Hlátrasköll hjá Sameinuðu þjóðunum eftir rússneska kosningu Íslands í mannréttindaráð Gunnar Hrafn Jónsson skrifar 13. júlí 2018 14:49 Það var töluvert hlegið þegar niðurstöðurnar lágu fyrir og Frakkar steinlágu. Sameinuðu þjóðirnar Ísland hefur tekið sæti í Mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna eftir atkvæðagreiðslu á allsherjarþinginu. Fulltrúar 178 ríkja voru viðstaddir en 5 sátu hjá. Atkvæði féllu þannig að Ísland fékk 172 atkvæði en Frakkland 1 atkvæði. Þegar niðurstöðurnar voru lesnar upp brutust út hlátrasköll í salnum enda „sigur“ Íslands nokkuð afgerandi. Þar sem kosningin er leynileg veit enginn hver greiddi Frökkum atkvæði. Búist hafði verið við að nafn Íslands væri á öllum atkvæðaseðlum, og þótti mörgum greinilega fyndið að ein mótþróasál í salnum hafi kosið Frakka þó að það breytti engu um úrslitin. Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra var viðstaddur og var honum óskað til hamingju með lófataki viðstaddra. Það var þó vitað löngu fyrir að Íslandi hlyti sæti í ráðinu enda náðist samstaða í ríkjahópi Vesturlanda hjá Sameinuðu þjóðunum um að Ísland tæki við sætinu sem losnaði þegar Bandaríkjastjórn sagði sig frá ráðinu. #Iceland has just been elected to the #HRC to serve on the Council until the end if 2019. I appreciate the broad support of #UN Member States. pic.twitter.com/xzrjUoEjqo— Guðlaugur Þór (@GudlaugurThor) July 13, 2018 Ísland í mannréttindaráði SÞ Mannréttindi Sameinuðu þjóðirnar Utanríkismál Tengdar fréttir Ísland kjörið í mannréttindaráðið í dag Utanríkisráðherra segir stöðuna þá æðstu sem Ísland hefur fengið á alþjóðavettvangi. Staðan muni kalla á málamiðlanir en gildin breytist ekki. Deildarstjóri mannréttindamála segir aðstæðurnar sem leiddu að kjörinu sérstakar. 13. júlí 2018 06:00 Ísland gefur kost á sér í mannréttindaráð Sameinuðu þjóðanna Ísland gefur kost á sér í mannréttindaráð Sameinuðu þjóðanna. Samstaða hefur náðst í ríkjahópi Vesturlanda hjá Sameinuðu þjóðunum um að Ísland gefi kost á sér til að taka sæti Bandaríkjanna í mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna. 29. júní 2018 17:31 Mest lesið Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Innlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Erlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Fleiri fréttir Mótmælti nýja kerfinu í fyrra en fagnaði því í dag Stórbætt afkoma öryrkja og „niðurlægjandi“ ástand Mjóddarinnar Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Leit vegna neyðarsendis frestað Falla frá hluta ákæru vegna tunnumótmælanna Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innkalla ferskan kjúkling frá Matfugli vegna gruns um salmonellu Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Einfaldasta lausnin að bæta kjör geislafræðinga Veitur vara við svikaskilaboðum Áhersla lögð á andlega líðan eldra fólks sem sé lítið rædd Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Ákærður fyrir að bera sig ítrekað Segir nýtt kerfi stórbæta kjör lífeyrisþega Með á þriðja þúsund pilla í nammipokum Bein útsending: Nýtt örorku- og endurhæfingarkerfi tekur gildi Það sé skammtímalausn að lengja opnunartíma og senda fólk erlendis í geislameðferð Snærós ráðin framkvæmdastjóri Evrópuhreyfingarinnar Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Með óspektir og réðst á lögreglumann Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Biðjast ekki afsökunar Ferðamaður tekinn á tvö hundruð kílómetra hraða Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Netþrjótar hirða meira en hálfan milljarð og verktaki bendir á borgina Gamall Volvo stóð í ljósum logum í Breiðholti Varðturnarnir á bak og burt Mikill hugur hjá skógræktarfólki um allt land Sjá meira
Ísland hefur tekið sæti í Mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna eftir atkvæðagreiðslu á allsherjarþinginu. Fulltrúar 178 ríkja voru viðstaddir en 5 sátu hjá. Atkvæði féllu þannig að Ísland fékk 172 atkvæði en Frakkland 1 atkvæði. Þegar niðurstöðurnar voru lesnar upp brutust út hlátrasköll í salnum enda „sigur“ Íslands nokkuð afgerandi. Þar sem kosningin er leynileg veit enginn hver greiddi Frökkum atkvæði. Búist hafði verið við að nafn Íslands væri á öllum atkvæðaseðlum, og þótti mörgum greinilega fyndið að ein mótþróasál í salnum hafi kosið Frakka þó að það breytti engu um úrslitin. Guðlaugur Þór Þórðarson utanríkisráðherra var viðstaddur og var honum óskað til hamingju með lófataki viðstaddra. Það var þó vitað löngu fyrir að Íslandi hlyti sæti í ráðinu enda náðist samstaða í ríkjahópi Vesturlanda hjá Sameinuðu þjóðunum um að Ísland tæki við sætinu sem losnaði þegar Bandaríkjastjórn sagði sig frá ráðinu. #Iceland has just been elected to the #HRC to serve on the Council until the end if 2019. I appreciate the broad support of #UN Member States. pic.twitter.com/xzrjUoEjqo— Guðlaugur Þór (@GudlaugurThor) July 13, 2018
Ísland í mannréttindaráði SÞ Mannréttindi Sameinuðu þjóðirnar Utanríkismál Tengdar fréttir Ísland kjörið í mannréttindaráðið í dag Utanríkisráðherra segir stöðuna þá æðstu sem Ísland hefur fengið á alþjóðavettvangi. Staðan muni kalla á málamiðlanir en gildin breytist ekki. Deildarstjóri mannréttindamála segir aðstæðurnar sem leiddu að kjörinu sérstakar. 13. júlí 2018 06:00 Ísland gefur kost á sér í mannréttindaráð Sameinuðu þjóðanna Ísland gefur kost á sér í mannréttindaráð Sameinuðu þjóðanna. Samstaða hefur náðst í ríkjahópi Vesturlanda hjá Sameinuðu þjóðunum um að Ísland gefi kost á sér til að taka sæti Bandaríkjanna í mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna. 29. júní 2018 17:31 Mest lesið Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Innlent Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innlent Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Innlent Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Innlent Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Innlent „Kynlífsdúkka“ af ungu barni meðal gagna máls gegn fyrrverandi ráðherra Erlent Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Innlent Biðjast ekki afsökunar Innlent Vara við því að Kennedy ógni heilsu landsmanna Erlent Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Innlent Fleiri fréttir Mótmælti nýja kerfinu í fyrra en fagnaði því í dag Stórbætt afkoma öryrkja og „niðurlægjandi“ ástand Mjóddarinnar Lögregla kölluð til vegna slagsmála og hnífaburðar Leit vegna neyðarsendis frestað Falla frá hluta ákæru vegna tunnumótmælanna Nágranni hafði betur og verkstæðið verður ekki endurbyggt Innkalla ferskan kjúkling frá Matfugli vegna gruns um salmonellu Tilkynnt um hljóð úr neyðarsendi á flugi yfir Akranes Einfaldasta lausnin að bæta kjör geislafræðinga Veitur vara við svikaskilaboðum Áhersla lögð á andlega líðan eldra fólks sem sé lítið rædd Þrjátíu þúsund fengu hærri lífeyri í dag en síðustu mánaðamót Ákærður fyrir að bera sig ítrekað Segir nýtt kerfi stórbæta kjör lífeyrisþega Með á þriðja þúsund pilla í nammipokum Bein útsending: Nýtt örorku- og endurhæfingarkerfi tekur gildi Það sé skammtímalausn að lengja opnunartíma og senda fólk erlendis í geislameðferð Snærós ráðin framkvæmdastjóri Evrópuhreyfingarinnar Sólveig Anna sé sjálf sek um dyggðaskreytingar Með óspektir og réðst á lögreglumann Vill skipta út borgarstjórnarflokknum en halda Hildi inni Hútar réðust inn til Sameinuðu þjóðanna og tóku ellefu starfsmenn í hald Biðjast ekki afsökunar Ferðamaður tekinn á tvö hundruð kílómetra hraða Mótorhjólakappi fluttur á sjúkrahús eftir árekstur við framúrakstur Friðarsúlan „gagnslaus“ og megi alveg eins heita „woke-súlan“ Netþrjótar hirða meira en hálfan milljarð og verktaki bendir á borgina Gamall Volvo stóð í ljósum logum í Breiðholti Varðturnarnir á bak og burt Mikill hugur hjá skógræktarfólki um allt land Sjá meira
Ísland kjörið í mannréttindaráðið í dag Utanríkisráðherra segir stöðuna þá æðstu sem Ísland hefur fengið á alþjóðavettvangi. Staðan muni kalla á málamiðlanir en gildin breytist ekki. Deildarstjóri mannréttindamála segir aðstæðurnar sem leiddu að kjörinu sérstakar. 13. júlí 2018 06:00
Ísland gefur kost á sér í mannréttindaráð Sameinuðu þjóðanna Ísland gefur kost á sér í mannréttindaráð Sameinuðu þjóðanna. Samstaða hefur náðst í ríkjahópi Vesturlanda hjá Sameinuðu þjóðunum um að Ísland gefi kost á sér til að taka sæti Bandaríkjanna í mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna. 29. júní 2018 17:31