Mætti til lögreglu og viðurkenndi kynferðisbrot gegn stjúpdóttur Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 19. júlí 2018 12:46 Maðurinn leitaði sjálfur á lögreglustöð og viðurkenndi brot sín. Vísir/Vilhelm Karlmaður á Norðurlandi hefur verið dæmdur í tveggja ára fangelsi, skilorðsbundið að mestu, fyrir kynferðisbrot gegn stjúpdóttur sinni þegar hún var á leikskólaaldri. Lögregla rannsakaði málið en fellt niður að henni lokinni vegna skorts á sönnunargögnum. Maðurinn mætti hins vegar til lögreglu að eigin frumkvæði, viðurkenndi að mestu leyti brot sín og tók dómurinn mið af því við ákvörðun refsingar. Í upphafi árs 2014 kviknaði grunur um að maðurinn hefði brotið kynferðislega gegn stúlkubarni, stjúpdóttur sinni. Lögregla rannsakaði málið en sönnunargögn þóttu ekki nægileg til að leið til ákæru. Í maí 2017 mætti maðurinn ásamt skipuðum verjanda á lögreglustöð og viðurkenndi að hafa brotið á stúlkunni frá því hún var um eins árs og til þriggja til fjögurra ára aldurs. Viðurkenndi maðurinn að hafa haft önnur kynferðismök en samræði við barnið með því að beita ólögmætri nauðung vegna yfirburðastöðu sinnar gagnvart barninu. Hann hefði þuklað, strokið og sleikt kynfæri hennar og stundað sjálfsfróun auk þess að hafa látið barnið í eitt til tvö skipti strjúka getnaðarlim hans og snerta með munninum. Þá hefði hann tekið athæfið upp í eitt skipti og haft myndirnar í vörslu sinni í nokkurn tíma uns hann eyddi því. Auk þess hefði hann í eitt skipti, í ársbyrjun 2014, áreitt barnið kynferðisleg með því að kyssa hana tungukossi.Tekið tillit til játningar og iðrunar Játning mannsins fékk nokkra stöðu í gögnum sem aflað var við rannsókn málsins árið 2014. Með játningunni taldi dómurinn nægilega sannað að hann hefði gert það sem hann greindi sjálfur frá og var ákærður fyrir. Var lagður dómur á málið án frekari sönnunarfærslu. Við ákvörðun refsingar leit dómurinn til þess að um var að ræða mjög alvarleg brot gegn ungu barni sem manninum var trúað fyrir og hafði fjölskyldutengsl við. Á hinn bóginn var einnig litið til þess að maðurinn hafði hreinan sakarferil og iðraðist mjög. Hann hefði fariðaf sjálfsdáðum til lögreglu og skýrt hreinskilnislega frá brotum sínum, meðal annars í því skyni að tryggt yrði að barnið fengi þá aðstoð sem það þyrfti á að halda til að takast á við afleiðingar brotanna. Þótti tveggja ára fangelsi hæfileg refsing en 21 mánuður af 24 er skilorðsbundinn. Farið var fram á fjórar milljónir í bætur til barnsins en dómurinn taldi tvær milljónir hæfilega upphæð.Dóminn í heild má lesa hér. Dómsmál Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Innlent Fleiri fréttir Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Sjá meira
Karlmaður á Norðurlandi hefur verið dæmdur í tveggja ára fangelsi, skilorðsbundið að mestu, fyrir kynferðisbrot gegn stjúpdóttur sinni þegar hún var á leikskólaaldri. Lögregla rannsakaði málið en fellt niður að henni lokinni vegna skorts á sönnunargögnum. Maðurinn mætti hins vegar til lögreglu að eigin frumkvæði, viðurkenndi að mestu leyti brot sín og tók dómurinn mið af því við ákvörðun refsingar. Í upphafi árs 2014 kviknaði grunur um að maðurinn hefði brotið kynferðislega gegn stúlkubarni, stjúpdóttur sinni. Lögregla rannsakaði málið en sönnunargögn þóttu ekki nægileg til að leið til ákæru. Í maí 2017 mætti maðurinn ásamt skipuðum verjanda á lögreglustöð og viðurkenndi að hafa brotið á stúlkunni frá því hún var um eins árs og til þriggja til fjögurra ára aldurs. Viðurkenndi maðurinn að hafa haft önnur kynferðismök en samræði við barnið með því að beita ólögmætri nauðung vegna yfirburðastöðu sinnar gagnvart barninu. Hann hefði þuklað, strokið og sleikt kynfæri hennar og stundað sjálfsfróun auk þess að hafa látið barnið í eitt til tvö skipti strjúka getnaðarlim hans og snerta með munninum. Þá hefði hann tekið athæfið upp í eitt skipti og haft myndirnar í vörslu sinni í nokkurn tíma uns hann eyddi því. Auk þess hefði hann í eitt skipti, í ársbyrjun 2014, áreitt barnið kynferðisleg með því að kyssa hana tungukossi.Tekið tillit til játningar og iðrunar Játning mannsins fékk nokkra stöðu í gögnum sem aflað var við rannsókn málsins árið 2014. Með játningunni taldi dómurinn nægilega sannað að hann hefði gert það sem hann greindi sjálfur frá og var ákærður fyrir. Var lagður dómur á málið án frekari sönnunarfærslu. Við ákvörðun refsingar leit dómurinn til þess að um var að ræða mjög alvarleg brot gegn ungu barni sem manninum var trúað fyrir og hafði fjölskyldutengsl við. Á hinn bóginn var einnig litið til þess að maðurinn hafði hreinan sakarferil og iðraðist mjög. Hann hefði fariðaf sjálfsdáðum til lögreglu og skýrt hreinskilnislega frá brotum sínum, meðal annars í því skyni að tryggt yrði að barnið fengi þá aðstoð sem það þyrfti á að halda til að takast á við afleiðingar brotanna. Þótti tveggja ára fangelsi hæfileg refsing en 21 mánuður af 24 er skilorðsbundinn. Farið var fram á fjórar milljónir í bætur til barnsins en dómurinn taldi tvær milljónir hæfilega upphæð.Dóminn í heild má lesa hér.
Dómsmál Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Innlent Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Innlent „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Innlent Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Innlent Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Innlent Trump ósáttur við orð olíuforstjórans og vill útiloka hann Erlent „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Innlent Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Innlent Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Innlent Fleiri fréttir Boða til blaðamannafundar vegna stöðu barna Skammdegið víkur með hækkandi sól Rafmagnið í skemmunni þótti „slysagildra“ Hafnarfjarðarmálið: Spurning hvort ekki hafi verið litið til frásagnar foreldra Þetta skýrir mögnuðu norðurljósin „Það er bara ömurlegt að horfa upp á þetta“ Gengið ágætlega að slökkva og kalla fólk til baka Kvöldfréttir: Í beinni frá Gufunesi Náð tökum á stórbrunanum í Gufunesi Reyna aftur að fá Helga Bjart á bak við lás og slá Niðurstöður samræmdra prófa í vor verði opinberaðar Líkti Nönnu við skerpukjöt og uppskar gífurlega reiði Mátti skjóta hund vegna viðbúins fjárhagslegs tjóns Loka lauginni vegna veðurs Biðlar til ráðherra og segir upphrópanir ekki hjálpa Funda um Evrópumálin „fjarri kastljósi fjölmiðla“ Ásdís Halla og Erna Kristín skiptast á ráðuneytum Þóttist vera borgarstarfsmaður og sveik út síma og verkfæri Fyrsta skref Guðbjargar að taka sér frí Játar að hafa brotið á stúlku í Hafnarfirði Vonskuveður víða um land og óvissustig í gildi Íslenskum ríkisborgurum fjölgaði fimmtán sinnum meira en erlendum Enn til skoðunar hvort úrskurðurinn verði kærður Bálhvasst á Austfjörðum og óvissustig vegna snjóflóðahættu Maður ársins og slökkviliðið brugðust við vegna álftar sem fraus föst Þrjár vikur í fyrsta gjalddaga og 15% eiga eftir að skrá kílómetrastöðu Fengu ekki réttargæslumann þrátt fyrir grun um ofbeldi á leikskólanum „Martröð sem ég mun bera með mér alla ævi“ Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Sjá meira