Barry kominn á Sogn eftir þrjár vikur á Hólmsheiði Aðalheiður Ámundadóttir skrifar 19. júlí 2018 06:00 Barry Von Tuijl, refsifangi á Kvíabryggju, missti fótlegg í slysi. Stöð 2 Barry Van Tuijl, fangi frá Hollandi, er kominn á Sogn eftir dvöl í tæpan mánuð í fangelsinu á Hólmsheiði þangað sem hann var fluttur vegna agabrots í opna fangelsinu á Kvíabryggju. Eins og Fréttablaðið greindi frá var Barry fluttur frá Kvíabryggju á Hólmsheiði eftir spjall við fyrrverandi samfanga á golfvellinum á Kvíabryggju. Flutningur úr opnu yfir í lokað fangelsi er mjög íþyngjandi fyrir fanga enda mun meira frjálsræði í opnum fangelsum. Barry kærði ákvörðunina til dómsmálaráðuneytisins sem felldi ákvörðun Fangelsismálastofnunar úr gildi á þeim grundvelli að brotið hefði verið gegn meðalhófsreglu enda hefði mátt beita vægari agaviðurlögum. Skrifleg áminning eða takmörkun á heimsóknum hefðu átt betur við enda ekki um alvarlegt agabrot að ræða. Þá hafi Barry ekki verið látinn sæta agaviðurlögum áður. „Það var ósk Barrys sjálfs að fara á Sogn frekar en snúa aftur að Kvíabryggju,“ segir Guðmundur St. Ragnarsson, lögmaður Barrys, aðspurður hvers vegna Barry snýr ekki aftur til Kvíabryggju eftir úrskurð ráðuneytisins. Sogn er annað tveggja opinna fangelsa hér á landi ásamt Kvíabryggju. Í úrskurði ráðuneytisins er ekki loku fyrir það skotið að ákveða megi ný agaviðurlög fyrir Barry. „Mér finnst nú ólíklegt að hann fái ný agaviðurlög en það kemur í ljós,“ segir Guðmundur og bendir á að Barry hafi þegar verið vistaður með ólögmætum hætti í þrjár vikur á Hólmsheiði og hljóti því að teljast hafa tekið út næga refsingu. Birtist í Fréttablaðinu Fangelsismál Tengdar fréttir Einfættur fangi fær ekki náðun Alvarlega líkamlega fatlaður fangi býr við óviðunandi aðstæður í íslensku fangelsi. Ráðherra synjaði honum um náðun. Skilyrði náðunar að afplánun hafi alvarlegar afleiðingar fyrir velferð fanga. 12. janúar 2018 07:00 Fluttur á Hólmsheiði fyrir spjall á golfvelli Fangi á Kvíabryggju var fluttur í lokað fangelsi eftir spjall á golfvelli fangelsisins. Fanganum er lýst sem fyrirmyndarfanga. Félag fanga segir fangelsisyfirvöld beita hörku í agaviðurlögum og telja að um brot á meðalhófi sé að ræða. 28. júní 2018 06:00 Ráðuneyti fellir of þunga refsingu gagnvart fötluðum fanga úr gildi Ráðuneytið segir Fangelsismálastofnun hafa farið strangar í sakirnar en nauðsyn bar til í máli Barry. 12. júlí 2018 14:19 Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Konan er fundin Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Erlent Fleiri fréttir Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum „Mér fannst þetta vera svolítil vonbrigði“ Sjá meira
Barry Van Tuijl, fangi frá Hollandi, er kominn á Sogn eftir dvöl í tæpan mánuð í fangelsinu á Hólmsheiði þangað sem hann var fluttur vegna agabrots í opna fangelsinu á Kvíabryggju. Eins og Fréttablaðið greindi frá var Barry fluttur frá Kvíabryggju á Hólmsheiði eftir spjall við fyrrverandi samfanga á golfvellinum á Kvíabryggju. Flutningur úr opnu yfir í lokað fangelsi er mjög íþyngjandi fyrir fanga enda mun meira frjálsræði í opnum fangelsum. Barry kærði ákvörðunina til dómsmálaráðuneytisins sem felldi ákvörðun Fangelsismálastofnunar úr gildi á þeim grundvelli að brotið hefði verið gegn meðalhófsreglu enda hefði mátt beita vægari agaviðurlögum. Skrifleg áminning eða takmörkun á heimsóknum hefðu átt betur við enda ekki um alvarlegt agabrot að ræða. Þá hafi Barry ekki verið látinn sæta agaviðurlögum áður. „Það var ósk Barrys sjálfs að fara á Sogn frekar en snúa aftur að Kvíabryggju,“ segir Guðmundur St. Ragnarsson, lögmaður Barrys, aðspurður hvers vegna Barry snýr ekki aftur til Kvíabryggju eftir úrskurð ráðuneytisins. Sogn er annað tveggja opinna fangelsa hér á landi ásamt Kvíabryggju. Í úrskurði ráðuneytisins er ekki loku fyrir það skotið að ákveða megi ný agaviðurlög fyrir Barry. „Mér finnst nú ólíklegt að hann fái ný agaviðurlög en það kemur í ljós,“ segir Guðmundur og bendir á að Barry hafi þegar verið vistaður með ólögmætum hætti í þrjár vikur á Hólmsheiði og hljóti því að teljast hafa tekið út næga refsingu.
Birtist í Fréttablaðinu Fangelsismál Tengdar fréttir Einfættur fangi fær ekki náðun Alvarlega líkamlega fatlaður fangi býr við óviðunandi aðstæður í íslensku fangelsi. Ráðherra synjaði honum um náðun. Skilyrði náðunar að afplánun hafi alvarlegar afleiðingar fyrir velferð fanga. 12. janúar 2018 07:00 Fluttur á Hólmsheiði fyrir spjall á golfvelli Fangi á Kvíabryggju var fluttur í lokað fangelsi eftir spjall á golfvelli fangelsisins. Fanganum er lýst sem fyrirmyndarfanga. Félag fanga segir fangelsisyfirvöld beita hörku í agaviðurlögum og telja að um brot á meðalhófi sé að ræða. 28. júní 2018 06:00 Ráðuneyti fellir of þunga refsingu gagnvart fötluðum fanga úr gildi Ráðuneytið segir Fangelsismálastofnun hafa farið strangar í sakirnar en nauðsyn bar til í máli Barry. 12. júlí 2018 14:19 Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Konan er fundin Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Erlent Fleiri fréttir Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum „Mér fannst þetta vera svolítil vonbrigði“ Sjá meira
Einfættur fangi fær ekki náðun Alvarlega líkamlega fatlaður fangi býr við óviðunandi aðstæður í íslensku fangelsi. Ráðherra synjaði honum um náðun. Skilyrði náðunar að afplánun hafi alvarlegar afleiðingar fyrir velferð fanga. 12. janúar 2018 07:00
Fluttur á Hólmsheiði fyrir spjall á golfvelli Fangi á Kvíabryggju var fluttur í lokað fangelsi eftir spjall á golfvelli fangelsisins. Fanganum er lýst sem fyrirmyndarfanga. Félag fanga segir fangelsisyfirvöld beita hörku í agaviðurlögum og telja að um brot á meðalhófi sé að ræða. 28. júní 2018 06:00
Ráðuneyti fellir of þunga refsingu gagnvart fötluðum fanga úr gildi Ráðuneytið segir Fangelsismálastofnun hafa farið strangar í sakirnar en nauðsyn bar til í máli Barry. 12. júlí 2018 14:19