Framtíð Sundhallarinnar ræðst á fundi húsafriðunarnefndar Jóhann Óli Eiðsson skrifar 27. júlí 2018 06:00 Ysta byrði hússins er í slæmu ástandi en um timburklæðningu er að ræða að stærstu leyti. Undir henni leynist þó upprunalega húsið frá 1944. Þrátt fyrir lélegt ástand hefur Sundhöll Keflavíkur, sem hönnuð var af Guðjóni Samúelssyni, hátt varðveislugildi vegna byggingarlistar hússins og menningarsögu. Breytingar sem hafa verið gerðar á húsinu í gegnum tíðina eru að verulegu leyti afturkræfar og listrænt gildi þess nokkuð. Þetta kemur fram í óháðu mati sem gert var á Sundhöll Keflavíkur. Í júní óskaði húsafriðunarnefnd eftir því að Minjastofnun myndi leggja rökstutt mat á varðveislugildi sundhallarinnar. Nokkur styr hefur staðið um húsið en eigandi þess, Vatnsnessteinn ehf., stefnir að því að láta rífa húsið og byggja þar fjölbýlishús. Hollvinasamtök sundhallarinnar hafa barist fyrir því að húsið fái að standa. Bæjaryfirvöld í Reykjanesbæ veittu í upphafi árs leyfi fyrir því að rífa húsið, en Fréttablaðið greindi frá því í mars að það var atkvæði bróðurdóttur eiganda hússins sem réð úrslitum í ákvörðun umhverfis- og skipulagsráðs Keflavíkur um nýtt deiliskipulag á reitnum þar sem Sundhöllin stendur. Matið á húsinu var unnið af Hjörleifi Stefánssyni arkitekt. Meta átti fimm þætti; byggingarlist þess, menningarsögulegt gildi, umhverfisgildi, upprunaleikagildi og tæknilegt ástand hússins. „Heildarniðurstaða Hjörleifs er sú að tæknilegt ástand byggingarinnar er mjög slakt. Sé litið til byggingarlistarinnar, eins og húsið stendur núna, þá skorar það ekki hátt en það er hægt að taka til baka breytingar sem gerðar hafa verið á því í gegnum tíðina,“ segir Þór Hjaltalín, sviðstjóri hjá Minjastofnun. Ysta byrði hússins er í slæmu ástandi en um timburklæðningu er að ræða að stærstu leyti. Undir henni leynist þó upprunalega húsið frá 1944. Þaki var bætt á höllina 1951 og í matinu segir að unnt sé að færa húsið aftur í það mót með auðveldum hætti. „Breytingar sem gerðar hafa verið á mannvirkinu frá árinu 1944 hafa rýrt gildisþætti, yfirbyggingin jók við notagildið en dró heldur úr listrænu gildi. Útivistarsvæðið bætti notagildið en rýrði listrænt gildi til muna en út yfir allan þjófabálk tók með breytingu á þakbrúnum og timburklæðningu útveggjanna sem voru til verulegs skaða fyrir gildi hússins,“ segir í mati Hjörleifs. „Staðan núna er þannig að þessi skýrsla verður send húsafriðunarnefnd sem mun funda um málið 13. ágúst. Þá verður tekin afstaða til þess hver næstu skref eiga að vera og hvort friðlýsa skuli húsið,“ segir Þór. Birtist í Fréttablaðinu Skipulag Tengdar fréttir Reykjanesbær svarar spurningum um meint vanhæfi seint og um síðir Skipulagsstofnun höfðu í gær ekki borist svör frá bæjaryfirvöldum í Reykjanesbæ við spurningum og athugasemdum sem stofnunin sendi skipulagsfulltrúa bæjarins þann 20. apríl vegna samþykktra deiluskipulagsbreytinga þar sem gert er ráð fyrir að gamla Sundhöllin í Keflavík verði rifin. 24. maí 2018 06:00 Deila um niðurrif sundhallar Keflavíkur Forseti bæjarstjórnar Reykjanesbæjar segir hollvinasamtök gömlu sundhallarinnar í bænum þyrla upp moldviðri í deilum um niðurrif hússins. 1. apríl 2018 20:10 Meirihlutinn samþykkti að rífa Sundhöllina: „Skömmin er þeirra“ Meirihluti bæjarstjórnar Reykjanesbæjar hefur samþykkt að rífa Sundhöll Keflavíkur sem teiknuð var af Guðjóni Samúelssyni, húsameistara ríkisins, árið 1937. 20. mars 2018 19:25 Mest lesið Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Erlent Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Erlent „Kannski var þetta prakkarastrik“ Innlent Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum Innlent Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Erlent „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Innlent Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Innlent Fleiri fréttir Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Alls 246 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Skráningargjöld, fylgistap og gettó á Gasa Bæjarráð Voga vill gera ráð fyrir flugvelli í Hvassahrauni Leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Vilja taka fjármálaáætlun til umræðu Einu verslun Þingeyringa lokað Aðsóknarmet slegið í lögreglunám Sjá meira
Þrátt fyrir lélegt ástand hefur Sundhöll Keflavíkur, sem hönnuð var af Guðjóni Samúelssyni, hátt varðveislugildi vegna byggingarlistar hússins og menningarsögu. Breytingar sem hafa verið gerðar á húsinu í gegnum tíðina eru að verulegu leyti afturkræfar og listrænt gildi þess nokkuð. Þetta kemur fram í óháðu mati sem gert var á Sundhöll Keflavíkur. Í júní óskaði húsafriðunarnefnd eftir því að Minjastofnun myndi leggja rökstutt mat á varðveislugildi sundhallarinnar. Nokkur styr hefur staðið um húsið en eigandi þess, Vatnsnessteinn ehf., stefnir að því að láta rífa húsið og byggja þar fjölbýlishús. Hollvinasamtök sundhallarinnar hafa barist fyrir því að húsið fái að standa. Bæjaryfirvöld í Reykjanesbæ veittu í upphafi árs leyfi fyrir því að rífa húsið, en Fréttablaðið greindi frá því í mars að það var atkvæði bróðurdóttur eiganda hússins sem réð úrslitum í ákvörðun umhverfis- og skipulagsráðs Keflavíkur um nýtt deiliskipulag á reitnum þar sem Sundhöllin stendur. Matið á húsinu var unnið af Hjörleifi Stefánssyni arkitekt. Meta átti fimm þætti; byggingarlist þess, menningarsögulegt gildi, umhverfisgildi, upprunaleikagildi og tæknilegt ástand hússins. „Heildarniðurstaða Hjörleifs er sú að tæknilegt ástand byggingarinnar er mjög slakt. Sé litið til byggingarlistarinnar, eins og húsið stendur núna, þá skorar það ekki hátt en það er hægt að taka til baka breytingar sem gerðar hafa verið á því í gegnum tíðina,“ segir Þór Hjaltalín, sviðstjóri hjá Minjastofnun. Ysta byrði hússins er í slæmu ástandi en um timburklæðningu er að ræða að stærstu leyti. Undir henni leynist þó upprunalega húsið frá 1944. Þaki var bætt á höllina 1951 og í matinu segir að unnt sé að færa húsið aftur í það mót með auðveldum hætti. „Breytingar sem gerðar hafa verið á mannvirkinu frá árinu 1944 hafa rýrt gildisþætti, yfirbyggingin jók við notagildið en dró heldur úr listrænu gildi. Útivistarsvæðið bætti notagildið en rýrði listrænt gildi til muna en út yfir allan þjófabálk tók með breytingu á þakbrúnum og timburklæðningu útveggjanna sem voru til verulegs skaða fyrir gildi hússins,“ segir í mati Hjörleifs. „Staðan núna er þannig að þessi skýrsla verður send húsafriðunarnefnd sem mun funda um málið 13. ágúst. Þá verður tekin afstaða til þess hver næstu skref eiga að vera og hvort friðlýsa skuli húsið,“ segir Þór.
Birtist í Fréttablaðinu Skipulag Tengdar fréttir Reykjanesbær svarar spurningum um meint vanhæfi seint og um síðir Skipulagsstofnun höfðu í gær ekki borist svör frá bæjaryfirvöldum í Reykjanesbæ við spurningum og athugasemdum sem stofnunin sendi skipulagsfulltrúa bæjarins þann 20. apríl vegna samþykktra deiluskipulagsbreytinga þar sem gert er ráð fyrir að gamla Sundhöllin í Keflavík verði rifin. 24. maí 2018 06:00 Deila um niðurrif sundhallar Keflavíkur Forseti bæjarstjórnar Reykjanesbæjar segir hollvinasamtök gömlu sundhallarinnar í bænum þyrla upp moldviðri í deilum um niðurrif hússins. 1. apríl 2018 20:10 Meirihlutinn samþykkti að rífa Sundhöllina: „Skömmin er þeirra“ Meirihluti bæjarstjórnar Reykjanesbæjar hefur samþykkt að rífa Sundhöll Keflavíkur sem teiknuð var af Guðjóni Samúelssyni, húsameistara ríkisins, árið 1937. 20. mars 2018 19:25 Mest lesið Ók líklega á yfir 120 rétt fyrir slysið Erlent Öllu flugi til og frá næststærstu borg Frakklands aflýst Erlent „Kannski var þetta prakkarastrik“ Innlent Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum Innlent Aðeins eitt mál enn óleyst í vopnahlésviðræðum Erlent „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Innlent „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Innlent Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Innlent Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Innlent Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Innlent Fleiri fréttir Segir stjórnina ekki standa við stóru orðin í orkumálum „Kannski var þetta prakkarastrik“ „Íslandsmet í óvandaðri lagasetningu“ Skýrt að fleiri hafi brotið af sér í máli fötluðu konunnar Engar skýringar frá saksóknara, Íslandsmet í umræðum og óvæntur hvalur Íslandsmet slegið í málþófi Ekið á sjö ára barn í Borgartúni Gufunesmálið: Hringdu um miðja nótt og sögðu hinn látna vera kynferðisafbrotamann Skorið á bönd palestínska og úkraínska fánans Konan er komin í leitirnar Keyptu ónýtt hús og fá ekki áheyrn Alls 246 ökumenn sektaðir og átta sviptir vegna hraðaksturs Eldri borgarar skemmtu sér í múmínkastalanum Menn á sextugs- og sjötugsaldri grunaðir um stórfellt fíkniefnabrot Nýjasta útspil Ísraela á Gasa minni á „lokalausn“ nasistanna Handviss um að Sjálfstæðisflokkurinn fái yfir þrjátíu prósent Kolfelldu tillögu minnihlutans: „Það er meirihlutinn sem stýrir dagskránni“ „Þetta virðast vera einu gjöldin sem ekki má snerta“ Skráningargjöld, fylgistap og gettó á Gasa Bæjarráð Voga vill gera ráð fyrir flugvelli í Hvassahrauni Leggur til þjóðaratkvæðagreiðslu um bókun 35 Piltur reyndi að stöðva árás föður sem ógnaði móðurinni með hníf Flugvél Play lenti í hagléli og þurfti að snúa við Lögreglumaður á sjúkrahúsi eftir alvarlega árás á Goslokahátíð Óskar viðbragða ráðherra við löngum afgreiðslutíma Lögregla lýsir eftir heilabilaðri konu á Akureyri „Við ætlum að upplifa stóra drauminn hans Kristians Helga” Vilja taka fjármálaáætlun til umræðu Einu verslun Þingeyringa lokað Aðsóknarmet slegið í lögreglunám Sjá meira
Reykjanesbær svarar spurningum um meint vanhæfi seint og um síðir Skipulagsstofnun höfðu í gær ekki borist svör frá bæjaryfirvöldum í Reykjanesbæ við spurningum og athugasemdum sem stofnunin sendi skipulagsfulltrúa bæjarins þann 20. apríl vegna samþykktra deiluskipulagsbreytinga þar sem gert er ráð fyrir að gamla Sundhöllin í Keflavík verði rifin. 24. maí 2018 06:00
Deila um niðurrif sundhallar Keflavíkur Forseti bæjarstjórnar Reykjanesbæjar segir hollvinasamtök gömlu sundhallarinnar í bænum þyrla upp moldviðri í deilum um niðurrif hússins. 1. apríl 2018 20:10
Meirihlutinn samþykkti að rífa Sundhöllina: „Skömmin er þeirra“ Meirihluti bæjarstjórnar Reykjanesbæjar hefur samþykkt að rífa Sundhöll Keflavíkur sem teiknuð var af Guðjóni Samúelssyni, húsameistara ríkisins, árið 1937. 20. mars 2018 19:25