Heyrði mikla skruðninga í Hítárdal fyrir miðnætti á föstudag Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 8. júlí 2018 21:15 Mynd/Sumarliði Ásgeirsson Veiðimenn sem staddir voru í grennd við Fagraskógarfjalli nokkrum klukkutímum áður en að skriðan mikla féll í Hítardal á Mýrum snemma morguns á laugardag segjast hafa hafa orðið varir við skriðu úr fjallinu nokkrum klukkutímum áður en stóra skriðan féll. Refaskytta sem lá í greni í grennd við fjallið heyrði mikla skruðninga skömmu fyrir miðnætti á föstudag. „Ég lá á greni og var að veiða refi og svo heyrði ég í þessu. Það var lágskýjað þannig að ég sá þetta ekki en svo létti til fljótlega og þá sáum við sárið í fjallinu,“ segir Guðmundur Símonarson í samtali við Vísi. Hann segir hávaðann hafa verið mikinn en Guðmundur telur að hann hafi verið um tvo kílómetra frá fjallinu. „Þetta var svona eins og það væri að koma þyrla. Allt í einu byrjaði það og allt í einu var það búið,“ segir Guðmundur sem varð einnig var við grjóthrun úr fjallinu alveg til klukkan fjögur um nóttina. Guðmundur yfirgaf svo dalinn um klukkan fimm um morguninn en íbúar á bænum Hítárdal telja líklegast að stóra skriðan hafi fallið á milli fjögur og sex en dóttir þeirra heyrði drunurnar. Undanfari stóru skriðunnar Í samtali við Vísi segir Magni Hreinn Jónsson, sérfræðingur í ofanflóðum hjá Veðurstofu Íslands að veðurstofan hafi einnig heyrt af því að skriða hafi farið niður fjallið fyrir miðnætti á föstudaginn. „Já, við höfðum heyrt þetta og það hlýtur að vera rétt hjá honum að það hafi verið skriðuföll þarna um nóttina. Þetta hefur þá verið undanfari þessarar stóru skriðu. Ummerkin um litlu skriðuna eru horfin undir þá stóru,“ segir Magni. Sérfræðingar hafa verið að störfum við skriðuna í allan dag við mælingar. Eftir á að vinna úr þeim mælingum en segir Magni að útlit sé fyrir að magn efnis í skriðunni nemi um tíu til tuttugu milljón rúmmetrum. „Þannig að þetta er með stærstu skriðum á sögulegum tíma hérna á Íslandi,“ segir Magni en til samanburðar má geta þess að talið er að berghlaupið sem varð við Öskjuvatn árið 2014 hafi verið um tuttugu milljón rúmmetrar. Skriðufall í Hítardal Tengdar fréttir Heppni að enginn hafi verið á veiðum á þeim stað sem skriðan féll Ljóst er að veiðistaðir á svæðinu heyra sögunni til. 8. júlí 2018 19:17 Hítará hefur fundið sér nýjan farveg Íbúi í Hítardal segir vatnið leita út í Tálma, hliðará Hítarár. Það sé sá farvegur sem íbúar hafi verið að vona að áin fyndi sér fram hjá skriðunni. 8. júlí 2018 11:47 „Þetta er bein afleiðing af þessum miklu rigningum“ Stór skriða féll úr Fagraskógafjalli í Hítardal snemma í morgun. Jarðfræðingur segir fall skriðunnar vera afleiðing mikils rigningarsumars. 7. júlí 2018 18:45 Mest lesið Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Réðst á opinberan starfsmann Innlent Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Innlent Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Innlent Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Innlent Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Innlent „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Innlent Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Erlent Mætti með kíló af kókaíni og sautján kíló af marijúana Innlent Fleiri fréttir Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Mætti með kíló af kókaíni og sautján kíló af marijúana Fundað á ný í deilu flugumferðarstjóra Þriggja bíla aftanákeyrsla á Kringlumýrarbraut Bein útsending: Ásgeir situr fyrir svörum í þinginu Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Réðst á opinberan starfsmann Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Kristrún til Grænlands „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Viðgerð á aðalvatnslögn Ísafjarðarbæjar lokið Útilokar ekki afskipti ríkisstjórnarinnar af verkfallinu Reyndi að greiða með fölsuðum seðli „Eins og líf skipti engu máli“ Öflugasti skjálfti í Mýrdalsjökli frá árinu 2023 Þrumuræða um börn með fíknivanda: „Eigum við að láta fleiri deyja á leiðinni?“ Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Fellur frá kröfu um meirapróf bænda Þarf ekki lengur tilvísun til sjúkraþjálfara næsta vor Tegundin sé líklega komin til að vera Ofbeldismál gegn kennurum komi upp á öllum skólastigum Bjartsýnn á lausn í vikunni þótt ekki hafi verið boðað til fundar Moskítóflugan og verkfallsaðgerðir flugumferðarstjóra Sjá meira
Veiðimenn sem staddir voru í grennd við Fagraskógarfjalli nokkrum klukkutímum áður en að skriðan mikla féll í Hítardal á Mýrum snemma morguns á laugardag segjast hafa hafa orðið varir við skriðu úr fjallinu nokkrum klukkutímum áður en stóra skriðan féll. Refaskytta sem lá í greni í grennd við fjallið heyrði mikla skruðninga skömmu fyrir miðnætti á föstudag. „Ég lá á greni og var að veiða refi og svo heyrði ég í þessu. Það var lágskýjað þannig að ég sá þetta ekki en svo létti til fljótlega og þá sáum við sárið í fjallinu,“ segir Guðmundur Símonarson í samtali við Vísi. Hann segir hávaðann hafa verið mikinn en Guðmundur telur að hann hafi verið um tvo kílómetra frá fjallinu. „Þetta var svona eins og það væri að koma þyrla. Allt í einu byrjaði það og allt í einu var það búið,“ segir Guðmundur sem varð einnig var við grjóthrun úr fjallinu alveg til klukkan fjögur um nóttina. Guðmundur yfirgaf svo dalinn um klukkan fimm um morguninn en íbúar á bænum Hítárdal telja líklegast að stóra skriðan hafi fallið á milli fjögur og sex en dóttir þeirra heyrði drunurnar. Undanfari stóru skriðunnar Í samtali við Vísi segir Magni Hreinn Jónsson, sérfræðingur í ofanflóðum hjá Veðurstofu Íslands að veðurstofan hafi einnig heyrt af því að skriða hafi farið niður fjallið fyrir miðnætti á föstudaginn. „Já, við höfðum heyrt þetta og það hlýtur að vera rétt hjá honum að það hafi verið skriðuföll þarna um nóttina. Þetta hefur þá verið undanfari þessarar stóru skriðu. Ummerkin um litlu skriðuna eru horfin undir þá stóru,“ segir Magni. Sérfræðingar hafa verið að störfum við skriðuna í allan dag við mælingar. Eftir á að vinna úr þeim mælingum en segir Magni að útlit sé fyrir að magn efnis í skriðunni nemi um tíu til tuttugu milljón rúmmetrum. „Þannig að þetta er með stærstu skriðum á sögulegum tíma hérna á Íslandi,“ segir Magni en til samanburðar má geta þess að talið er að berghlaupið sem varð við Öskjuvatn árið 2014 hafi verið um tuttugu milljón rúmmetrar.
Skriðufall í Hítardal Tengdar fréttir Heppni að enginn hafi verið á veiðum á þeim stað sem skriðan féll Ljóst er að veiðistaðir á svæðinu heyra sögunni til. 8. júlí 2018 19:17 Hítará hefur fundið sér nýjan farveg Íbúi í Hítardal segir vatnið leita út í Tálma, hliðará Hítarár. Það sé sá farvegur sem íbúar hafi verið að vona að áin fyndi sér fram hjá skriðunni. 8. júlí 2018 11:47 „Þetta er bein afleiðing af þessum miklu rigningum“ Stór skriða féll úr Fagraskógafjalli í Hítardal snemma í morgun. Jarðfræðingur segir fall skriðunnar vera afleiðing mikils rigningarsumars. 7. júlí 2018 18:45 Mest lesið Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Réðst á opinberan starfsmann Innlent Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Innlent Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Innlent Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Innlent Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Innlent „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Innlent Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Erlent Mætti með kíló af kókaíni og sautján kíló af marijúana Innlent Fleiri fréttir Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Mætti með kíló af kókaíni og sautján kíló af marijúana Fundað á ný í deilu flugumferðarstjóra Þriggja bíla aftanákeyrsla á Kringlumýrarbraut Bein útsending: Ásgeir situr fyrir svörum í þinginu Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Réðst á opinberan starfsmann Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Kristrún til Grænlands „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Viðgerð á aðalvatnslögn Ísafjarðarbæjar lokið Útilokar ekki afskipti ríkisstjórnarinnar af verkfallinu Reyndi að greiða með fölsuðum seðli „Eins og líf skipti engu máli“ Öflugasti skjálfti í Mýrdalsjökli frá árinu 2023 Þrumuræða um börn með fíknivanda: „Eigum við að láta fleiri deyja á leiðinni?“ Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Fellur frá kröfu um meirapróf bænda Þarf ekki lengur tilvísun til sjúkraþjálfara næsta vor Tegundin sé líklega komin til að vera Ofbeldismál gegn kennurum komi upp á öllum skólastigum Bjartsýnn á lausn í vikunni þótt ekki hafi verið boðað til fundar Moskítóflugan og verkfallsaðgerðir flugumferðarstjóra Sjá meira
Heppni að enginn hafi verið á veiðum á þeim stað sem skriðan féll Ljóst er að veiðistaðir á svæðinu heyra sögunni til. 8. júlí 2018 19:17
Hítará hefur fundið sér nýjan farveg Íbúi í Hítardal segir vatnið leita út í Tálma, hliðará Hítarár. Það sé sá farvegur sem íbúar hafi verið að vona að áin fyndi sér fram hjá skriðunni. 8. júlí 2018 11:47
„Þetta er bein afleiðing af þessum miklu rigningum“ Stór skriða féll úr Fagraskógafjalli í Hítardal snemma í morgun. Jarðfræðingur segir fall skriðunnar vera afleiðing mikils rigningarsumars. 7. júlí 2018 18:45