Verðmætasti farmurinn Benedikt Bóas skrifar 4. júlí 2018 06:00 Blængur í heimahöfn í blíðunni fyrir austan. Karl Jóhann Birgisson „Síðustu þrjár vikurnar var veiðin afar róleg og það svæði sem helst var veiðivon á var lokað í heila viku vegna heræfinga,“ segir Bjarni Ólafur Hjálmarsson sem tók við skipstjórn Blængs NK sem kom til Neskaupstaðar í vikunni eftir að hafa verið að veiðum í Barentshafi frá því í lok aprílmánaðar. Í lestum skipsins eru 500 tonn af frystum afurðum eða um 27.000 kassar og var aflinn í veiðiferðinni um 1.450 tonn upp úr sjó og er þá miðað við óaðgerðan fisk. Verðmæti aflans er um 380 milljónir króna. Fullyrðir Síldarvinnslan að þetta sé verðmætasti farmur sem norðfirskt fiskiskip hefur komið með að landi úr veiðiferð. Theodór Haraldsson var skipstjóri fyrri hluta veiðiferðarinnar en Bjarni Ólafur tók við eftir sjómannadaginn. Bjarni Ólafur segir að veiðiferðin hafi gengið vel en aflinn hefði mátt vera meiri.„Vegna æfinganna þurftum við að færa okkur austar og austast vorum við einar 60 sjómílur frá Novaja Zemlja.“ Eyjaklasinn Novaja Zemlja er trúlega þekktastur fyrir að hafa verið kjarnorkutilraunastaður Rússa í kalda stríðinu. „Öll samskipti við Rússana gengu vel og þar nutum við þess að Geir Stefánsson stýrimaður talar reiprennandi rússnesku. Rússarnir voru dálítið hissa þegar þeir uppgötvuðu rússneskumælandi mann um borð hjá okkur, þeir eiga líklega ekki slíku að venjast um borð í erlendum veiðiskipum sem sækja í Barentshafið,“ segir Bjarni Ólafur. Birtist í Fréttablaðinu Sjávarútvegur Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Segist eiga fund með Pútín Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Fleiri fréttir Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Sjá meira
„Síðustu þrjár vikurnar var veiðin afar róleg og það svæði sem helst var veiðivon á var lokað í heila viku vegna heræfinga,“ segir Bjarni Ólafur Hjálmarsson sem tók við skipstjórn Blængs NK sem kom til Neskaupstaðar í vikunni eftir að hafa verið að veiðum í Barentshafi frá því í lok aprílmánaðar. Í lestum skipsins eru 500 tonn af frystum afurðum eða um 27.000 kassar og var aflinn í veiðiferðinni um 1.450 tonn upp úr sjó og er þá miðað við óaðgerðan fisk. Verðmæti aflans er um 380 milljónir króna. Fullyrðir Síldarvinnslan að þetta sé verðmætasti farmur sem norðfirskt fiskiskip hefur komið með að landi úr veiðiferð. Theodór Haraldsson var skipstjóri fyrri hluta veiðiferðarinnar en Bjarni Ólafur tók við eftir sjómannadaginn. Bjarni Ólafur segir að veiðiferðin hafi gengið vel en aflinn hefði mátt vera meiri.„Vegna æfinganna þurftum við að færa okkur austar og austast vorum við einar 60 sjómílur frá Novaja Zemlja.“ Eyjaklasinn Novaja Zemlja er trúlega þekktastur fyrir að hafa verið kjarnorkutilraunastaður Rússa í kalda stríðinu. „Öll samskipti við Rússana gengu vel og þar nutum við þess að Geir Stefánsson stýrimaður talar reiprennandi rússnesku. Rússarnir voru dálítið hissa þegar þeir uppgötvuðu rússneskumælandi mann um borð hjá okkur, þeir eiga líklega ekki slíku að venjast um borð í erlendum veiðiskipum sem sækja í Barentshafið,“ segir Bjarni Ólafur.
Birtist í Fréttablaðinu Sjávarútvegur Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Innlent Hvarf fyrir tæpum þrjátíu árum og fannst í hopandi jökli Erlent Segist eiga fund með Pútín Erlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Dánarorsök Ozzy Osbourne ljós Erlent Fleiri fréttir Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Segja upp og draga úr útgáfu: Óvissan í rekstrinum „því miður aukist mikið“ Sjá meira