Farþegar á fyrsta farrými hjá Air India útbitnir af lús Birgir Olgeirsson skrifar 26. júlí 2018 11:47 Farþegaþota Air India yfir Mumbaí. Vísir/Getty Farþegar á fyrsta farrými flugvélar indverska ríkisflugfélagsins voru illa bitnir af veggjalús í áætlunarferð frá New York í Bandaríkjunum til indversku borgarinnar Múmbaí 18. júlí síðastliðinn. Forsvarsmenn flugfélagsins hefur beðist afsökunar á þessu og fyrirskipað rannsókn á málinu. Hefur flugfélagið heitið því að sótthreinsa vélina hátt og lágt til að koma í veg fyrir að þetta muni endurtaka sig. Einn af farþegunum er Saumya Shetty en hún var með skordýrabit út um allan líkamann og birti myndir af útbrotunum á Twitter. What an #airindia #businessclass would do to you? AI still has to get in touch with me inspite if my repeated attempts to get in touch with them. @airindiain @NewYorkTimes11 @cnni pic.twitter.com/tDHfmhX0Vx— Saumya Shetty (@saumshetty) July 20, 2018 Hún sagði í samtali við fjölmiðla að hún hefði þurft að hafa mikið fyrir því að ná athygli flugfélagsins og fékk ekki afsökunarbeiðni frá flugfélaginu fyrr en hún hafði heimsótt starfsstöð þess. Í afsökunarbréfinu kom fram búið væri að hreinsa vélina og skipta um áklæði á sætum vélarinnar. Í bréfinu kom fram að þessi lúsarfaraldur gæti hafa átt sér stað vegna veðuraðstæðna. Shetty sagði þessa útskýringu á lúsafaraldrinum ekki trúlega, það er að hann sé veðrinu að kenna, og bætti við að flugfélagið hefði boðist til að endurgreiða 75 prósent af því sem hún greiddi fyrir flugfarið. Air India er stærsta flugfélag Indlands en á vef fréttastofu BBC er tekið fram að flugfélagið sé stórskuldugt. BBC segir fyrirtækið hafa tapað markaðshlutdeild og hefur hrapað í áliti viðskiptavina vegna slæmrar þjónustu. Fyrir nokkrum árum þurfti að snúa vél flugfélagsins, á leið frá Mumbaí til London, við eftir að rotta sást í farþegarými vélarinnar. Air India hefur ekki skilað hagnaði síðan árið 2007. Árið 2017 kynntu yfirvöld í Indlandi áætlanir þess efnis að einkavæði flugfélagið. Enginn var þó tilbúinn til að kaupa ráðandi hlut í flugfélaginu. Hefði einhver ákveðið að kaupa ráðandi hlut í félaginu, þá hefði hann jafnframt þurft að taka við skuld sem nemur um fimm milljörðum dollara, eða sem nemur um 519 milljörðum íslenskra króna miðað við gengi dagsins í dag. Fréttir af flugi Mest lesið Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Vonda veðrið færist í borgina og á Suðurland Veður „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Innlent Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Innlent Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Erlent Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Innlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Fleiri fréttir Forsetarnir tveir funda Einn látinn eftir alvarlegt lestarslys í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Sjá meira
Farþegar á fyrsta farrými flugvélar indverska ríkisflugfélagsins voru illa bitnir af veggjalús í áætlunarferð frá New York í Bandaríkjunum til indversku borgarinnar Múmbaí 18. júlí síðastliðinn. Forsvarsmenn flugfélagsins hefur beðist afsökunar á þessu og fyrirskipað rannsókn á málinu. Hefur flugfélagið heitið því að sótthreinsa vélina hátt og lágt til að koma í veg fyrir að þetta muni endurtaka sig. Einn af farþegunum er Saumya Shetty en hún var með skordýrabit út um allan líkamann og birti myndir af útbrotunum á Twitter. What an #airindia #businessclass would do to you? AI still has to get in touch with me inspite if my repeated attempts to get in touch with them. @airindiain @NewYorkTimes11 @cnni pic.twitter.com/tDHfmhX0Vx— Saumya Shetty (@saumshetty) July 20, 2018 Hún sagði í samtali við fjölmiðla að hún hefði þurft að hafa mikið fyrir því að ná athygli flugfélagsins og fékk ekki afsökunarbeiðni frá flugfélaginu fyrr en hún hafði heimsótt starfsstöð þess. Í afsökunarbréfinu kom fram búið væri að hreinsa vélina og skipta um áklæði á sætum vélarinnar. Í bréfinu kom fram að þessi lúsarfaraldur gæti hafa átt sér stað vegna veðuraðstæðna. Shetty sagði þessa útskýringu á lúsafaraldrinum ekki trúlega, það er að hann sé veðrinu að kenna, og bætti við að flugfélagið hefði boðist til að endurgreiða 75 prósent af því sem hún greiddi fyrir flugfarið. Air India er stærsta flugfélag Indlands en á vef fréttastofu BBC er tekið fram að flugfélagið sé stórskuldugt. BBC segir fyrirtækið hafa tapað markaðshlutdeild og hefur hrapað í áliti viðskiptavina vegna slæmrar þjónustu. Fyrir nokkrum árum þurfti að snúa vél flugfélagsins, á leið frá Mumbaí til London, við eftir að rotta sást í farþegarými vélarinnar. Air India hefur ekki skilað hagnaði síðan árið 2007. Árið 2017 kynntu yfirvöld í Indlandi áætlanir þess efnis að einkavæði flugfélagið. Enginn var þó tilbúinn til að kaupa ráðandi hlut í flugfélaginu. Hefði einhver ákveðið að kaupa ráðandi hlut í félaginu, þá hefði hann jafnframt þurft að taka við skuld sem nemur um fimm milljörðum dollara, eða sem nemur um 519 milljörðum íslenskra króna miðað við gengi dagsins í dag.
Fréttir af flugi Mest lesið Ungur leikskólastarfsmaður grunaður um kynferðisbrot gegn barni Innlent Barnið lét foreldra sína vita af brotinu Innlent Stefán Kristjánsson er látinn Innlent Vonda veðrið færist í borgina og á Suðurland Veður „Stórfurðulegt“ að bjóða foreldrum ekki strax á fund Innlent Litlu mátti muna þegar ferðamaður svínaði fyrir hjón á Hellu Innlent Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Erlent Hjólhýsi hafa „sprungið“ á Holtavörðuheiðinni Innlent Segir eldislaxinn sannarlega eldislax: „Það eru þeirra mistök“ Innlent „Tærnar á manni krullast þegar maður sér svona“ Innlent Fleiri fréttir Forsetarnir tveir funda Einn látinn eftir alvarlegt lestarslys í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Kýrskýrt að aðeins Selenskíj geti samið um landsvæði Blaðamenn drepnir í tugatali: Banvænt mynstur misræmis og mótsagna Fundað í hverju horni fyrir Alaskahitting Trump og Pútín Öfgahægriflokkur mælist stærstur í Þýskalandi Hitamet falla og gróðureldar geisa í Evrópu og víðar Sjá meira