Sendiherrar sameinast í ást og friði Ingólfstorgi Sigurður Mikael Jónsson skrifar 7. júlí 2018 07:30 Håkan Juholt, sendiherra Svíþjóðar, hefur lifað sig inn í leikina á Ingólfstorgi. Verður með kollega sínum frá Englandi þar í dag. Fréttablaðið/Þórsteinn Þótt landslið Svíþjóðar og Englands muni berjast til síðasta manns á knattspyrnuvellinum í Samara í Rússlandi í dag þá ætla sendiherrar þjóðanna hér á landi að setjast niður og horfa á leikinn í mesta bróðerni á Ingólfstorgi. Sænski sendiherrann segir hatur ekki eiga heima í íþróttum. „Við viljum saman undirstrika að fótbolti er hamingja, gleði og vinátta og hitt liðið er aldrei óvinur þinn. Hitt liðið er vinur og þú ert að mæta vini þínum í leik sem byggir á vináttu. Það er hugmyndin með að gera þetta saman,“ segir Håkan Juholt, sendiherra Svíþjóðar á Íslandi. Hann mun ásamt kollega sínum hjá breska sendiráðinu, Michael Nevin, koma saman á Ingólfstorgi í dag fyrir landsleik Svíþjóðar og Englands á heimsmeistaramótinu í knattspyrnu. Sænskir og enskir stuðningsmenn munu þar koma saman í miklu bróðerni, horfa á leikinn og njóta samverunnar. Juholt segir að þó barist verði hart á vellinum verði vináttan við völd hjá stuðningsmönnum á Íslandi. Undir þetta tekur breski sendiherrann í samtali við Fréttablaðið. „Ég held að það sendi góð skilaboð að við verðum þarna saman,“ segir Nevin sem kveðst bjartsýnn á enskan sigur. „Enska liðið er ungt og óreynt og væntingar voru hófstilltar fyrir mótið. En þeir hafa sýnt að þeir eru gott lið og hafa skapað mikla stemmingu í Englandi. Svíar hafa þó í gegnum tíðina reynst Englendingum erfiður ljár í þúfu. Þetta verður jafn leikur en þegar upp verður staðið spái ég Englendingum 2-1 sigri.“ Juholt telur að Svíar gætu haldið áfram að koma á óvart. „Í ár er sænska liðið svolítið eins og það íslenska á EM 2016. Enginn bjóst við að liðið næði svona langt og stæði sig svona vel. Ég ráðlegg ensku þjóðinni að vanmeta ekki Svía, frekar en Ísland fyrir tveimur árum. Við munum allavega klæða Ingólfstorg í gult og blátt í dag.“ Juholt ber einnig íslenskum knattspyrnuunnendum góðar sögur og segir Svía sem og aðrar þjóðir geta lært mikið af íslenskum stuðningsmönnum. Birtist í Fréttablaðinu HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Kossar kærastans ástæðan fyrir því hún féll á lyfjaprófi Sport „Langaði virkilega að fara að gráta þegar ég kom inn í klefa“ Fótbolti Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Handbolti Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Enski boltinn Þurfa stelpurnar okkar bara að finna sér nýjan Sigurwin? Fótbolti Sá óheppnasti enn á ný óheppinn Sport KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Íslenski boltinn Drykkjulæti trufluðu leik á Wimbledon Sport Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Íslenski boltinn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Körfubolti Fleiri fréttir Fullt af Betum upp í stúku á EM í gær KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli „Langaði virkilega að fara að gráta þegar ég kom inn í klefa“ Þurfa stelpurnar okkar bara að finna sér nýjan Sigurwin? Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Frá Midtjylland til Newcastle Dreymdi um dans og söng inni í klefa: „Erfitt að koma í orð hvernig manni líður“ Vörn Grindavíkur áfram hriplek Endurkomujafntefli heldur Portúgölum á lífi Elanga að ganga til liðs við Newcastle Szczesny ekki hættur enn Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Heimsmeistararnir í ham gegn Belgíu Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Heppni hafi skilað sigri á „of árásargjörnum Íslendingum“ Blikarnir í beinni frá Albaníu Miðasala FIFA gagnrýnd: Einn borgar 60 þúsund en annar 1.300 fyrir eins miða Mun taka stöðuna með fólkinu sem ræður hjá KSÍ Ungur Njarðvíkingur fékk hjálp frá systur sinni til að heiðra minningu Jota Finna stuðning hver hjá annarri: „Fólki má bara finnast það sem það vill“ Sveindísi var enginn greiði gerður Landsliðskonurnar neita að æfa Heitt undir Þorsteini: Þetta eru enn ein vonbrigðin núna Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Myndasyrpa: Skin og skúrir í Bern Enska úrvalsdeildarstjarnan tryggði Mexíkó Gullbikarinn Skýrsla Sindra: Handklæðið dugar ekki við þessum tárum Glódís barðist við tárin: „Eftirsjá og það er erfitt“ Sjá meira
Þótt landslið Svíþjóðar og Englands muni berjast til síðasta manns á knattspyrnuvellinum í Samara í Rússlandi í dag þá ætla sendiherrar þjóðanna hér á landi að setjast niður og horfa á leikinn í mesta bróðerni á Ingólfstorgi. Sænski sendiherrann segir hatur ekki eiga heima í íþróttum. „Við viljum saman undirstrika að fótbolti er hamingja, gleði og vinátta og hitt liðið er aldrei óvinur þinn. Hitt liðið er vinur og þú ert að mæta vini þínum í leik sem byggir á vináttu. Það er hugmyndin með að gera þetta saman,“ segir Håkan Juholt, sendiherra Svíþjóðar á Íslandi. Hann mun ásamt kollega sínum hjá breska sendiráðinu, Michael Nevin, koma saman á Ingólfstorgi í dag fyrir landsleik Svíþjóðar og Englands á heimsmeistaramótinu í knattspyrnu. Sænskir og enskir stuðningsmenn munu þar koma saman í miklu bróðerni, horfa á leikinn og njóta samverunnar. Juholt segir að þó barist verði hart á vellinum verði vináttan við völd hjá stuðningsmönnum á Íslandi. Undir þetta tekur breski sendiherrann í samtali við Fréttablaðið. „Ég held að það sendi góð skilaboð að við verðum þarna saman,“ segir Nevin sem kveðst bjartsýnn á enskan sigur. „Enska liðið er ungt og óreynt og væntingar voru hófstilltar fyrir mótið. En þeir hafa sýnt að þeir eru gott lið og hafa skapað mikla stemmingu í Englandi. Svíar hafa þó í gegnum tíðina reynst Englendingum erfiður ljár í þúfu. Þetta verður jafn leikur en þegar upp verður staðið spái ég Englendingum 2-1 sigri.“ Juholt telur að Svíar gætu haldið áfram að koma á óvart. „Í ár er sænska liðið svolítið eins og það íslenska á EM 2016. Enginn bjóst við að liðið næði svona langt og stæði sig svona vel. Ég ráðlegg ensku þjóðinni að vanmeta ekki Svía, frekar en Ísland fyrir tveimur árum. Við munum allavega klæða Ingólfstorg í gult og blátt í dag.“ Juholt ber einnig íslenskum knattspyrnuunnendum góðar sögur og segir Svía sem og aðrar þjóðir geta lært mikið af íslenskum stuðningsmönnum.
Birtist í Fréttablaðinu HM 2018 í Rússlandi Mest lesið Kossar kærastans ástæðan fyrir því hún féll á lyfjaprófi Sport „Langaði virkilega að fara að gráta þegar ég kom inn í klefa“ Fótbolti Ráku glænýjan leikmann félagsins fyrir að mæta á tónleika Handbolti Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Enski boltinn Þurfa stelpurnar okkar bara að finna sér nýjan Sigurwin? Fótbolti Sá óheppnasti enn á ný óheppinn Sport KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Íslenski boltinn Drykkjulæti trufluðu leik á Wimbledon Sport Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli Íslenski boltinn Sjö lið skiptust á sex leikmönnum Körfubolti Fleiri fréttir Fullt af Betum upp í stúku á EM í gær KA fékk færri athugasemdir en Crystal Palace Sjáðu Árna bjarga sjálfum sér en fá svo á sig jöfnunarmark langt utan af velli „Langaði virkilega að fara að gráta þegar ég kom inn í klefa“ Þurfa stelpurnar okkar bara að finna sér nýjan Sigurwin? Leikmenn Liverpool þurfa að mæta í vinnuna í dag Frá Midtjylland til Newcastle Dreymdi um dans og söng inni í klefa: „Erfitt að koma í orð hvernig manni líður“ Vörn Grindavíkur áfram hriplek Endurkomujafntefli heldur Portúgölum á lífi Elanga að ganga til liðs við Newcastle Szczesny ekki hættur enn Uppgjörið: FH - Stjarnan 1-1 | Jafntefli vonbrigði fyrir alla Heimsmeistararnir í ham gegn Belgíu Segir Arsenal vera að fá til sín „heila framtíðarinnar“ Heppni hafi skilað sigri á „of árásargjörnum Íslendingum“ Blikarnir í beinni frá Albaníu Miðasala FIFA gagnrýnd: Einn borgar 60 þúsund en annar 1.300 fyrir eins miða Mun taka stöðuna með fólkinu sem ræður hjá KSÍ Ungur Njarðvíkingur fékk hjálp frá systur sinni til að heiðra minningu Jota Finna stuðning hver hjá annarri: „Fólki má bara finnast það sem það vill“ Sveindísi var enginn greiði gerður Landsliðskonurnar neita að æfa Heitt undir Þorsteini: Þetta eru enn ein vonbrigðin núna Sjáðu Hallgrím Mar klára KR-ingana á fjórum mínútum Féllu á lyfjaprófi vegna gúmmíkurls í gervigrasinu Myndasyrpa: Skin og skúrir í Bern Enska úrvalsdeildarstjarnan tryggði Mexíkó Gullbikarinn Skýrsla Sindra: Handklæðið dugar ekki við þessum tárum Glódís barðist við tárin: „Eftirsjá og það er erfitt“ Sjá meira