Ísland Pólland Vilhjálmur H. Vilhjálmsson skrifar 10. júlí 2018 07:00 Það berast af því fréttir að ekkert réttaröryggi sé í Póllandi og ástandið minni á einræðisríki. Með nýrri lagasetningu ætlar ríkisstjórnin þar í landi að þvinga 27 af 72 (37,5%) dómurum hæstaréttar Póllands á eftirlaun. Að sögn pólsku ríkisstjórnarinnar er ástæðan endurbætur á réttarkerfi landsins. Ekki virðast allir Pólverjar vera sammála því og telja að stjórnin vilji með þessu ná völdum yfir dómstólum landsins. Einn þeirra er Kriystian Markiewicz formaður pólska dómarafélagsins sem sagði nákvæmlega það í samtali við danska ríkisútvarpið. Hann bætti við að nýju dómararnir yrðu ekki óháðir því þeir væru útnefndir af þeim sem fara með hið pólitíska vald sem leiði af sér að dómstólarnir muni ekki taka réttar ákvarðanir í málum þar sem niðurstöðurnar verði pantaðar af stjórnmálamönnum. Evrópusambandið deilir þessum áhyggjum formanns pólska dómarafélagsins og ætlar að beita Pólland hörðum refsiaðgerðum. Frá Íslandi er það frétta að dómsmálaráðherra ákvað að skipa 4 dómara af 15 (26,6%) við Landsrétt samkvæmt eigin geðþótta og brjóta í leiðinni lög og reglur sem gilda um skipan dómara. Meðal annars skipaði dómsmálaráðherra eiginkonu flokksbróður síns, sem hafði áður látið henni eftir efsta sæti á framboðslista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, svo hún gæti örugglega orðið ráðherra. Hún skipaði líka eiginmann vinkonu sinnar sem starfaði með ráðherranum á lögmannsstofu í Reykjavík. Til þess að dómsmálaráðherra fengi nú alveg örugglega að ráða því hverjir yrðu dómarar við Landsrétt ákvað þáverandi ríkisstjórn í krafti meirihluta síns á Alþingi að taka þátt í lögbrotum ráðherrans og því voru greidd atkvæði um öll dómaraefnin í einu, en ekki hvert þeirra um sig, sem er augljóst brot á lögum um dómstóla. Þessir verknaðir íslenska ríkisins eru nú til meðferðar hjá mannréttindadómstól Evrópu sem ákvað á mettíma að taka málið til meðferðar. Málið er nú forgangsmál hjá dómstólnum og „potentially a leading case“, sbr. bréf dómstólsins dags. 21. júní sl. Á sama tíma hefur Stjórnarráð Íslands (ríkisstjórnin) sent frá sér tilkynningu þess efnis að Ísland gefi kost á sér í mannréttindaráð Sameinuðu þjóðanna. Í tilkynningu ríkisstjórnarinnar kemur fram að mannréttindaráðið hafi það að markmiði að efla og vernda mannréttindi, fjalla um mannréttindabrot og gera tillögur að úrbótum í mannréttindamálum. Vegna þessara tíðinda var rætt við forsætisráðherra í fjölmiðlum. Hún sagði að Ísland hefði getið sér gott orð fyrir framgöngu sína í mannréttindamálum og hefði verið eftir því tekið á alþjóðavísu. Af sama tilefni sagði utanríkisráðherra að Ísland hefði gagnrýnt ríki sem eiga sæti í ráðinu sem eru ekki til fyrirmyndar í mannréttindamálum s.s. Filippseyjar. Það er gott að vita af mannréttindum íbúa alls heimsins í öruggum höndum íslenska ríkisins. Á sama tíma er leitt að heyra að pólskir stjórnmálamenn séu að reyna að hafa áhrif á skipan dómstóla í landinu og þar með niðurstöður þeirra. Kannski verður það fyrsta verk Íslands sem forystuþjóðar í mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna að tukta pólsku ríkisstjórnina til og tryggja Pólverjum aðgang að sjálfstæðum og óháðum dómstólum sem eru skipaðir samkvæmt lögum. Eða eins og Megas og Tolli komust að orði með Íkarusi á sínum tíma: ... en ástandið í Póllandi fer hríðversnandi dag frá degi það dylst þeim ekki sem er hér við hungurmörk svo ég held ég bara þegi ég veit ekki betur en það sé sýnt & sannað að svo skal böl bœta að benda á eitthvað annað.Höfundur er hæstaréttarlögmaður Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Birtist í Fréttablaðinu Dómstólar Landsréttarmálið Mest lesið „Við andlát manns lýkur skattskyldu hans“ Þórður Gunnarsson Skoðun Dýrkeyptur aðgangur Stella Guðmundsdóttir Skoðun Sjálfstæðismenn boða víst skattalækkanir á þá efnamestu Haukur V. Alfreðsson Skoðun Íslenskufræðingurinn Sigmundur Davíð Hákon Darri Egilsson Skoðun Aðgangur bannaður Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir Skoðun Viltu borga 200 þús á mánuði eða 600 þús á mánuði af íbúðinni? Hildur Þórðardóttir Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson Skoðun Almageddon? Eyþór Kristleifsson Skoðun ESB kærir sig ekkert um Ísland í jólagjöf Ole Anton Bieltvedt Skoðun Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun Skoðun Skoðun Nýtanleg verðmætasköpun um allt land Jóhann Frímann Arinbjarnarson skrifar Skoðun Geðrænn vandi barna og ungmenna Eldur S. Kristinsson skrifar Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar Skoðun Eru sumir heppnari en aðrir? Anna Kristín Jensdóttir skrifar Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar Skoðun Sjálfstætt fólk Kristín Linda Jónsdóttir skrifar Skoðun Óstjórn í húsnæðismálum Ragnar Þór Ingólfsson skrifar Skoðun Arfur stjórnmálanna 2024 Elvar Eyvindsson skrifar Skoðun Kjósum rétt(indi) fyrir fatlað fólk! Unnur Helga Óttarsdóttir,Anna Lára Steindal skrifar Skoðun Frelsi er allra, ekki fárra útvaldra Jón Óskar Sólnes skrifar Skoðun Menntun og tækifæri: Hvað veljum við fyrir Ísland? Kolbrún Halldórsdóttir skrifar Skoðun Eyðimerkurganga kosningabaráttunnar? Viðar Hreinsson skrifar Skoðun Krónan eða evran? Kostir og gallar Hilmar Þór Hilmarsson skrifar Skoðun Kjóstu meiri árangur Bryndís Haraldsdóttir skrifar Skoðun Hvaða hlekkur ert þú í keðjunni? Ellý Tómasdóttir skrifar Skoðun Laxeldið verður ekki stöðvað Kristinn H. Gunnarsson skrifar Skoðun Þroskamerki þjóðar Tómas Torfason skrifar Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar Skoðun Var stytting náms til stúdentsprófs í þágu ungmenna? Sigurður E. Sigurjónsson skrifar Skoðun Það sem ekki má fjalla um fyrir kosningar til Alþingis Árni Jensson skrifar Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar Skoðun Sjálfstæðar konur? Sonja Ýr Þorbergsdóttir skrifar Skoðun Fullveldinu er fórnað með aðild að Evrópusambandinu Anton Guðmundsson skrifar Skoðun Endurhugsum dæmið, endurnýtum textíl Guðbjörg Rut Pálmadóttir skrifar Skoðun Betri Strætó 2025 og (svo) Borgarlína Dagur B. Eggertsson skrifar Skoðun Um kosningar, gulrætur og verðbólgu Jean-Rémi Chareyre skrifar Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar Skoðun Fellur helsti stuðningsmaður menningarmála af þingi? Magnús Logi Kristinsson skrifar Sjá meira
Það berast af því fréttir að ekkert réttaröryggi sé í Póllandi og ástandið minni á einræðisríki. Með nýrri lagasetningu ætlar ríkisstjórnin þar í landi að þvinga 27 af 72 (37,5%) dómurum hæstaréttar Póllands á eftirlaun. Að sögn pólsku ríkisstjórnarinnar er ástæðan endurbætur á réttarkerfi landsins. Ekki virðast allir Pólverjar vera sammála því og telja að stjórnin vilji með þessu ná völdum yfir dómstólum landsins. Einn þeirra er Kriystian Markiewicz formaður pólska dómarafélagsins sem sagði nákvæmlega það í samtali við danska ríkisútvarpið. Hann bætti við að nýju dómararnir yrðu ekki óháðir því þeir væru útnefndir af þeim sem fara með hið pólitíska vald sem leiði af sér að dómstólarnir muni ekki taka réttar ákvarðanir í málum þar sem niðurstöðurnar verði pantaðar af stjórnmálamönnum. Evrópusambandið deilir þessum áhyggjum formanns pólska dómarafélagsins og ætlar að beita Pólland hörðum refsiaðgerðum. Frá Íslandi er það frétta að dómsmálaráðherra ákvað að skipa 4 dómara af 15 (26,6%) við Landsrétt samkvæmt eigin geðþótta og brjóta í leiðinni lög og reglur sem gilda um skipan dómara. Meðal annars skipaði dómsmálaráðherra eiginkonu flokksbróður síns, sem hafði áður látið henni eftir efsta sæti á framboðslista Sjálfstæðisflokksins í Reykjavík, svo hún gæti örugglega orðið ráðherra. Hún skipaði líka eiginmann vinkonu sinnar sem starfaði með ráðherranum á lögmannsstofu í Reykjavík. Til þess að dómsmálaráðherra fengi nú alveg örugglega að ráða því hverjir yrðu dómarar við Landsrétt ákvað þáverandi ríkisstjórn í krafti meirihluta síns á Alþingi að taka þátt í lögbrotum ráðherrans og því voru greidd atkvæði um öll dómaraefnin í einu, en ekki hvert þeirra um sig, sem er augljóst brot á lögum um dómstóla. Þessir verknaðir íslenska ríkisins eru nú til meðferðar hjá mannréttindadómstól Evrópu sem ákvað á mettíma að taka málið til meðferðar. Málið er nú forgangsmál hjá dómstólnum og „potentially a leading case“, sbr. bréf dómstólsins dags. 21. júní sl. Á sama tíma hefur Stjórnarráð Íslands (ríkisstjórnin) sent frá sér tilkynningu þess efnis að Ísland gefi kost á sér í mannréttindaráð Sameinuðu þjóðanna. Í tilkynningu ríkisstjórnarinnar kemur fram að mannréttindaráðið hafi það að markmiði að efla og vernda mannréttindi, fjalla um mannréttindabrot og gera tillögur að úrbótum í mannréttindamálum. Vegna þessara tíðinda var rætt við forsætisráðherra í fjölmiðlum. Hún sagði að Ísland hefði getið sér gott orð fyrir framgöngu sína í mannréttindamálum og hefði verið eftir því tekið á alþjóðavísu. Af sama tilefni sagði utanríkisráðherra að Ísland hefði gagnrýnt ríki sem eiga sæti í ráðinu sem eru ekki til fyrirmyndar í mannréttindamálum s.s. Filippseyjar. Það er gott að vita af mannréttindum íbúa alls heimsins í öruggum höndum íslenska ríkisins. Á sama tíma er leitt að heyra að pólskir stjórnmálamenn séu að reyna að hafa áhrif á skipan dómstóla í landinu og þar með niðurstöður þeirra. Kannski verður það fyrsta verk Íslands sem forystuþjóðar í mannréttindaráði Sameinuðu þjóðanna að tukta pólsku ríkisstjórnina til og tryggja Pólverjum aðgang að sjálfstæðum og óháðum dómstólum sem eru skipaðir samkvæmt lögum. Eða eins og Megas og Tolli komust að orði með Íkarusi á sínum tíma: ... en ástandið í Póllandi fer hríðversnandi dag frá degi það dylst þeim ekki sem er hér við hungurmörk svo ég held ég bara þegi ég veit ekki betur en það sé sýnt & sannað að svo skal böl bœta að benda á eitthvað annað.Höfundur er hæstaréttarlögmaður
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun
Skoðun Það er kominn verðmiði á fangelsið en hvað má ungmenni í alvarlegum vanda kosta? Davíð Bergmann skrifar
Skoðun Hinn opni tékki samgöngusáttmálans – ljósastýring og Sundabraut Eiríkur S. Svavarsson skrifar
Skoðun Við þurfum stjórnmálamenn sem skilja mikilvægi stærstu atvinnugreinar landsins Aðalheiður Ósk Guðmundsdóttir skrifar
Skoðun Kallað eftir fyrirsjáanleika í opinberum framkvæmdum Þorsteinn Víglundsson ,Jónína Guðmundsdóttir,Karl Andreassen skrifar
Skoðun Afvegaleidd umræða um áskoranir heilbrigðiskerfisins Áslaug Arna Sigurbjörnsdóttir skrifar
Skoðun Launafólk sýndi ábyrgð – Hvað með bankana og fjármagnseigendur? Finnbjörn A. Hermannsson skrifar
Skoðun Gæti aukin einkavæðing og skólaval í grunnskólakerfinu bætt námsárangur og aukið jafnrétti? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon skrifar
Hvers vegna hefur frammistöðu íslenskra nemenda í PISA farið hrakandi? Jón Páll Haraldsson,Linda Heiðarsdóttir,Ómar Örn Magnússon Skoðun