Trump segir að ný skjöl sanni mál sitt, án þess að hafa mikið fyrir sér Samúel Karl Ólason skrifar 22. júlí 2018 17:58 Donald Trump forseti Bandaríkjanna. Vísir/AP Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hélt því fram á Twitter í morgun að nýlega opinberað dómskjal varðandi umsókn á hlerunarheimild Alríkislögreglunnar á Carter Page, fyrrverandi ráðgjafa forsetans, sanni að FBI og Dómsmálaráðuneytið hafi afvegaleitt dómstóla. Þá líti út fyrir að framboð hans hafi verið hlerað með ólögmætum hætti.Hann hefur hins vegar lítið fyrir sér. Þingmenn beggja flokka hafa lýst því yfir að umsóknin sýni ekki fram á að starfsmenn FBI hafi gert neitt af sér. Þess í stað grafi hún undan yfirlýsingum háttsettra þingmanna Repúblikanaflokksins.Lengi deilt um dómskjölin Mikil leynd hvílir yfir skjali sem þessu en það snýr að FISA-umsókn svokallaðri. FISA-lögin voru samin árið 1978 og snúa að hlerunum á aðilum sem taldir geta verið njósnarar. Þetta er í fyrsta sinn sem FISA-umsókn er opinberuð, en hlutar hennar hafa verið gerðir ólæsilegir. Repúblikanar í leyniþjónustunefnd fulltrúadeildar Bandaríkjaþings gáfu í febrúar út umdeild minnisblað sem fjallaði að mestu leyti um áðurnefnda umsókn sem hefur verið gerð opinber. Þar var því haldið fram að æðstu starfsmenn FBI hafi sýnt mikla hlutdrægni gegn Trump og óstaðfestar upplýsingar hafi verið notaðar til að fá heimild til að hlera Page.Repúblikanar héldu því fram að Steele-skýrslan svokallaða, sem inniheldur meðal annars óstaðfestar sagnir um ferð Trump til Moskvu og vændiskonur, hefði verið notuð til að fá heimild til að hlera Page.Demókratar ósammála Demókratar í sömu nefnd gáfu út eigin minnisblað sem Repúblikanar drógu lengi að gera opinbert. Trump hafði hafnað því að opinbera það, þrátt fyrir að hann hefði heimilað opinberun minnisblaðs Repúblikana.Í því minnisblaði fullyrtu Demókratar að upphaflegt minnisblað repúblikana hafi verið „gegnsæ tilraun til að grafa undan“ rannsókn FBI, dómsmálaráðuneytisins og Roberts Mueller, sérstaks rannsakanda dómsmálaráðuneytisins á meintu samráði framboðs Trump við Rússa. Þá var því haldið fram að tengsl Page við Rússa hefðu vakið athygli FBI áður en þeir fengu Steele-skýrsluna í hendur. Þá var Page fyrst yfirheyrður áður en hann var ráðinn til framboðs Trump.Hluti skýrslunnar metinn áreiðanlegur Hin nýopinberuðu skjöl gefa til kynna að Demókratar hafi verið nær sannleikanum. Skjölin sanna að Steele-skýrslan hafi verið hluti af hlerunarumsókninni. Þó er tekið fram að gerð hennar hafi verið fjármögnuð af andstæðingum Trump, að fyrstu innan Repúblikanaflokksins og svo af aðilum tengdum framboði Hillary Clinton. Starfsmenn FBI telja þrátt fyrir það að minnst einhver hluti skýrslunnar sé áreiðanlegur. Þá saka starfsmenn FBI Page um að starfa með stjórnvöldum Rússlands og segja þeir einnig að Rússar hafi varið miklu púðri í að fá Page í sitt lið. Adam Schiff, æðsti Demókratinn í leyniþjónustunefndinni, sagði í dag að umsóknin sýndi vel af hverju FBI hefði áhyggjur af því að Page gæti mögulega verið að vinna fyrir annað ríki. Þá sagði hann ekkert hafa verið að umsókninni. Hún hefði verið samþykkt og svo framlengd af fjórum dómurum sem skipaðir hefðu verið í embætti af þremur forsetum Repúblikanaflokksins. Marco Rubio, þingmaður Repúblikanaflokksins, sló á svipaða strengi og sagði FBI ekki hafa hlerað framboð Trump, miðað við þær upplýsingar sem hann hefði séð. „Við erum að tala um einstakling sem hefur stærst sig opinberlega af tengslum sínum við Rússland,“ sagði Rubio. Page segist aldrei hafa unnið fyrir Rússa, en í bréfi frá árinu 2013 titlaði hann sig sem „óformlegan ráðgjafa“ forsetaembættis Rússlands. Hann segir nú að ekki hafi verið rétt að titla hann með þeim hætti.Hér má sjá viðtal Jake Tapper á CNN við Carter Page í gærkvöldi. Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Rússarannsóknin Mest lesið Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Innlent „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Erlent Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Erlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent Fleiri fréttir Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Sjá meira
Donald Trump, forseti Bandaríkjanna, hélt því fram á Twitter í morgun að nýlega opinberað dómskjal varðandi umsókn á hlerunarheimild Alríkislögreglunnar á Carter Page, fyrrverandi ráðgjafa forsetans, sanni að FBI og Dómsmálaráðuneytið hafi afvegaleitt dómstóla. Þá líti út fyrir að framboð hans hafi verið hlerað með ólögmætum hætti.Hann hefur hins vegar lítið fyrir sér. Þingmenn beggja flokka hafa lýst því yfir að umsóknin sýni ekki fram á að starfsmenn FBI hafi gert neitt af sér. Þess í stað grafi hún undan yfirlýsingum háttsettra þingmanna Repúblikanaflokksins.Lengi deilt um dómskjölin Mikil leynd hvílir yfir skjali sem þessu en það snýr að FISA-umsókn svokallaðri. FISA-lögin voru samin árið 1978 og snúa að hlerunum á aðilum sem taldir geta verið njósnarar. Þetta er í fyrsta sinn sem FISA-umsókn er opinberuð, en hlutar hennar hafa verið gerðir ólæsilegir. Repúblikanar í leyniþjónustunefnd fulltrúadeildar Bandaríkjaþings gáfu í febrúar út umdeild minnisblað sem fjallaði að mestu leyti um áðurnefnda umsókn sem hefur verið gerð opinber. Þar var því haldið fram að æðstu starfsmenn FBI hafi sýnt mikla hlutdrægni gegn Trump og óstaðfestar upplýsingar hafi verið notaðar til að fá heimild til að hlera Page.Repúblikanar héldu því fram að Steele-skýrslan svokallaða, sem inniheldur meðal annars óstaðfestar sagnir um ferð Trump til Moskvu og vændiskonur, hefði verið notuð til að fá heimild til að hlera Page.Demókratar ósammála Demókratar í sömu nefnd gáfu út eigin minnisblað sem Repúblikanar drógu lengi að gera opinbert. Trump hafði hafnað því að opinbera það, þrátt fyrir að hann hefði heimilað opinberun minnisblaðs Repúblikana.Í því minnisblaði fullyrtu Demókratar að upphaflegt minnisblað repúblikana hafi verið „gegnsæ tilraun til að grafa undan“ rannsókn FBI, dómsmálaráðuneytisins og Roberts Mueller, sérstaks rannsakanda dómsmálaráðuneytisins á meintu samráði framboðs Trump við Rússa. Þá var því haldið fram að tengsl Page við Rússa hefðu vakið athygli FBI áður en þeir fengu Steele-skýrsluna í hendur. Þá var Page fyrst yfirheyrður áður en hann var ráðinn til framboðs Trump.Hluti skýrslunnar metinn áreiðanlegur Hin nýopinberuðu skjöl gefa til kynna að Demókratar hafi verið nær sannleikanum. Skjölin sanna að Steele-skýrslan hafi verið hluti af hlerunarumsókninni. Þó er tekið fram að gerð hennar hafi verið fjármögnuð af andstæðingum Trump, að fyrstu innan Repúblikanaflokksins og svo af aðilum tengdum framboði Hillary Clinton. Starfsmenn FBI telja þrátt fyrir það að minnst einhver hluti skýrslunnar sé áreiðanlegur. Þá saka starfsmenn FBI Page um að starfa með stjórnvöldum Rússlands og segja þeir einnig að Rússar hafi varið miklu púðri í að fá Page í sitt lið. Adam Schiff, æðsti Demókratinn í leyniþjónustunefndinni, sagði í dag að umsóknin sýndi vel af hverju FBI hefði áhyggjur af því að Page gæti mögulega verið að vinna fyrir annað ríki. Þá sagði hann ekkert hafa verið að umsókninni. Hún hefði verið samþykkt og svo framlengd af fjórum dómurum sem skipaðir hefðu verið í embætti af þremur forsetum Repúblikanaflokksins. Marco Rubio, þingmaður Repúblikanaflokksins, sló á svipaða strengi og sagði FBI ekki hafa hlerað framboð Trump, miðað við þær upplýsingar sem hann hefði séð. „Við erum að tala um einstakling sem hefur stærst sig opinberlega af tengslum sínum við Rússland,“ sagði Rubio. Page segist aldrei hafa unnið fyrir Rússa, en í bréfi frá árinu 2013 titlaði hann sig sem „óformlegan ráðgjafa“ forsetaembættis Rússlands. Hann segir nú að ekki hafi verið rétt að titla hann með þeim hætti.Hér má sjá viðtal Jake Tapper á CNN við Carter Page í gærkvöldi.
Bandaríkin Þingkosningar í Bandaríkjunum Donald Trump Rússarannsóknin Mest lesið Ekki lengur gert ráð fyrir að fangaverðir starfi í brottfararstöð Innlent Björgunarsveitarkona miður sín: Fékk ítrekaðar athugasemdir um húðlit Neyðarkallsins Innlent Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Erlent „Mig langar til að tala eins og Íslendingur – nákvæmlega eins og Íslendingur“ Innlent „Alla mína ævi var ég að reyna að verja hann fyrir kynþáttafordómum“ Innlent Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Erlent Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Erlent Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Erlent „Fullt af munum sem myndu ekki ganga kaupum og sölum á markaði“ Innlent Starfsmenn meðferðarheimilis: Fíkniefni, öryggisbrestir og óvirkt eftirlit Innlent Fleiri fréttir Guðmundur dæmdur í lífstíðarfangelsi fyrir morð í Svíþjóð Njósnað um konuna sem ásakaði Khan um kynferðisbrot Gefa grænt ljós á kröfur um skráningu líffræðilegs kyns í vegabréfum Rússar nærri stærstu landvinningunum í rúm tvö ár Lykilorð Louvre einfaldlega Louvre „Samlokumaðurinn“ sýknaður Féll í yfirlið í skrifstofu Trumps Segjast hafa fundið vopn frá Hamas fyrir hryðjuverk í Evrópu Rannsaka hakakrossa sem voru málaðir með blóði úr manni Pútín sagður beina kúgunartækjum sínum að eigin stuðningsmönnum Flugumferðarstjórar að bugast og dregið úr ferðum innanlands Belgar kalla saman þjóðaröryggisráð vegna drónaflugs við flugvelli Tala látinna hækkar á Filippseyjum Óttast að María sé að stela athyglinni frá Jesú á samfélagsmiðlum Tortryggnir í garð tolla Trumps Plata hermenn í hjónaband og hirða svo bæturnar Hver er Zohran Mamdani og hvað vill hann? Banna samtök íslamista og gerðu húsleit hjá fleiri Evrópuríki ná saman um verulega útþynnt loftslagsmarkmið Stofnar Facebook hóp fyrir hatur gegn sjálfum sér Sjö látnir eftir flugslysið í Kentucky Tugir látnir eftir fellibyl á Filippseyjum „Versta martröð Trumps“ kjörin borgarstjóri New York Féll til jarðar rétt eftir flugtak Fundu 1,7 tonn af kókaíni í kafbát á miðju Atlantshafi Náðu myndum af háhyrningum að velta hvítháfum og éta úr þeim lifrina Fer fram og til baka með SNAP Dick Cheney, einn arkítekta Íraksstríðsins, er látinn Með meðvitund fastur í rústunum en lést á leið á sjúkrahús Hyggjast banna klám sem sýnir kyrkingar Sjá meira