Grugg eða gegnsæi? Þorvaldur Gylfason skrifar 5. júlí 2018 07:00 Stokkhólmur – Það var 1766 að Svíar settu sér stjórnarskrá sem mælti fyrir um frelsi fjölmiðla og upplýsingaskyldu stjórnvalda. Svíar skildu það fyrr en aðrar þjóðir að réttur almennings til upplýsinga og gegnsæis er óaðskiljanlegur frá öðrum mannréttindum. Í Svíþjóð er þessi meginregla kennd við „sólskinslög“. Ekki færri en 30 önnur lönd hafa sett svipuð ákvæði í sínar stjórnarskrár. Þær eiga það sammerkt allar nema ein að hafa verið endurskoðaðar eftir aldamótin 2000. Nýja stjórnarskráin frá 2011-2013 sem Alþingi heldur enn í gíslingu geymir í þessum anda mikilvæg ný ákvæði um upplýsingarétt og frelsi fjölmiðla, ákvæði sem er ætlað að hjálpa til við að vinda ofan af þeirri leynd og spillingu sem loða við opinbera stjórnsýslu í landinu. Tilefnin eru mörg og brýn þótt hér verði tvö dæmi látin duga.Mál 1: Kjararáð Fyrir nokkru var frá því sagt að Kjararáð vill ekki afhendaFréttablaðinu fundargerðir sínar, en blaðið óskaði í nóvember 2017 eftir aðgangi að fundargerðunum. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur nú eftir langt þóf fellt úr gildi synjun ráðsins á beiðni blaðsins. Málið er brýnt þar eð bæði Samtök atvinnulífsins og ASÍ hafa sakað Kjararáð um að taka rangar ákvarðanir sem ógna vinnufriði og auka hættuna á kollsteypu á vinnumarkaði. Hvað gerði Alþingi? Það lagði Kjararáð niður með manni og mús. Enn er óvíst hvort hægt verður að fá úr því skorið sem fram fór á fundum Kjararáðs. Þetta gæti ekki gerzt í Svíþjóð og ekki heldur á Íslandi hefði Alþingi staðfest nýju stjórnarskrána 2013 eins og því bar.Mál 2: Seðlabankinn Fundargerðir Seðlabanka Íslands eru ekki aðgengilegar almenningi og þá ekki heldur blaðamönnum. Það er bæði óheppilegt og óeðlilegt þar eð í lögum um Seðlabankann (28. gr.) segir: „Bankaráð hefur eftirlit með því að Seðlabanki Íslands starfi í samræmi við lög sem um starfsemina gilda.“ Fulltrúum stjórnmálaflokkanna í bankaráðinu ber því lagaskylda til að fylgjast með því að starfsmenn bankans fari að lögum. Þar eð fundargerðum bankaráðsins er haldið leyndum getur fólkið í landinu ekki vitað hvort eða hvernig bankaráðsfulltrúar hafa rækt þessa lagaskyldu. Málið er brýnt m.a. vegna þess að vitað er um lögbrot í bankanum. Kastljós RÚV greindi frá því 2016 að hátt settur starfsmaður bankans hefði viðurkennt fyrir sérstökum saksóknara 2012 að hafa rofið trúnað 2008. Málið var talið hafa fyrnzt 2010 þar eð lög kveða á um fyrningu á tveim árum þegar ekki liggur þyngri refsing við broti en eins árs fangelsi. Maðurinn starfar enn í bankanum eins og ekkert hafi í skorizt. Einnig er vitað um a.m.k. tvö meint lögbrot í bankanum sem Kastljós RÚV greindi einnig frá 2016, annars vegar gálaust lán Seðlabankans til Kaupþings 2008 og hins vegar birtingu Morgunblaðsins 2017 á útskrift af símtali seðlabankastjóra og forsætisráðherra þar sem ráðherrann segir um lánveitinguna: „Ég býst við því að við fáum þessa peninga [75 milljarða króna] ekki til baka“. Seðlabankinn neitaði árum saman að upplýsa almenning og Alþingi um símtalið og bar við bankaleynd þótt hún komi málinu ekki við. Morgunblaðið birti útskriftina í nóvember 2017 án þess að vitað sé hvernig blaðið komst yfir svo vandlega varðveitt leyniskjal né heldur hvort viðeigandi yfirvöld hafi rannsakað gagnalekann. Málið er brýnt m.a. af því að hátt settur embættismaður fékk fangelsisdóm 2014 fyrir að stuðla að birtingu leynilegs gagns úr banka og einnig af því að Stundin hefur mátt una því mánuðum saman að mega ekki birta lekin bankagögn sem virðast eiga erindi við almenning. Sá gagnaleki var rannsakaður í þaula. Það er sjálfstætt álitamál hvernig taka beri á bankaráðsfulltrúum ef ljóst þykir að þeir kunni að hafa vanrækt skýrar lagaskyldur sem á þeim hvíla.Jafnræði fyrir lögum Fólkinu í landinu hefur engin skýring verið gefin á því hvers vegna sumir bankamenn hafa sætt rannsókn og fengið dóma fyrir gáleysisleg útlán og meðfylgjandi umboðssvik og aðrir ekki. Engin skýring hefur heldur verið gefin á því hvers vegna sum trúnaðarbrot í bönkum hafa sætt rannsókn og leitt til fangelsisdóma og önnur ekki. Dómskerfið í landinu mun ekki vaxa í áliti almennings ef lögbrot eru látin viðgangast án þess að lögbrjótum sé gerð refsing fyrir brotin skv. lögum, t.d. vegna slakrar framfylgdar laga eða jafnvel vegna þess að yfirvöld dragi taum vel tengdra lögbrjóta og vanvirði þannig þá frumreglu réttarríkisins um jafnræði fyrir lögum. Réttarvitund almennings stafar hætta af refsileysi – þ.e. því að lögum sé helzt ekki framfylgt þegar valdsmenn eða aðrir vel tengdir menn eiga í hlut eins og ég lýsi í ritgerð minni „Samstæð sakamál“ í Tímariti Máls og menningar í febrúar s.l. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Kjararáð Þorvaldur Gylfason Mest lesið Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke Skoðun Við erum ekki eign annarra! Anna Lizzy Wichmann Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor Skoðun Hvað er svona merkilegt við það? Hópur starfsfólks Jafnlaunastofu Skoðun Skoðun Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Skoðun Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Konan - Vinnan - Kjörin í 40 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Íslenskur her og íslensk leyniþjónusta Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Er jafnrétti fyrir allar? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ættu konur að fara í háskólanám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Verðmætasköpunarlaust haust Jón Gunnarsson skrifar Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Einfaldar lausnir á vaxtamálavanda bankanna Guðmundur Ásgeirsson skrifar Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er sköpun í skólastarfi? Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Afglæpavæðing veðmála Gunnar Pétur Haraldsson skrifar Skoðun Gleðilegan kvennafrídag og gleðilegt kvennaár Helena Hafþórsdóttir O’Connor skrifar Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar Skoðun Konur Íslands og alþjóðakerfið í takt Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Hvað er svona merkilegt við það? Hópur starfsfólks Jafnlaunastofu skrifar Skoðun Við erum ekki eign annarra! Anna Lizzy Wichmann skrifar Skoðun Sameinuðu þjóðirnar 80 ára: Framtíðin er okkar Eva Harðardóttir skrifar Skoðun Til hamingju með 24. október Þorbjörg S. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar Skoðun Samstaða - afl sem breytir samfélaginu Heiða Björg Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Einu sinni enn Álfhildur Leifsdóttir,Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Skuggahliðar á þéttingu byggðar Þórarinn Hjaltason skrifar Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar Sjá meira
Stokkhólmur – Það var 1766 að Svíar settu sér stjórnarskrá sem mælti fyrir um frelsi fjölmiðla og upplýsingaskyldu stjórnvalda. Svíar skildu það fyrr en aðrar þjóðir að réttur almennings til upplýsinga og gegnsæis er óaðskiljanlegur frá öðrum mannréttindum. Í Svíþjóð er þessi meginregla kennd við „sólskinslög“. Ekki færri en 30 önnur lönd hafa sett svipuð ákvæði í sínar stjórnarskrár. Þær eiga það sammerkt allar nema ein að hafa verið endurskoðaðar eftir aldamótin 2000. Nýja stjórnarskráin frá 2011-2013 sem Alþingi heldur enn í gíslingu geymir í þessum anda mikilvæg ný ákvæði um upplýsingarétt og frelsi fjölmiðla, ákvæði sem er ætlað að hjálpa til við að vinda ofan af þeirri leynd og spillingu sem loða við opinbera stjórnsýslu í landinu. Tilefnin eru mörg og brýn þótt hér verði tvö dæmi látin duga.Mál 1: Kjararáð Fyrir nokkru var frá því sagt að Kjararáð vill ekki afhendaFréttablaðinu fundargerðir sínar, en blaðið óskaði í nóvember 2017 eftir aðgangi að fundargerðunum. Úrskurðarnefnd um upplýsingamál hefur nú eftir langt þóf fellt úr gildi synjun ráðsins á beiðni blaðsins. Málið er brýnt þar eð bæði Samtök atvinnulífsins og ASÍ hafa sakað Kjararáð um að taka rangar ákvarðanir sem ógna vinnufriði og auka hættuna á kollsteypu á vinnumarkaði. Hvað gerði Alþingi? Það lagði Kjararáð niður með manni og mús. Enn er óvíst hvort hægt verður að fá úr því skorið sem fram fór á fundum Kjararáðs. Þetta gæti ekki gerzt í Svíþjóð og ekki heldur á Íslandi hefði Alþingi staðfest nýju stjórnarskrána 2013 eins og því bar.Mál 2: Seðlabankinn Fundargerðir Seðlabanka Íslands eru ekki aðgengilegar almenningi og þá ekki heldur blaðamönnum. Það er bæði óheppilegt og óeðlilegt þar eð í lögum um Seðlabankann (28. gr.) segir: „Bankaráð hefur eftirlit með því að Seðlabanki Íslands starfi í samræmi við lög sem um starfsemina gilda.“ Fulltrúum stjórnmálaflokkanna í bankaráðinu ber því lagaskylda til að fylgjast með því að starfsmenn bankans fari að lögum. Þar eð fundargerðum bankaráðsins er haldið leyndum getur fólkið í landinu ekki vitað hvort eða hvernig bankaráðsfulltrúar hafa rækt þessa lagaskyldu. Málið er brýnt m.a. vegna þess að vitað er um lögbrot í bankanum. Kastljós RÚV greindi frá því 2016 að hátt settur starfsmaður bankans hefði viðurkennt fyrir sérstökum saksóknara 2012 að hafa rofið trúnað 2008. Málið var talið hafa fyrnzt 2010 þar eð lög kveða á um fyrningu á tveim árum þegar ekki liggur þyngri refsing við broti en eins árs fangelsi. Maðurinn starfar enn í bankanum eins og ekkert hafi í skorizt. Einnig er vitað um a.m.k. tvö meint lögbrot í bankanum sem Kastljós RÚV greindi einnig frá 2016, annars vegar gálaust lán Seðlabankans til Kaupþings 2008 og hins vegar birtingu Morgunblaðsins 2017 á útskrift af símtali seðlabankastjóra og forsætisráðherra þar sem ráðherrann segir um lánveitinguna: „Ég býst við því að við fáum þessa peninga [75 milljarða króna] ekki til baka“. Seðlabankinn neitaði árum saman að upplýsa almenning og Alþingi um símtalið og bar við bankaleynd þótt hún komi málinu ekki við. Morgunblaðið birti útskriftina í nóvember 2017 án þess að vitað sé hvernig blaðið komst yfir svo vandlega varðveitt leyniskjal né heldur hvort viðeigandi yfirvöld hafi rannsakað gagnalekann. Málið er brýnt m.a. af því að hátt settur embættismaður fékk fangelsisdóm 2014 fyrir að stuðla að birtingu leynilegs gagns úr banka og einnig af því að Stundin hefur mátt una því mánuðum saman að mega ekki birta lekin bankagögn sem virðast eiga erindi við almenning. Sá gagnaleki var rannsakaður í þaula. Það er sjálfstætt álitamál hvernig taka beri á bankaráðsfulltrúum ef ljóst þykir að þeir kunni að hafa vanrækt skýrar lagaskyldur sem á þeim hvíla.Jafnræði fyrir lögum Fólkinu í landinu hefur engin skýring verið gefin á því hvers vegna sumir bankamenn hafa sætt rannsókn og fengið dóma fyrir gáleysisleg útlán og meðfylgjandi umboðssvik og aðrir ekki. Engin skýring hefur heldur verið gefin á því hvers vegna sum trúnaðarbrot í bönkum hafa sætt rannsókn og leitt til fangelsisdóma og önnur ekki. Dómskerfið í landinu mun ekki vaxa í áliti almennings ef lögbrot eru látin viðgangast án þess að lögbrjótum sé gerð refsing fyrir brotin skv. lögum, t.d. vegna slakrar framfylgdar laga eða jafnvel vegna þess að yfirvöld dragi taum vel tengdra lögbrjóta og vanvirði þannig þá frumreglu réttarríkisins um jafnræði fyrir lögum. Réttarvitund almennings stafar hætta af refsileysi – þ.e. því að lögum sé helzt ekki framfylgt þegar valdsmenn eða aðrir vel tengdir menn eiga í hlut eins og ég lýsi í ritgerð minni „Samstæð sakamál“ í Tímariti Máls og menningar í febrúar s.l.
Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun
Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun
Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar
Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Skoðun Sættum okkur ekki við óbreytt ástand - tillögur Sjálfstæðisflokksins um úrbætur Diljá Mist Einarsdóttir skrifar
Skoðun Sterkara námslánakerfi – raunveruleg framför fyrir námsmenn París Anna Bergmann,Sigurður Kári Harðarson skrifar
Skoðun Enn er verk að vinna – upprætum ofbeldi á vinnustöðum Brynhildur Heiðar- og Ómarsdóttir skrifar
Skoðun Er ofbeldi gagnvart eldri borgurum vandamál á Íslandi? Björn Snæbjörnsson,Sigurður Ágúst Sigurðsson skrifar
Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir Skoðun
Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson Skoðun