Alex Jones úthýst af Facebook Stefán Ó. Jónsson skrifar 28. júlí 2018 17:43 Alex Jones er þekktur fyrir líflega framsögn og umdeildar skoðanir. Skjáskot Facebook-síðu hins litríka spjallþáttastjórnanda Alex Jones var lokað í gær. Í yfirlýsingu sem samfélagsmiðilinn sendi frá sér segir að lokunina megi rekja til þeirra samsæriskenninga og hatursáróðurs sem Jones hefur birt á síðunni í gegnum tíðina. Í þessu samhengi nefnir Facebook fjögur myndbönd sem birtust á síðu hans á síðustu misserum, sem brutu birtingarreglur miðilsins. Lokunin gildir í 30 daga og segir Facebook að hætti þáttastjórnandinn ekki að brjóta reglur samfélagsmiðilsins verður öðrum síðum, til að mynda Facebook-síðu þáttar hans, Infowars, einnig lokað. Hinar síðurnar hafi þegar fengið aðvörun en ekki „brotið nógu mikið af sér“ eins og það er orðað, til að verða lokað. Sjá einnig: Heyrðu óðar samsæriskenningar Alex Jones í stíl Bon Iver Bannið þýðir að Jones getur ekki birt neinar færslur, hvorki á sinni eigin síðu eða öðrum, og þá getur hann ekki sent skilaboð. Greint var frá því í liðinni viku að Youtube hafi einnig fjarlægt fjögur myndbönd af reikningi Infowars. Í yfirlýsingu frá myndbandaveitunni segir að Infowars eigi á hættu að vera lokað fyrir fullt og allt ef Jones sendir frá sér fleiri myndbönd sem brjóti reglur miðilsins. Infowars hefur ekki tjáð sig um málið við miðla vestanhafs. Alex Jones hefur aukið vinsældir statt og stöðugt frá því að hann setti Infowars í loftið árið 1999. Hann þykir umdeildur vegna þeirra skoðana og kenninga sem hann reifar í myndböndunum sínum. Til að mynda segist hann sannfærður um að flest fjöldamorð í Bandaríkjunum séu sviðsetningar. Facebook Samfélagsmiðlar Bandaríkin Skotárás í Sandy Hook-grunnskólanum Tengdar fréttir Foreldrar myrtra barna stefna samsæriskenningarsmiði vegna ærumeiðinga Eftir að börnin þeirra voru myrt í fjöldamorði í grunnskóla árið 2012 hafa foreldrarnir mátt þola áreiti samsæriskenningasmiða og trölla. 17. apríl 2018 18:38 Foreldrar fórnarlambs Sandy Hook-árásarinnar grátbiðja Zuckerberg um að kæfa samsæriskenningar Foreldrar drengs sem lést í skotárásinni í Sandy Hook-grunnskólann í bænum Newton í Connecticut í desember árið 2012 birtu í dag opið bréf til Marks Zuckerbergs, stofnanda Facebook. 25. júlí 2018 20:39 Heyrðu óðar samsæriskenningar Alex Jones í stíl Bon Iver Svona myndi Alex Jones, samsæriskenningakóngur internetsins, hljóma ef hann væri í hljómsveitinni Bon Iver. 15. júlí 2017 14:13 Mest lesið Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Innlent Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Innlent Vann á öllum deildum leikskólans Innlent Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Erlent Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Erlent Fleiri fréttir Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Sjá meira
Facebook-síðu hins litríka spjallþáttastjórnanda Alex Jones var lokað í gær. Í yfirlýsingu sem samfélagsmiðilinn sendi frá sér segir að lokunina megi rekja til þeirra samsæriskenninga og hatursáróðurs sem Jones hefur birt á síðunni í gegnum tíðina. Í þessu samhengi nefnir Facebook fjögur myndbönd sem birtust á síðu hans á síðustu misserum, sem brutu birtingarreglur miðilsins. Lokunin gildir í 30 daga og segir Facebook að hætti þáttastjórnandinn ekki að brjóta reglur samfélagsmiðilsins verður öðrum síðum, til að mynda Facebook-síðu þáttar hans, Infowars, einnig lokað. Hinar síðurnar hafi þegar fengið aðvörun en ekki „brotið nógu mikið af sér“ eins og það er orðað, til að verða lokað. Sjá einnig: Heyrðu óðar samsæriskenningar Alex Jones í stíl Bon Iver Bannið þýðir að Jones getur ekki birt neinar færslur, hvorki á sinni eigin síðu eða öðrum, og þá getur hann ekki sent skilaboð. Greint var frá því í liðinni viku að Youtube hafi einnig fjarlægt fjögur myndbönd af reikningi Infowars. Í yfirlýsingu frá myndbandaveitunni segir að Infowars eigi á hættu að vera lokað fyrir fullt og allt ef Jones sendir frá sér fleiri myndbönd sem brjóti reglur miðilsins. Infowars hefur ekki tjáð sig um málið við miðla vestanhafs. Alex Jones hefur aukið vinsældir statt og stöðugt frá því að hann setti Infowars í loftið árið 1999. Hann þykir umdeildur vegna þeirra skoðana og kenninga sem hann reifar í myndböndunum sínum. Til að mynda segist hann sannfærður um að flest fjöldamorð í Bandaríkjunum séu sviðsetningar.
Facebook Samfélagsmiðlar Bandaríkin Skotárás í Sandy Hook-grunnskólanum Tengdar fréttir Foreldrar myrtra barna stefna samsæriskenningarsmiði vegna ærumeiðinga Eftir að börnin þeirra voru myrt í fjöldamorði í grunnskóla árið 2012 hafa foreldrarnir mátt þola áreiti samsæriskenningasmiða og trölla. 17. apríl 2018 18:38 Foreldrar fórnarlambs Sandy Hook-árásarinnar grátbiðja Zuckerberg um að kæfa samsæriskenningar Foreldrar drengs sem lést í skotárásinni í Sandy Hook-grunnskólann í bænum Newton í Connecticut í desember árið 2012 birtu í dag opið bréf til Marks Zuckerbergs, stofnanda Facebook. 25. júlí 2018 20:39 Heyrðu óðar samsæriskenningar Alex Jones í stíl Bon Iver Svona myndi Alex Jones, samsæriskenningakóngur internetsins, hljóma ef hann væri í hljómsveitinni Bon Iver. 15. júlí 2017 14:13 Mest lesið Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Erlent Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Innlent Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Innlent Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Innlent Vann á öllum deildum leikskólans Innlent Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Erlent Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Erlent Fleiri fréttir Hamasliðar tilbúnir að sleppa gíslum og láta völd af hendi Hótar helvíti á jörð samþykki Hamas ekki tillögurnar Vísa frá máli á hendur skipverjum sem voru taldir hafa slitið sæstrengi „Það vill enginn spila eftir reglum sem eru samdar annars staðar“ Rekja andlát dóttur að hluta til samsæriskenninga móður Fyrsta konan sem verður erkibiskupinn af Kantaraborg Diddy í fimmtíu mánaða fangelsisvist Einn hinna látnu skotinn af lögreglu og annar særður Finna mikla nálykt frá rústunum Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Hamas liðar vilja ekki afvopnast Flugvellinum í München lokað vegna drónaumferðar Nafngreina árásarmanninn í Manchester Segist eiga í vopnuðum átökum við eiturlyfjasmyglara Árásin í Manchester skilgreind sem hryðjuverk Leiðtogafundur í Danmörku: „Rússar munu ekki stoppa fyrr en tilneyddir“ Tveir látnir og þrír alvarlega særðir eftir árás í Manchester Afganir fagna því að vera aftur komnir í samband við umheiminn Thunberg meðal 500 handtekinna aðgerðasinna Demókrötum kennt um og uppsögnum hótað Frelsisflotinn umkringdur og farþegar fluttir til Ísraels Jane Goodall látin Telja sig hafa fundið skipið sem skaut drónunum Brýnt að koma rafmagni aftur á kjarnorkuverið „Dimmur dagur“ í sögu Slóvakíu Völdu tveggja ára stúlku sem nýja jómfrúargyðju Höfuðpaur tælingarhóps dæmdur í þrjátíu og fimm ára fangelsi Chunk er loksins „feitasti“ björninn Sjá meira
Foreldrar myrtra barna stefna samsæriskenningarsmiði vegna ærumeiðinga Eftir að börnin þeirra voru myrt í fjöldamorði í grunnskóla árið 2012 hafa foreldrarnir mátt þola áreiti samsæriskenningasmiða og trölla. 17. apríl 2018 18:38
Foreldrar fórnarlambs Sandy Hook-árásarinnar grátbiðja Zuckerberg um að kæfa samsæriskenningar Foreldrar drengs sem lést í skotárásinni í Sandy Hook-grunnskólann í bænum Newton í Connecticut í desember árið 2012 birtu í dag opið bréf til Marks Zuckerbergs, stofnanda Facebook. 25. júlí 2018 20:39
Heyrðu óðar samsæriskenningar Alex Jones í stíl Bon Iver Svona myndi Alex Jones, samsæriskenningakóngur internetsins, hljóma ef hann væri í hljómsveitinni Bon Iver. 15. júlí 2017 14:13