Fangi opnar sportbar og veitingahús í Árbænum Kjartan Hreinn Njálsson skrifar 12. júlí 2018 06:00 Guðmundur hefur opnað veitingahúsið Rakang Thai. Fréttablaðið/Þórsteinn Guðmundur Ingi Þóroddsson, vistmaður á áfangaheimilinu Vernd, opnaði nýverið veitingahúsið Rakang Thai og sportbarinn Blástein í Hraunbæ. „Við höfum verið á kafi í þessu í marga mánuði og byrjuðum löngu áður en ég fór á Vernd,“ segir Guðmundur Ingi en fjölskylda Guðmundar tekur þátt í rekstrinum með honum. Síðastliðið haust kom að þeim tíma í afplánun Guðmundar að hann gat sótt vinnu utan veggja fangelsisins en hann var þá í afplánun á Sogni og keyrði þaðan á hverjum morgni til Reykjavíkur til að undirbúa opnunina ásamt Björgvini Mýrdal bróður sínum og mætti svo í fangelsið tímanlega fyrir kvöldmat. „Þetta gekk bara vel. Þetta er ekkert öðruvísi en með marga sem búa fyrir austan fjall og sækja vinnu í bænum. Það var aðallega stressandi í vetur að eiga á hættu að verða veðurtepptur, en í þeim tilvikum gisti ég á Hólmsheiðinni,“ segir Guðmundur Ingi en hann er nýlega kominn á áfangaheimilið Vernd þar sem hann mun dvelja síðustu mánuði afplánunarinnar, áður en reynslulausn tekur við. Guðmundur Ingi, sem er formaður Afstöðu, félags fanga, segir mikilvægt fyrir þá sem hafa verið lengi í fangelsi að geta komið í skrefum út í samfélagið að nýju. „Það mætti bjóða föngum að sækja vinnu utan fangelsa miklu fyrr í afplánunarferlinu og binda það frekar við góða hegðun en árafjölda í fangelsi.“ Hann segir erfitt fyrir marga sem eru að ljúka afplánun að finna vinnu og koma undir sig fótunum eftir afplánun. Hann bindur miklar vonir við starfshóp sem félagsmálaráðherra skipaði nýverið til að gera tillögur að úrbótum vegna þessa vanda. „Það er mjög dýrmætt fyrir þá sem tekið hafa út sína refsingu að eiga sér framtíðarsýn til að stefna að og auðvitað gefur það mér mikið að hafa eitthvað til að byggja upp sem ég hef metnað fyrir, það er grundvöllur betrunar í rauninni að upplifa að maður geti gert jákvæða og góða hluti við líf sitt eftir afplánun.“ Guðmundur segir fjölskylduna hafa verið einhuga um úthverfarekstur. Það er eftirspurn eftir veitingastöðum og hverfisbörum víða í úthverfum borgarinnar og Árbæingar eru að taka okkur mjög vel. En svo bjóðum við auðvitað alla borgarbúa velkomna og þjónustum fyrirtæki um alla borg.“ Á Rakang Thai er boðið upp á taílenska matargerð og það er Siri, stjúpmóðir Guðmundar, sem sér um matargerðina. „Við erum með hlaðborð á Rakang, bæði í hádeginu og á kvöldin, auk þess að keyra út mat til fyrirtækja í hádeginu,“ segir Guðmundur og bætir við: Svo verður eldhúsið á sportbarnum opnað í næstu viku og þar mun Björgvin bróðir ráða ríkjum og bjóða upp á léttari rétti; hamborgara, steikur og slíkt.“ Birtist í Fréttablaðinu Matur Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Innlent Segist eiga fund með Pútín Erlent Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Innlent Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Innlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Fleiri fréttir Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Sjá meira
Guðmundur Ingi Þóroddsson, vistmaður á áfangaheimilinu Vernd, opnaði nýverið veitingahúsið Rakang Thai og sportbarinn Blástein í Hraunbæ. „Við höfum verið á kafi í þessu í marga mánuði og byrjuðum löngu áður en ég fór á Vernd,“ segir Guðmundur Ingi en fjölskylda Guðmundar tekur þátt í rekstrinum með honum. Síðastliðið haust kom að þeim tíma í afplánun Guðmundar að hann gat sótt vinnu utan veggja fangelsisins en hann var þá í afplánun á Sogni og keyrði þaðan á hverjum morgni til Reykjavíkur til að undirbúa opnunina ásamt Björgvini Mýrdal bróður sínum og mætti svo í fangelsið tímanlega fyrir kvöldmat. „Þetta gekk bara vel. Þetta er ekkert öðruvísi en með marga sem búa fyrir austan fjall og sækja vinnu í bænum. Það var aðallega stressandi í vetur að eiga á hættu að verða veðurtepptur, en í þeim tilvikum gisti ég á Hólmsheiðinni,“ segir Guðmundur Ingi en hann er nýlega kominn á áfangaheimilið Vernd þar sem hann mun dvelja síðustu mánuði afplánunarinnar, áður en reynslulausn tekur við. Guðmundur Ingi, sem er formaður Afstöðu, félags fanga, segir mikilvægt fyrir þá sem hafa verið lengi í fangelsi að geta komið í skrefum út í samfélagið að nýju. „Það mætti bjóða föngum að sækja vinnu utan fangelsa miklu fyrr í afplánunarferlinu og binda það frekar við góða hegðun en árafjölda í fangelsi.“ Hann segir erfitt fyrir marga sem eru að ljúka afplánun að finna vinnu og koma undir sig fótunum eftir afplánun. Hann bindur miklar vonir við starfshóp sem félagsmálaráðherra skipaði nýverið til að gera tillögur að úrbótum vegna þessa vanda. „Það er mjög dýrmætt fyrir þá sem tekið hafa út sína refsingu að eiga sér framtíðarsýn til að stefna að og auðvitað gefur það mér mikið að hafa eitthvað til að byggja upp sem ég hef metnað fyrir, það er grundvöllur betrunar í rauninni að upplifa að maður geti gert jákvæða og góða hluti við líf sitt eftir afplánun.“ Guðmundur segir fjölskylduna hafa verið einhuga um úthverfarekstur. Það er eftirspurn eftir veitingastöðum og hverfisbörum víða í úthverfum borgarinnar og Árbæingar eru að taka okkur mjög vel. En svo bjóðum við auðvitað alla borgarbúa velkomna og þjónustum fyrirtæki um alla borg.“ Á Rakang Thai er boðið upp á taílenska matargerð og það er Siri, stjúpmóðir Guðmundar, sem sér um matargerðina. „Við erum með hlaðborð á Rakang, bæði í hádeginu og á kvöldin, auk þess að keyra út mat til fyrirtækja í hádeginu,“ segir Guðmundur og bætir við: Svo verður eldhúsið á sportbarnum opnað í næstu viku og þar mun Björgvin bróðir ráða ríkjum og bjóða upp á léttari rétti; hamborgara, steikur og slíkt.“
Birtist í Fréttablaðinu Matur Mest lesið Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Innlent Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Innlent Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Innlent Styttan tekin niður eftir harðar deilur um klúran barm Erlent Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Innlent Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Innlent Segist eiga fund með Pútín Erlent Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Innlent Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Innlent Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Innlent Fleiri fréttir Eigandi bíls fullur af bensínbrúsum handtekinn Tollarnir tilefni til hvorra tveggja örvæntingar og léttis Simmi lýsir áralöngu umsáturseinelti: Sat um hann í bílakjallara Tveir fluttir með þyrlunni og fjórir með sjúkrabíl Vörðuóðir ferðamenn fremji náttúruspjöll Húsvíkingur á Norðurpólnum segir sögu merkustu landkönnuða 20. aldar Þrýstu á yngsta sakborninginn um að taka á sig alla sök Ákvörðun ráðherra muni seinka viðbragði við faröldrum framtíðar Þyrlan aftur á leið austur vegna umferðarslyss Ekki eigi að gera einstaklinga ábyrga fyrir gerðum ríkisstjórnar Tollahækkanirnar vonbrigði og þrýstir á um fund sem fyrst Forsætisráðherra ósátt með tolla og pólfarar á Húsavík Fyrirlestri ísraelsks fræðimanns aflýst eftir skamma stund Golfbolti hafnaði í manni „eftir óteljandi dæmi um óskiljanlega hegðun“ Tveggja bíla árekstur á Suðurlandi Svartaþoka gerir þyrlusveit í útkalli erfitt fyrir Innkalla sælgæti vegna köfnunarhættu Fjarlægði nöfnin strax: „Ætlumst ekki til neins af þessu fólki“ Öryggissérfræðingur hefur trú á boðuðum aðgerðum í Reynisfjöru Segir Höllu ekki skilja um hvað málið snýst Færa sig í Kringluna vegna bílastæðaskorts og framkvæmda Tollastríð, makríll og flutningur Blóðbankans Greina ekki frá tilkynntum kynferðisbrotum á Þjóðhátíð strax Segja Rafmennt auglýsa nöfn sín í blekkingarskyni Sektaður vegna kýr sem drapst á leið í sláturhús Minnsti þéttleiki makríls síðan 2010 Tveir skjálftar yfir þrír að stærð Hvar á að grípa niður í fækkun innflytjenda? Blóðbankinn á leið í Kringluna Nokkuð um hávaðaútköll Sjá meira