„Þetta er bein afleiðing af þessum miklu rigningum“ Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 7. júlí 2018 18:45 Líkt og sjá má er skriðan afar umfangsmikil Mynd/Sumarliði Ásgeirsson Stór skriða féll úr Fagraskógafjalli í Hítardal snemma í morgun. Enn hrynur úr fjallinu og er lögregla búin að loka fyrir umferð í kringum skriðunna vegna hættu á flóði. Jarðfræðingur segir fall skriðunnar vera afleiðing mikils rigningarsumars. Lögregla, ásamt björgunarsveitum og þyrlu Landhelgisgæslunnar hefur verið að störfum við skriðuna í dag en en lögregla hefur lokað svæðið af af öryggisástæðum. Skriðan féll þvert yfir Hítará með þeim afleiðingum að áin stíflaðist. „Ástæðan er væntanlega sú að í rigningum undanfarnar vikur og mánuði hefur vatn safnast upp í væntanlega gamlar jarðskjálftasprungur og hugsanlega berggangar sem fyllast af vatni. Vatnssöfnunin veldur þá hækkandi vatnsþrýstingi og það endar þannig að vatnið fer inn í veikleika á milli hraunlaga og stór spilda fellur fram, skautar niður á þessum veikleika. Þetta er bein afleiðing af þessum miklu rigninum,“ segir Finnbogi Rögnvaldsson jarðfræðingur sem verið hefur að störfum við skriðuna í dag.Hér að neðan má sjá drónamyndband af skriðunni sem Sumarliði Ásgeirsson tók.Erla Dögg Ármannsdóttir, íbúi í Hítardal, kom auga á stífluna sem skriðan hafði myndað þvert yfir ánna í morgun. Hún segir að um stöðu mála ríki mikil óvissa meðal íbúa en stórt lón hefur myndast fyrir ofan stífluna sem hækkar með hverjum klukkutímanum. Ekki er enn vitað hvaða farveg áin mun finna sér þegar hún brýst framhjá skriðunni, en það gefur augaleið að stíflan hafi áhrif á starfsemi Hítará, sem er mikil veiðiá. „Það sem gerist hér í morgun er að það fer nú bara ansi stórt stykki úr hlíðinni. Þetta er ansi stór skriða sem lokar ánni þannig að vatnið er að safnast upp hér að ofan. Það sem við erum að reyna að gera núna er að leggja mat á aðstæður. Sjá hvar er líklegt að áin muni rjúfa sér leið, hvar séu hættusvæði og að reyna að stjórna umferð þannig að við tæmum ákveðin hættusvæði þannig að við séum ekki að leggja fólki í hættu,“ segir Þór Þorsteinsson, vettvangsstjóri björgunarsveita á staðnum.Töluvert lón hefur myndast við skriðuna.Mynd/Sumarliði ÁsgeirssonFréttastofa ræddi við nokkra heimamenn í dag sem ekki eru bjartsýnir á að reynt verði að hreyfa við skriðunni, eða grafa í hana, þannig áin mun að lokum finna sér nýjan farveg, því er ljóst að skriðan muni gjörbreyta árfarvegi Hítarár.Stórt lón hefur myndast fyrir ofan skriðuna sem hækkar með hverjum klukkutímanum, en óvissa ríkir með framhald mála, en talið er að skriðan sé sú stærsta sem fallið hefur hér á landi frá landnámi.Hér að neðan má sjá kvöldfrétt Stöðvar 2 um skriðuna. Skriðufall í Hítardal Veður Tengdar fréttir Mikil grjótskriða úr Fagraskógarfjalli: „Stórt fjall í ánni“ Skriðan er sögð gríðarstór en hún féll snemma í morgun. Hítardalsá stíflaðist og hefur stórt lón myndast fyrir aftan skriðuna. 7. júlí 2018 11:32 Almannavarnir meta ástandið í Hítardal Almannavarnir eru að meta ástandið í Hítardal eftir skriðufall. 7. júlí 2018 14:37 Mest lesið Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Réðst á opinberan starfsmann Innlent Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Innlent Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Innlent Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Innlent Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Innlent „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Innlent Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Erlent Mætti með kíló af kókaíni og sautján kíló af marijúana Innlent Fleiri fréttir Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Mætti með kíló af kókaíni og sautján kíló af marijúana Fundað á ný í deilu flugumferðarstjóra Þriggja bíla aftanákeyrsla á Kringlumýrarbraut Bein útsending: Ásgeir situr fyrir svörum í þinginu Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Réðst á opinberan starfsmann Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Kristrún til Grænlands „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Viðgerð á aðalvatnslögn Ísafjarðarbæjar lokið Útilokar ekki afskipti ríkisstjórnarinnar af verkfallinu Reyndi að greiða með fölsuðum seðli „Eins og líf skipti engu máli“ Öflugasti skjálfti í Mýrdalsjökli frá árinu 2023 Þrumuræða um börn með fíknivanda: „Eigum við að láta fleiri deyja á leiðinni?“ Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Fellur frá kröfu um meirapróf bænda Þarf ekki lengur tilvísun til sjúkraþjálfara næsta vor Tegundin sé líklega komin til að vera Ofbeldismál gegn kennurum komi upp á öllum skólastigum Bjartsýnn á lausn í vikunni þótt ekki hafi verið boðað til fundar Moskítóflugan og verkfallsaðgerðir flugumferðarstjóra Sjá meira
Stór skriða féll úr Fagraskógafjalli í Hítardal snemma í morgun. Enn hrynur úr fjallinu og er lögregla búin að loka fyrir umferð í kringum skriðunna vegna hættu á flóði. Jarðfræðingur segir fall skriðunnar vera afleiðing mikils rigningarsumars. Lögregla, ásamt björgunarsveitum og þyrlu Landhelgisgæslunnar hefur verið að störfum við skriðuna í dag en en lögregla hefur lokað svæðið af af öryggisástæðum. Skriðan féll þvert yfir Hítará með þeim afleiðingum að áin stíflaðist. „Ástæðan er væntanlega sú að í rigningum undanfarnar vikur og mánuði hefur vatn safnast upp í væntanlega gamlar jarðskjálftasprungur og hugsanlega berggangar sem fyllast af vatni. Vatnssöfnunin veldur þá hækkandi vatnsþrýstingi og það endar þannig að vatnið fer inn í veikleika á milli hraunlaga og stór spilda fellur fram, skautar niður á þessum veikleika. Þetta er bein afleiðing af þessum miklu rigninum,“ segir Finnbogi Rögnvaldsson jarðfræðingur sem verið hefur að störfum við skriðuna í dag.Hér að neðan má sjá drónamyndband af skriðunni sem Sumarliði Ásgeirsson tók.Erla Dögg Ármannsdóttir, íbúi í Hítardal, kom auga á stífluna sem skriðan hafði myndað þvert yfir ánna í morgun. Hún segir að um stöðu mála ríki mikil óvissa meðal íbúa en stórt lón hefur myndast fyrir ofan stífluna sem hækkar með hverjum klukkutímanum. Ekki er enn vitað hvaða farveg áin mun finna sér þegar hún brýst framhjá skriðunni, en það gefur augaleið að stíflan hafi áhrif á starfsemi Hítará, sem er mikil veiðiá. „Það sem gerist hér í morgun er að það fer nú bara ansi stórt stykki úr hlíðinni. Þetta er ansi stór skriða sem lokar ánni þannig að vatnið er að safnast upp hér að ofan. Það sem við erum að reyna að gera núna er að leggja mat á aðstæður. Sjá hvar er líklegt að áin muni rjúfa sér leið, hvar séu hættusvæði og að reyna að stjórna umferð þannig að við tæmum ákveðin hættusvæði þannig að við séum ekki að leggja fólki í hættu,“ segir Þór Þorsteinsson, vettvangsstjóri björgunarsveita á staðnum.Töluvert lón hefur myndast við skriðuna.Mynd/Sumarliði ÁsgeirssonFréttastofa ræddi við nokkra heimamenn í dag sem ekki eru bjartsýnir á að reynt verði að hreyfa við skriðunni, eða grafa í hana, þannig áin mun að lokum finna sér nýjan farveg, því er ljóst að skriðan muni gjörbreyta árfarvegi Hítarár.Stórt lón hefur myndast fyrir ofan skriðuna sem hækkar með hverjum klukkutímanum, en óvissa ríkir með framhald mála, en talið er að skriðan sé sú stærsta sem fallið hefur hér á landi frá landnámi.Hér að neðan má sjá kvöldfrétt Stöðvar 2 um skriðuna.
Skriðufall í Hítardal Veður Tengdar fréttir Mikil grjótskriða úr Fagraskógarfjalli: „Stórt fjall í ánni“ Skriðan er sögð gríðarstór en hún féll snemma í morgun. Hítardalsá stíflaðist og hefur stórt lón myndast fyrir aftan skriðuna. 7. júlí 2018 11:32 Almannavarnir meta ástandið í Hítardal Almannavarnir eru að meta ástandið í Hítardal eftir skriðufall. 7. júlí 2018 14:37 Mest lesið Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Innlent Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Innlent Réðst á opinberan starfsmann Innlent Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Innlent Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Innlent Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Innlent Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Innlent „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Innlent Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Erlent Mætti með kíló af kókaíni og sautján kíló af marijúana Innlent Fleiri fréttir Kynfræðsla í fermingarfræðslu: „Þarna er rödd sem upplifir að hún hafi ekki fengið hlustun“ Ungt fólk í bílnum og annað alvarlega slasað Mætti með kíló af kókaíni og sautján kíló af marijúana Fundað á ný í deilu flugumferðarstjóra Þriggja bíla aftanákeyrsla á Kringlumýrarbraut Bein útsending: Ásgeir situr fyrir svörum í þinginu Starfsleyfi skotvallar á Álfsnesi enn á ný fellt úr gildi Ekki hægt að leggja mat á kostnað vegna kulnunar Vinnuvélar, rútur, húsbílar og tjaldvagnar fari burt af bílastæðinu Réðst á opinberan starfsmann Bítur eins og lúsmý en er stærra og stingur dýpra Viðstaddir slökktu eldinn að mestu leyti sjálfir Kjalnesingar vilja sjá efndir á loforðinu um Sundabraut Fagfólk flýi skólana verði ekkert gert Kristrún til Grænlands „Það er aldrei hægt að kaupa barnið manns til baka“ Verkfalli flugumferðarstjóra aflýst Viðgerð á aðalvatnslögn Ísafjarðarbæjar lokið Útilokar ekki afskipti ríkisstjórnarinnar af verkfallinu Reyndi að greiða með fölsuðum seðli „Eins og líf skipti engu máli“ Öflugasti skjálfti í Mýrdalsjökli frá árinu 2023 Þrumuræða um börn með fíknivanda: „Eigum við að láta fleiri deyja á leiðinni?“ Fjórði starfsmaðurinn hættir en reynslubolti kemur inn Fellur frá kröfu um meirapróf bænda Þarf ekki lengur tilvísun til sjúkraþjálfara næsta vor Tegundin sé líklega komin til að vera Ofbeldismál gegn kennurum komi upp á öllum skólastigum Bjartsýnn á lausn í vikunni þótt ekki hafi verið boðað til fundar Moskítóflugan og verkfallsaðgerðir flugumferðarstjóra Sjá meira
Mikil grjótskriða úr Fagraskógarfjalli: „Stórt fjall í ánni“ Skriðan er sögð gríðarstór en hún féll snemma í morgun. Hítardalsá stíflaðist og hefur stórt lón myndast fyrir aftan skriðuna. 7. júlí 2018 11:32
Almannavarnir meta ástandið í Hítardal Almannavarnir eru að meta ástandið í Hítardal eftir skriðufall. 7. júlí 2018 14:37