Hún segist meðal annars ætla að tala um afvopnunarmál í ávarpi sínu og minnir á að á fundi NATO árið 2010 hafi verið samþykkt ályktun um að stefna bæri að afvopnun. Þá segir forsætisráðherra mikla óvissu ríkja um fundinn og hvað Donald Trump Bandaríkjaforseti muni segja á fundinum.
Katrín reiknar með að nokkrar umræður verði um framlög einstakra NATO ríkja til varnamála en nokkur ríki hefðu nú þegar aukið framlög sín frá því á síðasta ári. Það kom fram hjá Trump á morgunverðarfundi með Jens Stoltenber framkvæmdastjóra NATO í morgun að önnur ríki en Bandaríkin hefðu aukið framlög sín um 40 milljarða dollara frá síðasta ári en hann teldi það ekki nóg.

Vísaði hún meðal annars til orða Donald Tusk forseta leiðtogaráðs Evrópusambandsins í þeim efnum, eftir að fulltrúar ES Bog NATO skrifuðu undir samkomulag í morgun um aukna hernaðarsamvinnu. Þá biðlaði hann til Bandaríkjamanna um að virða bandamenn sína af verðleikum. „Þegar upp er staðið eigið þið ekki svo marga,” sagði Tusk
„Ég tel að það þurfi einnig að ræða afvopnun og aðrar ógnir en beinar hernaðarlegar ógnir eins og loftlagsmál. Þann að ég tel að innan NATO eigi líka að tala um ýmsa aðra ógn sem steðjar að bandalagsríkjunum," sagði Katrín.