Færa farveg Elliðaánna við endurnýjun lagna Garðar Örn Úlfarsson skrifar 19. júlí 2018 06:00 Ný hitaveitulögn á að fara úr núverandi stokkum. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON Skrifstofa umhverfisgæða hjá Reykjavíkurborg kveðst ósammála því mati Veitna að aðeins óveruleg umhverfisáhrif fylgi því að leggja nýja hitaveitustokka undir Elliðaárnar. Í framkvæmdalýsingu Veitna kemur fram að til skoðunar sé að veitulagnir þveri bæði austur- og vesturkvísl Elliðaánna við hliðina á núverandi hitaveitustokki. Þegar hefur verið grafið niður alla Ártúnsbrekkuna og allt að eystri kvíslinni. Grafa þarf skurð sem þverar báðar kvíslarnar. Með athafnasvæði er sagt að heildarbreidd skurðstæðisins gæti verið um tólf til fjórtán metrar. Grafa á nýjan farveg fyrir árnar á meðan framkvæmdir standa yfir sem gert er ráð fyrir að taki um tvær vikur. Hentugur staður sem er til skoðunar fyrir framhjáhlaup er á milli stöpla undir núverandi lagnastæði fyrir hitaveitu. „Gera má ráð fyrir að framhjáhlaup í austurkvíslinni þyrfti að vera í kringum 100 metra langt og að samsvarandi lengd núverandi farvegs færi á þurrt. Framhjáhlaup í vesturkvíslinni væri líklega styttra. Gert er ráð fyrir að framkvæmdir væru utan veiðitíma og þekkts göngutíma laxfiska,“ segir í umsögn Hafrannsóknastofnunar um málið. „Líkur eru á að smádýr og fiskar leiti inn á raskað svæði í Elliðaánum af nærliggjandi svæðum og að lífríki komist í samt lag á tiltölulega stuttum tíma,“ segir þar enn fremur. Hafrannsóknastofnun bendir á fjölmörg atriði sem hafa þurfi í huga varðandi framkvæmdina.Elliðaárnar eru gjöfular á lax við liðsmenn Stangaveiðfélags Reykjavíkur.Vísir/vilhelm„Er það mat Hafrannsóknastofnunar að áhrif á ferskvatnslífríki í Elliðaám verði talsverð en staðbundin og tímabundin og hafi því ekki alvarleg neikvæð áhrif til lengri tíma,“ segir í umsögninni að því gefnu að leiðbeiningum stofnunarinnar sé fylgt. „Framkvæmdin er sannarlega mikilvæg fyrir starfsemi fráveitu, hitaveitu, rafveitu og vatnsveitu í Reykjavík og ekki hjá því komist að hið gamla veitukerfi sem liggur í stokknum í Elliðaárdal fari í endurnýjun. Að mati USKR eru þó umhverfisáhrif þeirrar framkvæmdar sem kynnt er í fyrirspurn framkvæmdaaðila af þeim toga að skynsamlegast í stöðunni sé að framkvæma mat á umhverfisáhrifum,“ segir skrifstofa umhverfisgæða hins vegar. „Óhjákvæmilegt er að mikið umhverfisrask verði, jafnvel þótt reiknað sé með að áhrifin verði að miklu leyti tímabundin. Umhverfisog skipulagssvið Reykjavíkur er því ekki sammála framkvæmdaaðila um að það sé alveg ljóst að framkvæmdin muni hafa óveruleg umhverfisáhrif í för með sér.“ Skipulagsfulltrúinn í Reykjavík kveðst taka undir álit og rök skrifstofu umhverfisgæða. Embættið sé að undirbúa heildarendurskoðun á deiliskipulagi fyrir Elliðaárdalinn og von sé á vinnslutillögu þess efnis í haust. „Tekið er undir að fyrirhuguð framkvæmd Veitna sé mikilvæg fyrir starfsemi Veitna og ekki hjá því komist að gamla veitukerfið fari í endurnýjun,“ segir skipulagsfulltrúi sem óskar eftir samstarfi við Veitur og Orkuveituna um málið. Birtist í Fréttablaðinu Skipulag Umhverfismál Mest lesið Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Innlent Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Erlent Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Innlent Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Innlent Lýsa eftir Svövu Lydiu Innlent Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Erlent Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Innlent Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Innlent Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Innlent Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Erlent Fleiri fréttir Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Blés til skyndifundar vegna innflutnings gerviópíóða Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Blóðbað, þingmenn ganga á dyr og ógnin við Reykjavík Forsetahjónin á leið til Noregs Lýsa eftir Svövu Lydiu Kristrún ein í framboði til formanns Bæjarstjóri og bæjarfulltrúi saka hvor aðra um brot á siðareglum „Það eru ekki skattahækkanir“ Hvalfjarðargöng lokuð vegna bilaðs bíls Áfrýja og stofna félag um réttinn til að mótmæla Munu ekki hlaupa síðustu metrana í Geirsgötu fyrr en 2026 Allir og amma þeirra keppast um að skilgreina „woke“ Borgarfulltrúi Pírata í veikindaleyfi Óvenjumargir sem sæta gæsluvarðhaldi í fangelsum landsins Ber ekki ábyrgð á tjóni stuðningsfulltrúa sem nemandi beitti ofbeldi Óbólusettir ættu að huga að sinni stöðu fyrir ferðalög „Sá merkasti sem ég hef nokkurn tímann kynnst“ Rauðir markaðir og yfirfull fangelsi Dæla tölvupóstum á ráðherra Segir stjórn sósíalista ræða „pólitískar hreinsanir“ fyrir flokksþing Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Bændur fá bætur fyrir hörmungasumarið í fyrra Björguðu dreng úr gjótu Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Friðrik Ólafsson er látinn Sjá meira
Skrifstofa umhverfisgæða hjá Reykjavíkurborg kveðst ósammála því mati Veitna að aðeins óveruleg umhverfisáhrif fylgi því að leggja nýja hitaveitustokka undir Elliðaárnar. Í framkvæmdalýsingu Veitna kemur fram að til skoðunar sé að veitulagnir þveri bæði austur- og vesturkvísl Elliðaánna við hliðina á núverandi hitaveitustokki. Þegar hefur verið grafið niður alla Ártúnsbrekkuna og allt að eystri kvíslinni. Grafa þarf skurð sem þverar báðar kvíslarnar. Með athafnasvæði er sagt að heildarbreidd skurðstæðisins gæti verið um tólf til fjórtán metrar. Grafa á nýjan farveg fyrir árnar á meðan framkvæmdir standa yfir sem gert er ráð fyrir að taki um tvær vikur. Hentugur staður sem er til skoðunar fyrir framhjáhlaup er á milli stöpla undir núverandi lagnastæði fyrir hitaveitu. „Gera má ráð fyrir að framhjáhlaup í austurkvíslinni þyrfti að vera í kringum 100 metra langt og að samsvarandi lengd núverandi farvegs færi á þurrt. Framhjáhlaup í vesturkvíslinni væri líklega styttra. Gert er ráð fyrir að framkvæmdir væru utan veiðitíma og þekkts göngutíma laxfiska,“ segir í umsögn Hafrannsóknastofnunar um málið. „Líkur eru á að smádýr og fiskar leiti inn á raskað svæði í Elliðaánum af nærliggjandi svæðum og að lífríki komist í samt lag á tiltölulega stuttum tíma,“ segir þar enn fremur. Hafrannsóknastofnun bendir á fjölmörg atriði sem hafa þurfi í huga varðandi framkvæmdina.Elliðaárnar eru gjöfular á lax við liðsmenn Stangaveiðfélags Reykjavíkur.Vísir/vilhelm„Er það mat Hafrannsóknastofnunar að áhrif á ferskvatnslífríki í Elliðaám verði talsverð en staðbundin og tímabundin og hafi því ekki alvarleg neikvæð áhrif til lengri tíma,“ segir í umsögninni að því gefnu að leiðbeiningum stofnunarinnar sé fylgt. „Framkvæmdin er sannarlega mikilvæg fyrir starfsemi fráveitu, hitaveitu, rafveitu og vatnsveitu í Reykjavík og ekki hjá því komist að hið gamla veitukerfi sem liggur í stokknum í Elliðaárdal fari í endurnýjun. Að mati USKR eru þó umhverfisáhrif þeirrar framkvæmdar sem kynnt er í fyrirspurn framkvæmdaaðila af þeim toga að skynsamlegast í stöðunni sé að framkvæma mat á umhverfisáhrifum,“ segir skrifstofa umhverfisgæða hins vegar. „Óhjákvæmilegt er að mikið umhverfisrask verði, jafnvel þótt reiknað sé með að áhrifin verði að miklu leyti tímabundin. Umhverfisog skipulagssvið Reykjavíkur er því ekki sammála framkvæmdaaðila um að það sé alveg ljóst að framkvæmdin muni hafa óveruleg umhverfisáhrif í för með sér.“ Skipulagsfulltrúinn í Reykjavík kveðst taka undir álit og rök skrifstofu umhverfisgæða. Embættið sé að undirbúa heildarendurskoðun á deiliskipulagi fyrir Elliðaárdalinn og von sé á vinnslutillögu þess efnis í haust. „Tekið er undir að fyrirhuguð framkvæmd Veitna sé mikilvæg fyrir starfsemi Veitna og ekki hjá því komist að gamla veitukerfið fari í endurnýjun,“ segir skipulagsfulltrúi sem óskar eftir samstarfi við Veitur og Orkuveituna um málið.
Birtist í Fréttablaðinu Skipulag Umhverfismál Mest lesið Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Innlent Belgískum prins synjað um félagslegar bætur Erlent Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Innlent Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Innlent Lýsa eftir Svövu Lydiu Innlent Saka Bandaríkin um kúgun og svara fyrir sig Erlent Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Innlent Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Innlent Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Innlent Aflýstu blaðamannafundi skyndilega Erlent Fleiri fréttir Guðmundur Árni sækist eftir endurkjöri Segir afnám samsköttunar svik við kjósendur Tíðir Esjufarar hryggir vegna örlaga Steins Kvikugangur frá Krýsuvík gæti náð inn í Heiðmörk Tvímennir fangaklefar og frekara húsnæði til skoðunar til að leysa plássleysi Blés til skyndifundar vegna innflutnings gerviópíóða Stjórnarandstaðan gekk á dyr: Tekist á um þingskjalið í beinni Blóðbað, þingmenn ganga á dyr og ógnin við Reykjavík Forsetahjónin á leið til Noregs Lýsa eftir Svövu Lydiu Kristrún ein í framboði til formanns Bæjarstjóri og bæjarfulltrúi saka hvor aðra um brot á siðareglum „Það eru ekki skattahækkanir“ Hvalfjarðargöng lokuð vegna bilaðs bíls Áfrýja og stofna félag um réttinn til að mótmæla Munu ekki hlaupa síðustu metrana í Geirsgötu fyrr en 2026 Allir og amma þeirra keppast um að skilgreina „woke“ Borgarfulltrúi Pírata í veikindaleyfi Óvenjumargir sem sæta gæsluvarðhaldi í fangelsum landsins Ber ekki ábyrgð á tjóni stuðningsfulltrúa sem nemandi beitti ofbeldi Óbólusettir ættu að huga að sinni stöðu fyrir ferðalög „Sá merkasti sem ég hef nokkurn tímann kynnst“ Rauðir markaðir og yfirfull fangelsi Dæla tölvupóstum á ráðherra Segir stjórn sósíalista ræða „pólitískar hreinsanir“ fyrir flokksþing Segist afhjúpa sannleikann í „tengdamömmumálinu“ Bændur fá bætur fyrir hörmungasumarið í fyrra Björguðu dreng úr gjótu Kominn tími til að rapparar og áhrifavaldar axli ábyrgð Friðrik Ólafsson er látinn Sjá meira