Facebook lokar reikningum í aðdraganda þingkosninga í Bandaríkjunum Kjartan Kjartansson skrifar 31. júlí 2018 17:51 Facebook hefur verið sakað um að taka gervireikninga og síður ekki nógu föstum tökum. Vísir/AP Forsvarsmenn samfélagsmiðlarisans Facebook hafa lokað 32 reikningum og síðum sem þeir telja að hafi verið stofnaðar gagngert til þess að hafa áhrif á stjórnmálaumræðu í Bandaríkjunum. Rannsókn fyrirtækisins er sögð skammt á veg komin og ekki liggi fyrir hver standi að baki herferðinni sem talin er háþróuð. Reikningarnir og síðurnar voru bæði á Facebook og myndasíðunni Instagram sem Facebook á. Í yfirlýsingu Facebook voru aðgerðirnar ekki tengdir beint við þingkosningarnar vestanhafs en þær fara fram í nóvember. Að sögn AP-fréttastofunnar er talið mögulegt að reikningarnir tengist Rússum. Einhverjir þeirra virðist tengjast reikningum Internet Research Agency, rússnesks fyrirtækis sem var notað til þess að heyja áróðsstríð á samfélagsmiðlum fyrir forsetakosningarnar árið 2016 og var lokað í kjölfar þeirra. Samkvæmt upplýsingum Facebook fylgdu 290.000 notendur að minnsta kosti einni síðunni sem nú hefur verið lokað. Alls hafi reikningarnir og síðurnar á Facebook búið til um 9.500 færslur. Reikningarnir keyptu um 150 auglýsingar á Facebook og Instagram. Stofnendur gervireikniganna og síðnanna virðast hafa lagt meira á sig til að fela spor sín en Rússarnir sem reyndu að hafa áhrif á forsetakosningarnar árið 2016. Þannig hafi þeir reynt að fela staðsetningu sína með svokölluðu sýndarneti (VPN) og notað milliliði til þess að kaupa auglýsingar fyrir sig, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Facebook hefur legið undir gagnrýni fyrir að hafa ekki tekið nógu alvarlega gervireikninga og síður sem notaðar voru til þess að hafa áhrif á kosningar í Bandaríkjunum og víðar. Bandaríska leyniþjónustan hefur komist að þeirri niðurstöðu að Rússar hafi reynt að hafa áhrif á forsetakosningarnar fyrir tveimur árum til þess að hjálpa Donald Trump að sigra. Hún hefur jafnframt varað við því að Rússar ætli sér að leika sama leik fyrir þingkosningarnar í haust. Hópur Rússa sem tók þátt í áróðursherferð á samfélagsmiðlum hefur verið ákærður í tengslum við rannsókn Roberts Mueller, sérstaks rannsakanda bandaríska dómsmálaráðuneytisins, á tilraunum Rússa til að hafa áhrif á kosningarnar og meintu samráði framboðs Trump við þá. Bandaríkin Donald Trump Facebook Rússarannsóknin Tengdar fréttir Alex Jones úthýst af Facebook Facebook-síðu hins umdeilda spjallþáttastjórnanda Alex Jones var lokað í gær. 28. júlí 2018 17:43 Foreldrar fórnarlambs Sandy Hook-árásarinnar grátbiðja Zuckerberg um að kæfa samsæriskenningar Foreldrar drengs sem lést í skotárásinni í Sandy Hook-grunnskólann í bænum Newton í Connecticut í desember árið 2012 birtu í dag opið bréf til Marks Zuckerbergs, stofnanda Facebook. 25. júlí 2018 20:39 Facebook gerði lokaðar færslur allt að 14 milljón notenda aðgengilegar öllum Galli í hugbúnaði Facebook varð til þess að lokaðar færslur (e. private posts) allt að 14 milljón notenda samfélagsmiðilsins urðu aðgengilegar öllum (e. public posts). 7. júní 2018 23:48 Mest lesið Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Innlent Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Fleiri fréttir Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Rússar taldir hylja slóð flutningaskipa til að verja olíuhafnir sínar Búa sig undir meiri rigningu og fleiri flóð á Spáni Segir ummæli Trump um konur móðgun við alla Um átta þúsund norðurkóreskir hermenn á landamærunum Horfði á lík fljóta fram hjá Tala látinna á Spáni hækkar Sjá meira
Forsvarsmenn samfélagsmiðlarisans Facebook hafa lokað 32 reikningum og síðum sem þeir telja að hafi verið stofnaðar gagngert til þess að hafa áhrif á stjórnmálaumræðu í Bandaríkjunum. Rannsókn fyrirtækisins er sögð skammt á veg komin og ekki liggi fyrir hver standi að baki herferðinni sem talin er háþróuð. Reikningarnir og síðurnar voru bæði á Facebook og myndasíðunni Instagram sem Facebook á. Í yfirlýsingu Facebook voru aðgerðirnar ekki tengdir beint við þingkosningarnar vestanhafs en þær fara fram í nóvember. Að sögn AP-fréttastofunnar er talið mögulegt að reikningarnir tengist Rússum. Einhverjir þeirra virðist tengjast reikningum Internet Research Agency, rússnesks fyrirtækis sem var notað til þess að heyja áróðsstríð á samfélagsmiðlum fyrir forsetakosningarnar árið 2016 og var lokað í kjölfar þeirra. Samkvæmt upplýsingum Facebook fylgdu 290.000 notendur að minnsta kosti einni síðunni sem nú hefur verið lokað. Alls hafi reikningarnir og síðurnar á Facebook búið til um 9.500 færslur. Reikningarnir keyptu um 150 auglýsingar á Facebook og Instagram. Stofnendur gervireikniganna og síðnanna virðast hafa lagt meira á sig til að fela spor sín en Rússarnir sem reyndu að hafa áhrif á forsetakosningarnar árið 2016. Þannig hafi þeir reynt að fela staðsetningu sína með svokölluðu sýndarneti (VPN) og notað milliliði til þess að kaupa auglýsingar fyrir sig, að því er segir í frétt breska ríkisútvarpsins BBC. Facebook hefur legið undir gagnrýni fyrir að hafa ekki tekið nógu alvarlega gervireikninga og síður sem notaðar voru til þess að hafa áhrif á kosningar í Bandaríkjunum og víðar. Bandaríska leyniþjónustan hefur komist að þeirri niðurstöðu að Rússar hafi reynt að hafa áhrif á forsetakosningarnar fyrir tveimur árum til þess að hjálpa Donald Trump að sigra. Hún hefur jafnframt varað við því að Rússar ætli sér að leika sama leik fyrir þingkosningarnar í haust. Hópur Rússa sem tók þátt í áróðursherferð á samfélagsmiðlum hefur verið ákærður í tengslum við rannsókn Roberts Mueller, sérstaks rannsakanda bandaríska dómsmálaráðuneytisins, á tilraunum Rússa til að hafa áhrif á kosningarnar og meintu samráði framboðs Trump við þá.
Bandaríkin Donald Trump Facebook Rússarannsóknin Tengdar fréttir Alex Jones úthýst af Facebook Facebook-síðu hins umdeilda spjallþáttastjórnanda Alex Jones var lokað í gær. 28. júlí 2018 17:43 Foreldrar fórnarlambs Sandy Hook-árásarinnar grátbiðja Zuckerberg um að kæfa samsæriskenningar Foreldrar drengs sem lést í skotárásinni í Sandy Hook-grunnskólann í bænum Newton í Connecticut í desember árið 2012 birtu í dag opið bréf til Marks Zuckerbergs, stofnanda Facebook. 25. júlí 2018 20:39 Facebook gerði lokaðar færslur allt að 14 milljón notenda aðgengilegar öllum Galli í hugbúnaði Facebook varð til þess að lokaðar færslur (e. private posts) allt að 14 milljón notenda samfélagsmiðilsins urðu aðgengilegar öllum (e. public posts). 7. júní 2018 23:48 Mest lesið Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Erlent Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Erlent Gera nú ráð fyrir 43 prósent meiri halla á ríkissjóði Innlent Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Erlent „Þetta var hræðilegt slys“ Innlent Stjórnarliðið reynir að hysja upp um sig brækurnar í vegamálum Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Einn fluttur á sjúkrahús eftir árekstur Innlent Formaður Kyndils lést í slysinu við Tungufljót Innlent Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað Erlent Fleiri fréttir Útsendarar GRU sagðir hafa sent eldsprengjur með flugvélum Sigurvegarar í keppni Musks ekki valdir af handahófi Pennsylvanía nauðsynleg til að tryggja sigur Réttað yfir átta vegna afhöfðunar kennara í París Rauð veðurviðvörun og 80 flugferðum aflýst eða frestað „Já, maður! Að sjálfsögðu vinnur hann þetta!“ Evrópusamstarf verður að Evrópuvandamáli Forseti Moldóvu hélt velli þrátt fyrir ásakanir um rússnesk afskipti Á lokametrunum í kosningabaráttu Repúblikanar önugir yfir óvæntu atriði Harris í SNL Grýttu drullu í Spánarkonung Skyggnst inn í hugarheim stuðningsmanna Trump Óvænt forskot Harris í Iowa sætir tíðindum Hefja bólusetningar við lömunarveiki á ný Sendir tíu þúsund manna herlið til Valensía Ostaþjófnaður skekur heim matgæðinga: „Hver vill svona mikinn ost?“ „Margt að óttast“ en ameríski draumurinn lifir Badenoch nýr leiðtogi Íhaldsflokksins „Ég myndi frekar kasta mér fram af kletti en að kjósa Donald Trump“ Létust þegar skyggni hrundi ofan á þau í Serbíu Rúmlega tvö hundruð látnir eftir flóðin Kim hafi stutt Rússa frá upphafi „heilags stríðs“ þeirra Telja opinber úrslit kosninganna í Georgíu ekki standast Háttsettur Trump-liði segir RFK hafa sannfært hann um skaðsemi bóluefna Rússar taldir hylja slóð flutningaskipa til að verja olíuhafnir sínar Búa sig undir meiri rigningu og fleiri flóð á Spáni Segir ummæli Trump um konur móðgun við alla Um átta þúsund norðurkóreskir hermenn á landamærunum Horfði á lík fljóta fram hjá Tala látinna á Spáni hækkar Sjá meira
Alex Jones úthýst af Facebook Facebook-síðu hins umdeilda spjallþáttastjórnanda Alex Jones var lokað í gær. 28. júlí 2018 17:43
Foreldrar fórnarlambs Sandy Hook-árásarinnar grátbiðja Zuckerberg um að kæfa samsæriskenningar Foreldrar drengs sem lést í skotárásinni í Sandy Hook-grunnskólann í bænum Newton í Connecticut í desember árið 2012 birtu í dag opið bréf til Marks Zuckerbergs, stofnanda Facebook. 25. júlí 2018 20:39
Facebook gerði lokaðar færslur allt að 14 milljón notenda aðgengilegar öllum Galli í hugbúnaði Facebook varð til þess að lokaðar færslur (e. private posts) allt að 14 milljón notenda samfélagsmiðilsins urðu aðgengilegar öllum (e. public posts). 7. júní 2018 23:48