Bið eftir þinglýsingu styttist í sekúndubrot Þorsteinn Friðrik Halldórsson skrifar 24. júlí 2018 06:00 Sigríður Á. Andersen, dómsmálaráðherra. Vísir Dómsmálaráðherra mun leggja fram frumvarp í haust sem gerir kleift að senda inn skjöl til þinglýsingar með rafrænum hætti. Þannig verður biðin eftir þinglýsingu stytt niður í jafnvel nokkur sekúndubrot. Hljóti frumvarpið brautargengi í vetur geta fasteignasalar og fjármálastofnanir fengið aðgang að tölvukerfi sem verður gangsett í mars. Þar verður hægt að senda inn kaupsamninga, veðleyfi og veðskuldabréf með rafrænu auðkenni. Hönnun kerfisins er langt á veg komin en frumvarpið sjálft er tilbúið til framlagningar. „Breytingarnar munu flýta fyrir þinglýsingu skjala enda verður ferlið nánast sjálfkrafa þegar tölvukerfið verður komið í gagnið,“ segir Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra. „Þannig náum við að draga verulega úr umstangi fólks í kringum þinglýsingar og létta á vinnuálagi hjá sýslumannsembættunum.“ Sigríður segir að atvinnulífið hafi beðið lengi eftir rafrænum þinglýsingum en málið var fyrst tekið til skoðunar árið 2010.„Þetta mál var búið að velkjast um alltof lengi í stjórnkerfinu að mínu mati og ég lagði því áherslu á að koma því í gegn.“ Dómsmálaráðuneytið áætlaði á árinu 2010 að sparnaður hjá sýslumannsembættinu vegna rafrænnar þinglýsingar á veðskuldabréfum yrði að minnsta kosti 70 milljónir. Þá áætluðu fjármálafyrirtæki að þau gætu sparað að lágmarki 5.500 krónur á hvert veðskuldabréf í formi pappírs og vinnu sem samsvarar mörg hundruð milljónum króna ári. Bergþóra Sigmundsdóttir, sviðsstjóri hjá Sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu, segir að með tilkomu rafrænna þinglýsinga verði fullnægjandi skjölum þinglýst á sekúndubrotum. „Séu skjölin hins vegar ófullnægjandi er þeim vísað frá á sekúndubrotum eða þau fara í handvirka vinnslu sem getur þá tekið lengri tíma. Það verður nokkur fjöldi í byrjun sem fer í handvirka vinnslu en sá hluti verður alltaf minni og minni eftir því sem árin líða,“ segir Bergþóra. Bið eftir þinglýsingu kaupsamninga hjá sýslumanni hefur lengst upp í rúmlega tvær vikur frá því í mars vegna manneklu en dæmi eru um margra mánaða bið Birtist í Fréttablaðinu Tækni Tengdar fréttir Segir að gera þurfi sérstakan samning um gjöld til fasteignasala Framkvæmdastjóri Félags fasteignasala segir mikilvægt að skýrir samningar séu gerðir um öll gjöld og þóknanir í fasteignaviðskiptum. Enn eru dæmi um að kaupendur séu látnir samþykkja greiðslu sérstaks umsýslugjalds við undirritun kauptilboðs. 13. maí 2018 20:00 Segir val kaupenda hvort þeir greiði umsýslugjald fyrir aukaþjónustu Forstjóri Neytendastofu segir fasteignakaupendur ótvírætt eiga rétt á að fara sjálfir með skjöl til þinglýsingar í stað þess að greiða fasteignasölum sérstakt umsýslugjald. Hann segir fasteignasala þurfa að upplýsa kaupendur um þennan rétt sinn og skýra nánar hvað sé innifalið í gjaldinu. 14. maí 2018 20:00 Prófa rafrænar þinglýsingar Í haust hefjast prófanir á rafrænum þinglýsingum. Vonast er til þess að frumvarp um rafrænar þinglýsingar fari fyrir Alþingi í janúar. 12. september 2016 07:30 Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Stígvél og tækniframfarir Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira
Dómsmálaráðherra mun leggja fram frumvarp í haust sem gerir kleift að senda inn skjöl til þinglýsingar með rafrænum hætti. Þannig verður biðin eftir þinglýsingu stytt niður í jafnvel nokkur sekúndubrot. Hljóti frumvarpið brautargengi í vetur geta fasteignasalar og fjármálastofnanir fengið aðgang að tölvukerfi sem verður gangsett í mars. Þar verður hægt að senda inn kaupsamninga, veðleyfi og veðskuldabréf með rafrænu auðkenni. Hönnun kerfisins er langt á veg komin en frumvarpið sjálft er tilbúið til framlagningar. „Breytingarnar munu flýta fyrir þinglýsingu skjala enda verður ferlið nánast sjálfkrafa þegar tölvukerfið verður komið í gagnið,“ segir Sigríður Á. Andersen dómsmálaráðherra. „Þannig náum við að draga verulega úr umstangi fólks í kringum þinglýsingar og létta á vinnuálagi hjá sýslumannsembættunum.“ Sigríður segir að atvinnulífið hafi beðið lengi eftir rafrænum þinglýsingum en málið var fyrst tekið til skoðunar árið 2010.„Þetta mál var búið að velkjast um alltof lengi í stjórnkerfinu að mínu mati og ég lagði því áherslu á að koma því í gegn.“ Dómsmálaráðuneytið áætlaði á árinu 2010 að sparnaður hjá sýslumannsembættinu vegna rafrænnar þinglýsingar á veðskuldabréfum yrði að minnsta kosti 70 milljónir. Þá áætluðu fjármálafyrirtæki að þau gætu sparað að lágmarki 5.500 krónur á hvert veðskuldabréf í formi pappírs og vinnu sem samsvarar mörg hundruð milljónum króna ári. Bergþóra Sigmundsdóttir, sviðsstjóri hjá Sýslumanninum á höfuðborgarsvæðinu, segir að með tilkomu rafrænna þinglýsinga verði fullnægjandi skjölum þinglýst á sekúndubrotum. „Séu skjölin hins vegar ófullnægjandi er þeim vísað frá á sekúndubrotum eða þau fara í handvirka vinnslu sem getur þá tekið lengri tíma. Það verður nokkur fjöldi í byrjun sem fer í handvirka vinnslu en sá hluti verður alltaf minni og minni eftir því sem árin líða,“ segir Bergþóra. Bið eftir þinglýsingu kaupsamninga hjá sýslumanni hefur lengst upp í rúmlega tvær vikur frá því í mars vegna manneklu en dæmi eru um margra mánaða bið
Birtist í Fréttablaðinu Tækni Tengdar fréttir Segir að gera þurfi sérstakan samning um gjöld til fasteignasala Framkvæmdastjóri Félags fasteignasala segir mikilvægt að skýrir samningar séu gerðir um öll gjöld og þóknanir í fasteignaviðskiptum. Enn eru dæmi um að kaupendur séu látnir samþykkja greiðslu sérstaks umsýslugjalds við undirritun kauptilboðs. 13. maí 2018 20:00 Segir val kaupenda hvort þeir greiði umsýslugjald fyrir aukaþjónustu Forstjóri Neytendastofu segir fasteignakaupendur ótvírætt eiga rétt á að fara sjálfir með skjöl til þinglýsingar í stað þess að greiða fasteignasölum sérstakt umsýslugjald. Hann segir fasteignasala þurfa að upplýsa kaupendur um þennan rétt sinn og skýra nánar hvað sé innifalið í gjaldinu. 14. maí 2018 20:00 Prófa rafrænar þinglýsingar Í haust hefjast prófanir á rafrænum þinglýsingum. Vonast er til þess að frumvarp um rafrænar þinglýsingar fari fyrir Alþingi í janúar. 12. september 2016 07:30 Mest lesið Mannskæðasta árásin á Húta hingað til Erlent Uggandi vegna atlögu að háskólum: „Við ætlum ekki að lifa í ótta“ Erlent „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ Innlent Bað fyrir friðsamlegum kosningum meðan hann hékk á krossinum Erlent Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús Innlent „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Innlent Bresk systkini létust í kláfferjuslysinu Erlent Diddy ekki veittur aukafrestur Erlent Stígvél og tækniframfarir Innlent Einhleypir karlmenn standa verst Innlent Fleiri fréttir „Rosalega erfitt“ að keppa við innflutt grænmeti Stígvél og tækniframfarir Hótanir gegn háskólum og krossfestingar Gamall ráðherra vildi nýtt hús, en nýr ráðherra gæti fengið gamalt hús „Þetta er orðið pínu þreytt, tveir bílar á sex dögum“ „Ágæt ábending“ um bótaþega en tekur ekki undir allar athugasemdir fjármálaráðs Háholt sett aftur á sölu Skjólstæðingur heilbrigðisstofnunar veittist að starfsfólki Ráðherra bregst við athugasemdum, leikur ársins og ódýrt grænmeti „Stórtækir íbúðareigendur“ eiga 20 prósent íbúða í borginni Handtekinn grunaður um vasaþjófnað í miðborginni Engar reglur á Íslandi um hve mörg börn sæðisgjafar megi eignast Morðhótunum í garð kvenna fari fjölgandi Rafmennt í samstarf og kaupir eignir þrotabúsins Kartöflugeymsla orðin að menningarhúsi Selfyssinga Hafa áhyggjur af því að sýn Veitna á Heiðmörk sé of þröng Skortur á reglum um sæðisgjafir og menningarmiðstöð í kartöflugeymslu Háværar framkvæmdir stöðvaðar Hafþór keppir í Rússlandi: „Auðvitað veldur þessi ákvörðun ákveðnum vonbrigðum“ Rannsaka ólöglegt fiskeldi Áformin dragi verulega úr möguleikum til útivistar Geti haft í för með sér „ónæði, mengun og álag á fráveitu“ Ofbeldi í nánum samböndum og mótmæli á Tenerife Einhleypir karlmenn standa verst Misskilnings gætt um breytingar á lögum um innritun í framhaldsskóla Andstaða forstjóra Flugleiða við Cargolux réð því að hluturinn fór Bað lögreglu um að bjarga kettinum úr klóm nágrannans Vantar sjálfboðaliða til að laga 500 hjól handa efnaminni fjölskyldum „Umhverfi sem gerir eðlilegt og lögmætt flug að forréttindum stóru rekstraraðilanna“ Nafn mannsins sem lést í Garðabæ Sjá meira
Segir að gera þurfi sérstakan samning um gjöld til fasteignasala Framkvæmdastjóri Félags fasteignasala segir mikilvægt að skýrir samningar séu gerðir um öll gjöld og þóknanir í fasteignaviðskiptum. Enn eru dæmi um að kaupendur séu látnir samþykkja greiðslu sérstaks umsýslugjalds við undirritun kauptilboðs. 13. maí 2018 20:00
Segir val kaupenda hvort þeir greiði umsýslugjald fyrir aukaþjónustu Forstjóri Neytendastofu segir fasteignakaupendur ótvírætt eiga rétt á að fara sjálfir með skjöl til þinglýsingar í stað þess að greiða fasteignasölum sérstakt umsýslugjald. Hann segir fasteignasala þurfa að upplýsa kaupendur um þennan rétt sinn og skýra nánar hvað sé innifalið í gjaldinu. 14. maí 2018 20:00
Prófa rafrænar þinglýsingar Í haust hefjast prófanir á rafrænum þinglýsingum. Vonast er til þess að frumvarp um rafrænar þinglýsingar fari fyrir Alþingi í janúar. 12. september 2016 07:30