Vantar karla í ráð borgarinnar til að jafnréttislögum sé framfylgt Sveinn Arnarsson skrifar 11. júlí 2018 06:00 Fimmtán konur voru kosnar til setu í borgarstjórn í maí VISIR/STÖÐ2 Í þremur af sex fastaráðum Reykjavíkurborgar sitja fimm konur og tveir karlar. Lög um jafna stöðu kvenna og karla kveða á um að hlutfall í ráðum og nefndum á vegum sveitarfélaga eigi að vera sem jafnast. Oddviti Vinstri grænna í borginni telur mikilvægt að allir flokkar í borgarstjórn leggist yfir málið að loknu sumarfríi. „Auðvitað á hlutfall kynja í ráðum og nefndum að vera sem jafnast eins og lög gera ráð fyrir. Staðan er hins vegar sú að eftir kosningar eru konur í meirihluta í borgarstjórn. Svo að borgarfulltrúar uppfylli starfsskyldur sínar þurfa þeir að taka að sér ríflega tvö ráð þannig að í mörgum tilfellum eru konurnar orðnar fleiri þó víða sé líka jafnt,“ segir Líf Magneudóttir, oddviti VG. „Á síðasta kjörtímabili pössuðum við upp á þetta og skiptum út til að jafna kynjahlutföll eins og við gátum. Nú er þetta aðeins flóknara í ljósi fjölgunar borgarfulltrúa og breytts vinnufyrirkomulags þannig að ég held að borgarstjórn þurfi að skoða þetta í heild þegar hún kemur úr sumarfríi. Það er á ábyrgð allra flokka að uppfylla jafnstöðulögin svo fremi því verði við komið.“ Ráðin sem um ræðir, þar sem farið á svig við jafnréttislög, eru mannréttinda- og lýðræðisráð, umhverfis- og heilbrigðisráð og velferðarráð. Jafnari skipting er í íþrótta- og tómstundaráði, skipulags- og samgönguráði og skóla- og frístundaráði. Í lögum um jafna stöðu karla og kvenna segir að við skipun í nefndir, ráð og stjórnir á vegum ríkis og sveitarfélaga skuli þess gætt að hlutfall kynjanna sé sem jafnast og ekki minna en 40 prósent þegar um fleiri en þrjá fulltrúa er að ræða. Jafnréttisstofa annast eftirlit með að lögum þessum sé framfylgt. Birtist í Fréttablaðinu Borgarstjórn Tengdar fréttir Valdefling strætófarþega rædd á fyrsta fundi borgarstjórnar Fyrsti fundur nýrrar borgarstjórnar fer fram í dag. Kosið verður í nefndir og ráð og tekinn verður fyrir fjöldi tillagna frá nýjum borgarfulltrúum. Fulltrúi Sósíalistaflokksins, Sanna Magdalena Mörtudóttir, leggur fram fjölmargar tillögur meðal annars um valdeflingu fyrir tiltekna hópa sem nýta þjónustu borgarinnar. 19. júní 2018 07:00 Borgarstjóri vonar að samstaða skapist um helstu mál í borgarstjórn Borgarstjóri vonar að framhald verði á því að borgarstjórn láti verkin tala og samstaða náist um fleiri mál en færri þvert á flokka á nýju kjörtímabili sem hófst í dag. 19. júní 2018 18:45 Samstaða minnihlutans vekur sterk viðbrögð á samfélagsmiðlum Miklar umræður hafa orðið í Facebook-hópi Sósíalistaflokksins eftir að borgarfulltrúi þeirra kaus sameiginlega með öðrum flokkum minnihlutans. Varaborgarfulltrúi flokksins segir Sjálfstæðismenn enn vera „óvininn" 19. júní 2018 20:03 Mest lesið Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Innlent Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Innlent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ Innlent Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Innlent Fleiri fréttir „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Alls 246 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Skráningargjöld, fylgistap og gettó á Gasa Bæjarráð Voga vill gera ráð fyrir flugvelli í Hvassahrauni Leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Vilja taka fjármálaáætlun til umræðu Einu verslun Þingeyringa lokað Aðsóknarmet slegið í lögreglunám Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Sjá meira
Í þremur af sex fastaráðum Reykjavíkurborgar sitja fimm konur og tveir karlar. Lög um jafna stöðu kvenna og karla kveða á um að hlutfall í ráðum og nefndum á vegum sveitarfélaga eigi að vera sem jafnast. Oddviti Vinstri grænna í borginni telur mikilvægt að allir flokkar í borgarstjórn leggist yfir málið að loknu sumarfríi. „Auðvitað á hlutfall kynja í ráðum og nefndum að vera sem jafnast eins og lög gera ráð fyrir. Staðan er hins vegar sú að eftir kosningar eru konur í meirihluta í borgarstjórn. Svo að borgarfulltrúar uppfylli starfsskyldur sínar þurfa þeir að taka að sér ríflega tvö ráð þannig að í mörgum tilfellum eru konurnar orðnar fleiri þó víða sé líka jafnt,“ segir Líf Magneudóttir, oddviti VG. „Á síðasta kjörtímabili pössuðum við upp á þetta og skiptum út til að jafna kynjahlutföll eins og við gátum. Nú er þetta aðeins flóknara í ljósi fjölgunar borgarfulltrúa og breytts vinnufyrirkomulags þannig að ég held að borgarstjórn þurfi að skoða þetta í heild þegar hún kemur úr sumarfríi. Það er á ábyrgð allra flokka að uppfylla jafnstöðulögin svo fremi því verði við komið.“ Ráðin sem um ræðir, þar sem farið á svig við jafnréttislög, eru mannréttinda- og lýðræðisráð, umhverfis- og heilbrigðisráð og velferðarráð. Jafnari skipting er í íþrótta- og tómstundaráði, skipulags- og samgönguráði og skóla- og frístundaráði. Í lögum um jafna stöðu karla og kvenna segir að við skipun í nefndir, ráð og stjórnir á vegum ríkis og sveitarfélaga skuli þess gætt að hlutfall kynjanna sé sem jafnast og ekki minna en 40 prósent þegar um fleiri en þrjá fulltrúa er að ræða. Jafnréttisstofa annast eftirlit með að lögum þessum sé framfylgt.
Birtist í Fréttablaðinu Borgarstjórn Tengdar fréttir Valdefling strætófarþega rædd á fyrsta fundi borgarstjórnar Fyrsti fundur nýrrar borgarstjórnar fer fram í dag. Kosið verður í nefndir og ráð og tekinn verður fyrir fjöldi tillagna frá nýjum borgarfulltrúum. Fulltrúi Sósíalistaflokksins, Sanna Magdalena Mörtudóttir, leggur fram fjölmargar tillögur meðal annars um valdeflingu fyrir tiltekna hópa sem nýta þjónustu borgarinnar. 19. júní 2018 07:00 Borgarstjóri vonar að samstaða skapist um helstu mál í borgarstjórn Borgarstjóri vonar að framhald verði á því að borgarstjórn láti verkin tala og samstaða náist um fleiri mál en færri þvert á flokka á nýju kjörtímabili sem hófst í dag. 19. júní 2018 18:45 Samstaða minnihlutans vekur sterk viðbrögð á samfélagsmiðlum Miklar umræður hafa orðið í Facebook-hópi Sósíalistaflokksins eftir að borgarfulltrúi þeirra kaus sameiginlega með öðrum flokkum minnihlutans. Varaborgarfulltrúi flokksins segir Sjálfstæðismenn enn vera „óvininn" 19. júní 2018 20:03 Mest lesið Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Innlent Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Innlent Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Innlent Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Innlent Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Innlent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ Innlent Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Innlent Fleiri fréttir „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Alls 246 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Skráningargjöld, fylgistap og gettó á Gasa Bæjarráð Voga vill gera ráð fyrir flugvelli í Hvassahrauni Leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Vilja taka fjármálaáætlun til umræðu Einu verslun Þingeyringa lokað Aðsóknarmet slegið í lögreglunám Skipstjóri handtekinn í Reykjavíkurhöfn Sjá meira
Valdefling strætófarþega rædd á fyrsta fundi borgarstjórnar Fyrsti fundur nýrrar borgarstjórnar fer fram í dag. Kosið verður í nefndir og ráð og tekinn verður fyrir fjöldi tillagna frá nýjum borgarfulltrúum. Fulltrúi Sósíalistaflokksins, Sanna Magdalena Mörtudóttir, leggur fram fjölmargar tillögur meðal annars um valdeflingu fyrir tiltekna hópa sem nýta þjónustu borgarinnar. 19. júní 2018 07:00
Borgarstjóri vonar að samstaða skapist um helstu mál í borgarstjórn Borgarstjóri vonar að framhald verði á því að borgarstjórn láti verkin tala og samstaða náist um fleiri mál en færri þvert á flokka á nýju kjörtímabili sem hófst í dag. 19. júní 2018 18:45
Samstaða minnihlutans vekur sterk viðbrögð á samfélagsmiðlum Miklar umræður hafa orðið í Facebook-hópi Sósíalistaflokksins eftir að borgarfulltrúi þeirra kaus sameiginlega með öðrum flokkum minnihlutans. Varaborgarfulltrúi flokksins segir Sjálfstæðismenn enn vera „óvininn" 19. júní 2018 20:03