Er á leið í forsetastól Garðar Örn Úlfarsson skrifar 8. ágúst 2018 06:00 Ingibjörg er nýkomin af alþjóðaþingi Delta Kappa Gamma sem haldið er annað hvert ár, þar voru 2.000 konur samankomnar. Fréttablaðið/Þórsteinn „Við viljum efla konur í fræðslustörfum, bæði faglega og persónulega og vekjum athygli á ýmsu sem betur má fara en líka því sem gott er gert,“ segir Ingibjörg Jónasdóttir um hlutverk Delta Kappa Gamma. Nú hefur hún tekið að sér forystu í Evrópusamtökunum næstu tvö árin. Þar með gengur hún inn í stjórn alþjóðasamtakanna. Ingibjörg er önnur í röð íslenskra kvenna sem gegnir þessu embætti. Hin var Sigrún Klara Hannesdóttir, doktor í bókasafns- og upplýsingafræði. Samtökin Delta Kappa Gamma voru stofnuð í Austin í Texas árið 1929 af tólf konum sem virkilega þurftu að berjast fyrir réttindum sínum innan kennarasamtaka, að sögn Ingibjargar. Hér á landi eru 13 deildir samtakanna starfandi, sú fyrsta var stofnuð 1975. Ingibjörg segir að tæplega 80 þúsund konur séu í alþjóðasamtökunum. Þau séu fjölmennust í Ameríku og næst komi Kanada. „Evrópa er eitt af fimm svæðum samtakanna. Tengsla netið er mjög mikilvægt og einnig er gott að skipta oft um stjórnir þannig að konur fái tækifæri til að starfa þar,“ segir Ingibjörg og heldur áfram: „Íslenskar konur hafa verið nokkuð öflugar innan Delta Kappa Gamma, unnumtil dæmis af krafti að því að Evrópa yrði sérstakt svæði en það gerðist fyrir 20 árum. Við erum líka óhræddar við að stíga inn í alþjóðahlutann,“ lýsir hún og segir að enn vanti víða mikið á að jafnrétti sé náð og þar geti íslenskar konur lagt sín lóð á vogarskálarnar. „Víða í löndunum er áherslan eingöngu á kennarana en við hér á Íslandi höfum reynt að víkka fókus og í okkar deildum eru til dæmis ráðgjafar, fræðslustjórar, bókasafnsfræðingar og talmeinafræðingar. Við fáum konur á fundi til að segja frá sínum rannsóknaverkefnum eða öðru áhugaverðu. Ein deild skoðaði frá ýmsum hliðum hvernig tekið er á móti nýbúum, svo dæmi sé tekið.“ Sjálf starfaði Ingibjörg sem kennari og síðan í fræðsludeild Búnaðarbankans. Hún kveðst hafa góðan grunn að byggja á í þetta nýja starf. Bæði hafi hún starfað í Delta Kappa Gamma á Íslandi og í nefndum á vegum alþjóðasamtakanna, það styrki hana í að nýta krafta sína innan Evrópusamtakanna. Birtist í Fréttablaðinu Vistaskipti Vísindi Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Tvær á toppnum Innlent Annarri ákærunni formlega vísað frá Erlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Fleiri fréttir Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Sjá meira
„Við viljum efla konur í fræðslustörfum, bæði faglega og persónulega og vekjum athygli á ýmsu sem betur má fara en líka því sem gott er gert,“ segir Ingibjörg Jónasdóttir um hlutverk Delta Kappa Gamma. Nú hefur hún tekið að sér forystu í Evrópusamtökunum næstu tvö árin. Þar með gengur hún inn í stjórn alþjóðasamtakanna. Ingibjörg er önnur í röð íslenskra kvenna sem gegnir þessu embætti. Hin var Sigrún Klara Hannesdóttir, doktor í bókasafns- og upplýsingafræði. Samtökin Delta Kappa Gamma voru stofnuð í Austin í Texas árið 1929 af tólf konum sem virkilega þurftu að berjast fyrir réttindum sínum innan kennarasamtaka, að sögn Ingibjargar. Hér á landi eru 13 deildir samtakanna starfandi, sú fyrsta var stofnuð 1975. Ingibjörg segir að tæplega 80 þúsund konur séu í alþjóðasamtökunum. Þau séu fjölmennust í Ameríku og næst komi Kanada. „Evrópa er eitt af fimm svæðum samtakanna. Tengsla netið er mjög mikilvægt og einnig er gott að skipta oft um stjórnir þannig að konur fái tækifæri til að starfa þar,“ segir Ingibjörg og heldur áfram: „Íslenskar konur hafa verið nokkuð öflugar innan Delta Kappa Gamma, unnumtil dæmis af krafti að því að Evrópa yrði sérstakt svæði en það gerðist fyrir 20 árum. Við erum líka óhræddar við að stíga inn í alþjóðahlutann,“ lýsir hún og segir að enn vanti víða mikið á að jafnrétti sé náð og þar geti íslenskar konur lagt sín lóð á vogarskálarnar. „Víða í löndunum er áherslan eingöngu á kennarana en við hér á Íslandi höfum reynt að víkka fókus og í okkar deildum eru til dæmis ráðgjafar, fræðslustjórar, bókasafnsfræðingar og talmeinafræðingar. Við fáum konur á fundi til að segja frá sínum rannsóknaverkefnum eða öðru áhugaverðu. Ein deild skoðaði frá ýmsum hliðum hvernig tekið er á móti nýbúum, svo dæmi sé tekið.“ Sjálf starfaði Ingibjörg sem kennari og síðan í fræðsludeild Búnaðarbankans. Hún kveðst hafa góðan grunn að byggja á í þetta nýja starf. Bæði hafi hún starfað í Delta Kappa Gamma á Íslandi og í nefndum á vegum alþjóðasamtakanna, það styrki hana í að nýta krafta sína innan Evrópusamtakanna.
Birtist í Fréttablaðinu Vistaskipti Vísindi Mest lesið Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Innlent Stuðningur við Trump kostaði sambandið við Elon Erlent „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Innlent Tvær á toppnum Innlent Annarri ákærunni formlega vísað frá Erlent Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Innlent Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Innlent Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Innlent Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ Innlent Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Innlent Fleiri fréttir Kostaði umdeilda færslu á síðu flokks sem hann er hættur í Flugvélar og fólk skautuðu á Hafravatni Tvær á toppnum Gasmengun helsta hættan í Grindavík „Það má Guð vita“ Bælin tóm og Diegos sárt saknað: „Hann er einn af okkur“ „Girtu þig nú í brók og horfstu í augu við sjálfan þig“ Bjartsýni í Karphúsinu og kattarins Díegó leitað Lofa fullum trúnaði ef Diego verður skilað Leitaði trúnaðarupplýsinga til að staðfesta orðróm en fékk sparkið Ákærður fyrir stunguárásina á Menningarnótt Dómsmál setur áform Heidelberg í uppnám Enn talsverður kraftur í eldgosinu Bitist af mikilli hörku um atkvæði íbúa í Ölfusi Breytinga að vænta á fylgi Flokks fólksins Krapastífla hefur myndast í Ölfusá við Selfoss Hjúkrunarfræðingar samþykktu samning Sást á öryggismyndavélum þegar Diego var numinn á brott Lögreglumenn furðuðu sig á vígahnetti Kjörin í stjórn Evrópska ungmennavettvangsins Jane Goodall hvetur stjórnvöld til að beita sér gegn hvalveiðum Opna Grindavík á ný Sérfræðingar rýna í stöðuna á lokasprettinum Ráðgjafar- og greiningarstöð fjársvelt meðan ásókn í þjónustu eykst Töluverðar líkur á leiðindaveðri á kjördag Sjálfstæðismaður vill ekki að sitt fólk striki Dag út Íslensk kona í haldi: Hótelherbergi á Tenerife þakið blóði Rannsókn lokið á stunguárásinni við Skúlagötu Fundað í Karphúsi og hraunið kælt á Reykjanesi Sjúkratryggingar auglýsa eftir rekstraraðilum hjúkrunarheimila Sjá meira