Loksins sól og hitamet slegið í Reykjavík Sveinn Arnarsson skrifar 9. júlí 2018 06:00 Dagblöðin Tíminn og Vísir fjölluðu ítarlega í máli og myndum um hitabylgjuna sem gladdi íbúa höfuðborgar Íslands fyrir 42 árum. „Íslensk hitabylgja“ var slegið upp í forsíðufyrirsögn Vísis, 10. júlí árið 1976 vegna hitans í Reykjavík daginn áður. Hinn 9. júlí fór í sögubækurnar fyrir að vera með eindæmum veðursæll á landinu. Hitamet var slegið þennan dag í höfuðborginni en þar mældist hitinn 24,3 gráður. Tíminn birti forsíðumynd daginn eftir af buguðum manni á Austurvelli vegna hitans. „Það er augljóst að við hér í Reykjavík vorum að slá met á þessari öld hvað hita snertir og ég held að það megi fullyrða það, að þetta sé mesti hiti sem mælzt hefur í Reykjavík síðan hitamælingar hófust,“ sagði Markús Einarsson, veðurfræðingur, í viðtali við Tímann daginn eftir að hitametið féll. „Loksins, sögðu íbúar höfuðborgarinnar, loksins kom blessuð sólin… Sumum þótti þó nóg um þegar hitinn fór upp í 24,3 stig sem reyndist vera met á þessari öld,“ birtist svo í Tímanum þann 14. júlí þegar blaðið birti ýmsar myndir úr Reykjavík sem sýndu fáklædda höfuðborgarbúa sóla sig í blíðunni. Veðrið var síðan með eindæmum gott á höfuðborgarsvæðinu næstu daga og var mál manna að lundin hefði lést hjá höfuðborgarbúum. „En því miður virðist þessi góðviðriskafli liðinn, að minnsta kosti eftir því sem Markús Einarsson veðurfræðingur fræddi Tímann á, en hann sagði, að almennt yfir landið myndi nú verða minni sól en undanfarna daga,“ sagði í Tímanum, sama dag og blíðviðrismyndirnar birtust, þann 14. júlí. Á þessum tíma höfðu gríðarlegir hitar geisað í Evrópu og valdið íbúum álfunnar erfiðleikum. Austanstæðir vindar báru hluta þess lofts með sér til Íslands sem gerði það að verkum að nánast allt landið var baðað hita þennan daginn. Hitinn þennan dag, 9. júlí, fór mest í 27 gráður á landinu. Það var hins vegar ekki nægjanlegt til að slá hitamet í Eyjafirðinum enda þekktur fyrir veðurblíðu að sumrin þar sem hitastig hefur náð nærri þrjátíu gráðum. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira
„Íslensk hitabylgja“ var slegið upp í forsíðufyrirsögn Vísis, 10. júlí árið 1976 vegna hitans í Reykjavík daginn áður. Hinn 9. júlí fór í sögubækurnar fyrir að vera með eindæmum veðursæll á landinu. Hitamet var slegið þennan dag í höfuðborginni en þar mældist hitinn 24,3 gráður. Tíminn birti forsíðumynd daginn eftir af buguðum manni á Austurvelli vegna hitans. „Það er augljóst að við hér í Reykjavík vorum að slá met á þessari öld hvað hita snertir og ég held að það megi fullyrða það, að þetta sé mesti hiti sem mælzt hefur í Reykjavík síðan hitamælingar hófust,“ sagði Markús Einarsson, veðurfræðingur, í viðtali við Tímann daginn eftir að hitametið féll. „Loksins, sögðu íbúar höfuðborgarinnar, loksins kom blessuð sólin… Sumum þótti þó nóg um þegar hitinn fór upp í 24,3 stig sem reyndist vera met á þessari öld,“ birtist svo í Tímanum þann 14. júlí þegar blaðið birti ýmsar myndir úr Reykjavík sem sýndu fáklædda höfuðborgarbúa sóla sig í blíðunni. Veðrið var síðan með eindæmum gott á höfuðborgarsvæðinu næstu daga og var mál manna að lundin hefði lést hjá höfuðborgarbúum. „En því miður virðist þessi góðviðriskafli liðinn, að minnsta kosti eftir því sem Markús Einarsson veðurfræðingur fræddi Tímann á, en hann sagði, að almennt yfir landið myndi nú verða minni sól en undanfarna daga,“ sagði í Tímanum, sama dag og blíðviðrismyndirnar birtust, þann 14. júlí. Á þessum tíma höfðu gríðarlegir hitar geisað í Evrópu og valdið íbúum álfunnar erfiðleikum. Austanstæðir vindar báru hluta þess lofts með sér til Íslands sem gerði það að verkum að nánast allt landið var baðað hita þennan daginn. Hitinn þennan dag, 9. júlí, fór mest í 27 gráður á landinu. Það var hins vegar ekki nægjanlegt til að slá hitamet í Eyjafirðinum enda þekktur fyrir veðurblíðu að sumrin þar sem hitastig hefur náð nærri þrjátíu gráðum.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Innlent Fleiri fréttir „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Varnaraðgerðir í Svartsengi og umdeild yfirhalning hjá Jaguar Sjá meira