Í anda Guðrúnar frá Lundi Gunnþóra Gunnarsdóttir skrifar 20. júlí 2018 06:00 Í Kaffihúsi Guðrúnar frá Lundi er allt í þjóðlegum stíl, eins og sjá má. Kristín Sigurrós passar upp á það. „Við leggjum mesta áherslu á heitar vöfflur með heimagerðri rabarbarasultu og rjóma auk þess að hafa drykki og ís á boðstólum,“ segir Kristín Sigurrós Einarsdóttir, sem rekur Kaffihús Guðrúnar frá Lundi að Sólgörðum í Fljótum í Skagafirði, ásamt manni sínum, Alfreð Gesti Símonarsyni. „Við reynum að hafa kaffihúsið í anda Guðrúnar. Hér eru spjöld með upplýsingum um hana og verk hennar og við seljum svuntur og fjölnota taupoka sem minjagripi tengda henni. Svo eru bækurnar hennar hér, bæði nýjar og notaðar.“ Auk kaffihússins reka þau hjón gistingu að Sólgörðum og sjá um sundlaugina á staðnum. Kristín Sigurrós segir hafa verið nóg að gera í sumar enda séu þau á Tröllaskagahringnum sem orðinn sé vinsæll. „Þetta er rétt hjá Barðskirkju í Fljótum. Maðurinn minn er uppalinn þar svo hann er á heimaslóðum. Við tókum við þessum rekstri í fyrra. Áður hafði verið hér gisting, aðallega fyrir hópa, en við tókum líka við lausatraffík og vorum með vísi að kaffihúsinu þá, þó ekki undir þessu nafni. Það er miklu meira að gera núna, þó veðrið sé ekki eins hagstætt og aðsókn í laugina minni. Við tókum veitingaaðstöðuna alveg í gegn í vetur, máluðum allt og innréttuðum upp á nýtt.“ Að Sólgörðum hefur grunnskóli sveitarinnar verið síðan 1942, að sögn Kristínar Sigurrósar. „Skólahúsið sem við erum í er frá 1985. En nú var verið að leggja niður kennslu í sveitinni og eftirleiðis fara börn héðan í skóla á Hofsósi, um 35 kílómetra leið,“ lýsir hún. Kristín Sigurrós hafði kynnt sér ævi og rithöfundarferil Guðrúnar frá Lundi áður en hún gerðist vert í Sólgörðum. Á síðasta ári vann hún að því að setja upp sýningu um hana á Sauðárkróki ásamt Marín Guðrúnu Hrafnsdóttur. Síðustu þrjú ár hefur hún líka farið sem leiðsögumaður á slóðir Guðrúnar í Skagafirði eftir því sem vegur leyfir og þá fjallað í leiðinni um ævi hennar og höfundarverk. „Ég byrja þar sem Guðrún fæddist, sem var á Lundi í Stíflu, hér í Fljótum, við hlið gömlu Knappstaðakirkjunnar. Ég fer að Enni á Höfðaströnd og út á Skaga, að Mallandi og Ketu, þar sem hún bjó og enda við Sauðárkrókskirkju, enda var hún á Króknum undir lokin.“ Hún kveðst taka heilan dag í þetta ferðalag. „Það er stoppað á veitingastöðum sem bjóða upp á eitthvað í gömlum anda og er úr heimabyggð, mér finnst Ásakaffi í Glaumbæ og Sólvík á Hofsósi passa best. Svo tökum við upp nesti á vissum stöðum.“ Kristín Sigurrós segir aldurshópinn í ferðunum breiðari en hún hefði reiknað með. „Fólk hefur mikinn áhuga á Guðrúnu, Dalalíf er ein vinsælasta sagan á bókasöfnum landsins og yfirleitt eru farþegarnir vel lesnir og þakklátir.“ Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Fleiri fréttir Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Sjá meira
„Við leggjum mesta áherslu á heitar vöfflur með heimagerðri rabarbarasultu og rjóma auk þess að hafa drykki og ís á boðstólum,“ segir Kristín Sigurrós Einarsdóttir, sem rekur Kaffihús Guðrúnar frá Lundi að Sólgörðum í Fljótum í Skagafirði, ásamt manni sínum, Alfreð Gesti Símonarsyni. „Við reynum að hafa kaffihúsið í anda Guðrúnar. Hér eru spjöld með upplýsingum um hana og verk hennar og við seljum svuntur og fjölnota taupoka sem minjagripi tengda henni. Svo eru bækurnar hennar hér, bæði nýjar og notaðar.“ Auk kaffihússins reka þau hjón gistingu að Sólgörðum og sjá um sundlaugina á staðnum. Kristín Sigurrós segir hafa verið nóg að gera í sumar enda séu þau á Tröllaskagahringnum sem orðinn sé vinsæll. „Þetta er rétt hjá Barðskirkju í Fljótum. Maðurinn minn er uppalinn þar svo hann er á heimaslóðum. Við tókum við þessum rekstri í fyrra. Áður hafði verið hér gisting, aðallega fyrir hópa, en við tókum líka við lausatraffík og vorum með vísi að kaffihúsinu þá, þó ekki undir þessu nafni. Það er miklu meira að gera núna, þó veðrið sé ekki eins hagstætt og aðsókn í laugina minni. Við tókum veitingaaðstöðuna alveg í gegn í vetur, máluðum allt og innréttuðum upp á nýtt.“ Að Sólgörðum hefur grunnskóli sveitarinnar verið síðan 1942, að sögn Kristínar Sigurrósar. „Skólahúsið sem við erum í er frá 1985. En nú var verið að leggja niður kennslu í sveitinni og eftirleiðis fara börn héðan í skóla á Hofsósi, um 35 kílómetra leið,“ lýsir hún. Kristín Sigurrós hafði kynnt sér ævi og rithöfundarferil Guðrúnar frá Lundi áður en hún gerðist vert í Sólgörðum. Á síðasta ári vann hún að því að setja upp sýningu um hana á Sauðárkróki ásamt Marín Guðrúnu Hrafnsdóttur. Síðustu þrjú ár hefur hún líka farið sem leiðsögumaður á slóðir Guðrúnar í Skagafirði eftir því sem vegur leyfir og þá fjallað í leiðinni um ævi hennar og höfundarverk. „Ég byrja þar sem Guðrún fæddist, sem var á Lundi í Stíflu, hér í Fljótum, við hlið gömlu Knappstaðakirkjunnar. Ég fer að Enni á Höfðaströnd og út á Skaga, að Mallandi og Ketu, þar sem hún bjó og enda við Sauðárkrókskirkju, enda var hún á Króknum undir lokin.“ Hún kveðst taka heilan dag í þetta ferðalag. „Það er stoppað á veitingastöðum sem bjóða upp á eitthvað í gömlum anda og er úr heimabyggð, mér finnst Ásakaffi í Glaumbæ og Sólvík á Hofsósi passa best. Svo tökum við upp nesti á vissum stöðum.“ Kristín Sigurrós segir aldurshópinn í ferðunum breiðari en hún hefði reiknað með. „Fólk hefur mikinn áhuga á Guðrúnu, Dalalíf er ein vinsælasta sagan á bókasöfnum landsins og yfirleitt eru farþegarnir vel lesnir og þakklátir.“
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Innlent „Árleg æfing í vonbrigðum“ Innlent Frægasti köttur landsins týndur Innlent Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Innlent Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Innlent Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Innlent Engar ruslatunnur í Grindavík Innlent Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Ása hyggst selja húsið og flytur ásamt börnum sínum Erlent Fleiri fréttir Þrír menn handteknir eftir að þeir ruddust inn á heimili „Árleg æfing í vonbrigðum“ Fyrstu lotu læknaverkfalls aflýst Á bak við auglýsingarnar um Dag en skráður í Samfylkinguna Ræktar banana í Hafnarfirði með góðum árangri Frægasti köttur landsins týndur Enginn drukkinn jólasveinn í jólaþorpi Hafnarfjarðar Engar ruslatunnur í Grindavík Kapphlaup við tímann í Karphúsinu og eggjaskortur í aðdraganda jóla Í símanum undir stýri og bíllinn mikið skemmdur Læknar á lokastigi og nýr taktur hjá kennurum Biskup fagnar hækkun sóknargjalda Sundhnúksgígaröðin að verða búin Vinstrið muni bera sigur úr býtum að öllu óbreyttu Breyting á eldgosinu og stór dagur í Karphúsinu Ögurstund runnin upp í Karphúsinu Fjölskyldan brást vel við nýju húðflúri þingmannsins Kæla öll „hraunaugu“ og loka þeim Minni virkni í miðgígnum Vextir og kosningar í Sprengisandi Réttindalausir stútar á ferðinni Engar sýnilegar breytingar á hraunflæði eða krafti Ók á ljósastaur við Grensásveg Eldur kviknaði í bíl í Mosfellsbæ Læknar fara þokkalega bjartsýnir inn í morgundaginn Viðreisn stærst samkvæmt nýrri kosningaspá en mjótt á munum Sjálfstæðisflokkurinn hafi lagt til niðurskurð á hverju ári Hefur gefið Landgræðslunni 26 milljónir króna í formi fræja Mikilvægt að Bláa lónið geti opnað sem fyrst Hvetja íbúa Suðurnesja til að spara heita vatnið Sjá meira