Aðstandendur vildu samtal en voru handteknir Erla Björg Gunnarsdóttir og Þórhildur Erla Pálsdóttir skrifa 9. ágúst 2018 22:40 Móðir og systir manns á fertugsaldri voru handteknar á geðdeild Landspítalans í gær þegar þær mótmæltu útskrift mannsins af deildinni. Faðir mannsins segir fjölskylduna hafa beðið um útskýringar og samtal en því hafi verið svarað með ofbeldi. Eftir tuttugu ára baráttu fyrir son sinn segir maðurinn ljóst að geðheilbrigðiskerfið hér á landi sé gjörónýtt. Maðurinn á við alvarlegan fíkni- og geðsjúkdóm að stríða. Eftir sjö mánaða vist á Kleppi þar sem miklar framfarir náðust var hann útskrifaður beint á götuna án eftirmeðferðar. Hann fór strax í sama farið og var lagður inn á bráðageðdeild Landspítalans í mjög slæmu ástandi þar sem hann hefur verið í nokkra daga. Það var svo á miðvikudag sem maðurinn var útskrifaður af geðdeild Lansspítalans þrátt fyrir kröftug mótmæli fjölskyldunnar. Þessi mótmæli enduðu á að systir hans og móðir voru handteknar og færðar niður á lögreglustöð en þær vildu ekki fær sig fyrr en að hafa fengið hlustun. „Við mótmæltum því að sjálfsögðu og töluðum við handhafa lögræðisins og hann bað um eins dags frest til þess að hægt yrði að halda fund í dag með lögmanni og ræða framhaldið faglega og efnislega eins og fagfólk gerir. Konan mín og dóttir mættu á svæðið og sonur líka. Þau báðu um skýringar, þau báðu um hlustun, þau báðu um rök en eina sem talað var um var peningar, síðan var kallað á lögregluna og þær teknar fastar," segir Kristinn Ágúst Friðfinnsson, faðir mannsins. Frá þessu greindi einnig bróðir mannsins á Facebook. Segir hann lækni á vakt hafa sagt manninn líta vel út og að geðdeild væri ekki búsetuúrræði fyrir heimilislaust fólk. En fjölskyldan reyndi að útskýra að maðurinn þyrfti langtímameðferð við langt leiddum sjúkdómi. Faðir mannsins segir framtíðina hafa verið bjarta fyrir son sinn, hann hafi lært viðskiptafræði, spilað á píanó og verið margfaldur sundmeistari. Á tvítugsaldri hafi hann veikst alvarlega og að í tuttugu ár hafi fjölskyldan heyrt sömu svör frá kerfinu: að ekki sé pláss, engir peningar og engin úrræði.20 ára barátta „Þetta er búið að standa núna yfir í tuttugu ár. Við erum búin að vera að heyra svona sömu fjórar til fimm setningarnar eins og möntrur þegar verið er að reyna að fá lækningu fyrir hann. Og þessar möntruur eru bara til þess að réttlæta það annað hvort að taka hann ekki inn eða senda hann út á götu. Þetta er búið að standa yfir í tuttugu ár. Það segir okkur einn hlut, þetta kerfi er ekki að virka. Það virkar ekki þetta kerfi. Þess vegna eigum við að stoppa, við eigum að gefa aftur, við eigum að skrifa nýtt handrit og byrja alveg frá grunni. Kerfið eins og það er í dag það virkar ekki. Við byrjum upp á nýtt," segir Kristinn. Kristinn líkir starfsfólki geðdeildar við starfsfólk á hóteli þar sem meira fari fyrir gistináttaskipulagi en lækningarmeðferðum. Hann segir fjölskylduna hafa óskað eftir skýringum og samtali í gær. „Eina sem talað var um var peningar. Síðan var kallað á lögregluna og þær teknar fastar,“ segir Kristinn og segir eina staðinn vera götuna þegar sonur hans er útskrifaður svo brátt. Þar fari hann í gamla farið og gamla félagsskapinn. „Síðan byrjar bara mjög hörð neysla og það er bara beint niður. Og það er orðið mjög tæpt, alltaf þegar hann fellur.“ Landspítalinn veitti engin viðtöl vegna málsins í gær, fimmtudag. Heilbrigðismál Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Erlent Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Erlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Fleiri fréttir Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Svona var haldið upp á fimmtíu ára afmæli kvennafrídagsins Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Sjá meira
Móðir og systir manns á fertugsaldri voru handteknar á geðdeild Landspítalans í gær þegar þær mótmæltu útskrift mannsins af deildinni. Faðir mannsins segir fjölskylduna hafa beðið um útskýringar og samtal en því hafi verið svarað með ofbeldi. Eftir tuttugu ára baráttu fyrir son sinn segir maðurinn ljóst að geðheilbrigðiskerfið hér á landi sé gjörónýtt. Maðurinn á við alvarlegan fíkni- og geðsjúkdóm að stríða. Eftir sjö mánaða vist á Kleppi þar sem miklar framfarir náðust var hann útskrifaður beint á götuna án eftirmeðferðar. Hann fór strax í sama farið og var lagður inn á bráðageðdeild Landspítalans í mjög slæmu ástandi þar sem hann hefur verið í nokkra daga. Það var svo á miðvikudag sem maðurinn var útskrifaður af geðdeild Lansspítalans þrátt fyrir kröftug mótmæli fjölskyldunnar. Þessi mótmæli enduðu á að systir hans og móðir voru handteknar og færðar niður á lögreglustöð en þær vildu ekki fær sig fyrr en að hafa fengið hlustun. „Við mótmæltum því að sjálfsögðu og töluðum við handhafa lögræðisins og hann bað um eins dags frest til þess að hægt yrði að halda fund í dag með lögmanni og ræða framhaldið faglega og efnislega eins og fagfólk gerir. Konan mín og dóttir mættu á svæðið og sonur líka. Þau báðu um skýringar, þau báðu um hlustun, þau báðu um rök en eina sem talað var um var peningar, síðan var kallað á lögregluna og þær teknar fastar," segir Kristinn Ágúst Friðfinnsson, faðir mannsins. Frá þessu greindi einnig bróðir mannsins á Facebook. Segir hann lækni á vakt hafa sagt manninn líta vel út og að geðdeild væri ekki búsetuúrræði fyrir heimilislaust fólk. En fjölskyldan reyndi að útskýra að maðurinn þyrfti langtímameðferð við langt leiddum sjúkdómi. Faðir mannsins segir framtíðina hafa verið bjarta fyrir son sinn, hann hafi lært viðskiptafræði, spilað á píanó og verið margfaldur sundmeistari. Á tvítugsaldri hafi hann veikst alvarlega og að í tuttugu ár hafi fjölskyldan heyrt sömu svör frá kerfinu: að ekki sé pláss, engir peningar og engin úrræði.20 ára barátta „Þetta er búið að standa núna yfir í tuttugu ár. Við erum búin að vera að heyra svona sömu fjórar til fimm setningarnar eins og möntrur þegar verið er að reyna að fá lækningu fyrir hann. Og þessar möntruur eru bara til þess að réttlæta það annað hvort að taka hann ekki inn eða senda hann út á götu. Þetta er búið að standa yfir í tuttugu ár. Það segir okkur einn hlut, þetta kerfi er ekki að virka. Það virkar ekki þetta kerfi. Þess vegna eigum við að stoppa, við eigum að gefa aftur, við eigum að skrifa nýtt handrit og byrja alveg frá grunni. Kerfið eins og það er í dag það virkar ekki. Við byrjum upp á nýtt," segir Kristinn. Kristinn líkir starfsfólki geðdeildar við starfsfólk á hóteli þar sem meira fari fyrir gistináttaskipulagi en lækningarmeðferðum. Hann segir fjölskylduna hafa óskað eftir skýringum og samtali í gær. „Eina sem talað var um var peningar. Síðan var kallað á lögregluna og þær teknar fastar,“ segir Kristinn og segir eina staðinn vera götuna þegar sonur hans er útskrifaður svo brátt. Þar fari hann í gamla farið og gamla félagsskapinn. „Síðan byrjar bara mjög hörð neysla og það er bara beint niður. Og það er orðið mjög tæpt, alltaf þegar hann fellur.“ Landspítalinn veitti engin viðtöl vegna málsins í gær, fimmtudag.
Heilbrigðismál Mest lesið Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Innlent Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Innlent Nota 130 milljón dala gjöf til að greiða hermönnum laun Erlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Segir Trump vilja nýtt „eilífðarstríð“ Erlent Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Fundu verksmiðju fyrir ólögleg þyngdarstjórnunarlyf Erlent Sakaðir um blekkingar vegna skipaganganna Erlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Fleiri fréttir Uppþot á félagsfundi Sósíalista: „Þetta var bara kjánalegt og alger óþarfi“ Um fimmtíu þúsund manns í miðborginni í Kvennaverkfallinu Börn og unglingar funda á Hvolsvelli um sín mál Lést vegna voðaskots úr haglabyssu Afnám áminningarskyldu, offjölgun álfta og kvennaverkfall Ökumaðurinn ungur og líðan hans góð „eftir atvikum“ Grímuklæddur og ofurölvi í slagsmálum Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Svona var haldið upp á fimmtíu ára afmæli kvennafrídagsins Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Sjá meira