Kveikur í sæðingum vegna mikilla vinsælda Magnús Hlynur Hreiðarsson skrifar 15. júlí 2018 20:15 Kveikur hefur meira en nóg að gera á Króki í Ásahreppi þar sem sæðið er tekið úr honum af dýralækni og í framhaldinu er merar sæddar sem eiga pantað undir hann. Vísir/Magnús Hlynur Hreiðarsson Vegna mikillar eftirspurnar að eignast folald undan stóðhestinum Kveik frá Stangarlæk hefur verið ákveðið að hafa hann í sæðingum í sumar í stað þess að leyfa honum að vera hjá merum út í haga. Folatollurinn kostar tvö hundruð og fimmtíu þúsund krónur. Stóðhesturinn Kveikur frá Stangarleik í Grímsnesi var að mörgum talin stjarna landsmóts hestamanna sem fór nýlega fram í Víðidal í Reykjavík. Knapi var Aðalheiður Anna Guðjónsdóttir. Kveikur sló eigið heimsmet og fór í 8.88 fyrir hæfileika sem klárhestur, þar af fékk hann tvær tíur, aðra fyrir tölt og hina fyrir vilja. „Þetta er einstakur höfðingi sem er ofboðslega geðgóður og skemmtilegur hestur, hann hefur allt með sér,“ segir Aðalheiður Anna.Kveikur var tvímælalaust stjarna landsmóts hestamanna í Víðidalnum á dögunum þar sem Aðalheiður Anna Guðjónsdóttir sýndi hann.Mynd/Jens EinarssonKveikur verður í sæðingum í sumar á bænum Króki í Ásahreppi en þá kemur dýralæknir á morgnanna og tekur sæði úr hestinum. Hver skammtur getur dugað í nokkrar merar. En hvað kom til að Kveikur var settur í sæðingar ? „Við töldum að það væri öruggara að þessar sæðingar færu fram undir eftirliti dýralæknis frekar en að sleppa honum í hólf þar sem slysin geta gerst,“ segir Birgir Leó Ólafsson eigandi Kveiks og bætir því að það sé fyrst og fremst verið að hugsa um velferð hestsins. „Já, það er velferð hestsins og sannarlega gefur þetta fleirum kost á að komast með merar undir hestinn því það er mikil eftirspurn eftir því,“ bætir Ragna Björnsdóttir eigandi Kveiks og eiginkona Birgis við. Sæðið úr Kveiki verður notað á um 100 merar í sumar og nú þegar hefur verið pantað undir annan eins fjölda af merum næsta sumar. Folatollurinn í sumar er seldur á 250.000 krónur. Dýr Hestar Mest lesið Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Innlent Sextán flugferðum aflýst Innlent Þórður Snær afboðaði komu sína Innlent Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Erlent Fleiri fréttir Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Sjá meira
Vegna mikillar eftirspurnar að eignast folald undan stóðhestinum Kveik frá Stangarlæk hefur verið ákveðið að hafa hann í sæðingum í sumar í stað þess að leyfa honum að vera hjá merum út í haga. Folatollurinn kostar tvö hundruð og fimmtíu þúsund krónur. Stóðhesturinn Kveikur frá Stangarleik í Grímsnesi var að mörgum talin stjarna landsmóts hestamanna sem fór nýlega fram í Víðidal í Reykjavík. Knapi var Aðalheiður Anna Guðjónsdóttir. Kveikur sló eigið heimsmet og fór í 8.88 fyrir hæfileika sem klárhestur, þar af fékk hann tvær tíur, aðra fyrir tölt og hina fyrir vilja. „Þetta er einstakur höfðingi sem er ofboðslega geðgóður og skemmtilegur hestur, hann hefur allt með sér,“ segir Aðalheiður Anna.Kveikur var tvímælalaust stjarna landsmóts hestamanna í Víðidalnum á dögunum þar sem Aðalheiður Anna Guðjónsdóttir sýndi hann.Mynd/Jens EinarssonKveikur verður í sæðingum í sumar á bænum Króki í Ásahreppi en þá kemur dýralæknir á morgnanna og tekur sæði úr hestinum. Hver skammtur getur dugað í nokkrar merar. En hvað kom til að Kveikur var settur í sæðingar ? „Við töldum að það væri öruggara að þessar sæðingar færu fram undir eftirliti dýralæknis frekar en að sleppa honum í hólf þar sem slysin geta gerst,“ segir Birgir Leó Ólafsson eigandi Kveiks og bætir því að það sé fyrst og fremst verið að hugsa um velferð hestsins. „Já, það er velferð hestsins og sannarlega gefur þetta fleirum kost á að komast með merar undir hestinn því það er mikil eftirspurn eftir því,“ bætir Ragna Björnsdóttir eigandi Kveiks og eiginkona Birgis við. Sæðið úr Kveiki verður notað á um 100 merar í sumar og nú þegar hefur verið pantað undir annan eins fjölda af merum næsta sumar. Folatollurinn í sumar er seldur á 250.000 krónur.
Dýr Hestar Mest lesið Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Innlent Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Leita óprúttins aðila sem kveikti í kjörkössum Erlent Ætla ekki að aðstoða hundruð manna í lokaðri námu Erlent Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Innlent Sextán flugferðum aflýst Innlent Þórður Snær afboðaði komu sína Innlent Trump setur Kennedy í heilbrigðismálin Erlent Fleiri fréttir Fólk velji frekar Sósíalista því VG hafi stungið kjósendur í bakið Fjárlaganefnd gefur grænt ljós á útboð á Vestfjörðum Sýkna í málinu sem setti svip sinn á forsetakosningarnar Sextán flugferðum aflýst Konan er fundin Þórður Snær afboðaði komu sína Hitamet féll Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Viðbrögð Sósíalista og VG við nýrri könnun og daggæsla hjá Arion Málaferlin auki gildi verksins og hann sé hvergi af baki dottinn Bein útsending: Utanríkisstefna á umbrotatímum Refsing milduð í stóra skútumálinu Sósíalistar færu ekki í stjórn sem ætlaði að selja Íslandsbanka Hugmyndir Ingu séu aðför að kjörum alls vinnandi fólks Hjúkrunarfræðingar hafa skrifað undir samning Arion opnar dagvistun til að auðvelda starfsfólki að brúa bilið Einkavæðing í heilbrigðiskerfinu: Skýr mörk á milli hægri og vinstri Lýsa eftir konu með heilabilun Samherji lagði listamanninn Odee Myndband sýnir umfang skriðanna í Eyrarhlíð Fimm sveitarstjórnarfulltrúar í Strandabyggð beðist lausnar Sósíalistar mælast inni og Vinstri græn í lífshættu Þinglok strax eftir helgina Glæný Maskínukönnun kynnt í hádegisfréttum Sammála um níkótínpúðana en ekki áfengissöluna Áfram séreign inn á lánin og ekkert kílómetragjald í bili Flateyringum ráðlagt að sjóða neysluvatn Maðurinn sem lögregla lýsti eftir er fundinn „Leið eins og ég hefði verið kýld í magann þegar ég las þetta“ „Nei, Áslaug Arna“ Sjá meira
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent
Keppast við að tjá sig um skrif Þórðar: Kristrún taki stóra áhættu með að halda honum á lista Innlent