Greiðslubyrði fjölskyldna hér á landi hefur minnkað Sveinn Arnarsson skrifar 11. júlí 2018 06:00 Hópur ungs fólks með neysluskuldir fer stækkandi. Umboðsmaður skuldara hefur áhyggjur og vill skoða þann hóp gaumgæfilega. VÍSIR/DANÍEL Greiðslubyrði um helmings fjölskyldna á Íslandi er undir tíu prósentum af ráðstöfunartekjum þeirra, sem verður að teljast afar lágt. Aðeins sjö prósent fjölskyldna á Íslandi voru með háa greiðslubyrði, eða yfir 60 prósent af ráðstöfunartekjum fjölskyldunnar í hverjum mánuði. Á síðustu fjórum árum hefur fjölskyldum með lága greiðslubyrði fjölgað. Þetta kemur fram í nýjum hagtíðindum Hagstofu Íslands í bráðabirgðaniðurstöðum um skuldir og greiðslubyrði fjölskyldna á Íslandi á árunum 2015 til 2018. Niðurstöðurnar eru hluti af rannsókn Hagstofu um skuldir heimila sem stjórnvöld fyrirskipuðu. Í hópi fjölskyldna með lága greiðslubyrði eru meðal annars þeir sem eiga annaðhvort skuldlausa fasteign eða eiga ekki fasteign. Sex af hverjum tíu fjölskyldum með mjög lága greiðslubyrði eiga ekki fasteign. Einnig er mikill munur á greiðslubyrði fjölskyldna eftir því hvort börn eru í fjölskyldunni. Sex af hverjum tíu fjölskyldum án barna eru með lága greiðslubyrði. Ástæða þess gæti verið sú að hjón með börn eru líklegri til að búa í stærra húsnæði. Hjón án barna eru svo að einhverju leyti fullorðin hjón sem hafa greitt skuldir sínar og börnin eru flogin úr hreiðrinu.Ásta Sigrún Helgadóttir er umboðsmaður skuldara.Vísir/valgarðurÞrátt fyrir að vel gangi almennt í íslensku efnahagslífi og að í heildina batni lífskjör íslenskra fjölskyldna eru enn margir sem eiga í erfiðleikum. Í júní bárust umboðsmanni skuldara 94 umsóknir um úrræði. Þar af eru 28 um greiðsluaðlögun. Þar sem greiðslubyrði er aðeins reiknuð út frá skuldum og tekjum getur það ekki sagt alla söguna. Til að mynda getur fjölskylda á leigumarkaði skuldað lítið og af þeim sökum haft lága greiðslubyrði vegna skulda. Hins vegar geta tekjur hennar ekki nægt fyrir útgjöldum vegna leigu og annars kostnaðar. „Þetta rímar við það sem við sjáum í okkar skjólstæðingahópi,“ segir Ásta Sigrún Helgadóttir, umboðsmaður skuldara. „Meirihlutinn sem kemur til okkar er fólk sem er á leigumarkaði sem nær ekki endum saman. Eftir hrun var fólk að koma með fasteignalán en sá hópur hefur minnkað. Hins vegar er áhyggjuefni að sjá að hópur ungs fólks með neysluskuldir er að stækka og þurfum við að skoða þann hóp gaumgæfilega.“ Algengast í gögnunum eru að hjón án barna séu með skuldastöðu undir 50 prósentum af ráðstöfunartekjum. Hjón með börn hins vegar eru líklegri til að vera með skuldastöðu sem nemur einföldum til þreföldum ráðstöfunartekjum á ári Birtist í Fréttablaðinu Efnahagsmál Húsnæðismál Tengdar fréttir Hærri fasteignagjöld þrýsta upp leigu Forstjórar stærstu fasteignafélaga landsins segja hærri fasteignagjöld, sem taka mið af hækkandi fasteignamati, smitast út í verð á leigu. Greinendur telja svigrúm fyrirtækja til þess að takast á við leiguverðshækkanir lítið. 4. júlí 2018 08:00 Húsaleiga hækkað mun meira en kaupverð íbúða Vísitala leiguverðs á höfuðborgarsvæðinu hafði í maí síðastliðnum hækkkað um 7,2 prósent frá því í maí í fyrra en á sama tíma hefur verð fjölbýlis á höfuðborgarsvæðinu aðeins hækkað um 2,9 prósent. 26. júní 2018 08:58 Gætu sett fjármuni í leigufélög Framkvæmdastjóri LSR útilokar ekki að sjóðurinn komi að fjármögnun íbúðafélaga, en segir bréfin í Heimavöllum hafi verið of dýr. 1.400 íbúðir byggðar í fyrsta áfanga Bjargs, leiguíbúðafélags án hagnaðarmarkmiða. 20. júní 2018 07:00 Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Erlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Innlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Innlent Fleiri fréttir Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Útiloka ekki frekari aðgerðir vegna barnaníðssíðunnar Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Lést í umferðarslysi við Álfabakka Sjá meira
Greiðslubyrði um helmings fjölskyldna á Íslandi er undir tíu prósentum af ráðstöfunartekjum þeirra, sem verður að teljast afar lágt. Aðeins sjö prósent fjölskyldna á Íslandi voru með háa greiðslubyrði, eða yfir 60 prósent af ráðstöfunartekjum fjölskyldunnar í hverjum mánuði. Á síðustu fjórum árum hefur fjölskyldum með lága greiðslubyrði fjölgað. Þetta kemur fram í nýjum hagtíðindum Hagstofu Íslands í bráðabirgðaniðurstöðum um skuldir og greiðslubyrði fjölskyldna á Íslandi á árunum 2015 til 2018. Niðurstöðurnar eru hluti af rannsókn Hagstofu um skuldir heimila sem stjórnvöld fyrirskipuðu. Í hópi fjölskyldna með lága greiðslubyrði eru meðal annars þeir sem eiga annaðhvort skuldlausa fasteign eða eiga ekki fasteign. Sex af hverjum tíu fjölskyldum með mjög lága greiðslubyrði eiga ekki fasteign. Einnig er mikill munur á greiðslubyrði fjölskyldna eftir því hvort börn eru í fjölskyldunni. Sex af hverjum tíu fjölskyldum án barna eru með lága greiðslubyrði. Ástæða þess gæti verið sú að hjón með börn eru líklegri til að búa í stærra húsnæði. Hjón án barna eru svo að einhverju leyti fullorðin hjón sem hafa greitt skuldir sínar og börnin eru flogin úr hreiðrinu.Ásta Sigrún Helgadóttir er umboðsmaður skuldara.Vísir/valgarðurÞrátt fyrir að vel gangi almennt í íslensku efnahagslífi og að í heildina batni lífskjör íslenskra fjölskyldna eru enn margir sem eiga í erfiðleikum. Í júní bárust umboðsmanni skuldara 94 umsóknir um úrræði. Þar af eru 28 um greiðsluaðlögun. Þar sem greiðslubyrði er aðeins reiknuð út frá skuldum og tekjum getur það ekki sagt alla söguna. Til að mynda getur fjölskylda á leigumarkaði skuldað lítið og af þeim sökum haft lága greiðslubyrði vegna skulda. Hins vegar geta tekjur hennar ekki nægt fyrir útgjöldum vegna leigu og annars kostnaðar. „Þetta rímar við það sem við sjáum í okkar skjólstæðingahópi,“ segir Ásta Sigrún Helgadóttir, umboðsmaður skuldara. „Meirihlutinn sem kemur til okkar er fólk sem er á leigumarkaði sem nær ekki endum saman. Eftir hrun var fólk að koma með fasteignalán en sá hópur hefur minnkað. Hins vegar er áhyggjuefni að sjá að hópur ungs fólks með neysluskuldir er að stækka og þurfum við að skoða þann hóp gaumgæfilega.“ Algengast í gögnunum eru að hjón án barna séu með skuldastöðu undir 50 prósentum af ráðstöfunartekjum. Hjón með börn hins vegar eru líklegri til að vera með skuldastöðu sem nemur einföldum til þreföldum ráðstöfunartekjum á ári
Birtist í Fréttablaðinu Efnahagsmál Húsnæðismál Tengdar fréttir Hærri fasteignagjöld þrýsta upp leigu Forstjórar stærstu fasteignafélaga landsins segja hærri fasteignagjöld, sem taka mið af hækkandi fasteignamati, smitast út í verð á leigu. Greinendur telja svigrúm fyrirtækja til þess að takast á við leiguverðshækkanir lítið. 4. júlí 2018 08:00 Húsaleiga hækkað mun meira en kaupverð íbúða Vísitala leiguverðs á höfuðborgarsvæðinu hafði í maí síðastliðnum hækkkað um 7,2 prósent frá því í maí í fyrra en á sama tíma hefur verð fjölbýlis á höfuðborgarsvæðinu aðeins hækkað um 2,9 prósent. 26. júní 2018 08:58 Gætu sett fjármuni í leigufélög Framkvæmdastjóri LSR útilokar ekki að sjóðurinn komi að fjármögnun íbúðafélaga, en segir bréfin í Heimavöllum hafi verið of dýr. 1.400 íbúðir byggðar í fyrsta áfanga Bjargs, leiguíbúðafélags án hagnaðarmarkmiða. 20. júní 2018 07:00 Mest lesið Lést í umferðarslysi við Álfabakka Innlent Tuttugu og þrjár konur stíga fram og fórnarlömb raðnauðgara talin á sjöunda tug Erlent „Auðvitað lét ég hann heyra það“ Innlent Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Innlent Flugmaðurinn sem týndi herþotu tjáir sig Erlent Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Innlent Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Innlent Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Innlent „Þetta er bara brandarakvöld“ Innlent Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Innlent Fleiri fréttir Alþingi hafi átt að vera upplýst Stöðvuðu smygl á tuttugu þúsund Oxycontin-töflum Þrumustuð þegar lag Barnamenningarhátíðar var frumflutt Útiloka ekki frekari aðgerðir vegna barnaníðssíðunnar Stjórnarformaður vísisjóðs nýr forseti Félagsvísindasviðs HÍ Engin virkni í sprungunni og umfangsmikil lögregluaðgerð Erlendir ferðamenn gripnir glóðvolgir Harma að upplýsingar hafi verið sendar út fyrir mistök Tveimur sleppt og þrír eftir í haldi Þingkonur þjarma að heilbrigðisráðherra Þurfa ekki að skila Stálskipaauðnum Furðar sig á undirritun án aðkomu Alþingis Vilja hagræða í Reykjavík og leita til borgarbúa Grindvíkingum hleypt inn í bæinn á ný Fimm ára nauðgunardómur stendur Boðar brottvísanir brotamanna og afnám átján mánaða reglu Handtökur hér á landi þegar stór barnaníðssíða var tekin niður Segir Viðreisn óforbetranlegan stjórnlyndisflokk Aðalmeðferð hafin í Menningarnæturmáli Bein útsending: Þjóðaröryggi – Íslendingar og hafið Stöðumælaverðir lausir við ákvörðun um sekt Svæðisstjóri Vegagerðarinnar sleginn vegna banaslyssins Möguleiki að kvikugangurinn opnist nærri Reykjanesbraut Möguleiki að gos hefjist norðanmegin en ólíklegt þó Af neyðarstigi og á hættustig 48 þúsund króna sekt fyrir að beita hund harðýðgi „Þetta er bara brandarakvöld“ Hafa núna skrifborð þar sem áður var flugstýri Meðalævilengd eykst milli ára og ungbarnadauði minnkar Lést í umferðarslysi við Álfabakka Sjá meira
Hærri fasteignagjöld þrýsta upp leigu Forstjórar stærstu fasteignafélaga landsins segja hærri fasteignagjöld, sem taka mið af hækkandi fasteignamati, smitast út í verð á leigu. Greinendur telja svigrúm fyrirtækja til þess að takast á við leiguverðshækkanir lítið. 4. júlí 2018 08:00
Húsaleiga hækkað mun meira en kaupverð íbúða Vísitala leiguverðs á höfuðborgarsvæðinu hafði í maí síðastliðnum hækkkað um 7,2 prósent frá því í maí í fyrra en á sama tíma hefur verð fjölbýlis á höfuðborgarsvæðinu aðeins hækkað um 2,9 prósent. 26. júní 2018 08:58
Gætu sett fjármuni í leigufélög Framkvæmdastjóri LSR útilokar ekki að sjóðurinn komi að fjármögnun íbúðafélaga, en segir bréfin í Heimavöllum hafi verið of dýr. 1.400 íbúðir byggðar í fyrsta áfanga Bjargs, leiguíbúðafélags án hagnaðarmarkmiða. 20. júní 2018 07:00