Guðrún Brá vann í fyrsta skipti og Axel náði að verja titil sinn Hjörvar skrifar 30. júlí 2018 06:00 Axel Bóasson og Guðrún Brá Björgvinsdóttir, atvinnukylfingar úr Golfklúbbnum Keili, með sigurlaunin. Mynd/GSÍ Golf Guðrún Brá Björgvinsdóttir, atvinnukylfingur úr Golfklúbbnum Keili, varð Íslandsmeistari í fyrsta skipti þegar hún stóð uppi sem sigurvegari á mótinu sem haldið var í Vestmanneyjum um helgina. Ólafía Þórunn Kristinsdóttir og Valdís Þóra Jónsdóttir, sigurvegarar síðustu tveggja ára, voru ekki með að þessu sinni vegna verkefna sinna erlendis og golfspekingar spáðu því að nú væri komið að Guðrúnu Brá að vinna titilinn. Hún stóðst þær væntingar með glæsibrag, en hún hafði forystu allt frá því að fyrsta keppnisdegi lauk og til enda. Fyrsta hringinn lék hún á 70 höggum sem er par vallarins, annan hringinn á fimm höggum yfir pari, þann þriðja á tveimur höggum yfir pari og fjórða og síðasta á einu höggi yfir pari. Guðrún kórónaði góða frammistöðu sína um helgina með því að tryggja sér fugl á lokaholunni með einkar laglegri vippu í brekku rétt utan flatar. Guðrún Brá er að feta í fótspor föður síns, Björgvins Sigurbergssonar, sem varð Íslandsmeistari fjórum sinnum árin 1995, 1999, 2000 og síðast árið 2007. Þau eru fyrstu feðginin sem tekst að standa uppi sem sigurvegarar á Íslandsmóti. „Það er yndisleg tilfinning að verða Íslandsmeistari og þægilegt að hafa loksins náð að standa uppi sem sigurvegari á þessu móti. Það var mjög gaman að spila hérna í Vestmannaeyjum um helgina þó svo að veðrið hafi aðeins sett strik í reikninginn á öðrum og þriðja degi. Aðstæður voru fínar í dag og ég náði að spila fínt golf og sigla sigrinum heim. Nú ætla ég að vera í viku hér heima og slaka á, en fer svo út í næstu viku og hef seinni hlutann á keppnistímabilinu á LET Access-mótaröðinni,“ sagði Guðrún Brá kát í samtali við Fréttablaðið. Meiri spenna var í karlaflokki, en þar börðust Axel Bóasson, atvinnukylfingur úr Golfklúbbnum Keili, Björn Óskar Guðjónsson, afrekskylfingur úr Golfklúbbnum í Mosfellsbæ, og Haraldur Franklín Magnús, atvinnukylfingur úr Golfklúbbi Reykjavíkur, um Íslandsmeistaratitilinn. Axel og Björn Óskar voru við toppinn frá fyrsta keppnisdegi, en Haraldur Franklín blandaði sér í toppbaráttunna með því að slá vallarmetið þegar hann fór annan hringinn á 62 höggum og sló þar með 16 ára gamalt met Helga Dans Steinssonar. Axel og Björn Óskar héldust hönd í hönd allt fram á lokaholu og Haraldur Franklín andaði ofan í hálsmálið á þeim allt fram á lokaholuna. Það voru tveir fuglar á 14. og 15. holu á lokahringnum sem lögðu grunninn að Íslandsmeistaratitli Axels. Þegar yfir lauk hafði Axel farið hringina fjóra á 12 höggum undir pari vallarins, Björn Óskar á tíu höggum undir pari og Haraldur Franklín á níu höggum undir pari. Axel varði þar af leiðandi titil sinn, en hann hefur alls orðið Íslandsmeistari þrisvar sinnum. Þar áður varð hann meistari árið 2011. „Það var mikil spenna frá upphafi til enda og ég er gríðarlega ánægður með að hafa náð að landa þessu. Björn Óskar og Haraldur Franklín veittu mér harða keppni og það var ljúf tilfinning þegar þetta var í höfn. Völlurinn var í gríðarlega góðu ásigkomulagi og mjög gaman að spila á honum um helgina. Við fengum mörg mismunandi veðurafbrigði og það var bara gaman að kljást við það. Nú fer ég út til Danmerkur í nótt og byrja að undirbúa mig fyrir næsta mót í Nordic-mótaröðinni,“ sagði Axel sigurreifur í samtali við Fréttablaðið. Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ Íslenski boltinn Eiginkona Gunnhildar Yrsu kvaddi með tárin í augunum Fótbolti „Ísland á að vera fordæmi fyrir önnur lið á EM“ Körfubolti Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Handbolti Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Íslenski boltinn HM-hetja hvarf eftir að hafa fengið sér kaffi Fótbolti Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Handbolti Með flest fráköst og varin skot og bestu nýtinguna inni í teig á EM Körfubolti Tárvotur Antony: Rosalega erfitt að vera hjá Man United Fótbolti Konurnar þurfa að fara í kynjapróf fyrir HM í frjálsum en prófið er bannað Sport Fleiri fréttir Styðja þrettán ára strák sem var kýldur af pabba mótherja Ferðaþreyta, tilfinningarússíbani og lærdómur Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Chiesa og Tel ekki valdir í Meistaradeild en Dowman gæti slegið met Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Fjögur einvígi klár: Jokic réði ekki við Tyrki og Þjóðverjar óstöðvandi Mætti út með stálplötu í hálsinum: „Reyni að öskra eitthvað“ Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Viggó lék stóra rullu þegar lærisveinar Arnórs frusu Sædís kom að dýrmætu marki „Lítum á þennan leik sem leik sem við verðum að vinna“ „Hélt að það yrði erfiðara að dekka Doncic“ Tölurnar á bak við hundrað landsleiki Ægis Freyr ósáttur við Bodø/Glimt og sakar þá um hroka EM í dag: Dansinn við Doncic gerður upp og Baldur truflaði þáttinn Martin sló met Jóns Arnórs og Hauks Helga en Tryggvi náði Hlyni Besta sætið: „Þetta er Martin sem við þekkjum“ Leikir U-21 árs strákanna í opinni dagskrá á Sýn Sport Með flest fráköst og varin skot og bestu nýtinguna inni í teig á EM HM-hetja hvarf eftir að hafa fengið sér kaffi Tárvotur Antony: Rosalega erfitt að vera hjá Man United „Ísland á að vera fordæmi fyrir önnur lið á EM“ Eiginkona Gunnhildar Yrsu kvaddi með tárin í augunum Slá hvern annan utan undir fyrir hvern leik á EM Klippti af sér „dreddana“ og samdi við Keflavík Er þetta Tryggvi eða kannski Shaquille O'Nealason? Nýi kani Keflavíkur spilaði með Maryland, Marquette og í sumardeild NBA Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Sjá meira
Golf Guðrún Brá Björgvinsdóttir, atvinnukylfingur úr Golfklúbbnum Keili, varð Íslandsmeistari í fyrsta skipti þegar hún stóð uppi sem sigurvegari á mótinu sem haldið var í Vestmanneyjum um helgina. Ólafía Þórunn Kristinsdóttir og Valdís Þóra Jónsdóttir, sigurvegarar síðustu tveggja ára, voru ekki með að þessu sinni vegna verkefna sinna erlendis og golfspekingar spáðu því að nú væri komið að Guðrúnu Brá að vinna titilinn. Hún stóðst þær væntingar með glæsibrag, en hún hafði forystu allt frá því að fyrsta keppnisdegi lauk og til enda. Fyrsta hringinn lék hún á 70 höggum sem er par vallarins, annan hringinn á fimm höggum yfir pari, þann þriðja á tveimur höggum yfir pari og fjórða og síðasta á einu höggi yfir pari. Guðrún kórónaði góða frammistöðu sína um helgina með því að tryggja sér fugl á lokaholunni með einkar laglegri vippu í brekku rétt utan flatar. Guðrún Brá er að feta í fótspor föður síns, Björgvins Sigurbergssonar, sem varð Íslandsmeistari fjórum sinnum árin 1995, 1999, 2000 og síðast árið 2007. Þau eru fyrstu feðginin sem tekst að standa uppi sem sigurvegarar á Íslandsmóti. „Það er yndisleg tilfinning að verða Íslandsmeistari og þægilegt að hafa loksins náð að standa uppi sem sigurvegari á þessu móti. Það var mjög gaman að spila hérna í Vestmannaeyjum um helgina þó svo að veðrið hafi aðeins sett strik í reikninginn á öðrum og þriðja degi. Aðstæður voru fínar í dag og ég náði að spila fínt golf og sigla sigrinum heim. Nú ætla ég að vera í viku hér heima og slaka á, en fer svo út í næstu viku og hef seinni hlutann á keppnistímabilinu á LET Access-mótaröðinni,“ sagði Guðrún Brá kát í samtali við Fréttablaðið. Meiri spenna var í karlaflokki, en þar börðust Axel Bóasson, atvinnukylfingur úr Golfklúbbnum Keili, Björn Óskar Guðjónsson, afrekskylfingur úr Golfklúbbnum í Mosfellsbæ, og Haraldur Franklín Magnús, atvinnukylfingur úr Golfklúbbi Reykjavíkur, um Íslandsmeistaratitilinn. Axel og Björn Óskar voru við toppinn frá fyrsta keppnisdegi, en Haraldur Franklín blandaði sér í toppbaráttunna með því að slá vallarmetið þegar hann fór annan hringinn á 62 höggum og sló þar með 16 ára gamalt met Helga Dans Steinssonar. Axel og Björn Óskar héldust hönd í hönd allt fram á lokaholu og Haraldur Franklín andaði ofan í hálsmálið á þeim allt fram á lokaholuna. Það voru tveir fuglar á 14. og 15. holu á lokahringnum sem lögðu grunninn að Íslandsmeistaratitli Axels. Þegar yfir lauk hafði Axel farið hringina fjóra á 12 höggum undir pari vallarins, Björn Óskar á tíu höggum undir pari og Haraldur Franklín á níu höggum undir pari. Axel varði þar af leiðandi titil sinn, en hann hefur alls orðið Íslandsmeistari þrisvar sinnum. Þar áður varð hann meistari árið 2011. „Það var mikil spenna frá upphafi til enda og ég er gríðarlega ánægður með að hafa náð að landa þessu. Björn Óskar og Haraldur Franklín veittu mér harða keppni og það var ljúf tilfinning þegar þetta var í höfn. Völlurinn var í gríðarlega góðu ásigkomulagi og mjög gaman að spila á honum um helgina. Við fengum mörg mismunandi veðurafbrigði og það var bara gaman að kljást við það. Nú fer ég út til Danmerkur í nótt og byrja að undirbúa mig fyrir næsta mót í Nordic-mótaröðinni,“ sagði Axel sigurreifur í samtali við Fréttablaðið.
Birtist í Fréttablaðinu Mest lesið Gagnrýna meðferðina á Gylfa Sig: „Mér finnst þetta vera óskiljanlegt“ Íslenski boltinn Eiginkona Gunnhildar Yrsu kvaddi með tárin í augunum Fótbolti „Ísland á að vera fordæmi fyrir önnur lið á EM“ Körfubolti Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Handbolti Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Íslenski boltinn HM-hetja hvarf eftir að hafa fengið sér kaffi Fótbolti Mætti sköllótt til baka aðeins fimm dögum eftir lyfjameðferð Handbolti Með flest fráköst og varin skot og bestu nýtinguna inni í teig á EM Körfubolti Tárvotur Antony: Rosalega erfitt að vera hjá Man United Fótbolti Konurnar þurfa að fara í kynjapróf fyrir HM í frjálsum en prófið er bannað Sport Fleiri fréttir Styðja þrettán ára strák sem var kýldur af pabba mótherja Ferðaþreyta, tilfinningarússíbani og lærdómur Blindraþraut fyrir risaleik: „Þetta er svo vandræðalegt“ „Gott að ná í tvö stig strax í byrjun“ Chiesa og Tel ekki valdir í Meistaradeild en Dowman gæti slegið met Uppgjör: Stjarnan - Valur 27-32 | Ágúst Þór fékk óskabyrjun með Valsliðið Fjögur einvígi klár: Jokic réði ekki við Tyrki og Þjóðverjar óstöðvandi Mætti út með stálplötu í hálsinum: „Reyni að öskra eitthvað“ Ómar með átta úr átta og Donni allt í öllu í sigri „Taugalaus“ Óðinn með þrettán mörk Viggó lék stóra rullu þegar lærisveinar Arnórs frusu Sædís kom að dýrmætu marki „Lítum á þennan leik sem leik sem við verðum að vinna“ „Hélt að það yrði erfiðara að dekka Doncic“ Tölurnar á bak við hundrað landsleiki Ægis Freyr ósáttur við Bodø/Glimt og sakar þá um hroka EM í dag: Dansinn við Doncic gerður upp og Baldur truflaði þáttinn Martin sló met Jóns Arnórs og Hauks Helga en Tryggvi náði Hlyni Besta sætið: „Þetta er Martin sem við þekkjum“ Leikir U-21 árs strákanna í opinni dagskrá á Sýn Sport Með flest fráköst og varin skot og bestu nýtinguna inni í teig á EM HM-hetja hvarf eftir að hafa fengið sér kaffi Tárvotur Antony: Rosalega erfitt að vera hjá Man United „Ísland á að vera fordæmi fyrir önnur lið á EM“ Eiginkona Gunnhildar Yrsu kvaddi með tárin í augunum Slá hvern annan utan undir fyrir hvern leik á EM Klippti af sér „dreddana“ og samdi við Keflavík Er þetta Tryggvi eða kannski Shaquille O'Nealason? Nýi kani Keflavíkur spilaði með Maryland, Marquette og í sumardeild NBA Gummi Ben reiður: „Hvað í andskotanum er að hjá Stjörnunni?“ Sjá meira