Ljósmæður vantar á allar vaktir á LSH SAR skrifar 3. júlí 2018 06:00 Frá samstöðufundi með ljósmæðrum við húsnæði ríkissáttasemjara fyrr á árinu. Vísir/rakel „Við reynum að taka því sem að höndum ber. Þetta er í rauninni krísustjórnun,“ segir Linda Kristmundsdóttir, framkvæmdastjóri kvenna- og barnasviðs Landspítala, um þá stöðu sem upp er komin vegna uppsagna tólf ljósmæðra sem tóku gildi síðastliðinn sunnudag. Sérstök aðgerðaáætlun hefur verið sett upp á spítalanum og segir Linda að þegar hafi reynt á hana. Staðan hafi verið þokkaleg á sunnudag og mánudag en ástandið sé metið frá vakt til vaktar. Einhverjar konur hafi verið útskrifaðar fyrr í heimaþjónustu og aðrar sendar annað. Linda segir samstarf við aðrar heilbrigðisstofnanir hafa gengið ágætlega. Þannig hafi valkeisaraskurðum verið beint annað. „Það er heilmikið af áhyggjufullum verðandi foreldrum sem hafa samband. Okkur finnst það mjög erfitt en við reynum að útskýra stöðuna og aðgerðaáætlunina fyrir fólki.Sjá einnig: Sakar fjármálaráðherra um ábyrgðarleysi og hroka í kjaradeilu Fyrstu tveir dagarnir hafa verið þokkalega rólegir en við óttumst það þegar við fáum holskeflu, hvað gerum við þá? Það mun fyrst verulega reyna á þegar deildin fyllist. Það er tilviljun að það hafi verið rólegt fram að þessu.“ Linda segir að mönnunin nú sé 60 prósent miðað við lágmarksmönnun. „Það vantar ljósmæður á allar vaktir. Þetta er mjög erfitt.“Frá síðasta samningafundi í deilunni síðastliðinn fimmtudag. Fréttablaðið/ernirAuk þeirra tólf ljósmæðra sem hættu um mánaðamótin hafa átján til viðbótar sagt upp. Linda segir að tæplega 150 ljósmæður starfi á sviðinu í tæplega 100 stöðugildum. Hér sé því um að ræða verulega stórt hlutfall vinnuaflsins. Halldóra Mogensen, þingmaður Pírata og formaður velferðarnefndar Alþingis, vill að heilbrigðisráðherra og fulltrúar Landspítala komi á fund nefndarinnar til að ræða stöðuna. „Þetta er mjög alvarleg staða. Okkur finnst mjög mikilvægt að fá upplýsingar frá þessum aðilum til að gera okkur betur grein fyrir stöðunni. Ábyrgðin á að finna lausn á þessu máli er mest hjá fjármálaráðherra og forsætisráðherra. Þetta eru ekki launahækkanir sem ljósmæður eru að biðja um heldur launaleiðrétting.“ Í gærkvöldi var ákveðið að boða til fundar í velferðarnefnd klukkan 14.30 í dag. Ríkissáttasemjari hefur boðað til næsta samningafundar á fimmtudag. Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Kjaramál Tengdar fréttir Uppsagnir ljósmæðra: „Dagurinn er kominn og hann er svartur“ Yfirvinnubann sem ljósmæður samþykktu í dag á að hefjast 18. júlí og skerðist þjónustan á fæðingardeildum þá enn frekar eftir fjöldauppsagnir. 1. júlí 2018 19:56 Ljósmæður vilja leiðréttingu en ekki hækkun um fram aðra Ljósmæður samþykktu yfirvinnubann í gær en það tekur gildi eftir rúmar tvær vikur ef samningar nást ekki. Formaður samninganefndar ljósmæðra vonar að til þess komi ekki. 2. júlí 2018 07:00 Sakar fjármálaráðherra um ábyrgðarleysi og hroka í kjaradeilu Formaður samninganefndar ljósmæðra sakar fjármálaráðherra um ábyrgðarleysi og hroka. Hann svari ekki skilaboðum og hafi gefið út að kröfur þeirra ógni stöðuleika meðan hann hafi sjálfur þegið tugprósenta launahækkun á síðasta ári. Formaðurinn hefur sagt starfi sínu sem ljósmóðir lausu. 2. júlí 2018 19:00 Mest lesið Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Innlent Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Erlent Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Innlent Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Erlent Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Innlent „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Innlent Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Erlent Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Innlent Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Erlent Fleiri fréttir Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Sjá meira
„Við reynum að taka því sem að höndum ber. Þetta er í rauninni krísustjórnun,“ segir Linda Kristmundsdóttir, framkvæmdastjóri kvenna- og barnasviðs Landspítala, um þá stöðu sem upp er komin vegna uppsagna tólf ljósmæðra sem tóku gildi síðastliðinn sunnudag. Sérstök aðgerðaáætlun hefur verið sett upp á spítalanum og segir Linda að þegar hafi reynt á hana. Staðan hafi verið þokkaleg á sunnudag og mánudag en ástandið sé metið frá vakt til vaktar. Einhverjar konur hafi verið útskrifaðar fyrr í heimaþjónustu og aðrar sendar annað. Linda segir samstarf við aðrar heilbrigðisstofnanir hafa gengið ágætlega. Þannig hafi valkeisaraskurðum verið beint annað. „Það er heilmikið af áhyggjufullum verðandi foreldrum sem hafa samband. Okkur finnst það mjög erfitt en við reynum að útskýra stöðuna og aðgerðaáætlunina fyrir fólki.Sjá einnig: Sakar fjármálaráðherra um ábyrgðarleysi og hroka í kjaradeilu Fyrstu tveir dagarnir hafa verið þokkalega rólegir en við óttumst það þegar við fáum holskeflu, hvað gerum við þá? Það mun fyrst verulega reyna á þegar deildin fyllist. Það er tilviljun að það hafi verið rólegt fram að þessu.“ Linda segir að mönnunin nú sé 60 prósent miðað við lágmarksmönnun. „Það vantar ljósmæður á allar vaktir. Þetta er mjög erfitt.“Frá síðasta samningafundi í deilunni síðastliðinn fimmtudag. Fréttablaðið/ernirAuk þeirra tólf ljósmæðra sem hættu um mánaðamótin hafa átján til viðbótar sagt upp. Linda segir að tæplega 150 ljósmæður starfi á sviðinu í tæplega 100 stöðugildum. Hér sé því um að ræða verulega stórt hlutfall vinnuaflsins. Halldóra Mogensen, þingmaður Pírata og formaður velferðarnefndar Alþingis, vill að heilbrigðisráðherra og fulltrúar Landspítala komi á fund nefndarinnar til að ræða stöðuna. „Þetta er mjög alvarleg staða. Okkur finnst mjög mikilvægt að fá upplýsingar frá þessum aðilum til að gera okkur betur grein fyrir stöðunni. Ábyrgðin á að finna lausn á þessu máli er mest hjá fjármálaráðherra og forsætisráðherra. Þetta eru ekki launahækkanir sem ljósmæður eru að biðja um heldur launaleiðrétting.“ Í gærkvöldi var ákveðið að boða til fundar í velferðarnefnd klukkan 14.30 í dag. Ríkissáttasemjari hefur boðað til næsta samningafundar á fimmtudag.
Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Kjaramál Tengdar fréttir Uppsagnir ljósmæðra: „Dagurinn er kominn og hann er svartur“ Yfirvinnubann sem ljósmæður samþykktu í dag á að hefjast 18. júlí og skerðist þjónustan á fæðingardeildum þá enn frekar eftir fjöldauppsagnir. 1. júlí 2018 19:56 Ljósmæður vilja leiðréttingu en ekki hækkun um fram aðra Ljósmæður samþykktu yfirvinnubann í gær en það tekur gildi eftir rúmar tvær vikur ef samningar nást ekki. Formaður samninganefndar ljósmæðra vonar að til þess komi ekki. 2. júlí 2018 07:00 Sakar fjármálaráðherra um ábyrgðarleysi og hroka í kjaradeilu Formaður samninganefndar ljósmæðra sakar fjármálaráðherra um ábyrgðarleysi og hroka. Hann svari ekki skilaboðum og hafi gefið út að kröfur þeirra ógni stöðuleika meðan hann hafi sjálfur þegið tugprósenta launahækkun á síðasta ári. Formaðurinn hefur sagt starfi sínu sem ljósmóðir lausu. 2. júlí 2018 19:00 Mest lesið Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Innlent Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Innlent Boðar alla herforingjana á fordæmalausan skyndifund Erlent Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Innlent Segir NATO og ESB hafa lýst yfir stríði við Rússland Erlent Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir Innlent „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Innlent Leikskóli heimtar tugi þúsunda fyrir „listaverk“ barnanna Erlent Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Innlent Fimm ára fangelsi fyrir að taka við fúlgum fjár frá Gaddafi Erlent Fleiri fréttir Lægð sem valdi meiri usla Minna fólk á að hafa vistir til þriggja daga á heimilinu Dæmigert hundaflaut að spyrja hvort kynin séu tvö Grafalvarleg staða í Danmörku, trampólínlægð og hundaflaut Viðvörunarstig hækkað: Auknar líkur á gosi Refsing fyrir að nauðga þroskaskertum manni milduð Breytingar í vændum á skrifstofu forseta Stærðarinnar grjót féll á fjölfarinn veg Bein útsending: Farið yfir það nýjasta í krabbameinsrannsóknum „Handagangur í öskjunni“ leiddi til þess að menntskælingar fengu áfengi Skæð fuglaflensa greindist á Norðurlandi Uppsagnir hjá Norðuráli í dag Þingmenn ræða stjórnlausa veðmálastarfsemi: Íslendingar Evrópumeistarar Stórt framfaraskref að færa Blóðbankann í Kringluna Austurstræti orðið að göngugötu Íbúar Ártúnsholts hrósa sigri gegn borginni - í bili Fyrsta trampólínlægðin væntanleg á morgun Dóttirin fær einungis að mæta einu sinni í viku í frístund Drónar í Danaveldi og Blóðbankinn opnar í Kringlunni „Skoðun mín skiptir ekki máli“ Nýtt Lækjartorg á ís þar til flóðamat liggur fyrir 3,2 stiga skjálfti í Mýrdalsjökli Óskaði aðstoðar með gríðarstóran hníf Hegðun Helga kunni að skýra skort á símtölum Enska verði orðin ráðandi í atvinnulífi um miðja öld Heiðra Íslendinga með því að gera 17. júní að fánadegi Hafnar fullyrðingum þingmanns um innrætingu Skrítið að vita af ósprunginni handsprengju í næstu götu Skorar á Ingu Sæland að taka slaginn Ástæða til að kanna betur tengsl ofurhlaupa og ristilkrabba Sjá meira
Uppsagnir ljósmæðra: „Dagurinn er kominn og hann er svartur“ Yfirvinnubann sem ljósmæður samþykktu í dag á að hefjast 18. júlí og skerðist þjónustan á fæðingardeildum þá enn frekar eftir fjöldauppsagnir. 1. júlí 2018 19:56
Ljósmæður vilja leiðréttingu en ekki hækkun um fram aðra Ljósmæður samþykktu yfirvinnubann í gær en það tekur gildi eftir rúmar tvær vikur ef samningar nást ekki. Formaður samninganefndar ljósmæðra vonar að til þess komi ekki. 2. júlí 2018 07:00
Sakar fjármálaráðherra um ábyrgðarleysi og hroka í kjaradeilu Formaður samninganefndar ljósmæðra sakar fjármálaráðherra um ábyrgðarleysi og hroka. Hann svari ekki skilaboðum og hafi gefið út að kröfur þeirra ógni stöðuleika meðan hann hafi sjálfur þegið tugprósenta launahækkun á síðasta ári. Formaðurinn hefur sagt starfi sínu sem ljósmóðir lausu. 2. júlí 2018 19:00