Almannagjá milli þings og þjóðar Sverrir Björnsson skrifar 26. júlí 2018 07:00 Í síðustu viku bauð Alþingi sjálfu sér og þjóðinni til hátíðarfundar á Þingvöllum. Útkoman varð einhver pínlegasta athöfn Íslandssögunnar. Þingmenn brunuðu til fundarins á bílastyrkjunum sínum en þjóðin lét ekki sjá sig. Fulltrúar þjóðarinnar voru örfáir langniðurrigndir sumarbústaðabúar úr nærsveitum sem kúrðu handan gjárinnar sem hefðbundið er orðið að hafa milli þings og þjóðar á hátíðisdögum. Gjá sem breikkar og gliðnar eftir því sem launabilið milli yfirstéttar og almennings eykst. Já, þetta var myndrænt og vandræðalegt. Grunaði engan í fílabeinsturninum að Íslendingar eru ekkert fyrir tilgerð og snobb, finnst það í besta falli kátbroslegt? Til að kóróna vandræðaganginn var fasista frá Danmörku boðið að flytja hátíðarræðuna. Það eina sem lyfti athöfninni á hærra plan voru nokkrir mótmælendur með snjóhvíta íslenska fána, auðir stólar Pírata og Helga Vala. Mótmæli eru einn af hornsteinum lýðræðisins, réttur þegnanna til að láta álit sitt í ljós og veita yfirvöldum aðhald. Fýlutónninn í Steingrími, Bjarna og Guðlaugi vegna þess að mótmælin voru úr takt við formsatriði athafnarinnar gerði ekki annað en að dýpka gjána, því flestir aðrir vita að uppgangur fasismans er raunveruleg ógn við lýðræðið og við henni þarf að bregðast hvar sem hún birtist. Helvítis gjáin raskar ró valdhafanna sem sjá almenning helst í mótmælastöðum fyrir utan vinnustað sinn og fyllast ótta, því tvisvar frá hruni hafa mótmælendur sópað þeim út úr húsinu. Þess vegna var eitt af fyrstu verkum ríkisstjórnarinnar að setja hrúgu milljóna í að styrkja Alþingi og flokkana. Þau hefðu getað sparað þjóðinni peninginn, traust verður ekki keypt, það er áunnið. Milljónunum hefði verið betur varið í að hjálpa þeim sem alþingismenn lofsyngja mest í hátíðaræðum sínum, en þessa daga voru komandi kynslóðir í mestu vandræðum með að komast í heiminn og greyjunum hent hingað og þangað um landið í móðurkviði. Ástæðan sú að fjármálaráðherra og ríkisstjórn eru ákveðin í að eitt ríkasta land heims verði áfram láglaunaland. Það er ekki hægt að segja annað en mótmælin hafi tekist vel. Fálkaorðurnar fljúga heim til Bessastaða, Danir eru flestir í sjöunda himni með að fasistinn þeirra var rassskelltur opinberlega á Þingvöllum og samfélagsumræðan er á fullu. Hversu mikið á að láta yfir sig ganga? Hvernig á að taka á fasismanum? Hversu lengi eigum við að vera stillt og prúð í klafa formsatriða þegar okkur ofbýður? Þetta er góð umræða fyrir lýðræðið í landinu. Já, mikilvægi mótmæla fyrir lýðræðið verður seint ofmetið og ágætt að rifja upp núna þegar elskaðasta mótmælanda lýðveldisins, Jóni blessuðum Sigurðssyni, var ekki boðið á Alþingishátíðina 1874. Líklega vegna þess að fáum árum áður stóð hann uppi í hárinu á yfirvöldum og mælti gullkorn íslenskrar mótmælasögu. Orð sem ávallt munu hvetja þjóðina til að láta ekki hvað sem er yfir sig ganga þegjandi og hljóðalaust: „Vér mótmælum allir.“Höfundur er hönnuður Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir Skoðun Þarf að hemja hina ofurríku? Fastir pennar Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke Skoðun Landsbyggðin án háskóla? Ketill Sigurður Jóelsson Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir Skoðun Jöfn skipting skulda og eigna í sambúð Sævar Þór Jónsson Skoðun Ef eitthvað væri að marka Bjarna Gunnar Smári Egilsson Skoðun Má berja blaðamenn? Sigríður Dögg Auðunsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Þjóð án máls – hver þegir, hver fær að tala? Guðjón Heiðar Pálsson skrifar Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar Skoðun Lýðræði og samfélagsmiðlar Ása Berglind Hjálmarsdóttir skrifar Skoðun „Þú þarft ekki að skilja, bara virða“ Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Þetta er ekki tölfræði, heldu líf fólks Sandra B. Franks skrifar Skoðun Stjórnmálaklækir og hræsni Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir skrifar Skoðun Samfélag sem stendur saman Benóný Valur Jakobsson skrifar Skoðun Er biðin á enda? Halla Thoroddsen skrifar Skoðun Lífsstílsvísindi og breytingaskeiðið Harpa Lind Hilmarsdóttir skrifar Skoðun Hærri skattar á ferðamenn draga úr tekjum ríkissjóðs Þórir Garðarsson skrifar Skoðun Ég þarf ekki að læra íslensku til að búa hérna Halla Hrund Logadóttir skrifar Skoðun Ósýnilegu bjargráð lögreglumannsins Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar Skoðun Óttast Þorgerður úrskurð EFTA-dómstólsins? Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Jafnréttisþjóðin sem gleymdi dansinum Brogan Davison,Pétur Ármannsson skrifar Skoðun Hver er að væla? Guðríður Eldey Arnardóttir skrifar Skoðun Tár, kvár og kvennafrídagurinn Kristína Ösp Steinke skrifar Skoðun Skattaæfingar tengdar landbúnaðarstarfsemi Björn Bjarki Þorsteinsson skrifar Skoðun Konan - Vinnan - Kjörin í 40 ár Sara Björg Sigurðardóttir skrifar Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar Skoðun Íslenskur her og íslensk leyniþjónusta Steingrímur Jónsson skrifar Skoðun Er jafnrétti fyrir allar? Anna Bergþórsdóttir skrifar Skoðun Ættu konur að fara í háskólanám? Lísa Margrét Gunnarsdóttir,Íris Björk Ágústsdóttir skrifar Skoðun Enn einn dagur í baráttunni Ásta F. Flosadóttir skrifar Skoðun Verðmætasköpunarlaust haust Jón Gunnarsson skrifar Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar Skoðun Krafan sem kvennahreyfingin gleymdi Guðmundur Ingi Þóroddsson skrifar Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar Skoðun Einfaldar lausnir á vaxtamálavanda bankanna Guðmundur Ásgeirsson skrifar Sjá meira
Í síðustu viku bauð Alþingi sjálfu sér og þjóðinni til hátíðarfundar á Þingvöllum. Útkoman varð einhver pínlegasta athöfn Íslandssögunnar. Þingmenn brunuðu til fundarins á bílastyrkjunum sínum en þjóðin lét ekki sjá sig. Fulltrúar þjóðarinnar voru örfáir langniðurrigndir sumarbústaðabúar úr nærsveitum sem kúrðu handan gjárinnar sem hefðbundið er orðið að hafa milli þings og þjóðar á hátíðisdögum. Gjá sem breikkar og gliðnar eftir því sem launabilið milli yfirstéttar og almennings eykst. Já, þetta var myndrænt og vandræðalegt. Grunaði engan í fílabeinsturninum að Íslendingar eru ekkert fyrir tilgerð og snobb, finnst það í besta falli kátbroslegt? Til að kóróna vandræðaganginn var fasista frá Danmörku boðið að flytja hátíðarræðuna. Það eina sem lyfti athöfninni á hærra plan voru nokkrir mótmælendur með snjóhvíta íslenska fána, auðir stólar Pírata og Helga Vala. Mótmæli eru einn af hornsteinum lýðræðisins, réttur þegnanna til að láta álit sitt í ljós og veita yfirvöldum aðhald. Fýlutónninn í Steingrími, Bjarna og Guðlaugi vegna þess að mótmælin voru úr takt við formsatriði athafnarinnar gerði ekki annað en að dýpka gjána, því flestir aðrir vita að uppgangur fasismans er raunveruleg ógn við lýðræðið og við henni þarf að bregðast hvar sem hún birtist. Helvítis gjáin raskar ró valdhafanna sem sjá almenning helst í mótmælastöðum fyrir utan vinnustað sinn og fyllast ótta, því tvisvar frá hruni hafa mótmælendur sópað þeim út úr húsinu. Þess vegna var eitt af fyrstu verkum ríkisstjórnarinnar að setja hrúgu milljóna í að styrkja Alþingi og flokkana. Þau hefðu getað sparað þjóðinni peninginn, traust verður ekki keypt, það er áunnið. Milljónunum hefði verið betur varið í að hjálpa þeim sem alþingismenn lofsyngja mest í hátíðaræðum sínum, en þessa daga voru komandi kynslóðir í mestu vandræðum með að komast í heiminn og greyjunum hent hingað og þangað um landið í móðurkviði. Ástæðan sú að fjármálaráðherra og ríkisstjórn eru ákveðin í að eitt ríkasta land heims verði áfram láglaunaland. Það er ekki hægt að segja annað en mótmælin hafi tekist vel. Fálkaorðurnar fljúga heim til Bessastaða, Danir eru flestir í sjöunda himni með að fasistinn þeirra var rassskelltur opinberlega á Þingvöllum og samfélagsumræðan er á fullu. Hversu mikið á að láta yfir sig ganga? Hvernig á að taka á fasismanum? Hversu lengi eigum við að vera stillt og prúð í klafa formsatriða þegar okkur ofbýður? Þetta er góð umræða fyrir lýðræðið í landinu. Já, mikilvægi mótmæla fyrir lýðræðið verður seint ofmetið og ágætt að rifja upp núna þegar elskaðasta mótmælanda lýðveldisins, Jóni blessuðum Sigurðssyni, var ekki boðið á Alþingishátíðina 1874. Líklega vegna þess að fáum árum áður stóð hann uppi í hárinu á yfirvöldum og mælti gullkorn íslenskrar mótmælasögu. Orð sem ávallt munu hvetja þjóðina til að láta ekki hvað sem er yfir sig ganga þegjandi og hljóðalaust: „Vér mótmælum allir.“Höfundur er hönnuður
Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun
Skoðun „Dánaraðstoð er viðurkenning á sjálfræði sjúklings og mannlegri reisn” Ingrid Kuhlman skrifar
Skoðun Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir skrifar
Skoðun Allt á einum stað – framtíð stafrænnar þjónustu ríkis og sveitarfélaga Einar Sveinbjörn Guðmundsson skrifar
Skoðun Rangfærslur og hræðsluáróður meirihluta sveitarstjórnar Grímsnes- og Grafningshrepps í nafni lýðræðis Ragna Ívarsdóttir,Guðrún Margrét Njálsdóttir,Þröstur Sverrisson skrifar
Skoðun Enginn grunnur fyrir nýju starfsleyfi Ísteka Rósa Líf Darradóttir,Guðrún Scheving Thorsteinsson skrifar
Skoðun Börn geta ekki beðið – krefjumst tafarlausra aðgerða! Elín H. Hinriksdóttir,Bóas Valdórsson,Árný Ingvarsdóttir,,Anna Lára Steindal,Alma Ýr Ingólfsdóttir skrifar
Hvað vilja sumarbústaðaeigendur í Grímsnes- og Grafningshreppi? Bergdís Linda Kjartansdóttir Skoðun