Mótmælendahópurinn Pussy Riot hefur staðfest að meðlimir hópsins hafi hlaupið inn á völlinn þegar leikur Frakklands og Króatíu fór fram í úrslitum heimsmeistaramótsins.
Hópurinn birti yfirlýsingu á Twitter-síðu sinni þar sem segir að gjörningurinn hafi verið til heiðurs rússneska skáldinu Dmitriy Prigov sem lést á þessum degi fyrir 11 árum.
NEWS FLASH! Just a few minutes ago four Pussy Riot members performed in the FIFA World Cup final match — ”Policeman enters the Game”https://t.co/3jUi5rC8hhpic.twitter.com/W8Up9TTKMA
— (@pussyrrriot) July 15, 2018
Mótmælendurnir voru klæddir gamaldags lögreglubúningum, en í yfirlýsingu segir meðal annars að Prigov hafi skapað hugmynd um himneskan lögreglumann sem þau segja hafa skapað fallega fögnuðinn sem heimsmeistaramótið er.
Þau kalla eftir því að pólitískum föngum verði sleppt úr fangelsi og ólögmætar handtökur verði stöðvaðar. Einnig krefjast þau aukins lýðræðis og að pólitísk samkeppni verði að veruleika í landinu.
Leikmenn virtust ekki kippa sér mikið upp við atvikið og gaf Kylian Mbappé, ein stærsta stjarna franska liðsins, einum mótmælandanum „high five“.