Skoða sölu á íslenskum heyrúllum til Noregs Sveinn Arnarsson skrifar 7. júlí 2018 10:12 Heyfengur er víðast hvar með besta móti, sér í lagi norðanlands, og bætist við góða uppskeru í fyrra. Fréttablaðið/Stefán Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins (RML) hefur hafið forkönnun á því hvort bændur vilji selja umframhey sem þeir gætu átt til suðurhluta Noregs þar sem miklir þurrkar hafa verið og heyfengur rýr. Fjölmargir bændur hafa haft samband við Ráðgjafarstöðina og sagst opnir fyrir því að selja hey. Guðfinna Harpa Árnadóttir, ráðunautur hjá RML, segir bændur á Norður- og Norðausturlandi eiga mikið til af fyrningum síðasta árs og líkur séu á afar góðri heyuppskeru á þessu ári. Á móti kemur að markaður er fyrir hey erlendis og þá helst í suðurhluta Noregs. „Við vildum vekja athygli bænda á þessu þar sem eftirspurn er eftir heyi þar. Því gætu bændur nýtt stöðuna og selt hey,“ segir Guðfinna Harpa. „Þetta er aðeins forkönnun núna en við eigum eftir að fara í gegnum matvælastofnanir beggja þjóða til að fara áfram með málið. En ef allt yrði okkur hagfellt þá gætu bændur fengið eitthvað fyrir heyið.“ Spretta í fyrra var með besta móti þar sem margir bændur byrjuðu heyskap snemma og voru að heyja fram eftir öllu hausti. Margir bændur eiga því fyrningar frá því í fyrra auk þess sem sprettan í ár gæti orðið mun meiri en bændur þurfa fyrir sinn búskap. Því er mikilvægt fyrir þá að geta fengið upp í þann kostnað sem fylgir heyskap. Nú þegar hefur þó nokkur hópur sett sig í samband við RML. „Það er töluvert til af heyi og á listanum hjá okkur núna erum við með seljendur upp á nokkur þúsund heyrúllur. Hins vegar skiptir miklu máli að heyið sé af túnum sem falla að ákveðnum reglum, svo sem að það má ekki vera á beittum túnum og ekki á túnum sem borinn er skítur á,“ segir Guðfinna Harpa. „Einnig er mikilvægt að heyið sé ekki af svæðum þar sem greinst hefur garnaveiki síðasta áratuginn eða af svæðum þar sem riða hefur komið upp síðustu tuttugu ár. Það lokar auðvitað ákveðnum svæðum,“ bætir Guðfinna Harpa Árnadóttir við. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Sjá meira
Ráðgjafarmiðstöð landbúnaðarins (RML) hefur hafið forkönnun á því hvort bændur vilji selja umframhey sem þeir gætu átt til suðurhluta Noregs þar sem miklir þurrkar hafa verið og heyfengur rýr. Fjölmargir bændur hafa haft samband við Ráðgjafarstöðina og sagst opnir fyrir því að selja hey. Guðfinna Harpa Árnadóttir, ráðunautur hjá RML, segir bændur á Norður- og Norðausturlandi eiga mikið til af fyrningum síðasta árs og líkur séu á afar góðri heyuppskeru á þessu ári. Á móti kemur að markaður er fyrir hey erlendis og þá helst í suðurhluta Noregs. „Við vildum vekja athygli bænda á þessu þar sem eftirspurn er eftir heyi þar. Því gætu bændur nýtt stöðuna og selt hey,“ segir Guðfinna Harpa. „Þetta er aðeins forkönnun núna en við eigum eftir að fara í gegnum matvælastofnanir beggja þjóða til að fara áfram með málið. En ef allt yrði okkur hagfellt þá gætu bændur fengið eitthvað fyrir heyið.“ Spretta í fyrra var með besta móti þar sem margir bændur byrjuðu heyskap snemma og voru að heyja fram eftir öllu hausti. Margir bændur eiga því fyrningar frá því í fyrra auk þess sem sprettan í ár gæti orðið mun meiri en bændur þurfa fyrir sinn búskap. Því er mikilvægt fyrir þá að geta fengið upp í þann kostnað sem fylgir heyskap. Nú þegar hefur þó nokkur hópur sett sig í samband við RML. „Það er töluvert til af heyi og á listanum hjá okkur núna erum við með seljendur upp á nokkur þúsund heyrúllur. Hins vegar skiptir miklu máli að heyið sé af túnum sem falla að ákveðnum reglum, svo sem að það má ekki vera á beittum túnum og ekki á túnum sem borinn er skítur á,“ segir Guðfinna Harpa. „Einnig er mikilvægt að heyið sé ekki af svæðum þar sem greinst hefur garnaveiki síðasta áratuginn eða af svæðum þar sem riða hefur komið upp síðustu tuttugu ár. Það lokar auðvitað ákveðnum svæðum,“ bætir Guðfinna Harpa Árnadóttir við.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Innlent Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Innlent Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Innlent Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Innlent Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Innlent Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Innlent Búa sig undir áhlaup um borð í skuggaskip Erlent Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Innlent Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Innlent Farið yfir skandalinn í Minnesota: Vopnvæðir fjársvik til að refsa „bláum ríkjum“ Erlent Fleiri fréttir Bláklukka bar þremur lömbum á bænum Viðvík í Skagafirði Borgin beri ábyrgð sem eigandi Grænlendingar hnykla vöðvana og altjón í Gufunesi Mál látins manns komið til ákærusviðs Fellur frá máli sínu á hendur Hödd Fjárlögin komi í veg fyrir fjölgun nemenda Upplýsingakerfi liggur niðri og ekki hægt að hafa eftirlit Veittu ökumanni eftirför sem endaði á ljósastaur Neitar að hafa sigað lögmönnum borgarinnar á Pétur Ákærður fyrir gróf kynferðisbrot gegn sex ára stúlku Brugðið vegna ummæla lögreglumanns um Frú Ragnheiði Höfðu fengið ábendingu um fjölda íbúa í Brúnastekk Gæsluvarðhald Grikkjans framlengt Bein útsending: Málþing um aðlögun að loftslagsbreytingum „Vorum bara með húsið í því ástandi sem það var“ Skýr mynd komin á dularfullt andlát á Skjólbraut Umdeild mál á dagskrá og þeim fjölgar Dómur MDE staðfesti að réttarkerfið standi ekki með brotaþolum Engin fleiri mislingatilfelli greinst Borgin firrti sig allri ábyrgð á skemmunni Forsætisnefnd tekur við kvörtunum um ríkisendurskoðanda Ríkið brotlegt í einu máli en sýknað í öðru Gerður höfundur að fræðigrein sem hann skrifaði ekki Bein útsending: Fundur um fyrirhugaða atvinnustefnu Bóndinn í „miklu andlegu ójafnvægi“ þegar hann vanrækti nautgripi sína Vöktuðu rústirnar fram á nótt og fylgjast áfram með Líkamsárás og vinnuslys Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Sjá meira