Almennur vinnumarkaður eigi að móta kjarastefnu í landinu Sighvatur Arnmundsson skrifar 13. júlí 2018 06:00 Kjararáð heyrir nú sögunni til en síðasta ákvörðun ráðsins var afar umdeild. Laun 48 forstöðumanna hjá hinu opinbera voru hækkuð. FRÉTTABLAÐIÐ/ERNIR „Það er algjörlega ótækt að laun opinberra starfsmanna séu að hækka umfram almennan markað. Ég fagna því sérstaklega að þetta sé síðasti úrskurður kjararáðs,“ segir Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. Kjararáð var lagt niður frá og með síðustu mánaðamótum með lagasetningu frá Alþingi. Síðasta verk ráðsins var hækkun á launum 48 forstöðumanna hjá hinu opinbera. Starfshópur um málefni kjararáðs lagði í vetur til breytt fyrirkomulag á launaákvörðunum kjörinna fulltrúa og æðstu embættismanna ríkisins. Í rökstuðningi tillagnanna voru þeir kostir meðal annars tilgreindir að breytingar á launum æðstu embættismanna yrðu ekki leiðandi, launaþróun yrði jafnari og að launaákvarðanir yrðu gagnsærri, fyrirsjáanlegri og skýrari. Halldór segir tillögurnar hafa miðað að því að ekki þurfi að þræta reglulega um þessi mál og setja kjaramálin í uppnám. „Almennur vinnumarkaður á að vera sá sem mótar kjarastefnuna í landinu. Rými til launahækkana skapast í atvinnulífinu en ekki í rekstri hins opinbera og þess vegna mega opinberir starfsmenn aldrei vera launaleiðandi í landinu.“Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins.VísirGylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, segir ljóst að þessi svanasöngur kjararáðs sé alveg jafn vitlaus og taktlaus og aðrar ákvarðanir ráðsins. Hann vísar meðal annars til þess að forstjóri Landspítala fái mikla hækkun í miðri deilu við ljósmæður. „Úrskurðir kjararáðs hafa í gegnum tíðina sett kjaramál í algjört uppnám. Nú rýkur kjararáð til, þrátt fyrir vilja þingsins, og úrskurðar um þessar hækkanir tveimur vikum fyrir gildistíma laganna. Þetta er hrein og klár ögrun.“ Gylfi veltir fyrir sér því fyrirkomulagi sem komi í stað kjararáðs. „Stjórnir einstaka stofnana og fyrirtækja hafa fengið heimild til að ákvarða laun æðstu stjórnenda. Þá var talað um að fara yrði varlega og gæta hófsemi. Stjórnir til dæmis Landsvirkjunar og Landsbankans töldu sig beita mikilli hófsemi með milljón króna hækkun. Þannig er búið að skilgreina hófsemi.“ Gylfi segir að þessar stjórnir hafi getað hunsað fyrirmæli ráðherra sem geri ekkert í málinu. „Það hefur engum verið skipt út úr þessum stjórnum. Það ber enginn ábyrgð.“ Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Kjararáð Tengdar fréttir Síðasta verkið var um 10,8% hækkun Síðasta verk kjararáðs var að hækka laun ýmissa forstöðumanna ríkisstofnanna. 4. júlí 2018 09:46 Laun forstjóra ríkisfyrirtækja hækkað um tæp 24 prósent Laun forstjóra ríkisfyrirtækja hækkuðu að meðaltali um tæplega 24% eftir að ákvörðun launa þeirra var færð frá kjararáði til stjórna fyrirtækjanna í fyrra. Fjármálaráðherra segir hækkanirnar krefjast skýringa og forseti Alþýðusambands Íslands segir þær verða fordæmisgefandi fyrir komandi kjaraviðræður. 3. júlí 2018 20:30 Forstöðumenn íhuga málsókn Forstöðumenn ríkisstofnana telja að stjórnsýslureglum hafi ekki verið fylgt hjá kjararáði. Hátt í tug erinda var ekki svarað af ráðinu eða þeim vísað frá. 12. júlí 2018 06:00 Vill festa laun æðstu stjórnenda við almenna launaþróun Þingmaður Vinstri grænna telur að setja eigi ríkisfyrirtækjum starfskjarareglur þar sem kveðið yrði á um að laun stjórnenda fylgi almennri launaþróun í landinu. Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir tugprósenta launahækkanir forstjóra ríkisfyrirtækja grafalvarlegt mál og slæmt innlegg í kjaraviðræður. 4. júlí 2018 20:00 Mest lesið Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Innlent Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Innlent Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent Gaf fingurinn á Miklubraut Innlent Fleiri fréttir Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Sjá meira
„Það er algjörlega ótækt að laun opinberra starfsmanna séu að hækka umfram almennan markað. Ég fagna því sérstaklega að þetta sé síðasti úrskurður kjararáðs,“ segir Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins. Kjararáð var lagt niður frá og með síðustu mánaðamótum með lagasetningu frá Alþingi. Síðasta verk ráðsins var hækkun á launum 48 forstöðumanna hjá hinu opinbera. Starfshópur um málefni kjararáðs lagði í vetur til breytt fyrirkomulag á launaákvörðunum kjörinna fulltrúa og æðstu embættismanna ríkisins. Í rökstuðningi tillagnanna voru þeir kostir meðal annars tilgreindir að breytingar á launum æðstu embættismanna yrðu ekki leiðandi, launaþróun yrði jafnari og að launaákvarðanir yrðu gagnsærri, fyrirsjáanlegri og skýrari. Halldór segir tillögurnar hafa miðað að því að ekki þurfi að þræta reglulega um þessi mál og setja kjaramálin í uppnám. „Almennur vinnumarkaður á að vera sá sem mótar kjarastefnuna í landinu. Rými til launahækkana skapast í atvinnulífinu en ekki í rekstri hins opinbera og þess vegna mega opinberir starfsmenn aldrei vera launaleiðandi í landinu.“Halldór Benjamín Þorbergsson, framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins.VísirGylfi Arnbjörnsson, forseti ASÍ, segir ljóst að þessi svanasöngur kjararáðs sé alveg jafn vitlaus og taktlaus og aðrar ákvarðanir ráðsins. Hann vísar meðal annars til þess að forstjóri Landspítala fái mikla hækkun í miðri deilu við ljósmæður. „Úrskurðir kjararáðs hafa í gegnum tíðina sett kjaramál í algjört uppnám. Nú rýkur kjararáð til, þrátt fyrir vilja þingsins, og úrskurðar um þessar hækkanir tveimur vikum fyrir gildistíma laganna. Þetta er hrein og klár ögrun.“ Gylfi veltir fyrir sér því fyrirkomulagi sem komi í stað kjararáðs. „Stjórnir einstaka stofnana og fyrirtækja hafa fengið heimild til að ákvarða laun æðstu stjórnenda. Þá var talað um að fara yrði varlega og gæta hófsemi. Stjórnir til dæmis Landsvirkjunar og Landsbankans töldu sig beita mikilli hófsemi með milljón króna hækkun. Þannig er búið að skilgreina hófsemi.“ Gylfi segir að þessar stjórnir hafi getað hunsað fyrirmæli ráðherra sem geri ekkert í málinu. „Það hefur engum verið skipt út úr þessum stjórnum. Það ber enginn ábyrgð.“
Birtist í Fréttablaðinu Kjaramál Kjararáð Tengdar fréttir Síðasta verkið var um 10,8% hækkun Síðasta verk kjararáðs var að hækka laun ýmissa forstöðumanna ríkisstofnanna. 4. júlí 2018 09:46 Laun forstjóra ríkisfyrirtækja hækkað um tæp 24 prósent Laun forstjóra ríkisfyrirtækja hækkuðu að meðaltali um tæplega 24% eftir að ákvörðun launa þeirra var færð frá kjararáði til stjórna fyrirtækjanna í fyrra. Fjármálaráðherra segir hækkanirnar krefjast skýringa og forseti Alþýðusambands Íslands segir þær verða fordæmisgefandi fyrir komandi kjaraviðræður. 3. júlí 2018 20:30 Forstöðumenn íhuga málsókn Forstöðumenn ríkisstofnana telja að stjórnsýslureglum hafi ekki verið fylgt hjá kjararáði. Hátt í tug erinda var ekki svarað af ráðinu eða þeim vísað frá. 12. júlí 2018 06:00 Vill festa laun æðstu stjórnenda við almenna launaþróun Þingmaður Vinstri grænna telur að setja eigi ríkisfyrirtækjum starfskjarareglur þar sem kveðið yrði á um að laun stjórnenda fylgi almennri launaþróun í landinu. Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir tugprósenta launahækkanir forstjóra ríkisfyrirtækja grafalvarlegt mál og slæmt innlegg í kjaraviðræður. 4. júlí 2018 20:00 Mest lesið Blússandi hagvöxtur í Bandaríkjunum Erlent Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Innlent Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Innlent Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Innlent Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Innlent „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Innlent Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Innlent Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Innlent Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Innlent Gaf fingurinn á Miklubraut Innlent Fleiri fréttir Minni rekstrarkostnaður fyrir eigendur bensínháka Hafnar „jólakveðju“ ríkisins Hefði þurft hjólbörur undir öll verðlaunin sín Ýmis ráð til taugatrekktra á Þorláksmessu Ekkert því til fyrirstöðu að Ásthildur Lóa verði aftur ráðherra Óvissa um ráðherraskipan og skata fyrir byrjendur Maðurinn fundinn Sigríður Halldórsdóttir nýr ritstjóri Kastljóss Íslendingur í gæsluvarðhaldi í Kólumbíu vegna gruns um kynferðisbrot Forsætisráðuneytið eyddi meiru í almannatengla í fyrra en í ár Inkalla snuð vegna of mikils magns BPA-plastefna Svanhildur Sif heiðruð Falskar netverslanir: Auglýsir rýmingarsölu nokkrum dögum eftir opnun Meðallaun upplýsingafulltrúa hækkuðu hlutfallslega mest Skötuilmurinn leggst yfir landið og Samkeppniseftirlitið ætlar að fylgjast vel með bensínverðinu Áfram auknar líkur á eldgosi Sektaður um hundruð þúsunda fyrir að sparka í hund Stýra fjármálum og mannauðsmálum Þjóðleikhússins Sló mann í höfuðið með glerflösku á ísfirskum skemmtistað Ekið á konu á Langholtsvegi Ríkissjóður greiðir fyrir flutning hinna látnu til Íslands Undrandi á ráðningu ráðgjafa „Krítískur massi af snarbrjáluðu fólki nær yfirhöndinni“ Fjölgun eldri kvenna í Kvennaathvarfi: „Þessar konur bíða ekki“ Ráðist á pilt á heimleið Stytting framhjá Blönduósi ekki á samgönguáætlun Vestmannaeyingar fá að eiga Vestmannaeyjar Hyggst kæra dyraverði Auto til lögreglu „Ótrúlega sorglegt að pabbi sé búinn að vera svona lengi í þessari stöðu“ Höfðu samband við dönsku herstjórnina á Grænlandi Sjá meira
Síðasta verkið var um 10,8% hækkun Síðasta verk kjararáðs var að hækka laun ýmissa forstöðumanna ríkisstofnanna. 4. júlí 2018 09:46
Laun forstjóra ríkisfyrirtækja hækkað um tæp 24 prósent Laun forstjóra ríkisfyrirtækja hækkuðu að meðaltali um tæplega 24% eftir að ákvörðun launa þeirra var færð frá kjararáði til stjórna fyrirtækjanna í fyrra. Fjármálaráðherra segir hækkanirnar krefjast skýringa og forseti Alþýðusambands Íslands segir þær verða fordæmisgefandi fyrir komandi kjaraviðræður. 3. júlí 2018 20:30
Forstöðumenn íhuga málsókn Forstöðumenn ríkisstofnana telja að stjórnsýslureglum hafi ekki verið fylgt hjá kjararáði. Hátt í tug erinda var ekki svarað af ráðinu eða þeim vísað frá. 12. júlí 2018 06:00
Vill festa laun æðstu stjórnenda við almenna launaþróun Þingmaður Vinstri grænna telur að setja eigi ríkisfyrirtækjum starfskjarareglur þar sem kveðið yrði á um að laun stjórnenda fylgi almennri launaþróun í landinu. Framkvæmdastjóri Samtaka atvinnulífsins segir tugprósenta launahækkanir forstjóra ríkisfyrirtækja grafalvarlegt mál og slæmt innlegg í kjaraviðræður. 4. júlí 2018 20:00