Í anda Guðrúnar frá Lundi Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 20. júlí 2018 06:00 Í Kaffihúsi Guðrúnar frá Lundi er allt í þjóðlegum stíl, eins og sjá má. Kristín Sigurrós passar upp á það. „Við leggjum mesta áherslu á heitar vöfflur með heimagerðri rabarbarasultu og rjóma auk þess að hafa drykki og ís á boðstólum,“ segir Kristín Sigurrós Einarsdóttir, sem rekur Kaffihús Guðrúnar frá Lundi að Sólgörðum í Fljótum í Skagafirði, ásamt manni sínum, Alfreð Gesti Símonarsyni. „Við reynum að hafa kaffihúsið í anda Guðrúnar. Hér eru spjöld með upplýsingum um hana og verk hennar og við seljum svuntur og fjölnota taupoka sem minjagripi tengda henni. Svo eru bækurnar hennar hér, bæði nýjar og notaðar.“ Auk kaffihússins reka þau hjón gistingu að Sólgörðum og sjá um sundlaugina á staðnum. Kristín Sigurrós segir hafa verið nóg að gera í sumar enda séu þau á Tröllaskagahringnum sem orðinn sé vinsæll. „Þetta er rétt hjá Barðskirkju í Fljótum. Maðurinn minn er uppalinn þar svo hann er á heimaslóðum. Við tókum við þessum rekstri í fyrra. Áður hafði verið hér gisting, aðallega fyrir hópa, en við tókum líka við lausatraffík og vorum með vísi að kaffihúsinu þá, þó ekki undir þessu nafni. Það er miklu meira að gera núna, þó veðrið sé ekki eins hagstætt og aðsókn í laugina minni. Við tókum veitingaaðstöðuna alveg í gegn í vetur, máluðum allt og innréttuðum upp á nýtt.“ Að Sólgörðum hefur grunnskóli sveitarinnar verið síðan 1942, að sögn Kristínar Sigurrósar. „Skólahúsið sem við erum í er frá 1985. En nú var verið að leggja niður kennslu í sveitinni og eftirleiðis fara börn héðan í skóla á Hofsósi, um 35 kílómetra leið,“ lýsir hún. Kristín Sigurrós hafði kynnt sér ævi og rithöfundarferil Guðrúnar frá Lundi áður en hún gerðist vert í Sólgörðum. Á síðasta ári vann hún að því að setja upp sýningu um hana á Sauðárkróki ásamt Marín Guðrúnu Hrafnsdóttur. Síðustu þrjú ár hefur hún líka farið sem leiðsögumaður á slóðir Guðrúnar í Skagafirði eftir því sem vegur leyfir og þá fjallað í leiðinni um ævi hennar og höfundarverk. „Ég byrja þar sem Guðrún fæddist, sem var á Lundi í Stíflu, hér í Fljótum, við hlið gömlu Knappstaðakirkjunnar. Ég fer að Enni á Höfðaströnd og út á Skaga, að Mallandi og Ketu, þar sem hún bjó og enda við Sauðárkrókskirkju, enda var hún á Króknum undir lokin.“ Hún kveðst taka heilan dag í þetta ferðalag. „Það er stoppað á veitingastöðum sem bjóða upp á eitthvað í gömlum anda og er úr heimabyggð, mér finnst Ásakaffi í Glaumbæ og Sólvík á Hofsósi passa best. Svo tökum við upp nesti á vissum stöðum.“ Kristín Sigurrós segir aldurshópinn í ferðunum breiðari en hún hefði reiknað með. „Fólk hefur mikinn áhuga á Guðrúnu, Dalalíf er ein vinsælasta sagan á bókasöfnum landsins og yfirleitt eru farþegarnir vel lesnir og þakklátir.“ Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Konan er fundin Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Erlent Fleiri fréttir Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum „Mér fannst þetta vera svolítil vonbrigði“ Sjá meira
„Við leggjum mesta áherslu á heitar vöfflur með heimagerðri rabarbarasultu og rjóma auk þess að hafa drykki og ís á boðstólum,“ segir Kristín Sigurrós Einarsdóttir, sem rekur Kaffihús Guðrúnar frá Lundi að Sólgörðum í Fljótum í Skagafirði, ásamt manni sínum, Alfreð Gesti Símonarsyni. „Við reynum að hafa kaffihúsið í anda Guðrúnar. Hér eru spjöld með upplýsingum um hana og verk hennar og við seljum svuntur og fjölnota taupoka sem minjagripi tengda henni. Svo eru bækurnar hennar hér, bæði nýjar og notaðar.“ Auk kaffihússins reka þau hjón gistingu að Sólgörðum og sjá um sundlaugina á staðnum. Kristín Sigurrós segir hafa verið nóg að gera í sumar enda séu þau á Tröllaskagahringnum sem orðinn sé vinsæll. „Þetta er rétt hjá Barðskirkju í Fljótum. Maðurinn minn er uppalinn þar svo hann er á heimaslóðum. Við tókum við þessum rekstri í fyrra. Áður hafði verið hér gisting, aðallega fyrir hópa, en við tókum líka við lausatraffík og vorum með vísi að kaffihúsinu þá, þó ekki undir þessu nafni. Það er miklu meira að gera núna, þó veðrið sé ekki eins hagstætt og aðsókn í laugina minni. Við tókum veitingaaðstöðuna alveg í gegn í vetur, máluðum allt og innréttuðum upp á nýtt.“ Að Sólgörðum hefur grunnskóli sveitarinnar verið síðan 1942, að sögn Kristínar Sigurrósar. „Skólahúsið sem við erum í er frá 1985. En nú var verið að leggja niður kennslu í sveitinni og eftirleiðis fara börn héðan í skóla á Hofsósi, um 35 kílómetra leið,“ lýsir hún. Kristín Sigurrós hafði kynnt sér ævi og rithöfundarferil Guðrúnar frá Lundi áður en hún gerðist vert í Sólgörðum. Á síðasta ári vann hún að því að setja upp sýningu um hana á Sauðárkróki ásamt Marín Guðrúnu Hrafnsdóttur. Síðustu þrjú ár hefur hún líka farið sem leiðsögumaður á slóðir Guðrúnar í Skagafirði eftir því sem vegur leyfir og þá fjallað í leiðinni um ævi hennar og höfundarverk. „Ég byrja þar sem Guðrún fæddist, sem var á Lundi í Stíflu, hér í Fljótum, við hlið gömlu Knappstaðakirkjunnar. Ég fer að Enni á Höfðaströnd og út á Skaga, að Mallandi og Ketu, þar sem hún bjó og enda við Sauðárkrókskirkju, enda var hún á Króknum undir lokin.“ Hún kveðst taka heilan dag í þetta ferðalag. „Það er stoppað á veitingastöðum sem bjóða upp á eitthvað í gömlum anda og er úr heimabyggð, mér finnst Ásakaffi í Glaumbæ og Sólvík á Hofsósi passa best. Svo tökum við upp nesti á vissum stöðum.“ Kristín Sigurrós segir aldurshópinn í ferðunum breiðari en hún hefði reiknað með. „Fólk hefur mikinn áhuga á Guðrúnu, Dalalíf er ein vinsælasta sagan á bókasöfnum landsins og yfirleitt eru farþegarnir vel lesnir og þakklátir.“
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi Innlent „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Innlent Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Innlent „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Innlent „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Innlent Konan er fundin Innlent Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Innlent „Selir“ skutu óvopnaða borgara í leyniaðgerð í Norður-Kóreu Erlent Hefur sætt umsáturseinelti í 14 ár: „Þetta hefur bara rústað lífi mínu“ Innlent Skoða að banna trans fólki að eiga skotvopn Erlent Fleiri fréttir Deila lyfseðlum fyrir þyngdarstjórnunarlyf og undankeppni HM hefst Starfsfólk Alcoa vilji setja fyrirtækinu mörk Lögregla hafi hlaupið á sig á Siglufirði: „Þetta eru einstök prúðmenni“ Ætla að rannsaka meint undirboð á kísilmálmi „Mér hefur aldrei verið sýnd jafn mikil vanvirðing“ Hélt eiginkonu og fimm börnum í heljargreipum Breyta Korpuskóla til að anna eftirspurn í Klettaskóla Vegabætur á Vestfjörðum opni tækifæri í vetrarferðamennsku Vilja aðgerðir strax Ástand á stúdentagörðum: Ítrekuð innbrot, mat stolið, dýnur í kjallara og hland á gólfi „Geta verið dauðsföll, þú veist ekkert hvað er í þessu“ Öllum börnum undir sex mánaða boðin forvörn gegn RS veiru Vildu fá að vita hvort ríkisstyrkir hefðu farið í málsóknir gegn orkuframkvæmdum Vara við ólöglegum megrunarlyfjum sem eru í umferð Konan er fundin Sextán ára kveikti í herbergi sínu Þremur sleppt úr haldi og brotaþoli útskrifaður „Það kemur að því að við lendum í veseni“ Ekki hægt að þaga þegar stjórnmálamenn leika sér að því að særa fram tröllin 252,6 milljónir runnið í ríkissjóð úr dánarbúum án lögerfingja á tíu árum Þrjú söfn í eina sæng Yfirgefið hreysi víkur fyrir hundrað íbúðum Líkamsárás á gistiheimili „Ekkert óeðlilegt við það að endurskoða þetta kerfi“ Tveir á sjúkrahús eftir harðan árekstur Vegurinn yfir Kjöl gerir ferðalöngum lífið leitt Stefna um mikla og hraða fólksfjölgun „alið á stéttaskiptingu á Íslandi“ Fimm handteknir í aðgerðum sérsveitar Ættum að fara varlega í orkudrykki með sætuefnum „Mér fannst þetta vera svolítil vonbrigði“ Sjá meira