H&M selt fyrir 2,5 milljarða á Íslandi Kristinn Ingi Jónsson skrifar 5. júlí 2018 06:00 Hægst hefur á sölu H&M frá opnun í ágúst. Fréttablaðið/Andri Marínó Sænska verslanakeðjan H&M seldi fatnað fyrir ríflega 2,5 milljarða króna hér á landi frá því að keðjan opnaði fyrstu verslun sína á landinu í lok ágúst í fyrra til loka maímánaðar. Salan hefur aðeins dregist saman frá opnun en hún nam tæplega 670 milljónum króna á fyrsta fjórðungi yfirstandandi rekstrarárs H&M, frá byrjun mars til loka maí síðastliðins, borið saman við 965 milljóna króna veltu frá byrjun september til loka nóvember í fyrra. H&M opnaði fyrstu verslun sína hér á landi í Smáralind í lok ágústmánaðar en önnur verslun keðjunnar var opnuð í Kringlunni um mánuði síðar. Upplýsingar um sölu sænsku verslanakeðjunnar á tímabilinu mars til maí birtust í fjórðungsuppgjöri keðjunnar í síðustu viku. Salan í verslununum tveimur á því tímabili nam um 56 milljónum sænskra króna sem jafngildir tæplega 670 milljónum íslenskra króna. Það samsvarar um 3,6 milljónum króna á verslun á dag. Dróst salan saman um 6,7 prósent frá fyrri fjórðungi, sem náði frá 1. desember til 28. febrúar, en þá seldi H&M fatnað fyrir alls 715 milljónir króna. Alls seldi H&M föt fyrir ríflega 2.500 milljónir króna hér á landi frá opnun 26. ágúst í fyrra til 31. maí. Hefur meðalvelta á verslun á dag því verið um 4,5 milljónir króna. Stefnt er að opnun þriðju H&M verslunarinnar hér á landi á Hafnartorgi í miðbæ Reykjavíkur. Birtist í Fréttablaðinu H&M Tengdar fréttir Hríðfallandi hagnaður eftir erfiða sex mánuði hjá H&M Hagnaður sænska tískurisans H&M dróst saman um þriðjung á fyrri hluta rekstrarársins sem lauk í lok maí. Miklar óseldar vörubirgðir, of hraður vöxtur við opnun nýrra verslana og breytt neyslumynstur með aukinni netverslun hefur valdið fyrirtækinu tjóni. 29. júní 2018 16:00 Eiga ekki að „rétta hlut“ fyrirtækja hér Forstjóri Samkeppniseftirlitsins segir eftirlitið ekki hafa hagsmuni af því að verja fyrri niðurstöður sínar. Eftirlitið verði að meta atvik í hverju og einu máli. Sérfræðingur í samkeppnisrétti segir að það verði að vera mögulegt fyrir fyrirtæki að bregðast við breytingum og nýrri samkeppni á hérlendum smásölumarkaði. 21. mars 2018 07:15 Mest lesið „Væri samt mjög til í að vera betri söngvari“ Atvinnulíf „Við bara tókum íslensku brjáluðu bjartsýnina á þetta“ Atvinnulíf BYKO opnar nýja og glæsilega timburverslun Samstarf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Gerðu tungumálarassíu hjá reiðhjólaverslunum Neytendur Fjórðungur Z-kynslóðarinnar hyggst flytja til útlanda Atvinnulíf Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum Viðskipti innlent Stúdentar taka til: Z-kynslóðin er að velja sér fyrirtæki framtíðarinnar Atvinnulíf Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Viðskipti innlent Ný íbúðabyggð með betri loftgæðum Samstarf Fleiri fréttir Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Eyjólfur Árni hættir hjá SA Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Verðbólga heldur áfram að hjaðna Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Íhuga að sameina lífeyrissjóði „Reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Tollastríðið gæti vel haft áhrif á lífskjör almennings Salóme tekur við af stofnanda Ísorku Helgi ráðinn sölustjóri Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Kemur nýr inn í fjármálastöðugleikanefnd Mikil óvissa í alþjóðamálum gæti reynt á þjóðarbúið Segir útlitið svart fyrir sjávarútveginn og breytingarnar illa unnar „Íslenskur sjávarútvegur er burðarás í atvinnulífinu“ Lýsa yfir verulegum áhyggjum af tvöföldun veiðigjalda Allt að tvöfalda veiðigjöldin og segja útgerðina þola það vel Aflinn verði verkaður annars staðar eftir breytingar stjórnarinnar Sækja á sjötta milljarð króna Laun eftir kjarasamningi „gervistéttarfélags“ sögð tugum þúsunda lægri Spá 1,8 prósent hagvexti í ár og 2,7 prósent verðbólgu á næsta ári Helgi fær ekki áheyrn Hæstaréttar Hans leiðir vinnu við mögulega sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Hagnaður Isavia rúmir fimm milljarðar Aðalsteinn verður aðstoðarritsjóri við hlið systur sinnar Sjá meira
Sænska verslanakeðjan H&M seldi fatnað fyrir ríflega 2,5 milljarða króna hér á landi frá því að keðjan opnaði fyrstu verslun sína á landinu í lok ágúst í fyrra til loka maímánaðar. Salan hefur aðeins dregist saman frá opnun en hún nam tæplega 670 milljónum króna á fyrsta fjórðungi yfirstandandi rekstrarárs H&M, frá byrjun mars til loka maí síðastliðins, borið saman við 965 milljóna króna veltu frá byrjun september til loka nóvember í fyrra. H&M opnaði fyrstu verslun sína hér á landi í Smáralind í lok ágústmánaðar en önnur verslun keðjunnar var opnuð í Kringlunni um mánuði síðar. Upplýsingar um sölu sænsku verslanakeðjunnar á tímabilinu mars til maí birtust í fjórðungsuppgjöri keðjunnar í síðustu viku. Salan í verslununum tveimur á því tímabili nam um 56 milljónum sænskra króna sem jafngildir tæplega 670 milljónum íslenskra króna. Það samsvarar um 3,6 milljónum króna á verslun á dag. Dróst salan saman um 6,7 prósent frá fyrri fjórðungi, sem náði frá 1. desember til 28. febrúar, en þá seldi H&M fatnað fyrir alls 715 milljónir króna. Alls seldi H&M föt fyrir ríflega 2.500 milljónir króna hér á landi frá opnun 26. ágúst í fyrra til 31. maí. Hefur meðalvelta á verslun á dag því verið um 4,5 milljónir króna. Stefnt er að opnun þriðju H&M verslunarinnar hér á landi á Hafnartorgi í miðbæ Reykjavíkur.
Birtist í Fréttablaðinu H&M Tengdar fréttir Hríðfallandi hagnaður eftir erfiða sex mánuði hjá H&M Hagnaður sænska tískurisans H&M dróst saman um þriðjung á fyrri hluta rekstrarársins sem lauk í lok maí. Miklar óseldar vörubirgðir, of hraður vöxtur við opnun nýrra verslana og breytt neyslumynstur með aukinni netverslun hefur valdið fyrirtækinu tjóni. 29. júní 2018 16:00 Eiga ekki að „rétta hlut“ fyrirtækja hér Forstjóri Samkeppniseftirlitsins segir eftirlitið ekki hafa hagsmuni af því að verja fyrri niðurstöður sínar. Eftirlitið verði að meta atvik í hverju og einu máli. Sérfræðingur í samkeppnisrétti segir að það verði að vera mögulegt fyrir fyrirtæki að bregðast við breytingum og nýrri samkeppni á hérlendum smásölumarkaði. 21. mars 2018 07:15 Mest lesið „Væri samt mjög til í að vera betri söngvari“ Atvinnulíf „Við bara tókum íslensku brjáluðu bjartsýnina á þetta“ Atvinnulíf BYKO opnar nýja og glæsilega timburverslun Samstarf Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Gerðu tungumálarassíu hjá reiðhjólaverslunum Neytendur Fjórðungur Z-kynslóðarinnar hyggst flytja til útlanda Atvinnulíf Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum Viðskipti innlent Stúdentar taka til: Z-kynslóðin er að velja sér fyrirtæki framtíðarinnar Atvinnulíf Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Viðskipti innlent Ný íbúðabyggð með betri loftgæðum Samstarf Fleiri fréttir Trúir ekki að menn loki fiskvinnslu til að mótmæla veiðigjöldum „Þetta er afnotagjald“ Play komið með flugrekstrarleyfi á Möltu Jón Ólafur í framboði til formanns SA Eigendaskipti hjá Fótbolta.net Feðgarnir nú aftur einu hluthafarnir í Eyri Invest Eyjólfur Árni hættir hjá SA Hagnaðist um tvo milljarða: Ljóst að greinin megi ekki við hækkunum Verðbólga heldur áfram að hjaðna Versta sviðsmyndin sé að lenda á milli Evrópu og Bandaríkjanna í tollastríði Íhuga að sameina lífeyrissjóði „Reiðarslag fyrir þau þorp þar sem stundaðar eru veiðar og vinnsla“ Tollastríðið gæti vel haft áhrif á lífskjör almennings Salóme tekur við af stofnanda Ísorku Helgi ráðinn sölustjóri Bein útsending: Kynna yfirlýsingu fjármálastöðugleikanefndar Kemur nýr inn í fjármálastöðugleikanefnd Mikil óvissa í alþjóðamálum gæti reynt á þjóðarbúið Segir útlitið svart fyrir sjávarútveginn og breytingarnar illa unnar „Íslenskur sjávarútvegur er burðarás í atvinnulífinu“ Lýsa yfir verulegum áhyggjum af tvöföldun veiðigjalda Allt að tvöfalda veiðigjöldin og segja útgerðina þola það vel Aflinn verði verkaður annars staðar eftir breytingar stjórnarinnar Sækja á sjötta milljarð króna Laun eftir kjarasamningi „gervistéttarfélags“ sögð tugum þúsunda lægri Spá 1,8 prósent hagvexti í ár og 2,7 prósent verðbólgu á næsta ári Helgi fær ekki áheyrn Hæstaréttar Hans leiðir vinnu við mögulega sameiningu HA og Háskólans á Bifröst Hagnaður Isavia rúmir fimm milljarðar Aðalsteinn verður aðstoðarritsjóri við hlið systur sinnar Sjá meira
Hríðfallandi hagnaður eftir erfiða sex mánuði hjá H&M Hagnaður sænska tískurisans H&M dróst saman um þriðjung á fyrri hluta rekstrarársins sem lauk í lok maí. Miklar óseldar vörubirgðir, of hraður vöxtur við opnun nýrra verslana og breytt neyslumynstur með aukinni netverslun hefur valdið fyrirtækinu tjóni. 29. júní 2018 16:00
Eiga ekki að „rétta hlut“ fyrirtækja hér Forstjóri Samkeppniseftirlitsins segir eftirlitið ekki hafa hagsmuni af því að verja fyrri niðurstöður sínar. Eftirlitið verði að meta atvik í hverju og einu máli. Sérfræðingur í samkeppnisrétti segir að það verði að vera mögulegt fyrir fyrirtæki að bregðast við breytingum og nýrri samkeppni á hérlendum smásölumarkaði. 21. mars 2018 07:15