Ljósmæður vilja leiðréttingu en ekki hækkun um fram aðra Jóhann Óli Eiðsson skrifar 2. júlí 2018 07:00 Ljósmæður sem hættu störfum á Landspítalanum í gær lögðu vinnuskó sína á tröppur stjórnarráðsins til að mótmæla aðgerðaleysi ríkisins. Níutíu prósent ljósmæðra sem greiddu atkvæði kusu með yfirvinnubanni. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Formaður samninganefndar ljósmæðra segir félagsmenn fara fram á launaleiðréttingu en ekki launahækkanir umfram aðrar stéttir. Að óbreyttu mun yfirvinnubann ljósmæðra hefjast þann 16. júlí. Niðurstöður úr atkvæðagreiðslu ljósmæðra um yfirvinnubannið lágu fyrir í gær. Ríflega þrír fjórðu félagsmanna greiddu atkvæði og af þeim voru níutíu prósent fylgjandi því að boða til yfirvinnubanns. „Þetta felur meðal annars í sér að það verður að gera öllum kleift að taka kaffipásu í vinnunni en hingað til hafa þær verið unnar og greiddar í yfirvinnu. Sé ekki hægt að koma kaffipásu við verða ljósmæður að fara fyrr af vaktinni sem pásunni nemur,“ segir Katrín Sif Sigurgeirsdóttir, formaður samninganefndarinnar. Þá munu ljósmæður ekki taka á sig aukavaktir heldur eingöngu vinna sína vinnuskyldu samkvæmt fyrirliggjandi vaktaplani. Katrín segir að undanfarið hafi það verið regla en ekki undantekning að þurft hafi að kalla inn manneskjur á aukavaktir. Slíkt verði ekki hægt nú. „Við höfum staðið í langri og strangri baráttu. Við erum að koma undan gerðardómi og eigum enn inni ógreidd laun úr síðasta verkfalli. Við erum að fara fram á leiðréttingu á launum en ekki launahækkanir umfram aðra líkt og samninganefnd ríkisins hefur talað um,“ segir Katrín.Skór ljósmæðranna.Vísir/SunnaNæsti fundur í deilunni er boðaður hjá ríkissáttasemjara á fimmtudag. Aðspurð um hve langt sé á milli ljósmæðra og ríkisins, eða hve háar kröfur ljósmæðra séu, segir Katrín að um það ríki trúnaður. „Við höfum ekki fundið fyrir samningsvilja eða umboði á þessum eina fundi frá því að síðasti kjarasamningur var felldur í atkvæðagreiðslu.“ Sem fyrr segir mun boðað yfirvinnubann, að því gefnu að samningar náist ekki, taka gildi eftir tvær vikur. Katrín segir að ef af því verði muni það hafa mikil áhrif. Tólf ljósmæður á Landspítalanum, sem sögðu upp störfum í vor, unnu sína síðustu vakt í gær. Níu til viðbótar hafa sagt starfi sínu lausu. „Við vonum af einlægni að það muni ekki koma til yfirvinnubanns. Að sjálfsögðu bindum við miklar vonir við að þau mæti með umboð og vilja og málið verði klárað áður en eitthvað alvarlegt gerist,“ segir Katrín. „Forstjóri spítalans hefur kynnt fyrir mér neyðaráætlun sem ætluð er til að bregðast við ástandinu til að tryggja öryggi sjúklinga eins og nokkur kostur er á. Sú neyðaráætlun er unnin í samstarfi við aðrar heilbrigðisstofnanir. Staðan er alvarleg nú og verður alvarlegri ef til frekari aðgerða kemur,“ segir Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra. Svandís segir samningaviðræðurnar í höndum samninganefndar ríkisins. Hún viti ekki nákvæmlega hve mikið ber í milli. „Ég sté inn í deilurnar fyrir síðasta samning en honum var hafnað. Ég hef ekki gert það síðan það gerðist,“ segir Svandís. Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Kjaramál Tengdar fréttir Skildu eftir skó sína á tröppum Stjórnarráðshússins Ljósmæður skildu eftir skó sína á tröppum Stjórnarráðshússins í dag eftir að að minnsta kosti 19 ljósmæður hættu störfum. 1. júlí 2018 19:03 Ljósmæður leggja skóna á hilluna: „Orð fá ekki lýst sorginni í hjarta mínu“ Að minnsta kosti 12 ljósmæður hér á landi hætta störfum frá og með deginum í dag. 1. júlí 2018 10:15 Uppsagnir ljósmæðra: „Dagurinn er kominn og hann er svartur“ Yfirvinnubann sem ljósmæður samþykktu í dag á að hefjast 18. júlí og skerðist þjónustan á fæðingardeildum þá enn frekar eftir fjöldauppsagnir. 1. júlí 2018 19:56 Mest lesið Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Innlent Strætó rann á bíl og ruslaskýli Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Fleiri fréttir Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Sjá meira
Formaður samninganefndar ljósmæðra segir félagsmenn fara fram á launaleiðréttingu en ekki launahækkanir umfram aðrar stéttir. Að óbreyttu mun yfirvinnubann ljósmæðra hefjast þann 16. júlí. Niðurstöður úr atkvæðagreiðslu ljósmæðra um yfirvinnubannið lágu fyrir í gær. Ríflega þrír fjórðu félagsmanna greiddu atkvæði og af þeim voru níutíu prósent fylgjandi því að boða til yfirvinnubanns. „Þetta felur meðal annars í sér að það verður að gera öllum kleift að taka kaffipásu í vinnunni en hingað til hafa þær verið unnar og greiddar í yfirvinnu. Sé ekki hægt að koma kaffipásu við verða ljósmæður að fara fyrr af vaktinni sem pásunni nemur,“ segir Katrín Sif Sigurgeirsdóttir, formaður samninganefndarinnar. Þá munu ljósmæður ekki taka á sig aukavaktir heldur eingöngu vinna sína vinnuskyldu samkvæmt fyrirliggjandi vaktaplani. Katrín segir að undanfarið hafi það verið regla en ekki undantekning að þurft hafi að kalla inn manneskjur á aukavaktir. Slíkt verði ekki hægt nú. „Við höfum staðið í langri og strangri baráttu. Við erum að koma undan gerðardómi og eigum enn inni ógreidd laun úr síðasta verkfalli. Við erum að fara fram á leiðréttingu á launum en ekki launahækkanir umfram aðra líkt og samninganefnd ríkisins hefur talað um,“ segir Katrín.Skór ljósmæðranna.Vísir/SunnaNæsti fundur í deilunni er boðaður hjá ríkissáttasemjara á fimmtudag. Aðspurð um hve langt sé á milli ljósmæðra og ríkisins, eða hve háar kröfur ljósmæðra séu, segir Katrín að um það ríki trúnaður. „Við höfum ekki fundið fyrir samningsvilja eða umboði á þessum eina fundi frá því að síðasti kjarasamningur var felldur í atkvæðagreiðslu.“ Sem fyrr segir mun boðað yfirvinnubann, að því gefnu að samningar náist ekki, taka gildi eftir tvær vikur. Katrín segir að ef af því verði muni það hafa mikil áhrif. Tólf ljósmæður á Landspítalanum, sem sögðu upp störfum í vor, unnu sína síðustu vakt í gær. Níu til viðbótar hafa sagt starfi sínu lausu. „Við vonum af einlægni að það muni ekki koma til yfirvinnubanns. Að sjálfsögðu bindum við miklar vonir við að þau mæti með umboð og vilja og málið verði klárað áður en eitthvað alvarlegt gerist,“ segir Katrín. „Forstjóri spítalans hefur kynnt fyrir mér neyðaráætlun sem ætluð er til að bregðast við ástandinu til að tryggja öryggi sjúklinga eins og nokkur kostur er á. Sú neyðaráætlun er unnin í samstarfi við aðrar heilbrigðisstofnanir. Staðan er alvarleg nú og verður alvarlegri ef til frekari aðgerða kemur,“ segir Svandís Svavarsdóttir heilbrigðisráðherra. Svandís segir samningaviðræðurnar í höndum samninganefndar ríkisins. Hún viti ekki nákvæmlega hve mikið ber í milli. „Ég sté inn í deilurnar fyrir síðasta samning en honum var hafnað. Ég hef ekki gert það síðan það gerðist,“ segir Svandís.
Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Kjaramál Tengdar fréttir Skildu eftir skó sína á tröppum Stjórnarráðshússins Ljósmæður skildu eftir skó sína á tröppum Stjórnarráðshússins í dag eftir að að minnsta kosti 19 ljósmæður hættu störfum. 1. júlí 2018 19:03 Ljósmæður leggja skóna á hilluna: „Orð fá ekki lýst sorginni í hjarta mínu“ Að minnsta kosti 12 ljósmæður hér á landi hætta störfum frá og með deginum í dag. 1. júlí 2018 10:15 Uppsagnir ljósmæðra: „Dagurinn er kominn og hann er svartur“ Yfirvinnubann sem ljósmæður samþykktu í dag á að hefjast 18. júlí og skerðist þjónustan á fæðingardeildum þá enn frekar eftir fjöldauppsagnir. 1. júlí 2018 19:56 Mest lesið Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Innlent Strætó rann á bíl og ruslaskýli Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Erlent Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Innlent Fleiri fréttir Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Vegir víða um land gætu lokast með litlum fyrirvara Varað við ferðalögum víða um land Margir á síðasta snúningi með jólapakkana Í sumum tilfellum eina hátíðlega stund dagsins Men Tolla komið í leitirnar: „Sannkölluð jólasaga“ Vonskuveður og þau sem eru á síðasta snúningi Sjá meira
Skildu eftir skó sína á tröppum Stjórnarráðshússins Ljósmæður skildu eftir skó sína á tröppum Stjórnarráðshússins í dag eftir að að minnsta kosti 19 ljósmæður hættu störfum. 1. júlí 2018 19:03
Ljósmæður leggja skóna á hilluna: „Orð fá ekki lýst sorginni í hjarta mínu“ Að minnsta kosti 12 ljósmæður hér á landi hætta störfum frá og með deginum í dag. 1. júlí 2018 10:15
Uppsagnir ljósmæðra: „Dagurinn er kominn og hann er svartur“ Yfirvinnubann sem ljósmæður samþykktu í dag á að hefjast 18. júlí og skerðist þjónustan á fæðingardeildum þá enn frekar eftir fjöldauppsagnir. 1. júlí 2018 19:56