Trump segir Evrópusambandið „óvin“ Bandaríkjanna Kristín Ólafsdóttir skrifar 15. júlí 2018 18:34 Trump í opinberri heimsókn í Bretlandi í vikunni. Hann hefur dvalið í Skotlandi síðan á föstudag og spilað þar golf. Vísir/Getty Donald Trump Bandaríkjaforseti segir Evrópusambandið „óvin“ Bandaríkjanna. Þetta er haft eftir forsetanum í viðtali fréttamannsins Jeff Glor á CBS-sjónvarpsstöðinni sem sýnt var í dag. Trump var inntur eftir því hver væri helsti óvinur Bandaríkjanna á alþjóðavísu um þessar mundir og sagðist forsetinn telja að Bandaríkin ættu sér fjölmarga óvini. „Mér finnst Evrópusambandið vera óvinur, það sem þau gera okkur í viðskiptum. Þér myndi ekki detta Evrópusambandið í hug en það er óvinur,“ sagði Trump. Hann bætti þó við að það þýddi ekki að Evróusambandið væri „slæmt“ heldur að það væri samkeppnishæft.Sjá einnig: Trump sagði May að draga ESB fyrir dómstóla vegna Brexit Glor benti þá á að mörgum þætti eflaust einkennilegt að heyra Trump nefna Evrópusambandið á undan Rússlandi og Kína í þessu samhengi. Forsetinn ítrekaði þá að hann álliti Evrópusambandið óvin vegna viðskiptastefnu þess og að sambandið hefði haft Bandaríkin að féþúfu. Þá bað hann Glor að gleyma því ekki að báðir foreldrar hans væru fæddir í Evrópusambandsríkjum, móðir hans í Skotlandi og faðir hans í Þýskalandi. Hið síðarnefnda virðist þó ekki alveg rétt, þar eð faðir Bandaríkjaforseta, Fred Trump, fæddist í New York-borg árið 1905. Foreldrar hans, amma og afi forsetans, voru hins vegar þýskir innflytjendur. Svar Trumps hefur einkum vakið athygli vegna þess að það virðist nokkuð á skjön við utanríkisstefnu ríkisstjórnar hans. Í janúar 2017 var ný varnarmálastefna ríkisins kynnt en hún beindist að mestu að því að sporna gegn áhrifum Kína og Rússlands.Viðtal Jeff Glor við Donald Trump Bandaríkjaforseta má sjá hér að neðan. Bandaríkin Donald Trump Evrópusambandið Tengdar fréttir Trump sagði May að draga ESB fyrir dómstóla vegna Brexit Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, segir að ráðin sem Trump Bandaríkjaforseti gaf henni varðandi Brexit hafi verið að lögsækja Evrópusambandið. 15. júlí 2018 10:30 Skoskir mótmælendur trufluðu Trump í golfi Mörg þúsund manns söfnuðust saman á götum hinnar skosku Edinborgar til að mótmæla heimsókn Bandaríkjaforseta Donalds Trumps. 14. júlí 2018 17:41 Trump vekur reiði Breta með því að hlamma sér í stól Churchills "Þú móðgaðir þjóðina, réðst á heilbrigðiskerfið okkar, lést drottninguna fara hjá sér, grófst undan sérstaka milliríkjasambandinu, niðurlægðir forsætisráðherrann okkar... og svo sest þú yfirlætisfullur og lætur taka mynd af þér í hægindastól Winstons Churchill!“ – svona hefst grein breska dagblaðsins The Mirror sem er einn reiðilestur yfir Donald Trump Bandaríkjaforseta. 15. júlí 2018 09:15 Mest lesið Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Erlent Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Innlent Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Erlent Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Erlent Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Erlent Kári segir Amgen hafa beitt fantaskap til að losna við hann Innlent Fleiri fréttir Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Sjá meira
Donald Trump Bandaríkjaforseti segir Evrópusambandið „óvin“ Bandaríkjanna. Þetta er haft eftir forsetanum í viðtali fréttamannsins Jeff Glor á CBS-sjónvarpsstöðinni sem sýnt var í dag. Trump var inntur eftir því hver væri helsti óvinur Bandaríkjanna á alþjóðavísu um þessar mundir og sagðist forsetinn telja að Bandaríkin ættu sér fjölmarga óvini. „Mér finnst Evrópusambandið vera óvinur, það sem þau gera okkur í viðskiptum. Þér myndi ekki detta Evrópusambandið í hug en það er óvinur,“ sagði Trump. Hann bætti þó við að það þýddi ekki að Evróusambandið væri „slæmt“ heldur að það væri samkeppnishæft.Sjá einnig: Trump sagði May að draga ESB fyrir dómstóla vegna Brexit Glor benti þá á að mörgum þætti eflaust einkennilegt að heyra Trump nefna Evrópusambandið á undan Rússlandi og Kína í þessu samhengi. Forsetinn ítrekaði þá að hann álliti Evrópusambandið óvin vegna viðskiptastefnu þess og að sambandið hefði haft Bandaríkin að féþúfu. Þá bað hann Glor að gleyma því ekki að báðir foreldrar hans væru fæddir í Evrópusambandsríkjum, móðir hans í Skotlandi og faðir hans í Þýskalandi. Hið síðarnefnda virðist þó ekki alveg rétt, þar eð faðir Bandaríkjaforseta, Fred Trump, fæddist í New York-borg árið 1905. Foreldrar hans, amma og afi forsetans, voru hins vegar þýskir innflytjendur. Svar Trumps hefur einkum vakið athygli vegna þess að það virðist nokkuð á skjön við utanríkisstefnu ríkisstjórnar hans. Í janúar 2017 var ný varnarmálastefna ríkisins kynnt en hún beindist að mestu að því að sporna gegn áhrifum Kína og Rússlands.Viðtal Jeff Glor við Donald Trump Bandaríkjaforseta má sjá hér að neðan.
Bandaríkin Donald Trump Evrópusambandið Tengdar fréttir Trump sagði May að draga ESB fyrir dómstóla vegna Brexit Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, segir að ráðin sem Trump Bandaríkjaforseti gaf henni varðandi Brexit hafi verið að lögsækja Evrópusambandið. 15. júlí 2018 10:30 Skoskir mótmælendur trufluðu Trump í golfi Mörg þúsund manns söfnuðust saman á götum hinnar skosku Edinborgar til að mótmæla heimsókn Bandaríkjaforseta Donalds Trumps. 14. júlí 2018 17:41 Trump vekur reiði Breta með því að hlamma sér í stól Churchills "Þú móðgaðir þjóðina, réðst á heilbrigðiskerfið okkar, lést drottninguna fara hjá sér, grófst undan sérstaka milliríkjasambandinu, niðurlægðir forsætisráðherrann okkar... og svo sest þú yfirlætisfullur og lætur taka mynd af þér í hægindastól Winstons Churchill!“ – svona hefst grein breska dagblaðsins The Mirror sem er einn reiðilestur yfir Donald Trump Bandaríkjaforseta. 15. júlí 2018 09:15 Mest lesið Hent nauðugri út úr hryllingshúsi vegna ógreiddrar leigu Innlent Ætla að hernema Gasaströndina Erlent Segir réttarríkið standa í vegi sínum Erlent Ekki sé hægt að kaupa fólk út eða rífa hús sem séu byggð samkvæmt leyfum Innlent Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Erlent Brosa hringinn á upphafsdegi strandveiða Innlent Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Erlent Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Erlent Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Erlent Kári segir Amgen hafa beitt fantaskap til að losna við hann Innlent Fleiri fréttir Íbúar Gasa verði fluttir á brott „í þágu eigin öryggis“ Páfabíll verður færanleg heilsugæsla fyrir börn á Gasa Aldrei fleiri stríð í heiminum síðan í síðari heimsstyrjöld Ráðherra segir að Ísraelar muni ekki fara aftur frá Gasa Árásarmaðurinn í Uppsölum handtekinn Komu naumlega í veg fyrir hryðjuverkaárás í Bretlandi Með bæði betri og fleiri vopn en síðast Ætla að hernema Gasaströndina Segir réttarríkið standa í vegi sínum Afstýrðu sprengjutilræði á tveggja milljóna manna tónleikum Lady Gaga Fjórtán börn handtekin eftir að drengur lést í eldsvoða Til marks um „skringilega“ skautun víða um heim Ekki nein þörf á notkun kjarnorkuvopna og vonar að svo verði ekki Föður rafmyntajöfurs rænt og skorinn af honum fingur Fjarhægrimaður sigurstranglegastur í forsetakosningum Rúmena Fimm handteknir grunaðir um skipulagningu hryðjuverka Hafnaði hermönnum Trump: „Fullveldið er ekki til sölu“ PAP vann stórsigur í Singapúr Innsti hringur Trump í skærum við þýsk yfirvöld Verkamannaflokkurinn bar sigur úr býtum Íbúar Nuuk orðnir tuttugu þúsund Maður sem lét snáka bíta sig 200 sinnum lykill að tímamótamóteitri Umsetin af krókódílum í 36 klukkutíma eftir nauðlendingu Birti mynd af sér í páfaskrúða Sögulegur sigur Umbótaflokks og skipbrot stóru flokkanna tveggja Kosningar í Ástralíu: Fylgi Íhaldsflokksins dvínar vegna framgöngu Trump Fyrirgefur fjölskyldunni og leitar sátta Gera úkraínsk ungmenni að sjálfsmorðssprengjumönnum Brand fær að ganga laus á meðan réttað er yfir honum Flokka Valkost fyrir Þýskaland sem öfgasamtök Sjá meira
Trump sagði May að draga ESB fyrir dómstóla vegna Brexit Theresa May, forsætisráðherra Bretlands, segir að ráðin sem Trump Bandaríkjaforseti gaf henni varðandi Brexit hafi verið að lögsækja Evrópusambandið. 15. júlí 2018 10:30
Skoskir mótmælendur trufluðu Trump í golfi Mörg þúsund manns söfnuðust saman á götum hinnar skosku Edinborgar til að mótmæla heimsókn Bandaríkjaforseta Donalds Trumps. 14. júlí 2018 17:41
Trump vekur reiði Breta með því að hlamma sér í stól Churchills "Þú móðgaðir þjóðina, réðst á heilbrigðiskerfið okkar, lést drottninguna fara hjá sér, grófst undan sérstaka milliríkjasambandinu, niðurlægðir forsætisráðherrann okkar... og svo sest þú yfirlætisfullur og lætur taka mynd af þér í hægindastól Winstons Churchill!“ – svona hefst grein breska dagblaðsins The Mirror sem er einn reiðilestur yfir Donald Trump Bandaríkjaforseta. 15. júlí 2018 09:15