Verði að taka á vanda utangarðsfólks Ólöf Skaftadóttir skrifar 28. júlí 2018 07:15 Formaður borgarráðs og oddviti Viðreisnar vill gera betur við utangarðsfólk og samþykkti neyðarfund í borgarráði vegna málsins. Fréttablaðið/Anton Brink Fulltrúar þeirra flokka sem sitja í minnihluta borgarstjórnar Reykjavíkur sendu frá sér í gær sameiginlega yfirlýsingu þar sem þess er krafist að gripið verði til tafarlausra neyðarúrræða í málefnum heimilislausra í borginni. Hefjast þurfi handa við að leysa þennan alvarlega vanda til frambúðar. Farið er fram á aukafund í borgarráði í næstu viku til að ræða þessi mál. Formaður borgarráðs, Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, segir sjálfsagt að verða við þeirri ósk og fundurinn verði í næstu viku. Fulltrúi minnihlutans, Vigdís Hauksdóttir, oddviti Miðflokksins, segist fagna skjótum viðbrögðum Þórdísar Lóu við beiðni þeirra. Í yfirlýsingunni er aðgerðaleysi meirihlutans í borginni harmað og sagt að það sé fullkomið ábyrgðarleysi að fagráð borgarinnar séu komin í sumarleyfi á meðan vandinn sé enn óleystur. Fyrr í sumar hafi verið óskað eftir aukafundi í velferðarráði en þau svör fengist að ekki yrði unnt að verða við því fyrr en 10. ágúst. „En þótt Þórdís Lóa [Þórhallsdóttir] og Viðreisn séu nýkomin inn í borgarstjórn og lýsi yfir vilja til þess að laga þetta ástand, þá eru þau að setjast inn í meirihluta sem hefur sýnt algjört áhugaleysi á málaflokknum, eins og lýst er í áliti umboðsmanns,“ segir Vigdís.Álitið sé gott veganesti Umboðsmaður Alþingis fjallaði í nýlegu áliti um stöðu utangarðsfólks þar sem segir að Reykjavíkurborg tryggi þessum hópi ekki fullnægjandi aðstoð við lausn á bráðum húsnæðisvanda. Í álitinu segir að borgin eigi í almennum og viðvarandi vanda í tengslum við húsnæðismál utangarðsfólks og fólks með fjölþættan vanda. Hópurinn hafi tæplega tvöfaldast á fimm árum, eða um 95 prósent frá árinu 2012 til 2017. Þórdís Lóa segir meirihlutann ánægðan með álit umboðsmanns. „Við lítum á þetta skjal sem gott veganesti út í þá vinnu sem við ætluðum hvort eð er í. Það er skýrt í sáttmálanum. En það verður auðvitað ekki hjá því litið að Reykjavík er eina sveitarfélagið sem er að þjónusta þennan hóp,“ segir formaðurinn en bætir við að það sé ekki óvanalegt. Í stórum borgum úti í heimi sé hefð fyrir því að jaðarsettir hópar flykkist inn í þéttbýli og höfuðborgir. Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, oddviti Viðreisnar í Reykjavík, segir að álit umboðsmanns sé gott veganesti út í þá vinnu sem farið verði í.Vísir/Stöð 2„Þetta er klárlega verkefni borgarinnar og við skorumst ekki undan því, en þetta er líka sameiginlegt verkefni okkar og heilbrigðis- og félagsmálaráðuneytanna,“ útskýrir Þórdís Lóa, en umboðsmaður leitaði einnig svara hjá fimmtán stærstu sveitarfélögunum utan Reykjavíkur, og beindi tilmælum til þeirra að fara yfir málaflokkinn með tilliti til athugasemda sinna. Minnihlutinn með tillögur Vigdís segir minnihlutann vera með tillögur að því að leysa vandann. „Sem dæmi myndi það taka okkur í minnihlutanum fyrir hádegi á morgun að leysa ákveðin aðkallandi mál sem þessi hópur glímir við. Ef við tökum sem dæmi fólkið sem býr í húsvögnum og tjöldum í Laugardalnum, það eina sem þau hafa farið fram á er aðgangur að rafmagni og hreinlætisaðstöðu. Það er hægt að kippa því í liðinn á nokkrum klukkustundum. Við þurfum, strax í sumar, að finna lausnir til bráðabirgða, neyðarlausnir, meðan er verið að finna fjármagn fyrir fleiri félagslegum íbúðum. Það er verið að byggja hótel hringinn í kringum landið úr gámaeiningum, af hverju er ekki hægt að koma fleiri slíkum einingum fyrir í Reykjavík til að fólk sem þarf á slíku að halda fái þak yfir höfuðið, strax? Það þarf bara vilja til að framkvæma og svo þarf að kýla á það,“ segir Vigdís og bætir við: „Meirihlutinn hefur ýtt vandanum á undan sér og verið með afsakanir. Meðal annars um að fólk sem leitar á náðir borgarinnar um félagslegt húsnæði hafi haft lögheimili í öðru sveitarfélagi og þar af leiðandi beri borginni ekki skylda til að aðstoða það fólk, ég segi bara, björgum þessu fólki og sendum sveitarfélaginu sem á í hlut svo reikninginn. Við berum ákveðnar skyldur sem höfuðborg.“ Engin ein lausn fyrir alla Vigdís og Þórdís Lóa segja báðar mikilvægt að fram komi að hópurinn sem um ræðir er mjög fjölbreyttur. „Allar lausnir sem við komum upp með þurfa að mæta fjölbreytileikanum,“ segir Þórdís Lóa. „Það þarf að hlúa að þessum hópi af virðingu og passa upp á mannréttindi. Það er ekki hægt að koma til móts við þennan hóp með forsjárhyggju eða einföldum lausnum fyrir alla.“ Eitt dæmi um lausn sem henti sumum vel séu smáhýsin úti á Granda. „Það er lausn sem hefur gefist vel í sumum tilfellum, en hentar klárlega ekki öllum. Við þurfum bara að gera meira og gera betur.“ Vigdís segir minnihlutann munu kynna mun fleiri lausnir á vandanum á fundi borgarráðs í næstu viku. „Ég legg áherslu á að þessi mál verði leyst í sumar svo fólk þurfi ekki að horfa upp á haustið og ískaldan vetur á hrakhólum. Við erum forrík þjóð og það verður að finna fjármagn. Við getum byrjað að skera niður á skrifstofu borgarstjóra, sem kostar 800 milljónir á ári að reka, til þess að sinna fólkinu okkar.“ Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Kalla eftir aukafundi vegna heimilislausra Minnihlutinn í borgarstjórn harmar það sem hann kallar "algjört aðgerðarleysi,“ í málefnum heimilislausra í Reykjavík. 27. júlí 2018 08:04 Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Konan er fundin Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Erlent Fleiri fréttir Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum „Mér fannst þetta vera svolítil vonbrigði“ Sjá meira
Fulltrúar þeirra flokka sem sitja í minnihluta borgarstjórnar Reykjavíkur sendu frá sér í gær sameiginlega yfirlýsingu þar sem þess er krafist að gripið verði til tafarlausra neyðarúrræða í málefnum heimilislausra í borginni. Hefjast þurfi handa við að leysa þennan alvarlega vanda til frambúðar. Farið er fram á aukafund í borgarráði í næstu viku til að ræða þessi mál. Formaður borgarráðs, Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, segir sjálfsagt að verða við þeirri ósk og fundurinn verði í næstu viku. Fulltrúi minnihlutans, Vigdís Hauksdóttir, oddviti Miðflokksins, segist fagna skjótum viðbrögðum Þórdísar Lóu við beiðni þeirra. Í yfirlýsingunni er aðgerðaleysi meirihlutans í borginni harmað og sagt að það sé fullkomið ábyrgðarleysi að fagráð borgarinnar séu komin í sumarleyfi á meðan vandinn sé enn óleystur. Fyrr í sumar hafi verið óskað eftir aukafundi í velferðarráði en þau svör fengist að ekki yrði unnt að verða við því fyrr en 10. ágúst. „En þótt Þórdís Lóa [Þórhallsdóttir] og Viðreisn séu nýkomin inn í borgarstjórn og lýsi yfir vilja til þess að laga þetta ástand, þá eru þau að setjast inn í meirihluta sem hefur sýnt algjört áhugaleysi á málaflokknum, eins og lýst er í áliti umboðsmanns,“ segir Vigdís.Álitið sé gott veganesti Umboðsmaður Alþingis fjallaði í nýlegu áliti um stöðu utangarðsfólks þar sem segir að Reykjavíkurborg tryggi þessum hópi ekki fullnægjandi aðstoð við lausn á bráðum húsnæðisvanda. Í álitinu segir að borgin eigi í almennum og viðvarandi vanda í tengslum við húsnæðismál utangarðsfólks og fólks með fjölþættan vanda. Hópurinn hafi tæplega tvöfaldast á fimm árum, eða um 95 prósent frá árinu 2012 til 2017. Þórdís Lóa segir meirihlutann ánægðan með álit umboðsmanns. „Við lítum á þetta skjal sem gott veganesti út í þá vinnu sem við ætluðum hvort eð er í. Það er skýrt í sáttmálanum. En það verður auðvitað ekki hjá því litið að Reykjavík er eina sveitarfélagið sem er að þjónusta þennan hóp,“ segir formaðurinn en bætir við að það sé ekki óvanalegt. Í stórum borgum úti í heimi sé hefð fyrir því að jaðarsettir hópar flykkist inn í þéttbýli og höfuðborgir. Þórdís Lóa Þórhallsdóttir, oddviti Viðreisnar í Reykjavík, segir að álit umboðsmanns sé gott veganesti út í þá vinnu sem farið verði í.Vísir/Stöð 2„Þetta er klárlega verkefni borgarinnar og við skorumst ekki undan því, en þetta er líka sameiginlegt verkefni okkar og heilbrigðis- og félagsmálaráðuneytanna,“ útskýrir Þórdís Lóa, en umboðsmaður leitaði einnig svara hjá fimmtán stærstu sveitarfélögunum utan Reykjavíkur, og beindi tilmælum til þeirra að fara yfir málaflokkinn með tilliti til athugasemda sinna. Minnihlutinn með tillögur Vigdís segir minnihlutann vera með tillögur að því að leysa vandann. „Sem dæmi myndi það taka okkur í minnihlutanum fyrir hádegi á morgun að leysa ákveðin aðkallandi mál sem þessi hópur glímir við. Ef við tökum sem dæmi fólkið sem býr í húsvögnum og tjöldum í Laugardalnum, það eina sem þau hafa farið fram á er aðgangur að rafmagni og hreinlætisaðstöðu. Það er hægt að kippa því í liðinn á nokkrum klukkustundum. Við þurfum, strax í sumar, að finna lausnir til bráðabirgða, neyðarlausnir, meðan er verið að finna fjármagn fyrir fleiri félagslegum íbúðum. Það er verið að byggja hótel hringinn í kringum landið úr gámaeiningum, af hverju er ekki hægt að koma fleiri slíkum einingum fyrir í Reykjavík til að fólk sem þarf á slíku að halda fái þak yfir höfuðið, strax? Það þarf bara vilja til að framkvæma og svo þarf að kýla á það,“ segir Vigdís og bætir við: „Meirihlutinn hefur ýtt vandanum á undan sér og verið með afsakanir. Meðal annars um að fólk sem leitar á náðir borgarinnar um félagslegt húsnæði hafi haft lögheimili í öðru sveitarfélagi og þar af leiðandi beri borginni ekki skylda til að aðstoða það fólk, ég segi bara, björgum þessu fólki og sendum sveitarfélaginu sem á í hlut svo reikninginn. Við berum ákveðnar skyldur sem höfuðborg.“ Engin ein lausn fyrir alla Vigdís og Þórdís Lóa segja báðar mikilvægt að fram komi að hópurinn sem um ræðir er mjög fjölbreyttur. „Allar lausnir sem við komum upp með þurfa að mæta fjölbreytileikanum,“ segir Þórdís Lóa. „Það þarf að hlúa að þessum hópi af virðingu og passa upp á mannréttindi. Það er ekki hægt að koma til móts við þennan hóp með forsjárhyggju eða einföldum lausnum fyrir alla.“ Eitt dæmi um lausn sem henti sumum vel séu smáhýsin úti á Granda. „Það er lausn sem hefur gefist vel í sumum tilfellum, en hentar klárlega ekki öllum. Við þurfum bara að gera meira og gera betur.“ Vigdís segir minnihlutann munu kynna mun fleiri lausnir á vandanum á fundi borgarráðs í næstu viku. „Ég legg áherslu á að þessi mál verði leyst í sumar svo fólk þurfi ekki að horfa upp á haustið og ískaldan vetur á hrakhólum. Við erum forrík þjóð og það verður að finna fjármagn. Við getum byrjað að skera niður á skrifstofu borgarstjóra, sem kostar 800 milljónir á ári að reka, til þess að sinna fólkinu okkar.“
Birtist í Fréttablaðinu Tengdar fréttir Kalla eftir aukafundi vegna heimilislausra Minnihlutinn í borgarstjórn harmar það sem hann kallar "algjört aðgerðarleysi,“ í málefnum heimilislausra í Reykjavík. 27. júlí 2018 08:04 Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Konan er fundin Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Erlent Fleiri fréttir Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum „Mér fannst þetta vera svolítil vonbrigði“ Sjá meira
Kalla eftir aukafundi vegna heimilislausra Minnihlutinn í borgarstjórn harmar það sem hann kallar "algjört aðgerðarleysi,“ í málefnum heimilislausra í Reykjavík. 27. júlí 2018 08:04