Sjónvarpsútsendingin veglegri en áætlað var Sighvatur Arnmundsson skrifar 18. júlí 2018 06:00 Kostnaður við fundinn fór umtalsvert fram úr áætlun vegna veglegri sjónvarpsútsendingar en gert hafði verið ráð fyrir. EINAR Á.E. SÆMUNDSEN Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, segir aukinn kostnað við hátíðarþingfund Alþingis á Þingvöllum fyrst og fremst skýrast af mun veglegri sjónvarpsútsendingu en gert var ráð fyrir í upphafi. Eins og Fréttablaðið sagði frá í gær er áætlaður kostnaður við fundinn nú talinn 70 til 80 milljónir króna en upphafleg áætlun hafði gert ráð fyrir 45 milljóna króna kostnaði. Hann segir að upphafleg áætlun hafi verið með fyrirvörum um nánari útfærslu. „Við reynum samt að hafa alla umgjörð eins einfalda og hægt er. Stærsta frávikið er í gæðum útsendingar. Kröfur tímans kalla á aukin gæði sem auka kostnaðinn. Öll þjóðin á að geta fylgst með hvar sem hún er á landinu.“ Steingrímur segir ástæðu til að leggja áherslu á að allir séu velkomnir á fundinn á Þingvöllum en hann hefst klukkan 14 í dag. „Það var tekin ákvörðun um það á sínum tíma að halda veglega upp á fullveldisafmælið og ákveðið að setja fjármuni í það. Þessi hátíðarfundur á Þingvöllum er liður í því en ég minni á að allt árið er undir með fjölda annarra viðburða,“ segir Steingrímur.Sjá einnig: 80 milljónir í Þingvallafund Alþingis Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, sendi Steingrími fyrirspurn í vor um kostnað við hátíðarfundinn. Hann segist hissa á þessum mikla aukakostnaði. „Þetta er eitthvað sem ég hefði haldið að væri ekki ófyrirsjáanlegt, ætti að vera frekar augljóst,“ segir Björn Leví. „Það er ekkert að því að halda svona hátíð og um að gera að fagna þessu 100 ára afmæli fullveldisins. Við gætum samt gert þetta aðeins betur. Ég veit til dæmis ekki hvort þessi þingfundur er rétt athöfn. Mér finnst óþægilegt að sitja á einhverjum palli. Ég hefði persónulega frekar viljað vera áhorfandi.“ Hann segir það einkennandi fyrir Alþingi að við þetta tækifæri eigi að afgreiða mál með hraði. Það sé til að mynda sérstakt að nú sé ákveðið að veita 3,5 milljörðum í nýtt hafrannsóknaskip. Hann hafi áður spurt ráðherra sérstaklega að því í þinginu hvort nýtt hafrannsóknaskip rúmaðist innan ramma fjármálaáætlunar og fengið þau svör að svo væri ekki. Hann viti því ekki hvaðan þessir peningar komi. Þá gagnrýndu átta bókaútgefendur þingsályktunartillögu sem til stendur til að samþykkja á Þingvöllum í dag og snýr að útgáfu ritverka um Þingvelli í íslenskri myndlist og sögu íslenskra bókmennta frá landnámi til 21. aldar. Samkvæmt tillögunni mun Alþingi ganga til samstarfs við Hið íslenska bókmenntafélag um útgáfu umræddra verka. Segja útgefendurnir í aðsendri grein í Morgunblaðinu að þingið verði að tryggja jafnræði hvað varðar aðkomu útgefenda. Þessi vinnubrögð séu afturhvarf til fortíðar. Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir 80 milljónir í Þingvallafund Alþingis Áætlaður kostnaður við hátíðarþingfund Alþingis á Þingvöllum og hátíðarkvöldverð þingforseta er 70 til 80 milljónir króna. Allt að 78 prósent meira en kostnaðaráætlun hafði gert ráð fyrir. 17. júlí 2018 07:00 Tvö mál afgreidd á Alþingi í tilefni fullveldisafmælisins Tvö mál verða afgreidd á Alþingi þann 17. og 18. júlí. 13. júlí 2018 11:38 Alþingi fagnar því að 100 ár eru liðin frá samningi þess við Dani um fullveldi Íslands Forseti Alþingis segir eðlilegt að þingið minnist fullveldis Íslands með hátíðarfundi á Þingvöllum á morgun, enda hafi Alþingi haft veg og vanda að fullveldissamningunum við danska þingið á sínum tíma. 17. júlí 2018 12:30 Mest lesið Fólk skilji ekki eftir ósprungna flugelda: „Sprakk strax beint í andlitið á honum“ Innlent Ferðamönnum bjargað af þaki bíls við Kattarhryggi Innlent Fluttur úr landi grunaður um að valda gassprengingu sem drap einn Innlent Brúin yfir Ferjukotssíki fallin Innlent Hæstiréttur sker úr um hvort samræði við barn sé nauðgun Innlent Brottvísunin endanleg og nær ekki aðgerðinni Innlent „Við erum að sjá þarna hluti sem hafa ekki sést áður í heiminum“ Innlent Sat fyrir svörum vegna áfengisdrykkju og viðhorfa til kvenhermanna Erlent Vilja nota fleiri aðferðir en bara BMI til að meta offitu Erlent Holtavörðuheiði lokað í nótt Innlent Fleiri fréttir Kennarar mæta aftur í Karphúsið Skipulagði loftslagsverkföll og aðstoðar nú loftslagsráðherra Hæstiréttur sker úr um hvort samræði við barn sé nauðgun Brúin yfir Ferjukotssíki fallin Holtavörðuheiðin opin á ný Þingmannanefnd skipuð um rannsókn á kosningu þingmanna Fólk skilji ekki eftir ósprungna flugelda: „Sprakk strax beint í andlitið á honum“ Fluttur úr landi grunaður um að valda gassprengingu sem drap einn Ferðamönnum bjargað af þaki bíls við Kattarhryggi Rólegt við Bárðarbungu Holtavörðuheiði lokað í nótt Með ógnandi hegðun á veitingahúsum í miðborginni Brottvísunin endanleg og nær ekki aðgerðinni „Við erum að sjá þarna hluti sem hafa ekki sést áður í heiminum“ Segir miður að þurfa að lyfta hnefa svo hlustað sé á kennara Flugvélin ekki flughæf vegna bilunar Aðeins annar kassinn af tveimur með atkvæðum skilaði sér Bárðarbunga skelfur, vopnahlé og hjólaskautaat Getur ekki fullyrt að gosið hafi áður í Bárðarbungu Virkja viðbragðsáætlun og opna aðgerðastjórn Ógeðfelldum aðferðum lýst í ákæru á hendur þremur Áframhaldandi landris við Svartsengi Bergþór áfram þingflokksformaður Katrín Jakobsdóttir tekur við af Daða Má Dómsmálaráðherra fundar með Sigríði og Helga Magnúsi Kom að lokuðum dyrum örfáum dögum eftir að hafa tjáð sig í fjölmiðlum Stjórnmálamenn þurfa ekki að lepja dauðann úr skel Atburðarásin minnir á undanfara eldgossins í Holuhrauni Óljóst hve mörg atkvæði voru í pappakassanum sem barst of seint Vill veita björgunarfólkinu viðurkenningu Sjá meira
Steingrímur J. Sigfússon, forseti Alþingis, segir aukinn kostnað við hátíðarþingfund Alþingis á Þingvöllum fyrst og fremst skýrast af mun veglegri sjónvarpsútsendingu en gert var ráð fyrir í upphafi. Eins og Fréttablaðið sagði frá í gær er áætlaður kostnaður við fundinn nú talinn 70 til 80 milljónir króna en upphafleg áætlun hafði gert ráð fyrir 45 milljóna króna kostnaði. Hann segir að upphafleg áætlun hafi verið með fyrirvörum um nánari útfærslu. „Við reynum samt að hafa alla umgjörð eins einfalda og hægt er. Stærsta frávikið er í gæðum útsendingar. Kröfur tímans kalla á aukin gæði sem auka kostnaðinn. Öll þjóðin á að geta fylgst með hvar sem hún er á landinu.“ Steingrímur segir ástæðu til að leggja áherslu á að allir séu velkomnir á fundinn á Þingvöllum en hann hefst klukkan 14 í dag. „Það var tekin ákvörðun um það á sínum tíma að halda veglega upp á fullveldisafmælið og ákveðið að setja fjármuni í það. Þessi hátíðarfundur á Þingvöllum er liður í því en ég minni á að allt árið er undir með fjölda annarra viðburða,“ segir Steingrímur.Sjá einnig: 80 milljónir í Þingvallafund Alþingis Björn Leví Gunnarsson, þingmaður Pírata, sendi Steingrími fyrirspurn í vor um kostnað við hátíðarfundinn. Hann segist hissa á þessum mikla aukakostnaði. „Þetta er eitthvað sem ég hefði haldið að væri ekki ófyrirsjáanlegt, ætti að vera frekar augljóst,“ segir Björn Leví. „Það er ekkert að því að halda svona hátíð og um að gera að fagna þessu 100 ára afmæli fullveldisins. Við gætum samt gert þetta aðeins betur. Ég veit til dæmis ekki hvort þessi þingfundur er rétt athöfn. Mér finnst óþægilegt að sitja á einhverjum palli. Ég hefði persónulega frekar viljað vera áhorfandi.“ Hann segir það einkennandi fyrir Alþingi að við þetta tækifæri eigi að afgreiða mál með hraði. Það sé til að mynda sérstakt að nú sé ákveðið að veita 3,5 milljörðum í nýtt hafrannsóknaskip. Hann hafi áður spurt ráðherra sérstaklega að því í þinginu hvort nýtt hafrannsóknaskip rúmaðist innan ramma fjármálaáætlunar og fengið þau svör að svo væri ekki. Hann viti því ekki hvaðan þessir peningar komi. Þá gagnrýndu átta bókaútgefendur þingsályktunartillögu sem til stendur til að samþykkja á Þingvöllum í dag og snýr að útgáfu ritverka um Þingvelli í íslenskri myndlist og sögu íslenskra bókmennta frá landnámi til 21. aldar. Samkvæmt tillögunni mun Alþingi ganga til samstarfs við Hið íslenska bókmenntafélag um útgáfu umræddra verka. Segja útgefendurnir í aðsendri grein í Morgunblaðinu að þingið verði að tryggja jafnræði hvað varðar aðkomu útgefenda. Þessi vinnubrögð séu afturhvarf til fortíðar.
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir 80 milljónir í Þingvallafund Alþingis Áætlaður kostnaður við hátíðarþingfund Alþingis á Þingvöllum og hátíðarkvöldverð þingforseta er 70 til 80 milljónir króna. Allt að 78 prósent meira en kostnaðaráætlun hafði gert ráð fyrir. 17. júlí 2018 07:00 Tvö mál afgreidd á Alþingi í tilefni fullveldisafmælisins Tvö mál verða afgreidd á Alþingi þann 17. og 18. júlí. 13. júlí 2018 11:38 Alþingi fagnar því að 100 ár eru liðin frá samningi þess við Dani um fullveldi Íslands Forseti Alþingis segir eðlilegt að þingið minnist fullveldis Íslands með hátíðarfundi á Þingvöllum á morgun, enda hafi Alþingi haft veg og vanda að fullveldissamningunum við danska þingið á sínum tíma. 17. júlí 2018 12:30 Mest lesið Fólk skilji ekki eftir ósprungna flugelda: „Sprakk strax beint í andlitið á honum“ Innlent Ferðamönnum bjargað af þaki bíls við Kattarhryggi Innlent Fluttur úr landi grunaður um að valda gassprengingu sem drap einn Innlent Brúin yfir Ferjukotssíki fallin Innlent Hæstiréttur sker úr um hvort samræði við barn sé nauðgun Innlent Brottvísunin endanleg og nær ekki aðgerðinni Innlent „Við erum að sjá þarna hluti sem hafa ekki sést áður í heiminum“ Innlent Sat fyrir svörum vegna áfengisdrykkju og viðhorfa til kvenhermanna Erlent Vilja nota fleiri aðferðir en bara BMI til að meta offitu Erlent Holtavörðuheiði lokað í nótt Innlent Fleiri fréttir Kennarar mæta aftur í Karphúsið Skipulagði loftslagsverkföll og aðstoðar nú loftslagsráðherra Hæstiréttur sker úr um hvort samræði við barn sé nauðgun Brúin yfir Ferjukotssíki fallin Holtavörðuheiðin opin á ný Þingmannanefnd skipuð um rannsókn á kosningu þingmanna Fólk skilji ekki eftir ósprungna flugelda: „Sprakk strax beint í andlitið á honum“ Fluttur úr landi grunaður um að valda gassprengingu sem drap einn Ferðamönnum bjargað af þaki bíls við Kattarhryggi Rólegt við Bárðarbungu Holtavörðuheiði lokað í nótt Með ógnandi hegðun á veitingahúsum í miðborginni Brottvísunin endanleg og nær ekki aðgerðinni „Við erum að sjá þarna hluti sem hafa ekki sést áður í heiminum“ Segir miður að þurfa að lyfta hnefa svo hlustað sé á kennara Flugvélin ekki flughæf vegna bilunar Aðeins annar kassinn af tveimur með atkvæðum skilaði sér Bárðarbunga skelfur, vopnahlé og hjólaskautaat Getur ekki fullyrt að gosið hafi áður í Bárðarbungu Virkja viðbragðsáætlun og opna aðgerðastjórn Ógeðfelldum aðferðum lýst í ákæru á hendur þremur Áframhaldandi landris við Svartsengi Bergþór áfram þingflokksformaður Katrín Jakobsdóttir tekur við af Daða Má Dómsmálaráðherra fundar með Sigríði og Helga Magnúsi Kom að lokuðum dyrum örfáum dögum eftir að hafa tjáð sig í fjölmiðlum Stjórnmálamenn þurfa ekki að lepja dauðann úr skel Atburðarásin minnir á undanfara eldgossins í Holuhrauni Óljóst hve mörg atkvæði voru í pappakassanum sem barst of seint Vill veita björgunarfólkinu viðurkenningu Sjá meira
80 milljónir í Þingvallafund Alþingis Áætlaður kostnaður við hátíðarþingfund Alþingis á Þingvöllum og hátíðarkvöldverð þingforseta er 70 til 80 milljónir króna. Allt að 78 prósent meira en kostnaðaráætlun hafði gert ráð fyrir. 17. júlí 2018 07:00
Tvö mál afgreidd á Alþingi í tilefni fullveldisafmælisins Tvö mál verða afgreidd á Alþingi þann 17. og 18. júlí. 13. júlí 2018 11:38
Alþingi fagnar því að 100 ár eru liðin frá samningi þess við Dani um fullveldi Íslands Forseti Alþingis segir eðlilegt að þingið minnist fullveldis Íslands með hátíðarfundi á Þingvöllum á morgun, enda hafi Alþingi haft veg og vanda að fullveldissamningunum við danska þingið á sínum tíma. 17. júlí 2018 12:30