Innlent

Gæslan tekur undir með flugmönnum

Garðar Örn Úlfarsson skrifar
Auðunn F. Kristinsson, framkvæmdastjóri aðgerðasviðs  LHG.
Auðunn F. Kristinsson, framkvæmdastjóri aðgerðasviðs LHG.
Auðunn F. Kristinsson, framkvæmdastjóri aðgerðasviðs Landhelgisgæslunnar, kveðst sammála því sem haft var eftir Ingvari Tryggvasyni, formanni öryggisnefndar Félags íslenskra atvinnuflugmanna, í Fréttablaðinu í gær að Gæslan geti ekki leyft sér neitt annað en að nota vélar sem hafi óvefengjanlegt orðspor.

Ofangreint kom fram í frétt RÚV í gær. Landhelgisgæslan hefur ekki svarað ítrekaðri fyrirspurn Fréttablaðsins um það hvort halda eigi til streitu samningi um leigu tveggja björgunarþyrla frá Noregi.

Í frétt RÚV sagði Auðunn hins vegar að málið væri í skoðun.

„Ef við höfum minnstu áhyggjur af því að þessar vélar uppfylli ekki okkar kröfur þá höfum við öll tækifæri til að bakka út úr þessu,“ sagði Auðunn.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×