Ísland setur jafnrétti og málefni hinsegin fólks á oddinn Heimir Már Pétursson skrifar 13. júlí 2018 20:41 Réttindi kvenna og hinsegin fólks verða framarlega á dagskrá Íslands í mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna en Ísland var kjörið í ráðið í dag. Utanríkisráðherra segir að þótt oft þurfi að gera málamiðlanir innan alþjóðastofnana verði enginn afsláttur gefinn af stefnu Íslendinga í mannréttindamálum. Ísland var kjörið í mannréttindaráðið með miklum meirihluta atkvæða eða hundrað sjötíu og tveimur, fimm þjóðir sátu hjá og Frakkland fékk eitt atkvæði. Niðurstaða atkvæðagreiðslunnar vakti kátínu fulltrúa í ráðinu sem óskuðu Íslandi til hamingju með dúndrandi lófaklappi. En hingað til hefur Ísland aðeins verið áheyrnarfulltrúi í ráðinu. Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra segir ánægjulegt að fáþennan breiða stuðning. Þetta sé æðsta staða sem Íslendingum hafi hlotnast á alþjóðavettvangi.Hvaðaáhrif getaÍslendingar haftímannréttindamálumí þessari stöðu?„Það að við fáum þennan breiða stuðning kemur ekki fram í neinu tómarúmi. Það er út af því hvernig við höfum gengið fram í mannréttindamálum, bæði heima og sömuleiðis málflutningur okkar og starf á erlendum vettvangi,“ segir Guðlaugur Þór sem var á fundinum í New York í dag. Íslendingar geti lagt sitt fram með því að ganga á undan með góðu fordæmi og vera í forystu alls staðar sem færi gefist fyrir bættum mannréttindum.Hvaða mál eruþaðhelst semÍslendingar munu setjaáoddinníráðinu?„Við höfum barist fyrir, ekki bara þarna heldur annars staðar, sérstaklega fyrir jafnréttismálum, málefnum hinsegin fólks. Þegar kemur hins vegar að mannréttindaráðinu höfum við verið gagnrýnin áýmislegt sem þar er til staðar. Til dæmis höfum við gagnrýnt þau ríki sem eru í mannréttindaráðinu núna og eru ekki til fyrirmyndar í mannréttindamálum,“ segir utanríkisráðherra. Til að mynda hafi Íslendingar og hann persónulega íávarpi hjá ráðinu gagnrýnt stefnu Filipseyja í fíkniefnamálum og Saudi Arabíu í jafnréttismálum. Þá hafi Íslendingar einnig gagnrýnt sitthvaðí starfsemi ráðsins. „Það er betra að við tökum samtalið heldur en ekki. En stóra einstaka málið er það auðvitað að menn setji mannréttindamálin ofar íþeim löndum þar sem er vanþörf á.“Þannig að þaðer ekki veriðaðtala um aðmeð þvíaðfaraþarna inn og meðalþessaraþjóða muniÍslendingar gefa einhvern afsláttámannréttindum?„Við munum aldrei gefa neinn afslátt á okkur gildum. Það verður eftir því tekið hvernig okkur tekst til á þessum 18 mánuðum. Og ef okkur tekst vel til sem ég er sannfærður um að verði þá mun það auka líkurnar áþví að við fáum aukin verkefni á komandi árum og áratugum,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson. Hinsegin Ísland í mannréttindaráði SÞ Mannréttindi Sameinuðu þjóðirnar Utanríkismál Mest lesið Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Innlent „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Innlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Þungt hugsi og í áfalli Innlent Samþykktu Trump-samninginn einróma Erlent Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Innlent „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Innlent Fleiri fréttir „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Sjá meira
Réttindi kvenna og hinsegin fólks verða framarlega á dagskrá Íslands í mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna en Ísland var kjörið í ráðið í dag. Utanríkisráðherra segir að þótt oft þurfi að gera málamiðlanir innan alþjóðastofnana verði enginn afsláttur gefinn af stefnu Íslendinga í mannréttindamálum. Ísland var kjörið í mannréttindaráðið með miklum meirihluta atkvæða eða hundrað sjötíu og tveimur, fimm þjóðir sátu hjá og Frakkland fékk eitt atkvæði. Niðurstaða atkvæðagreiðslunnar vakti kátínu fulltrúa í ráðinu sem óskuðu Íslandi til hamingju með dúndrandi lófaklappi. En hingað til hefur Ísland aðeins verið áheyrnarfulltrúi í ráðinu. Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra segir ánægjulegt að fáþennan breiða stuðning. Þetta sé æðsta staða sem Íslendingum hafi hlotnast á alþjóðavettvangi.Hvaðaáhrif getaÍslendingar haftímannréttindamálumí þessari stöðu?„Það að við fáum þennan breiða stuðning kemur ekki fram í neinu tómarúmi. Það er út af því hvernig við höfum gengið fram í mannréttindamálum, bæði heima og sömuleiðis málflutningur okkar og starf á erlendum vettvangi,“ segir Guðlaugur Þór sem var á fundinum í New York í dag. Íslendingar geti lagt sitt fram með því að ganga á undan með góðu fordæmi og vera í forystu alls staðar sem færi gefist fyrir bættum mannréttindum.Hvaða mál eruþaðhelst semÍslendingar munu setjaáoddinníráðinu?„Við höfum barist fyrir, ekki bara þarna heldur annars staðar, sérstaklega fyrir jafnréttismálum, málefnum hinsegin fólks. Þegar kemur hins vegar að mannréttindaráðinu höfum við verið gagnrýnin áýmislegt sem þar er til staðar. Til dæmis höfum við gagnrýnt þau ríki sem eru í mannréttindaráðinu núna og eru ekki til fyrirmyndar í mannréttindamálum,“ segir utanríkisráðherra. Til að mynda hafi Íslendingar og hann persónulega íávarpi hjá ráðinu gagnrýnt stefnu Filipseyja í fíkniefnamálum og Saudi Arabíu í jafnréttismálum. Þá hafi Íslendingar einnig gagnrýnt sitthvaðí starfsemi ráðsins. „Það er betra að við tökum samtalið heldur en ekki. En stóra einstaka málið er það auðvitað að menn setji mannréttindamálin ofar íþeim löndum þar sem er vanþörf á.“Þannig að þaðer ekki veriðaðtala um aðmeð þvíaðfaraþarna inn og meðalþessaraþjóða muniÍslendingar gefa einhvern afsláttámannréttindum?„Við munum aldrei gefa neinn afslátt á okkur gildum. Það verður eftir því tekið hvernig okkur tekst til á þessum 18 mánuðum. Og ef okkur tekst vel til sem ég er sannfærður um að verði þá mun það auka líkurnar áþví að við fáum aukin verkefni á komandi árum og áratugum,“ segir Guðlaugur Þór Þórðarson.
Hinsegin Ísland í mannréttindaráði SÞ Mannréttindi Sameinuðu þjóðirnar Utanríkismál Mest lesið Vaktin: Robert Francis Prevost er nýr páfi Erlent Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Innlent Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum Innlent Segist hafa tryllst þegar Hafdís hótaði forræðissviptingu Innlent „Hann var með háðslegt glott, þetta var svo lítið mál“ Innlent Borin út úr Bríetartúni: „Það er búið að ræna mig öllu“ Innlent Þungt hugsi og í áfalli Innlent Samþykktu Trump-samninginn einróma Erlent Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Innlent „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Innlent Fleiri fréttir „Hún er albesti vinur minn“ Loftslagsmál sitji á hakanum vegna stríða og heimsfaraldurs „Þeir sem búa í glerhúsi ættu að spara grjótkastið“ „Svik við lögreglumannastéttina“ og slái hann „mjög illa“ Átta ára fangelsi í sögulegu fíkniefnamáli Einn rólegur, annar afar ósáttur Skólaþorpið í Laugardal: Syðri innkeyrslunni lokað og 256 bílastæði fjarlægð „Gott að eldast“ í tuttugu og tveimur sveitarfélögum Uppsagnir á Þjóðminjasafninu Lítil Björg dró stóra Hildi í land Nýr páfi, svik við almenning og loðnasti starfsmaður Rimaskóla Lá alblóðugur á gangstétt eftir að hafa komist undan árás æskuvinarins Þungt hugsi og í áfalli Telja Jón Þór hafa tryllst af afbrýðissemi Viðsnúningur eftir krappan dans Vantraust á framkvæmdastjóra Félagsbústaða talið alvarlegt Rúmir níu milljarðar runnið úr ríkissjóði til flokkanna Ólafur Þór undrandi og dómsmálaráðherra talar um svik við þjóðina Heilsa, vellíðan, friður, réttlæti og jöfnuður mikilvægustu markmiðin Svik við almenning, kerfið og samstarfsfólk Ein breyting á stjórn sem leggja á niður „Rotnir starfshættir og ríkisrekið ofbeldi gegn borgurunum“ Miklum meirihluta finnst auglýsingar SFS slæmar Hafdís hafi bara umlað „hann reyndi að drepa mig“ Annar snarpur skjálfti í Ljósufjallakerfi Hafi verið rangkynjuð oftar en hún geti talið og segir transfóbíu bitna á öllum „Þetta er mál sem varðar ekki einungis kaþólsku kirkjuna“ „Íslenskir bankar eru með belti, axlabönd, sikrisnælur og hjálma“ „Þetta er svona eitraður kokteill” Til skoðunar hvort hægt sé að innheimta leigu beint af tekjum Sjá meira