Framtíð Sundhallarinnar ræðst á fundi húsafriðunarnefndar Jóhann Óli Eiðsson skrifar 27. júlí 2018 06:00 Ysta byrði hússins er í slæmu ástandi en um timburklæðningu er að ræða að stærstu leyti. Undir henni leynist þó upprunalega húsið frá 1944. Þrátt fyrir lélegt ástand hefur Sundhöll Keflavíkur, sem hönnuð var af Guðjóni Samúelssyni, hátt varðveislugildi vegna byggingarlistar hússins og menningarsögu. Breytingar sem hafa verið gerðar á húsinu í gegnum tíðina eru að verulegu leyti afturkræfar og listrænt gildi þess nokkuð. Þetta kemur fram í óháðu mati sem gert var á Sundhöll Keflavíkur. Í júní óskaði húsafriðunarnefnd eftir því að Minjastofnun myndi leggja rökstutt mat á varðveislugildi sundhallarinnar. Nokkur styr hefur staðið um húsið en eigandi þess, Vatnsnessteinn ehf., stefnir að því að láta rífa húsið og byggja þar fjölbýlishús. Hollvinasamtök sundhallarinnar hafa barist fyrir því að húsið fái að standa. Bæjaryfirvöld í Reykjanesbæ veittu í upphafi árs leyfi fyrir því að rífa húsið, en Fréttablaðið greindi frá því í mars að það var atkvæði bróðurdóttur eiganda hússins sem réð úrslitum í ákvörðun umhverfis- og skipulagsráðs Keflavíkur um nýtt deiliskipulag á reitnum þar sem Sundhöllin stendur. Matið á húsinu var unnið af Hjörleifi Stefánssyni arkitekt. Meta átti fimm þætti; byggingarlist þess, menningarsögulegt gildi, umhverfisgildi, upprunaleikagildi og tæknilegt ástand hússins. „Heildarniðurstaða Hjörleifs er sú að tæknilegt ástand byggingarinnar er mjög slakt. Sé litið til byggingarlistarinnar, eins og húsið stendur núna, þá skorar það ekki hátt en það er hægt að taka til baka breytingar sem gerðar hafa verið á því í gegnum tíðina,“ segir Þór Hjaltalín, sviðstjóri hjá Minjastofnun. Ysta byrði hússins er í slæmu ástandi en um timburklæðningu er að ræða að stærstu leyti. Undir henni leynist þó upprunalega húsið frá 1944. Þaki var bætt á höllina 1951 og í matinu segir að unnt sé að færa húsið aftur í það mót með auðveldum hætti. „Breytingar sem gerðar hafa verið á mannvirkinu frá árinu 1944 hafa rýrt gildisþætti, yfirbyggingin jók við notagildið en dró heldur úr listrænu gildi. Útivistarsvæðið bætti notagildið en rýrði listrænt gildi til muna en út yfir allan þjófabálk tók með breytingu á þakbrúnum og timburklæðningu útveggjanna sem voru til verulegs skaða fyrir gildi hússins,“ segir í mati Hjörleifs. „Staðan núna er þannig að þessi skýrsla verður send húsafriðunarnefnd sem mun funda um málið 13. ágúst. Þá verður tekin afstaða til þess hver næstu skref eiga að vera og hvort friðlýsa skuli húsið,“ segir Þór. Birtist í Fréttablaðinu Skipulag Tengdar fréttir Reykjanesbær svarar spurningum um meint vanhæfi seint og um síðir Skipulagsstofnun höfðu í gær ekki borist svör frá bæjaryfirvöldum í Reykjanesbæ við spurningum og athugasemdum sem stofnunin sendi skipulagsfulltrúa bæjarins þann 20. apríl vegna samþykktra deiluskipulagsbreytinga þar sem gert er ráð fyrir að gamla Sundhöllin í Keflavík verði rifin. 24. maí 2018 06:00 Deila um niðurrif sundhallar Keflavíkur Forseti bæjarstjórnar Reykjanesbæjar segir hollvinasamtök gömlu sundhallarinnar í bænum þyrla upp moldviðri í deilum um niðurrif hússins. 1. apríl 2018 20:10 Meirihlutinn samþykkti að rífa Sundhöllina: „Skömmin er þeirra“ Meirihluti bæjarstjórnar Reykjanesbæjar hefur samþykkt að rífa Sundhöll Keflavíkur sem teiknuð var af Guðjóni Samúelssyni, húsameistara ríkisins, árið 1937. 20. mars 2018 19:25 Mest lesið „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Erlent Fleiri fréttir Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Sjá meira
Þrátt fyrir lélegt ástand hefur Sundhöll Keflavíkur, sem hönnuð var af Guðjóni Samúelssyni, hátt varðveislugildi vegna byggingarlistar hússins og menningarsögu. Breytingar sem hafa verið gerðar á húsinu í gegnum tíðina eru að verulegu leyti afturkræfar og listrænt gildi þess nokkuð. Þetta kemur fram í óháðu mati sem gert var á Sundhöll Keflavíkur. Í júní óskaði húsafriðunarnefnd eftir því að Minjastofnun myndi leggja rökstutt mat á varðveislugildi sundhallarinnar. Nokkur styr hefur staðið um húsið en eigandi þess, Vatnsnessteinn ehf., stefnir að því að láta rífa húsið og byggja þar fjölbýlishús. Hollvinasamtök sundhallarinnar hafa barist fyrir því að húsið fái að standa. Bæjaryfirvöld í Reykjanesbæ veittu í upphafi árs leyfi fyrir því að rífa húsið, en Fréttablaðið greindi frá því í mars að það var atkvæði bróðurdóttur eiganda hússins sem réð úrslitum í ákvörðun umhverfis- og skipulagsráðs Keflavíkur um nýtt deiliskipulag á reitnum þar sem Sundhöllin stendur. Matið á húsinu var unnið af Hjörleifi Stefánssyni arkitekt. Meta átti fimm þætti; byggingarlist þess, menningarsögulegt gildi, umhverfisgildi, upprunaleikagildi og tæknilegt ástand hússins. „Heildarniðurstaða Hjörleifs er sú að tæknilegt ástand byggingarinnar er mjög slakt. Sé litið til byggingarlistarinnar, eins og húsið stendur núna, þá skorar það ekki hátt en það er hægt að taka til baka breytingar sem gerðar hafa verið á því í gegnum tíðina,“ segir Þór Hjaltalín, sviðstjóri hjá Minjastofnun. Ysta byrði hússins er í slæmu ástandi en um timburklæðningu er að ræða að stærstu leyti. Undir henni leynist þó upprunalega húsið frá 1944. Þaki var bætt á höllina 1951 og í matinu segir að unnt sé að færa húsið aftur í það mót með auðveldum hætti. „Breytingar sem gerðar hafa verið á mannvirkinu frá árinu 1944 hafa rýrt gildisþætti, yfirbyggingin jók við notagildið en dró heldur úr listrænu gildi. Útivistarsvæðið bætti notagildið en rýrði listrænt gildi til muna en út yfir allan þjófabálk tók með breytingu á þakbrúnum og timburklæðningu útveggjanna sem voru til verulegs skaða fyrir gildi hússins,“ segir í mati Hjörleifs. „Staðan núna er þannig að þessi skýrsla verður send húsafriðunarnefnd sem mun funda um málið 13. ágúst. Þá verður tekin afstaða til þess hver næstu skref eiga að vera og hvort friðlýsa skuli húsið,“ segir Þór.
Birtist í Fréttablaðinu Skipulag Tengdar fréttir Reykjanesbær svarar spurningum um meint vanhæfi seint og um síðir Skipulagsstofnun höfðu í gær ekki borist svör frá bæjaryfirvöldum í Reykjanesbæ við spurningum og athugasemdum sem stofnunin sendi skipulagsfulltrúa bæjarins þann 20. apríl vegna samþykktra deiluskipulagsbreytinga þar sem gert er ráð fyrir að gamla Sundhöllin í Keflavík verði rifin. 24. maí 2018 06:00 Deila um niðurrif sundhallar Keflavíkur Forseti bæjarstjórnar Reykjanesbæjar segir hollvinasamtök gömlu sundhallarinnar í bænum þyrla upp moldviðri í deilum um niðurrif hússins. 1. apríl 2018 20:10 Meirihlutinn samþykkti að rífa Sundhöllina: „Skömmin er þeirra“ Meirihluti bæjarstjórnar Reykjanesbæjar hefur samþykkt að rífa Sundhöll Keflavíkur sem teiknuð var af Guðjóni Samúelssyni, húsameistara ríkisins, árið 1937. 20. mars 2018 19:25 Mest lesið „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Innlent Bandaríkin íhugi að draga sig úr friðarviðræðum Rússlands og Úkraínu Erlent Úkraína og Bandaríkin nálgast samkomulag Erlent Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Innlent Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Innlent Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Innlent Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Innlent Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Innlent Svona gæti veðrið litið út á sumardeginum fyrsta Veður Skoða hugsanlega breytingu á samstarfssamningi Norðurlanda Erlent Fleiri fréttir Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Af Alþingi til Fjallabyggðar „Vísbendingar um að fjárhagur sé að vænkast hjá borginni“ „Þeir voru fullir af hatri á meðan þeir lömdu mig“ Engin mygla í 200 húsum byggingameistara á Selfossi „Með allra besta móti miðað við árstíma“ Jónas Ingimundarson er látinn Sjá meira
Reykjanesbær svarar spurningum um meint vanhæfi seint og um síðir Skipulagsstofnun höfðu í gær ekki borist svör frá bæjaryfirvöldum í Reykjanesbæ við spurningum og athugasemdum sem stofnunin sendi skipulagsfulltrúa bæjarins þann 20. apríl vegna samþykktra deiluskipulagsbreytinga þar sem gert er ráð fyrir að gamla Sundhöllin í Keflavík verði rifin. 24. maí 2018 06:00
Deila um niðurrif sundhallar Keflavíkur Forseti bæjarstjórnar Reykjanesbæjar segir hollvinasamtök gömlu sundhallarinnar í bænum þyrla upp moldviðri í deilum um niðurrif hússins. 1. apríl 2018 20:10
Meirihlutinn samþykkti að rífa Sundhöllina: „Skömmin er þeirra“ Meirihluti bæjarstjórnar Reykjanesbæjar hefur samþykkt að rífa Sundhöll Keflavíkur sem teiknuð var af Guðjóni Samúelssyni, húsameistara ríkisins, árið 1937. 20. mars 2018 19:25