Þyrlur sem Gæslunni bjóðast ekki skráðar hér nema ítrasta öryggis sé gætt Heimir Már Pétursson skrifar 6. júlí 2018 18:45 Galli í gírkassa olli því að Super Puma þyrla sömu gerðar og Landhelgisgæslunni býðst til leigu, hrapaði á Þurey í Noregi árið 2016 með þeim afleiðingum að þrettán manns fórust. Forstjóri Samgöngustofu segir loftför ekki skráð hér á landi nema ítrustu öryggiskröfur hafi verið uppfylltar.Hinn 29. apríl árið 2016 var þyrla að gerðinni Airbus Super Puma H225 að flytja starfsmenn á olíuborpallinum Gullfaxa í Norðursjó til Bergen í Noregi þegar aðal spaði hennar losnaði skyndilega af þyrlunni með þeim afleiðingum að hún hrapaði til jarðar á Þurey. Allir um borð, tveggja manna áhöfn og ellefu farþegar létust.Sams konar slys hafði átt sér stað árið 2012 í Skotlandi þar sem 16 manns fórust og í tvígang til viðbótar hafa þyrlur sömu gerðar nauðlent á sjó án mannfalls vegna þess að gírkassi þeirra brotnaði. Rannsóknarnefnd samgönguslysa í Noregi hefur gefið út lokaskýrslu um slysið í Þurey þar sem lagðar eru fram tólf tillögur til úrbóta og beinast þær bæði að framleiðandanum Airbus og Flugöryggisstofnun Evrópu.Frá slysstað í Noregi.VÍSIR/EPAEnginn vafi er að mati nefndarinnar á að galli í gírkassa þyrlunnar olli slysinu. Tæring fannst í íhlutum gírkassans sem brotnaði áður en þyrlan steyptist til jarðar. Tillögur til úrbóta fjalla bæði um breytingar á framleiðslu einstakra hluta í gírkassanum, líftíma þeirra sem og um hvernig sinna skuli viðhaldi og eftirliti með þessum þyrlum. Frá því slysið varð hafa starfsmenn olíuborpalla í Noregi og Bretlandi neitað að fara um borð í þyrlur þessarar tegundar og árgerðar. Norskt fyrirtæki hefur boðið Landhelgisgæslunni að yngja upp tvær Super Puma þyrlur og taka þyrlur sömu árgerðar í staðinn fyrir hagstæða leigu.Landhelgisgæslan hugsar sinn gang Þegar leitað var viðbragða hjá Gæslunni í dag við skýrslu norsku rannsóknarnefndarinnar bárust þessi svör:„Skýrsla Rannsóknarnefndar flugslysa í Noregi vegna þyrluslyssins hörmulega í Turøy árið 2016 er viðamikil og sérfræðingar Landhelgisgæslunnar þurfa á næstu vikum að kynna sér efni hennar áður en hægt er að tjá sig um hana. Landhelgisgæslan mun sömuleiðis ráðfæra sig við erlenda sérfræðinga. Í fljótu bragði er fátt sem kemur á óvart í skýrslunni en of snemmt er að tjá sig um hana að öðru leyti á þessum tímapunkti.“ Þórólfur Árnason, forstjóri Samgöngustofu, segir stofnunina fylgjast vel með öllum rannsóknarskýrslum vegna loftfara sem skráð séu á Íslandi.Þórólfur Árnason, forstjóri Samgöngustofu.Fréttablaðið/GVA„Og ef kemur til beiðni um skráningu slíkrar þyrlu hérna myndum við að sjálfsögðu fara yfir allar þær ábendingar og úrbætur sem gerðar hafa verið tillögur um í kjölfar þessara slysa,“ segir Þórólfur.Sérstaklega yrði leitað umsagna hjá Flugöryggisstofnun Evrópu sem sé í samskiptum við framleiðandann og gefi út leiðbeiningar og viðvaranir, enda gildi skráning loftfara hér um alla Evrópu.„Allt í þágu flugöryggis. Þannig að við munum aldrei slá af kröfum um mesta flugöryggi sem við getum fengið,“ segir Þórólfur Árnason. Fréttir af flugi Tengdar fréttir Fá þyrlur sem enginn vill fljúga í Noregi Super Puma þyrlur sem Landhelgisgæslan fær afhentar um áramótin af leigusala sínum í Noregi eru kallaðar „fljúgandi líkkistur“ vegna mannskæðra slysa sem rakin voru til galla í gírkassa. Verð þyrlanna hefur hrapað en Landhelgisgæslan segir engar þyrlur vera öruggari. 21. júní 2018 06:00 Þyrlur Gæslunnar endurnýjaðar langt á undan áætlun: „Stórt skref fram á við“ Tvær af þremur þyrlum Landhelgisgæslunnar verða endurnýjaðar nú um áramótin, fjórum árum fyrr en áætlað var. 7. júní 2018 18:30 Þáðu tilboð aldarinnar Landhelgisgæslan telur sig hafa gengið að „tilboði aldarinnar“ með því að taka við tveimur þyrlum leigusala síns. Verkalýðsfélög í Noregi séu á bak við erfiða stöðu þyrlanna. Bandarísk fyrirtæki stefndu Airbus vegna galla í þyrlunum. 25. júní 2018 06:00 Mest lesið Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Innlent Spá hitabylgju í byrjun næstu viku og allt að 29 stigum Veður Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fleiri fréttir „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Sjá meira
Galli í gírkassa olli því að Super Puma þyrla sömu gerðar og Landhelgisgæslunni býðst til leigu, hrapaði á Þurey í Noregi árið 2016 með þeim afleiðingum að þrettán manns fórust. Forstjóri Samgöngustofu segir loftför ekki skráð hér á landi nema ítrustu öryggiskröfur hafi verið uppfylltar.Hinn 29. apríl árið 2016 var þyrla að gerðinni Airbus Super Puma H225 að flytja starfsmenn á olíuborpallinum Gullfaxa í Norðursjó til Bergen í Noregi þegar aðal spaði hennar losnaði skyndilega af þyrlunni með þeim afleiðingum að hún hrapaði til jarðar á Þurey. Allir um borð, tveggja manna áhöfn og ellefu farþegar létust.Sams konar slys hafði átt sér stað árið 2012 í Skotlandi þar sem 16 manns fórust og í tvígang til viðbótar hafa þyrlur sömu gerðar nauðlent á sjó án mannfalls vegna þess að gírkassi þeirra brotnaði. Rannsóknarnefnd samgönguslysa í Noregi hefur gefið út lokaskýrslu um slysið í Þurey þar sem lagðar eru fram tólf tillögur til úrbóta og beinast þær bæði að framleiðandanum Airbus og Flugöryggisstofnun Evrópu.Frá slysstað í Noregi.VÍSIR/EPAEnginn vafi er að mati nefndarinnar á að galli í gírkassa þyrlunnar olli slysinu. Tæring fannst í íhlutum gírkassans sem brotnaði áður en þyrlan steyptist til jarðar. Tillögur til úrbóta fjalla bæði um breytingar á framleiðslu einstakra hluta í gírkassanum, líftíma þeirra sem og um hvernig sinna skuli viðhaldi og eftirliti með þessum þyrlum. Frá því slysið varð hafa starfsmenn olíuborpalla í Noregi og Bretlandi neitað að fara um borð í þyrlur þessarar tegundar og árgerðar. Norskt fyrirtæki hefur boðið Landhelgisgæslunni að yngja upp tvær Super Puma þyrlur og taka þyrlur sömu árgerðar í staðinn fyrir hagstæða leigu.Landhelgisgæslan hugsar sinn gang Þegar leitað var viðbragða hjá Gæslunni í dag við skýrslu norsku rannsóknarnefndarinnar bárust þessi svör:„Skýrsla Rannsóknarnefndar flugslysa í Noregi vegna þyrluslyssins hörmulega í Turøy árið 2016 er viðamikil og sérfræðingar Landhelgisgæslunnar þurfa á næstu vikum að kynna sér efni hennar áður en hægt er að tjá sig um hana. Landhelgisgæslan mun sömuleiðis ráðfæra sig við erlenda sérfræðinga. Í fljótu bragði er fátt sem kemur á óvart í skýrslunni en of snemmt er að tjá sig um hana að öðru leyti á þessum tímapunkti.“ Þórólfur Árnason, forstjóri Samgöngustofu, segir stofnunina fylgjast vel með öllum rannsóknarskýrslum vegna loftfara sem skráð séu á Íslandi.Þórólfur Árnason, forstjóri Samgöngustofu.Fréttablaðið/GVA„Og ef kemur til beiðni um skráningu slíkrar þyrlu hérna myndum við að sjálfsögðu fara yfir allar þær ábendingar og úrbætur sem gerðar hafa verið tillögur um í kjölfar þessara slysa,“ segir Þórólfur.Sérstaklega yrði leitað umsagna hjá Flugöryggisstofnun Evrópu sem sé í samskiptum við framleiðandann og gefi út leiðbeiningar og viðvaranir, enda gildi skráning loftfara hér um alla Evrópu.„Allt í þágu flugöryggis. Þannig að við munum aldrei slá af kröfum um mesta flugöryggi sem við getum fengið,“ segir Þórólfur Árnason.
Fréttir af flugi Tengdar fréttir Fá þyrlur sem enginn vill fljúga í Noregi Super Puma þyrlur sem Landhelgisgæslan fær afhentar um áramótin af leigusala sínum í Noregi eru kallaðar „fljúgandi líkkistur“ vegna mannskæðra slysa sem rakin voru til galla í gírkassa. Verð þyrlanna hefur hrapað en Landhelgisgæslan segir engar þyrlur vera öruggari. 21. júní 2018 06:00 Þyrlur Gæslunnar endurnýjaðar langt á undan áætlun: „Stórt skref fram á við“ Tvær af þremur þyrlum Landhelgisgæslunnar verða endurnýjaðar nú um áramótin, fjórum árum fyrr en áætlað var. 7. júní 2018 18:30 Þáðu tilboð aldarinnar Landhelgisgæslan telur sig hafa gengið að „tilboði aldarinnar“ með því að taka við tveimur þyrlum leigusala síns. Verkalýðsfélög í Noregi séu á bak við erfiða stöðu þyrlanna. Bandarísk fyrirtæki stefndu Airbus vegna galla í þyrlunum. 25. júní 2018 06:00 Mest lesið Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku Innlent Spá hitabylgju í byrjun næstu viku og allt að 29 stigum Veður Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Innlent „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ Innlent Fleiri fréttir „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Fundu 36 hugsanlega þolendur mansals á Íslandi í alþjóðlegri lögregluaðgerð „Eftir þetta hvassviðri í þinginu í gær heldur lífið áfram“ Tekjur af laxveiði í Borgarfirði eru vel yfir 50% af tekjum landbúnaðar á svæðinu Krefjast bóta verði ekki fallið frá áformum um skólaþorp Halda áfram að ræða veiðigjöldin Sjá meira
Fá þyrlur sem enginn vill fljúga í Noregi Super Puma þyrlur sem Landhelgisgæslan fær afhentar um áramótin af leigusala sínum í Noregi eru kallaðar „fljúgandi líkkistur“ vegna mannskæðra slysa sem rakin voru til galla í gírkassa. Verð þyrlanna hefur hrapað en Landhelgisgæslan segir engar þyrlur vera öruggari. 21. júní 2018 06:00
Þyrlur Gæslunnar endurnýjaðar langt á undan áætlun: „Stórt skref fram á við“ Tvær af þremur þyrlum Landhelgisgæslunnar verða endurnýjaðar nú um áramótin, fjórum árum fyrr en áætlað var. 7. júní 2018 18:30
Þáðu tilboð aldarinnar Landhelgisgæslan telur sig hafa gengið að „tilboði aldarinnar“ með því að taka við tveimur þyrlum leigusala síns. Verkalýðsfélög í Noregi séu á bak við erfiða stöðu þyrlanna. Bandarísk fyrirtæki stefndu Airbus vegna galla í þyrlunum. 25. júní 2018 06:00