklega miðað við hvað þetta eru mörg hlaup. Það er ekkert alltaf hægt að hlaupa á bestu tímunum eftir 4–5 hlaup. Þetta voru mjög góðir tímar miðað við það,“ segir Guðbjörg sem hefur æft frjálsar íþróttir í sex ár. Frá 14 ára aldri hefur hún einbeitt sér að hlaupum. Eins og áður sagði er 200 metra hlaup sterkasta grein Guðbjargar. Hún gæti þó einbeitt sér meira að 400 metra hlaupi eftir því sem fram líða stundir. „Hundrað metra hlaup er eiginlega of stutt fyrir mig því ég er betri í endann. Það er betra fyrir mig að vera í aðeins lengri hlaupum,“ segir Guðbjörg sem hefur keppt í 400 metra hlaupi þótt hún æfi ekki sérstaklega fyrir það. Guðbjörg vonast til að geta nýtt meðbyrinn sem hún fékk á EM í næstu verkefni hjá sér. Hún er jafnframt þakklát fyrir stuðninginn sem hún hefur fengið síðustu daga. „Vonandi get ég bætt tímana mína og það væri gaman að komast oftar á pall. Það er frábært að vita að maður geti gert þetta og fá allan þennan stuðning. Ég hef fengið fullt af skilaboðum og það er frábært að fólk sé að fylgjast með þessu. Það ýtir manni áfram til að bæta sig á æfingum og í keppni,“ segir Guðbjörg sem verður ekki 17 ára fyrr en á aðfangadag. En hvernig sér hún fyrir sér næstu skref á ferlinum og framhaldið? „Mig langar kannski að fara í skóla til Bandaríkjanna eftir menntaskólann en það kemur bara allt í ljós. Það er langt þangað til maður þarf að fara að pæla í því,“ segir Evrópumeistarinn Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir að lokum.
Birtist í Fréttablaðinu Frjálsar íþróttir Tengdar fréttir Sjáðu Guðbjörgu tryggja sér Evrópumeistaratitilinn Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir varð í dag Evrópumeistari 18 ára og yngri í 100 metra spretthlaupi. 6. júlí 2018 21:45 Nýkrýndi Evrópumeistarinn Guðbjörg Jóna: „Man ekkert hvað gerðist, brast í grát og hef ekki hætt“ Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir varð í dag Evrópumeistari 18 ára og yngri í 100 metra spretthlaupi. Guðbjörg Jóna var sex þúsundustu úr sekúndu á undan næstu hlaupurum. 6. júlí 2018 21:22 Guðbjörg Jóna nældi í brons Guðbjörg Jóna Bjarnadótt, hlaupari úr ÍR, nældi sér í brons í 200 metra hlaupi á Evrópumeistaramóti keppenda átján ára og yngri. 7. júlí 2018 18:20 Mest lesið Anníe Mist selur CrossFit Reykjavíkur og BKG meðal kaupenda Sport Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Golf Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Fótbolti Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Íslenski boltinn Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu Körfubolti Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn Fótbolti Levy var neyddur til að hætta Enski boltinn Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Enski boltinn Messi skoraði tvö í síðasta landsleiknum í Argentínu Fótbolti Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Enski boltinn Fleiri fréttir Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn Í beinni: Ísland - Aserbaísjan | Fyrsti leikur í undankeppni HM Gyökeres vitni í réttarhöldum Segir að Liverpool-menn muni sennilega aldrei jafna sig á fráfalli Jota Valsmenn búnir að finna Kana Gaf báðum stelpunum sem hann datt á áritaða treyju „Gríðarleg pressa og það er bara gaman“ Orðin dýrust í sögu kvennaboltans Húðflúraði Diogo Jota á kálfann sinn Stjörnurnar skrifuðu allar á hausinn á smábarni Halda maraþonhlaup ellefu hundruð metrum undir sjávarmáli Caitlin Clark ekki meira með á tímabilinu „Alltaf mikil samkeppni og maður þarf að vera klár í það“ Tyson og Mayweather mætast á næsta ári „Megum alls ekki vanmeta Aserbaísjan“ Stórsér á stjörnunni eftir leikfang dótturinnar Fantasýn: „Ekki kaupa Isak núna“ Messi skoraði tvö í síðasta landsleiknum í Argentínu Allir lögðust niður eftir óvænta og ágenga truflun í fótboltaleik Anníe Mist selur CrossFit Reykjavíkur og BKG meðal kaupenda Levy var neyddur til að hætta Rekinn af velli eftir aðeins sex sekúndur af NFL tímabilinu Þróttur lánar sextán ára strák til Inter Milan Maðurinn sem keyrði á Liverpool stuðningsfólkið neitar sök Dagskráin í dag: Undankeppni fyrir HM 2026 hefst á Laugardalsvelli Ein sú besta gæti snúið aftur eftir 20 mánaða fjarveru Gæti orðið fyrsti músliminn til að spila fyrir enska landsliðið Myndir frá endalokum Íslands á EM Afturelding marði Hauka í Hafnafirði Hetja Blika: „Einn leikur í einu“ Sjá meira
Sjáðu Guðbjörgu tryggja sér Evrópumeistaratitilinn Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir varð í dag Evrópumeistari 18 ára og yngri í 100 metra spretthlaupi. 6. júlí 2018 21:45
Nýkrýndi Evrópumeistarinn Guðbjörg Jóna: „Man ekkert hvað gerðist, brast í grát og hef ekki hætt“ Guðbjörg Jóna Bjarnadóttir varð í dag Evrópumeistari 18 ára og yngri í 100 metra spretthlaupi. Guðbjörg Jóna var sex þúsundustu úr sekúndu á undan næstu hlaupurum. 6. júlí 2018 21:22
Guðbjörg Jóna nældi í brons Guðbjörg Jóna Bjarnadótt, hlaupari úr ÍR, nældi sér í brons í 200 metra hlaupi á Evrópumeistaramóti keppenda átján ára og yngri. 7. júlí 2018 18:20
Byrjunarlið Íslands gegn Aserbaísjan: Elías ver markið, Skagamenn stýra miðjunni og Logi á bekkinn