Enn hrapar þyrla með gírkassann frá Airbus Garðar Örn Úlfarsson skrifar 26. júlí 2018 06:00 Þyrland var með sama gírkassa og nýjar vélar Landhelgisgæslunnar. defence-blog Þyrla með sams konar gírkassa og er í tveimur þyrlum sem Landhelgisgæslan hefur tekið á leigu frá Noregi hrapaði í Suður-Kóreu fyrir níu dögum. Vefurinn Defence-Blog.com, sem fjallar um hernaðarmál, birtir myndband af slysinu úr eftirlitsmyndavél á flugvellinum í Pohang í Suður-Kóreu. Kemur fram að herþyrla hafi verið að leggja upp í reynsluflug síðdegis 17. júlí. Þyrlan er af gerðinni MUH-1 Surion. Sú tegund er framleidd í samstarfi við Airbus sem leggur meðal annars til gírkassa í vélarnar. „Þyrlan hrapaði í reynsluflugi. Herinn mun setja saman rannsóknarteymi til að finna nákvæmlega ástæðuna fyrir slysinu,“ er haft eftir embættismanni í Suður-Kóreu. Litlar opinberar fréttir eru af málinu þar sem ekki var um borgaralegt flug að ræða en myndbandið er á frettabladid.is. Flughæð þyrlunnar var aðeins um tíu metrar þegar aðalspaði hennar losnaði af og vélin steyptist til jarðar. Eldur kom upp í flakinu og aðeins einn af sex um borð lifði af. Er um að ræða sams konar slys og í Noregi 2016 þar sem þrettán fórust og í Skotlandi 2009 þar sem sextán manns létu lífið. Voru þær þyrlur af Super Puma gerð – sams konar vélar og Landhelgisgæsla Íslands hefur samið um leigu á með því að taka því sem lýst var sem „tilboð aldarinnar“ í innanhússpósti hjá stofnuninni.Eftir slysið í Noregi 2016 voru þyrlur með þessa tilteknu gírkassa frá Airbus kyrrsettar, átti það líka við um MUH-1 Surion í Suður-Kóreu. Þeirri kyrrsetningu var síðar aflétt eftir að Airbus hafði kynnt mótvægisaðgerðir. Þær fólust meðal annars í segli sem nema á málmflísar sem losna og í því að stytta notkunartíma gírkassanna niður í aðeins fjórðung af því sem áður var. Eins og komið hefur fram í Fréttablaðinu kynnti rannsóknarnefnd flugslysa í Noregi 5. júlí síðastliðinn lokaniðurstöður sínar varðandi þyrluslysið 2016. Þá voru aðeins fáeinar vikur frá því að Landhelgisgæslan gekk að skynditilboði um að taka áðurnefndar þyrlur á leigu. Rannsóknarnefndin sagði meðal annars ósannað að ekki gætu enn þróast leyndar málmþreytusprungur í gírkössunum. Airbus verði að endurhanna gírkassann með tilliti til styrkleika, áreiðanleika og öryggis. Það væri hins vegar á ábyrgð annarra en nefndarinnar að skera úr um lofthæfi vélanna. Ásgeir Erlendsson, upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar, sagði eftir útkomu norsku skýrslunnar að sérfræðingar stofnunarinnar myndu á vikunum á eftir kynna sér efni hennar. Ekki fengust upplýsingar um stöðu þess máls hjá Landhelgisgæslunni í gær. Airbus Birtist í Fréttablaðinu Fréttir af flugi Suður-Kórea Tengdar fréttir Fá þyrlur sem enginn vill fljúga í Noregi Super Puma þyrlur sem Landhelgisgæslan fær afhentar um áramótin af leigusala sínum í Noregi eru kallaðar „fljúgandi líkkistur“ vegna mannskæðra slysa sem rakin voru til galla í gírkassa. Verð þyrlanna hefur hrapað en Landhelgisgæslan segir engar þyrlur vera öruggari. 21. júní 2018 06:00 Þyrlur Gæslunnar endurnýjaðar langt á undan áætlun: „Stórt skref fram á við“ Tvær af þremur þyrlum Landhelgisgæslunnar verða endurnýjaðar nú um áramótin, fjórum árum fyrr en áætlað var. 7. júní 2018 18:30 Bæta þarf hönnun Super Puma segir norsk rannsóknarnefnd Rannsóknarnefnd flugslysa í Noregi segir Airbus ekki hafa gert nóg til að tryggja öryggi Super Puma þyrla af þeirri gerð sem hrapaði í apríl 2016. Landhelgisgæslan á Íslandi, sem var að leigja tvær slíkar þyrlur á "tilboði aldarinnar“, skoðar niðurstöðuna á næstu viku. Framleiðandi þyrlanna segist hafa bætt öryggi þeirra. 6. júlí 2018 08:00 Þáðu tilboð aldarinnar Landhelgisgæslan telur sig hafa gengið að „tilboði aldarinnar“ með því að taka við tveimur þyrlum leigusala síns. Verkalýðsfélög í Noregi séu á bak við erfiða stöðu þyrlanna. Bandarísk fyrirtæki stefndu Airbus vegna galla í þyrlunum. 25. júní 2018 06:00 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Fleiri fréttir Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Sjá meira
Þyrla með sams konar gírkassa og er í tveimur þyrlum sem Landhelgisgæslan hefur tekið á leigu frá Noregi hrapaði í Suður-Kóreu fyrir níu dögum. Vefurinn Defence-Blog.com, sem fjallar um hernaðarmál, birtir myndband af slysinu úr eftirlitsmyndavél á flugvellinum í Pohang í Suður-Kóreu. Kemur fram að herþyrla hafi verið að leggja upp í reynsluflug síðdegis 17. júlí. Þyrlan er af gerðinni MUH-1 Surion. Sú tegund er framleidd í samstarfi við Airbus sem leggur meðal annars til gírkassa í vélarnar. „Þyrlan hrapaði í reynsluflugi. Herinn mun setja saman rannsóknarteymi til að finna nákvæmlega ástæðuna fyrir slysinu,“ er haft eftir embættismanni í Suður-Kóreu. Litlar opinberar fréttir eru af málinu þar sem ekki var um borgaralegt flug að ræða en myndbandið er á frettabladid.is. Flughæð þyrlunnar var aðeins um tíu metrar þegar aðalspaði hennar losnaði af og vélin steyptist til jarðar. Eldur kom upp í flakinu og aðeins einn af sex um borð lifði af. Er um að ræða sams konar slys og í Noregi 2016 þar sem þrettán fórust og í Skotlandi 2009 þar sem sextán manns létu lífið. Voru þær þyrlur af Super Puma gerð – sams konar vélar og Landhelgisgæsla Íslands hefur samið um leigu á með því að taka því sem lýst var sem „tilboð aldarinnar“ í innanhússpósti hjá stofnuninni.Eftir slysið í Noregi 2016 voru þyrlur með þessa tilteknu gírkassa frá Airbus kyrrsettar, átti það líka við um MUH-1 Surion í Suður-Kóreu. Þeirri kyrrsetningu var síðar aflétt eftir að Airbus hafði kynnt mótvægisaðgerðir. Þær fólust meðal annars í segli sem nema á málmflísar sem losna og í því að stytta notkunartíma gírkassanna niður í aðeins fjórðung af því sem áður var. Eins og komið hefur fram í Fréttablaðinu kynnti rannsóknarnefnd flugslysa í Noregi 5. júlí síðastliðinn lokaniðurstöður sínar varðandi þyrluslysið 2016. Þá voru aðeins fáeinar vikur frá því að Landhelgisgæslan gekk að skynditilboði um að taka áðurnefndar þyrlur á leigu. Rannsóknarnefndin sagði meðal annars ósannað að ekki gætu enn þróast leyndar málmþreytusprungur í gírkössunum. Airbus verði að endurhanna gírkassann með tilliti til styrkleika, áreiðanleika og öryggis. Það væri hins vegar á ábyrgð annarra en nefndarinnar að skera úr um lofthæfi vélanna. Ásgeir Erlendsson, upplýsingafulltrúi Landhelgisgæslunnar, sagði eftir útkomu norsku skýrslunnar að sérfræðingar stofnunarinnar myndu á vikunum á eftir kynna sér efni hennar. Ekki fengust upplýsingar um stöðu þess máls hjá Landhelgisgæslunni í gær.
Airbus Birtist í Fréttablaðinu Fréttir af flugi Suður-Kórea Tengdar fréttir Fá þyrlur sem enginn vill fljúga í Noregi Super Puma þyrlur sem Landhelgisgæslan fær afhentar um áramótin af leigusala sínum í Noregi eru kallaðar „fljúgandi líkkistur“ vegna mannskæðra slysa sem rakin voru til galla í gírkassa. Verð þyrlanna hefur hrapað en Landhelgisgæslan segir engar þyrlur vera öruggari. 21. júní 2018 06:00 Þyrlur Gæslunnar endurnýjaðar langt á undan áætlun: „Stórt skref fram á við“ Tvær af þremur þyrlum Landhelgisgæslunnar verða endurnýjaðar nú um áramótin, fjórum árum fyrr en áætlað var. 7. júní 2018 18:30 Bæta þarf hönnun Super Puma segir norsk rannsóknarnefnd Rannsóknarnefnd flugslysa í Noregi segir Airbus ekki hafa gert nóg til að tryggja öryggi Super Puma þyrla af þeirri gerð sem hrapaði í apríl 2016. Landhelgisgæslan á Íslandi, sem var að leigja tvær slíkar þyrlur á "tilboði aldarinnar“, skoðar niðurstöðuna á næstu viku. Framleiðandi þyrlanna segist hafa bætt öryggi þeirra. 6. júlí 2018 08:00 Þáðu tilboð aldarinnar Landhelgisgæslan telur sig hafa gengið að „tilboði aldarinnar“ með því að taka við tveimur þyrlum leigusala síns. Verkalýðsfélög í Noregi séu á bak við erfiða stöðu þyrlanna. Bandarísk fyrirtæki stefndu Airbus vegna galla í þyrlunum. 25. júní 2018 06:00 Mest lesið Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Vaktin: Totur farnar að teygja sig til norðurs Innlent Sigmundur hafi viljað í kennslustund með nemendum Innlent Eldri maður á gamalli Corollu ógnaði ekki lífi hjóna á nýjum Ram Innlent Jafnast ekki út að vera með annan fótinn í hrauni og hinn í ís Innlent „Allt athafnasvæði Bláa lónsins er innan varnargarða“ Innlent Segir íbúafundinn ekki hafa verið nægilega upplýsandi Innlent Með hundruð kílóa af þýfi heima hjá sér Innlent Bein útsending: Heilbrigðisstarfsfólk grillar frambjóðendur Innlent Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Erlent Fleiri fréttir Hakkarar komu sér fyrir í kerfum fjölda fjarskiptafyrirtækja Ákærður fyrir að nauðga og myrða þrettán ára stúlku Leita móður ungabarns sem fannst látið á víðavangi Styrkja loftvarnir Norður-Kóreu fyrir hermenn og vopn Bolsonaro og félagar kærðir fyrir valdaránstilraun Trump-liðar heita aðgerðum gegn sakamáladómstólnum Útlit fyrir að Scholz leiði flokk sinn til kosninga þrátt fyrir óvinsældir Eigandi gistiheimilis handtekinn í gengslum við metanóleitrun Kostnaðurinn við krýningu Karls konungs 13 milljarðar króna Pam Bondi kemur í stað Matt Gaetz Segir notkun eldflaugarinnar fela í sér stigmögnun átaka Bættu krakkpípu við styttu Nínu Sæmundsson í Los Angeles Gaetz ætlar sér ekki að verða dómsmálaráðherra Tóku tíu úkraínska fanga af lífi Meina fyrstu trans þingkonunni að fara á kvennaklósettið Fyrsta nærmyndin af stjörnu utan Vetrarbrautarinnar Gefa út handtökuskipun á hendur Netanjahú Fjögur ungmenni nú látin af völdum tréspírans Skutu fyrstu langdrægu skotflauginni að Úkraínu Hugmynd um banana á vegg seldist á 850 milljónir John Prescott fallinn frá Siðanefndin klofin í máli Gaetz en gögn farin að leka Høiby í vikulangt gæsluvarðhald Fara fram á tveggja vikna gæsluvarðhald yfir stjúpsyninum NATO tryggi lykilinnviði eftir ætluð spellvirki í Eystrasalti Hlaut dauðadóm fyrir að eitra fyrir fjórtán vinum með blásýru Hótar að fella stjórnina í skugga „pólitísks dauðadóms“ Mafíuforingi sækist eftir þingsæti í Dyflinni Heitir peningaverðlaunum og lausn þeim sem frelsa gísla Fyrsta trans konan á þingi sætir aðför af hálfu kollega sinna Sjá meira
Fá þyrlur sem enginn vill fljúga í Noregi Super Puma þyrlur sem Landhelgisgæslan fær afhentar um áramótin af leigusala sínum í Noregi eru kallaðar „fljúgandi líkkistur“ vegna mannskæðra slysa sem rakin voru til galla í gírkassa. Verð þyrlanna hefur hrapað en Landhelgisgæslan segir engar þyrlur vera öruggari. 21. júní 2018 06:00
Þyrlur Gæslunnar endurnýjaðar langt á undan áætlun: „Stórt skref fram á við“ Tvær af þremur þyrlum Landhelgisgæslunnar verða endurnýjaðar nú um áramótin, fjórum árum fyrr en áætlað var. 7. júní 2018 18:30
Bæta þarf hönnun Super Puma segir norsk rannsóknarnefnd Rannsóknarnefnd flugslysa í Noregi segir Airbus ekki hafa gert nóg til að tryggja öryggi Super Puma þyrla af þeirri gerð sem hrapaði í apríl 2016. Landhelgisgæslan á Íslandi, sem var að leigja tvær slíkar þyrlur á "tilboði aldarinnar“, skoðar niðurstöðuna á næstu viku. Framleiðandi þyrlanna segist hafa bætt öryggi þeirra. 6. júlí 2018 08:00
Þáðu tilboð aldarinnar Landhelgisgæslan telur sig hafa gengið að „tilboði aldarinnar“ með því að taka við tveimur þyrlum leigusala síns. Verkalýðsfélög í Noregi séu á bak við erfiða stöðu þyrlanna. Bandarísk fyrirtæki stefndu Airbus vegna galla í þyrlunum. 25. júní 2018 06:00