Rauð pólitík – eldrauð Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 17. júlí 2018 06:00 „Það er gott fyrir fólk að hittast við jarðarfarir en ekki verra að fjölga tilefnunum,” segir Ögmundur. Fréttablaðið/Þórsteinn „Ég ætla að vera úti við – að ég hélt undir tjaldhimni en virðist ætla að verða bláhimni,“ segir Ögmundur Jónasson glaðlega, spurður út í afmælishald dagsins í tilefni sjötíu áranna. Reyndar geri ég þetta á tvennan hátt,“ heldur hann áfram. „Ég stend fyrir málstofu í Norræna húsinu klukkan tvö sem nefnist Til róttækrar skoðunar og reyndar mun fara fram á ensku því þar verða margir útlendingar. Þar verður velt upp spurningu um hvort svo sé komið að við þurfum að byrja baráttuna upp á nýtt fyrir framtíð velferðarsamfélagsins, svo skitið, sundurtætt og illa leikið sem það er eftir nýfrjálshyggju síðustu áratuga.“ Málstofan stendur frá tvö til fjögur, að sögn Ögmundar, og að henni lokinni verður haldið að heimili hans, Grímshaga 6. Þar ætlar hann að blanda geði við vini og samferðafólk og því gæti orðið margt um manninn í garðinum og á götunni sem hann ætlar að tjalda yfir. Það kveðst hann líka hafa gert þegar hann varð fimmtugur og aftur þegar hann varð sextugur. „Það er ágætt að fólk hittist við jarðarfarir en ekki er verra að hafa fleiri tilefni til þess,“ bendir hann á. „Svo ætla ég reyndar að fara í hádeginu að hlusta á tvo listamenn í Hörpu, Judith Ingólfsson fiðluleikara og Vladimir Stoupel píanóleikara sem verða með örtónleika klukkan hálf eitt.“ Ögmundur segir samkomuna í Norræna húsinu líka hefjast á tónlist, þar sem Stoupel er meðal flytjenda. „En aðallega verður rætt um pólitík og það rauða pólitík – eldrauða. Það er fjöldi fólks að koma til landsins til að stinga saman nefjum um velferðarmálin því þau brenna á mörgum. Fólk er farið að hafa áhyggjur af sjálfu lýðræðinu og öllu því sem barist var fyrir á öldinni sem leið.“ Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Alelda bíll á Emstruleið Innlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Erlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Fleiri fréttir Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Sjá meira
„Ég ætla að vera úti við – að ég hélt undir tjaldhimni en virðist ætla að verða bláhimni,“ segir Ögmundur Jónasson glaðlega, spurður út í afmælishald dagsins í tilefni sjötíu áranna. Reyndar geri ég þetta á tvennan hátt,“ heldur hann áfram. „Ég stend fyrir málstofu í Norræna húsinu klukkan tvö sem nefnist Til róttækrar skoðunar og reyndar mun fara fram á ensku því þar verða margir útlendingar. Þar verður velt upp spurningu um hvort svo sé komið að við þurfum að byrja baráttuna upp á nýtt fyrir framtíð velferðarsamfélagsins, svo skitið, sundurtætt og illa leikið sem það er eftir nýfrjálshyggju síðustu áratuga.“ Málstofan stendur frá tvö til fjögur, að sögn Ögmundar, og að henni lokinni verður haldið að heimili hans, Grímshaga 6. Þar ætlar hann að blanda geði við vini og samferðafólk og því gæti orðið margt um manninn í garðinum og á götunni sem hann ætlar að tjalda yfir. Það kveðst hann líka hafa gert þegar hann varð fimmtugur og aftur þegar hann varð sextugur. „Það er ágætt að fólk hittist við jarðarfarir en ekki er verra að hafa fleiri tilefni til þess,“ bendir hann á. „Svo ætla ég reyndar að fara í hádeginu að hlusta á tvo listamenn í Hörpu, Judith Ingólfsson fiðluleikara og Vladimir Stoupel píanóleikara sem verða með örtónleika klukkan hálf eitt.“ Ögmundur segir samkomuna í Norræna húsinu líka hefjast á tónlist, þar sem Stoupel er meðal flytjenda. „En aðallega verður rætt um pólitík og það rauða pólitík – eldrauða. Það er fjöldi fólks að koma til landsins til að stinga saman nefjum um velferðarmálin því þau brenna á mörgum. Fólk er farið að hafa áhyggjur af sjálfu lýðræðinu og öllu því sem barist var fyrir á öldinni sem leið.“
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Alelda bíll á Emstruleið Innlent Skotárás á Times Square Erlent Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Innlent Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Innlent „Úkraínumenn þurfa örugglega að gefa eftir land“ Erlent Rekinn eftir tvo mánuði hjá skattinum og samdægurs tilnefndur sendiherra á Íslandi Erlent Gefur ekkert landsvæði eftir Erlent Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Innlent Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Innlent Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Innlent Fleiri fréttir Vond staða Úkraínu, furðukenning um geimverur og Gleðigangan Taka þurfi ráðgjöf Hafró til endurskoðunar Alelda bíll á Emstruleið Vond niðurstaða Úkraínu, ásakanir á hendur sáttasemjara og síðasta hlaupið Mikill meirihluti hefur áhyggjur af stríðsátökum Rannsaka ásakanir á hendur ríkissáttasemjara Samdráttur og vítahringur í boði stjórnvalda Ekki stafi lengur tilvistarógn af Hamasliðum Lést eftir skyndileg veikindi við klettastökk Segjast ekkert hafa vitað um hætturnar í Reynisfjöru Féll fjóra metra í vinnuslysi í Kópavogi Ómeðvitaðir ferðamenn í Reynisfjöru, síbökuð hjón og tölvuspil fram á nótt Enginn árangur af „veiða og sleppa“ aðferðinni Flokkarnir dæla milljónum í áróður á Meta Hræðast að fleiri en einn fari í sjóinn Átökin „hvorki vegna né þrátt fyrir“ áfengissöluna Heitavatnslaust í Laugardal Lést við flúðasiglingar í Vestari-Jökulsá Langflestir telja sig búa á góðum stað fyrir samkynhneigða Áttu ekki von á neinu veseni og viðbúnaður eftir því Amma ræsti neyðarhnapp við enn eina árás dóttur sinnar Maður féll í Vestari-Jökulsá Fangar í einangrun vegna sama máls noti ekki sama útisvæði Hundarnir þegar aflífaðir en ákvörðun um lógun ólögmæt Samskipti fanga í einangrun, tapsárir Danir og drottning Gleðigöngunnar Allir fundir við ESB „fyrst og fremst“ hagsmunagæsla Telja að lífvörður myndi aðeins gera ferðamenn kærulausari Esjan snjólaus og það óvenju snemma Íslendingurinn í Grikklandi laus úr haldi Dvalarleyfi langtum dýrara í hinum Norðurlöndunum Sjá meira