Erlendir ferðamenn leigja bíla í skemmri tíma en verið hefur Sighvatur Arnmundsson skrifar 28. júlí 2018 07:45 Dregið hefur úr fjölgun bílaleigubíla í umferð eftir mikinn vöxt undanfarin ár. Ferðamenn leigja nú bíla í styttri tíma en áður. FRÉTTABLAÐIÐ/ANTON BRINK Forstjórar tveggja af stærstu bílaleigum landsins finna fyrir breyttu mynstri í útleigu til erlendra ferðamanna. Eftir mikinn vöxt undanfarin ár virðist ákveðið jafnvægi vera að nást og töluverður samdráttur hefur verið í nýskráningu bílaleigubíla á fyrri hluta ársins. Samkvæmt tölum frá Hagstofunni voru í júlíbyrjun skráðir rúmlega 26 þúsund bílaleigubílar í umferð og hafði þeim fjölgað um rúmlega 700 milli ára. Það er umtalsvert minni fjölgun en hefur verið síðustu ár. Þannig voru bílaleigubílar í umferð tæplega 17 þúsund sumarið 2015 og rúmlega 21 þúsund sumarið 2016. Steingrímur Birgisson, forstjóri Höldurs, sem rekur Bílaleigu Akureyrar og Europcar, segir að heldur minna hafi verið að gera núna en síðasta sumar. „Það er ekkert sem kemur á óvart, við gerðum ráð fyrir minnkun í sumar. Við drógum úr fjárfestingum og keyptum færri bíla sem var hárrétt ákvörðun,“ segir Steingrímur. Hann segir að jafnvel hefði mátt draga enn frekar úr kaupum á nýjum bílum. Nýtingin í ár sé svipuð og í fyrra. Hann segir að staðan verði þó ekki endanlega ljós fyrr en síðar. „Við erum í miðjum háannatímanum, júlí og ágúst eru stærstu mánuðirnir.“ Steingrímur segir að leigutími ferðamanna sé að styttast og þeir taki nú ódýrari bíla en áður. „Við erum orðin of dýr, krónan er of sterk.“ Varðandi endursölu á notuðum bílaleigubílum segir Steingrímur að hún hafi gengið vel. Í fyrra hafi verið farið fram úr markmiðum og árið í ár sé á áætlun. Hjálmar Pétursson, forstjóri Avis sem rekur einnig bílaleiguna Budget, segist einnig sjá breytt mynstur í leigu erlendra ferðamanna. „Það eru fleiri Bandaríkjamenn að koma núna. Þeir leigja bílana í styttri tíma en nota þá meira.“ Hann segir að fyrirtækið hafi minnkað fjárfestingar fyrir sumarið. Reglugerðarbreytingar hjá ríkinu eigi líka sinn þátt í þeirri ákvörðun. „Almennt er þetta búið að vera í lagi hjá okkur en ekki sami vöxtur og undanfarið. Júlí er búinn að vera erfiður eins og spá Isavia hafði bent til. Ágúst og september líta hins vegar mjög vel út,“ segir Hjálmar. Hann segir að með aukinni samkeppni hafi verðið verið að lækka. „Gengið er líka alltof sterkt fyrir allan útflutning. Samhliða því hefur launakostnaður rokið upp og ríkið setur alltaf meiri álögur á okkur. Þetta gerir reksturinn erfiðari.“ Hjálmar segir að þar sem afkoman hafi almennt verið léleg í ferðaþjónustu á síðasta ári séu menn að taka til í rekstrinum nú. „Það er dýrt að vaxa. Aðilar eru að heltast úr lestinni og aðrir að sameinast. Ég á alveg eins von á því að frekari samrunar séu fram undan.“ Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira
Forstjórar tveggja af stærstu bílaleigum landsins finna fyrir breyttu mynstri í útleigu til erlendra ferðamanna. Eftir mikinn vöxt undanfarin ár virðist ákveðið jafnvægi vera að nást og töluverður samdráttur hefur verið í nýskráningu bílaleigubíla á fyrri hluta ársins. Samkvæmt tölum frá Hagstofunni voru í júlíbyrjun skráðir rúmlega 26 þúsund bílaleigubílar í umferð og hafði þeim fjölgað um rúmlega 700 milli ára. Það er umtalsvert minni fjölgun en hefur verið síðustu ár. Þannig voru bílaleigubílar í umferð tæplega 17 þúsund sumarið 2015 og rúmlega 21 þúsund sumarið 2016. Steingrímur Birgisson, forstjóri Höldurs, sem rekur Bílaleigu Akureyrar og Europcar, segir að heldur minna hafi verið að gera núna en síðasta sumar. „Það er ekkert sem kemur á óvart, við gerðum ráð fyrir minnkun í sumar. Við drógum úr fjárfestingum og keyptum færri bíla sem var hárrétt ákvörðun,“ segir Steingrímur. Hann segir að jafnvel hefði mátt draga enn frekar úr kaupum á nýjum bílum. Nýtingin í ár sé svipuð og í fyrra. Hann segir að staðan verði þó ekki endanlega ljós fyrr en síðar. „Við erum í miðjum háannatímanum, júlí og ágúst eru stærstu mánuðirnir.“ Steingrímur segir að leigutími ferðamanna sé að styttast og þeir taki nú ódýrari bíla en áður. „Við erum orðin of dýr, krónan er of sterk.“ Varðandi endursölu á notuðum bílaleigubílum segir Steingrímur að hún hafi gengið vel. Í fyrra hafi verið farið fram úr markmiðum og árið í ár sé á áætlun. Hjálmar Pétursson, forstjóri Avis sem rekur einnig bílaleiguna Budget, segist einnig sjá breytt mynstur í leigu erlendra ferðamanna. „Það eru fleiri Bandaríkjamenn að koma núna. Þeir leigja bílana í styttri tíma en nota þá meira.“ Hann segir að fyrirtækið hafi minnkað fjárfestingar fyrir sumarið. Reglugerðarbreytingar hjá ríkinu eigi líka sinn þátt í þeirri ákvörðun. „Almennt er þetta búið að vera í lagi hjá okkur en ekki sami vöxtur og undanfarið. Júlí er búinn að vera erfiður eins og spá Isavia hafði bent til. Ágúst og september líta hins vegar mjög vel út,“ segir Hjálmar. Hann segir að með aukinni samkeppni hafi verðið verið að lækka. „Gengið er líka alltof sterkt fyrir allan útflutning. Samhliða því hefur launakostnaður rokið upp og ríkið setur alltaf meiri álögur á okkur. Þetta gerir reksturinn erfiðari.“ Hjálmar segir að þar sem afkoman hafi almennt verið léleg í ferðaþjónustu á síðasta ári séu menn að taka til í rekstrinum nú. „Það er dýrt að vaxa. Aðilar eru að heltast úr lestinni og aðrir að sameinast. Ég á alveg eins von á því að frekari samrunar séu fram undan.“
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Tveir létust í skotárás á háskóla í Flórída Erlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Innlent Fjórir létust þegar kláfferja hrapaði á Ítalíu Erlent Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Innlent Háværar framkvæmdir stöðvaðar Innlent Fleiri fréttir Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Búið að loka hringveginum vegna ófærðar Sex hópnauðganir til rannsóknar og lengri opnunartími sundlauga Von á fallegum, litríkum og kvikum norðurljósum í kvöld Sex hópnauðganir á borð lögreglu á árinu Steindór Andersen er látinn Sjá meira