Mætti til lögreglu og viðurkenndi kynferðisbrot gegn stjúpdóttur Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 19. júlí 2018 12:46 Maðurinn leitaði sjálfur á lögreglustöð og viðurkenndi brot sín. Vísir/Vilhelm Karlmaður á Norðurlandi hefur verið dæmdur í tveggja ára fangelsi, skilorðsbundið að mestu, fyrir kynferðisbrot gegn stjúpdóttur sinni þegar hún var á leikskólaaldri. Lögregla rannsakaði málið en fellt niður að henni lokinni vegna skorts á sönnunargögnum. Maðurinn mætti hins vegar til lögreglu að eigin frumkvæði, viðurkenndi að mestu leyti brot sín og tók dómurinn mið af því við ákvörðun refsingar. Í upphafi árs 2014 kviknaði grunur um að maðurinn hefði brotið kynferðislega gegn stúlkubarni, stjúpdóttur sinni. Lögregla rannsakaði málið en sönnunargögn þóttu ekki nægileg til að leið til ákæru. Í maí 2017 mætti maðurinn ásamt skipuðum verjanda á lögreglustöð og viðurkenndi að hafa brotið á stúlkunni frá því hún var um eins árs og til þriggja til fjögurra ára aldurs. Viðurkenndi maðurinn að hafa haft önnur kynferðismök en samræði við barnið með því að beita ólögmætri nauðung vegna yfirburðastöðu sinnar gagnvart barninu. Hann hefði þuklað, strokið og sleikt kynfæri hennar og stundað sjálfsfróun auk þess að hafa látið barnið í eitt til tvö skipti strjúka getnaðarlim hans og snerta með munninum. Þá hefði hann tekið athæfið upp í eitt skipti og haft myndirnar í vörslu sinni í nokkurn tíma uns hann eyddi því. Auk þess hefði hann í eitt skipti, í ársbyrjun 2014, áreitt barnið kynferðisleg með því að kyssa hana tungukossi.Tekið tillit til játningar og iðrunar Játning mannsins fékk nokkra stöðu í gögnum sem aflað var við rannsókn málsins árið 2014. Með játningunni taldi dómurinn nægilega sannað að hann hefði gert það sem hann greindi sjálfur frá og var ákærður fyrir. Var lagður dómur á málið án frekari sönnunarfærslu. Við ákvörðun refsingar leit dómurinn til þess að um var að ræða mjög alvarleg brot gegn ungu barni sem manninum var trúað fyrir og hafði fjölskyldutengsl við. Á hinn bóginn var einnig litið til þess að maðurinn hafði hreinan sakarferil og iðraðist mjög. Hann hefði fariðaf sjálfsdáðum til lögreglu og skýrt hreinskilnislega frá brotum sínum, meðal annars í því skyni að tryggt yrði að barnið fengi þá aðstoð sem það þyrfti á að halda til að takast á við afleiðingar brotanna. Þótti tveggja ára fangelsi hæfileg refsing en 21 mánuður af 24 er skilorðsbundinn. Farið var fram á fjórar milljónir í bætur til barnsins en dómurinn taldi tvær milljónir hæfilega upphæð.Dóminn í heild má lesa hér. Dómsmál Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Einn handtekinn eftir stunguárás Innlent Spá hitabylgju í byrjun næstu viku og allt að 29 stigum Veður Fleiri fréttir Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Sjá meira
Karlmaður á Norðurlandi hefur verið dæmdur í tveggja ára fangelsi, skilorðsbundið að mestu, fyrir kynferðisbrot gegn stjúpdóttur sinni þegar hún var á leikskólaaldri. Lögregla rannsakaði málið en fellt niður að henni lokinni vegna skorts á sönnunargögnum. Maðurinn mætti hins vegar til lögreglu að eigin frumkvæði, viðurkenndi að mestu leyti brot sín og tók dómurinn mið af því við ákvörðun refsingar. Í upphafi árs 2014 kviknaði grunur um að maðurinn hefði brotið kynferðislega gegn stúlkubarni, stjúpdóttur sinni. Lögregla rannsakaði málið en sönnunargögn þóttu ekki nægileg til að leið til ákæru. Í maí 2017 mætti maðurinn ásamt skipuðum verjanda á lögreglustöð og viðurkenndi að hafa brotið á stúlkunni frá því hún var um eins árs og til þriggja til fjögurra ára aldurs. Viðurkenndi maðurinn að hafa haft önnur kynferðismök en samræði við barnið með því að beita ólögmætri nauðung vegna yfirburðastöðu sinnar gagnvart barninu. Hann hefði þuklað, strokið og sleikt kynfæri hennar og stundað sjálfsfróun auk þess að hafa látið barnið í eitt til tvö skipti strjúka getnaðarlim hans og snerta með munninum. Þá hefði hann tekið athæfið upp í eitt skipti og haft myndirnar í vörslu sinni í nokkurn tíma uns hann eyddi því. Auk þess hefði hann í eitt skipti, í ársbyrjun 2014, áreitt barnið kynferðisleg með því að kyssa hana tungukossi.Tekið tillit til játningar og iðrunar Játning mannsins fékk nokkra stöðu í gögnum sem aflað var við rannsókn málsins árið 2014. Með játningunni taldi dómurinn nægilega sannað að hann hefði gert það sem hann greindi sjálfur frá og var ákærður fyrir. Var lagður dómur á málið án frekari sönnunarfærslu. Við ákvörðun refsingar leit dómurinn til þess að um var að ræða mjög alvarleg brot gegn ungu barni sem manninum var trúað fyrir og hafði fjölskyldutengsl við. Á hinn bóginn var einnig litið til þess að maðurinn hafði hreinan sakarferil og iðraðist mjög. Hann hefði fariðaf sjálfsdáðum til lögreglu og skýrt hreinskilnislega frá brotum sínum, meðal annars í því skyni að tryggt yrði að barnið fengi þá aðstoð sem það þyrfti á að halda til að takast á við afleiðingar brotanna. Þótti tveggja ára fangelsi hæfileg refsing en 21 mánuður af 24 er skilorðsbundinn. Farið var fram á fjórar milljónir í bætur til barnsins en dómurinn taldi tvær milljónir hæfilega upphæð.Dóminn í heild má lesa hér.
Dómsmál Ofbeldi gegn börnum Mest lesið Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af Innlent Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Innlent „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Innlent Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Innlent Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Innlent Slökkt á eldsneytisflæði rétt eftir flugtak og ruglingur milli flugmanna Erlent Indversk tenniskona skotin til bana af föður sínum við morgunverðarborðið Erlent „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Innlent Einn handtekinn eftir stunguárás Innlent Spá hitabylgju í byrjun næstu viku og allt að 29 stigum Veður Fleiri fréttir Leggja til að veiðigjaldið verði innleitt í skrefum Hvaðan kemur „kjarnorkuákvæðið“? Þungt haldinn eftir árekstur á Hafnarfjarðarvegi Einn handtekinn eftir stunguárás Fimm handteknir eftir að skoti var hleypt af „Kom hvergi nærri samræði hans við barnunga stúlkuna“ Maður leiddur út í járnum í lögregluaðgerð í Tryggvagötu Airbnb-íbúðir leigðar undir fölsku flaggi Opinberar gamalt ástarsamband við táningsstúlku „Liggur alveg ljóst fyrir að þetta frumvarp er drasl“ Forstöðumaður spilar og syngur fyrir gesti Sundlaugar Akureyrar Sögulegur dagur á Alþingi og vændi í Airbnb-íbúðum Árekstur bíls og vespu á Hafnarfjarðarvegi Sögulegur dagur á Alþingi: Lýðræðisákvæði eða kjarnorkusprengja? Varðskipið Þór heldur heim frá Noregi í næstu viku Frumvarpið komið yfir erfiðasta hjallann en gæti átt nóg eftir Einn handtekinn í mansalsrannsókn lögreglunnar Vændiskaupendur séu oftast fjölskyldufeður á leið til vinnu eða fundar Lögregla rannsakar slys í sundlauginni í Stykkishólmi Kristrún fái ef til vill að bragða á eigin meðali fyrr en síðar Hóta að loka svæðinu við Seljalandsfoss „Hann er að eigna sér eitthvað sem hann á ekki“ „Hræðilegar fréttir fyrir lýðræðið á Íslandi“ Fordæmalaus ákvörðun sem gæti breytt Alþingi til framtíðar Dramatík á Alþingi og bílastæðablús hjá World Class Velti bílnum við Fjarðarhraun Flytja hluta starfsemi SAk vegna myglu Sjá ekki fyrir endann á umfangsmikilli rannsókn á fíkniefnaframleiðslu „Þetta er alvarlegur áfellisdómur yfir forsætisráðherra“ Vaktin: Tillagan samþykkt og annarri umræðu um veiðigjöld lokið Sjá meira