Glatað traust Kristinn Ingi Jónsson skrifar 12. júlí 2018 07:00 Gæfan getur verið hverful í viðskiptalífinu. Eftir ótrúlega velgengni á umliðnum árum eru stjórnendur Icelandair að vakna upp við vondan draum. Tiltrú fjárfesta á félaginu fer minnkandi dag frá degi sem sýnir sig í ört lækkandi hlutabréfaverði. Bréf í félaginu hafa fallið um meira en 70 prósent í verði frá því í lok apríl árið 2016 og sér ekki enn fyrir endann á lækkunarhrinunni. Stjórnendunum er að mörgu leyti vorkunn. Þeir hafa enda þurft að takast á við miklar launahækkanir, sterka krónu, hækkandi olíuverð og stóraukna samkeppni sem hefur þrýst flugfargjöldum niður, allt á sama tíma. Það er ekki öfundsverð staða. Það er heldur hvorki lítið verk né löðurmannlegt að stokka upp viðskiptamódel rótgróins flugfélags á meðan yngri félög reyna að velta því af stalli. Vissulega höfðu stjórnendurnir byggt upp væntingar á meðal fjárfesta sem vitað var að gætu tæpast gengið eftir. Það kom hins vegar óþægilega á óvart hve mikið afkomuspáin var lækkuð. Þótt hluthafar Icelandair séu ýmsu vanir áttu þeir vart von á svo þungu höggi og raun ber vitni. Félagið á erfitt verk fyrir höndum við að vinna aftur traust hluthafa. Það er ekki til þess fallið að auðvelda þá vinnu hve lítilla fjárhagslegra hagsmuna lykilstjórnendur og stjórnarmenn eiga að gæta í félaginu sem hluthafar. Samanlögð hlutabréfaeign forstjóra, fjármálastjóra og framkvæmdastjóra dótturfélaga hefur minnkað verulega undanfarin ár og aðeins einn stjórnarmaður á bréf í félaginu. Það sama gildir því miður um flest önnur félög í Kauphöllinni. Sú þróun er áhyggjuefni. Það vantar sárlega stjórnarmenn sem eiga persónulega undir því að vel takist til í rekstri félaga sinna. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Ferðamennska á Íslandi Fréttir af flugi Icelandair Kristinn Ingi Jónsson Mest lesið Ísland fyrst svo…hvað? Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir Skoðun Íslenskur Pútínismi Diana Burkot,Nadya Tolokonnikova Skoðun Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir Skoðun Hinsegin ungmenni í Hafnarfirði mæta afgangi Óskar Steinn Ómarsson Skoðun Hræðilegar aðstæður geta breytt manni til hins betra! Kristján Hafþórsson Skoðun Ömmur án landamæra Signý Jóhannesdóttir Skoðun Framtíð Framsóknar byrjar í grasrótinni Jónína Brynjólfsdóttir Skoðun Stöndum saman um félagshyggju og frið Hópur félagshyggjufólks Skoðun Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð Skoðun Af hverju eru Íslendingar svona feitir? Einar Baldvin Árnason Skoðun Skoðun Skoðun Ein stærð passar ekki fyrir öll Sigrún Birgisdóttir ,Þóra Leósdóttir skrifar Skoðun Ömmur án landamæra Signý Jóhannesdóttir skrifar Skoðun Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir skrifar Skoðun Ísland fyrst svo…hvað? Ingibjörg Þóra Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hræðilegar aðstæður geta breytt manni til hins betra! Kristján Hafþórsson skrifar Skoðun Hinsegin ungmenni í Hafnarfirði mæta afgangi Óskar Steinn Ómarsson skrifar Skoðun Framtíð Framsóknar byrjar í grasrótinni Jónína Brynjólfsdóttir skrifar Skoðun Stöndum saman um félagshyggju og frið Hópur félagshyggjufólks skrifar Skoðun Af hverju eru Íslendingar svona feitir? Einar Baldvin Árnason skrifar Skoðun Íslenskur Pútínismi Diana Burkot,Nadya Tolokonnikova skrifar Skoðun Félagsráðgjafar lykilaðilar í stuðningi við geðheilbrigði Steinunn Bergmann skrifar Skoðun Skemmtilegri borg Skúli Helgason skrifar Skoðun Drögum úr svifryksmengun frá umferð heilsunnar vegna Þröstur Þorsteinsson skrifar Skoðun Að fara í stríð við sjálfan sig Rakel Hinriksdóttir skrifar Skoðun Þú hengir ekki bakara fyrir smið Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hvaða menntakerfi kæri þingmaður? Hermann Austmar skrifar Skoðun Friðarfundur utanríkisráðherra Íslands og Palestínu og leiðtogablæti Júlíus Valsson skrifar Skoðun Nýtt Reykjavíkurmódel í leikskólamálum Andri Reyr Haraldsson,Óskar Hafnfjörð Gunnarsson skrifar Skoðun Móðurást, skömm og verkjalyf Hjördís Eva Þórðardóttir skrifar Skoðun Framsókn sem þjónar fólki, ekki kerfum Einar Freyr Elínarson skrifar Skoðun Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð skrifar Skoðun Samfélagsmiðlar og ósýnilegu börnin Ásdís Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ég þori að veðja Jóhann Karl Ásgeirsson Gígja skrifar Skoðun Munum eftir baráttu kvenna alltaf og alls staðar Hólmfríður Jennýjar Árnadóttir skrifar Skoðun Verkfærið sem vantar í fjármálastjórnun sveitarfélaga Marín Rós Eyjólfsdóttir skrifar Skoðun Að klúðra með stæl í tilefni alþjóðlega Mistakadagsins Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Kvartað yfir erlendum aðilum? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Þegar skynjun ráðherra verður að lögum Heiðrún Lind Marteinsdóttir skrifar Skoðun Frá torfkofum til tækifæra Þorgerður Katrín Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Rétthafar framtíðarinnar Erna Mist skrifar Sjá meira
Gæfan getur verið hverful í viðskiptalífinu. Eftir ótrúlega velgengni á umliðnum árum eru stjórnendur Icelandair að vakna upp við vondan draum. Tiltrú fjárfesta á félaginu fer minnkandi dag frá degi sem sýnir sig í ört lækkandi hlutabréfaverði. Bréf í félaginu hafa fallið um meira en 70 prósent í verði frá því í lok apríl árið 2016 og sér ekki enn fyrir endann á lækkunarhrinunni. Stjórnendunum er að mörgu leyti vorkunn. Þeir hafa enda þurft að takast á við miklar launahækkanir, sterka krónu, hækkandi olíuverð og stóraukna samkeppni sem hefur þrýst flugfargjöldum niður, allt á sama tíma. Það er ekki öfundsverð staða. Það er heldur hvorki lítið verk né löðurmannlegt að stokka upp viðskiptamódel rótgróins flugfélags á meðan yngri félög reyna að velta því af stalli. Vissulega höfðu stjórnendurnir byggt upp væntingar á meðal fjárfesta sem vitað var að gætu tæpast gengið eftir. Það kom hins vegar óþægilega á óvart hve mikið afkomuspáin var lækkuð. Þótt hluthafar Icelandair séu ýmsu vanir áttu þeir vart von á svo þungu höggi og raun ber vitni. Félagið á erfitt verk fyrir höndum við að vinna aftur traust hluthafa. Það er ekki til þess fallið að auðvelda þá vinnu hve lítilla fjárhagslegra hagsmuna lykilstjórnendur og stjórnarmenn eiga að gæta í félaginu sem hluthafar. Samanlögð hlutabréfaeign forstjóra, fjármálastjóra og framkvæmdastjóra dótturfélaga hefur minnkað verulega undanfarin ár og aðeins einn stjórnarmaður á bréf í félaginu. Það sama gildir því miður um flest önnur félög í Kauphöllinni. Sú þróun er áhyggjuefni. Það vantar sárlega stjórnarmenn sem eiga persónulega undir því að vel takist til í rekstri félaga sinna.
Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir Skoðun
Skoðun Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir skrifar
Skoðun Friðarfundur utanríkisráðherra Íslands og Palestínu og leiðtogablæti Júlíus Valsson skrifar
Skoðun Nýtt Reykjavíkurmódel í leikskólamálum Andri Reyr Haraldsson,Óskar Hafnfjörð Gunnarsson skrifar
Skoðun Af hverju ætti Gylfi Þór Sigurðsson að fá aftur tækifæri í landsliðinu? Sölvi Breiðfjörð skrifar
Peningar, vald og hvítþvottur þjóðarmorðs: Velkomin í nýja heimsmynd Trumps Helen Ólafsdóttir Skoðun