Ósátt við að ráðherra hafni að greiða 911 milljóna rekstrartap Sveinn Arnarsson skrifar 8. ágúst 2018 06:00 Hjúkrunar- og dvalarheimilið Hlíð hét Elliheimili Akureyrar er það var vígt 29. ágúst 1962 á 100 ára afmæli Akureyrarbæjar. Fréttablaðið/Heiða Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, hefur hafnað kröfu Akureyrarbæjar um að ríkið greiði bænum rúmlega 900 milljónir króna sem bærinn telur ríkið skulda vegna uppsafnaðs halla Öldrunarheimila Akureyrar síðustu sex árin. Akureyrarbær hefur rekið öldrunarheimilin Hlíð og Lögmannshlíð á rammasamningi undanfarin ár. Í bréfi Akureyrarkaupstaðar til velferðarráðuneytisins var þess krafist að ríkið yfirtaki reksturinn í árslok ef það neitaði að greiða uppsafnaðan halla öldrunarheimilanna. Auk aldraðra Akureyringa eiga aldraðir íbúar nágrannasveitarfélaga kost á þjónustu á öldrunarheimilunum samkvæmt sérstökum samningi við nágrannasveitarfélögin. Ríkið hefur sent bænum bréf þess efnis að það neiti að greiða tapið og bendir á að Akureyrarbær hafi tekið ákvörðun um að greiða með rekstri öldrunarheimilanna. „Með því telur ráðuneytið ekki að stofnist krafa á hendur ríkinu. Ráðuneytið hafnar kröfu Akureyrarbæjar um að ríkið greiði bænum uppsafnað rekstrartap,“ segir í bréfi til bæjarins sem tveir starfsmenn ráðuneytisins skrifa fyrir hönd heilbrigðisráðherra.Hilda Jana Björnsdóttir. Fréttablaðið/Auðunn„Við urðum fyrir verulegum vonbrigðum með svarbréf velferðarráðuneytisins og finnst okkur svarið endurspegla þá afstöðu ríkisins að fjárlögin séu æðri faglegum skyldum sem ráðuneytið sjálft setur,“ segir Hilda Jana Gísladóttir, oddviti Samfylkingar í bæjarstjórn Akureyrar. „Við fylgjumst að sjálfsögðu vel með málaferlum Garðabæjar við ríkið vegna sambærilegra deilna. Nú setjumst við yfir málið og íhugum næstu skref, en í okkar huga er mikilvægast að þessi deila bitni ekki á þjónustu við aldraða í bæjarfélaginu,“ bætir Hilda Jana. Forsvarsmenn Akureyrarbæjar munu nú fara ítarlega yfir málið og verður það meðal annars rætt á nýjan leik á fundi bæjarráðs næstkomandi fimmtudag. Málaferli Garðabæjar og ríkis í sambærilegu máli munu verða prófsteinn á það hvort Akureyrarbær leiti réttar síns til að knýja á um að ríkið greiði uppsafnaðan halla öldrunarheimilanna. Íbúar öldrunarheimilanna eru alls 182. Þar af eru hjúkrunarrými fyrir 155, dvalarrými fyrir 10 og 17 hjúkrunarrými fyrir tímabundna dvöl og hvíldardvöl. Um 260 starfsmenn vinna hjá Öldrunarheimilum Akureyrar í um 220 stöðugildum. Rekstur öldrunarheimilanna er um 2,5 milljarðar á ári. Ekki reyndist unnt að ná í Svandísi Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra vegna málsins. Hún er stödd erlendis í fríi. Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Tengdar fréttir Nýr bæjarstjóri á Akureyri: „Landsbyggðin þarf stöðugt að vera að minna á sig“ Ásthildur Sturludóttir var áður bæjarstjóri Vesturbyggðar. Hún hefur verið ráðin nýr bæjarstjóri á Akureyri. 31. júlí 2018 15:54 L-Listi, Framsókn og Samfylking í meirihluta á Akureyri Oddvitar flokkanna tilkynntu um samkomulag sitt sameiginlega í kvöld. 31. maí 2018 23:03 Lýsa kaldranalegu viðmóti á sængurlegudeild: „Við vorum hundsuð út í eitt“ Andri Freyr Sveinsson og Guðrún Arndís Aradóttir eignuðust sitt fyrsta barn í lok maí síðastliðnum. Fjölskyldan segir kaldranalegt viðmót og afskiptaleysi af hálfu starfsfólks sængurlegudeildar Landspítalans hafa einkennt leguna á deildinni. 26. júní 2018 14:30 Mest lesið Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Fleiri fréttir Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Sjá meira
Svandís Svavarsdóttir, heilbrigðisráðherra, hefur hafnað kröfu Akureyrarbæjar um að ríkið greiði bænum rúmlega 900 milljónir króna sem bærinn telur ríkið skulda vegna uppsafnaðs halla Öldrunarheimila Akureyrar síðustu sex árin. Akureyrarbær hefur rekið öldrunarheimilin Hlíð og Lögmannshlíð á rammasamningi undanfarin ár. Í bréfi Akureyrarkaupstaðar til velferðarráðuneytisins var þess krafist að ríkið yfirtaki reksturinn í árslok ef það neitaði að greiða uppsafnaðan halla öldrunarheimilanna. Auk aldraðra Akureyringa eiga aldraðir íbúar nágrannasveitarfélaga kost á þjónustu á öldrunarheimilunum samkvæmt sérstökum samningi við nágrannasveitarfélögin. Ríkið hefur sent bænum bréf þess efnis að það neiti að greiða tapið og bendir á að Akureyrarbær hafi tekið ákvörðun um að greiða með rekstri öldrunarheimilanna. „Með því telur ráðuneytið ekki að stofnist krafa á hendur ríkinu. Ráðuneytið hafnar kröfu Akureyrarbæjar um að ríkið greiði bænum uppsafnað rekstrartap,“ segir í bréfi til bæjarins sem tveir starfsmenn ráðuneytisins skrifa fyrir hönd heilbrigðisráðherra.Hilda Jana Björnsdóttir. Fréttablaðið/Auðunn„Við urðum fyrir verulegum vonbrigðum með svarbréf velferðarráðuneytisins og finnst okkur svarið endurspegla þá afstöðu ríkisins að fjárlögin séu æðri faglegum skyldum sem ráðuneytið sjálft setur,“ segir Hilda Jana Gísladóttir, oddviti Samfylkingar í bæjarstjórn Akureyrar. „Við fylgjumst að sjálfsögðu vel með málaferlum Garðabæjar við ríkið vegna sambærilegra deilna. Nú setjumst við yfir málið og íhugum næstu skref, en í okkar huga er mikilvægast að þessi deila bitni ekki á þjónustu við aldraða í bæjarfélaginu,“ bætir Hilda Jana. Forsvarsmenn Akureyrarbæjar munu nú fara ítarlega yfir málið og verður það meðal annars rætt á nýjan leik á fundi bæjarráðs næstkomandi fimmtudag. Málaferli Garðabæjar og ríkis í sambærilegu máli munu verða prófsteinn á það hvort Akureyrarbær leiti réttar síns til að knýja á um að ríkið greiði uppsafnaðan halla öldrunarheimilanna. Íbúar öldrunarheimilanna eru alls 182. Þar af eru hjúkrunarrými fyrir 155, dvalarrými fyrir 10 og 17 hjúkrunarrými fyrir tímabundna dvöl og hvíldardvöl. Um 260 starfsmenn vinna hjá Öldrunarheimilum Akureyrar í um 220 stöðugildum. Rekstur öldrunarheimilanna er um 2,5 milljarðar á ári. Ekki reyndist unnt að ná í Svandísi Svavarsdóttur heilbrigðisráðherra vegna málsins. Hún er stödd erlendis í fríi.
Alþingi Birtist í Fréttablaðinu Heilbrigðismál Tengdar fréttir Nýr bæjarstjóri á Akureyri: „Landsbyggðin þarf stöðugt að vera að minna á sig“ Ásthildur Sturludóttir var áður bæjarstjóri Vesturbyggðar. Hún hefur verið ráðin nýr bæjarstjóri á Akureyri. 31. júlí 2018 15:54 L-Listi, Framsókn og Samfylking í meirihluta á Akureyri Oddvitar flokkanna tilkynntu um samkomulag sitt sameiginlega í kvöld. 31. maí 2018 23:03 Lýsa kaldranalegu viðmóti á sængurlegudeild: „Við vorum hundsuð út í eitt“ Andri Freyr Sveinsson og Guðrún Arndís Aradóttir eignuðust sitt fyrsta barn í lok maí síðastliðnum. Fjölskyldan segir kaldranalegt viðmót og afskiptaleysi af hálfu starfsfólks sængurlegudeildar Landspítalans hafa einkennt leguna á deildinni. 26. júní 2018 14:30 Mest lesið Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Innlent Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Innlent Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Innlent Bandaríkjamenn ræsa út stærsta flugmóðurskip heims Erlent Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Innlent Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Innlent Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Innlent Rýnt í stöðuna í Úkraínu: Trump stendur loks við stóru orðin Erlent Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Innlent Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Innlent Fleiri fréttir Útspil bankans sýni að dómurinn auki samkeppni Bíll fór í sjóinn á Ísafirði Maður varð fyrir skoti í Árnessýslu Ný viðbygging og hafragrautur í Hveragerði Grunsamleg útboð í samráði sem gæti verið víðtækt Stuttur fundur og hittast næst á mánudag Kvennaverkfall og lánabreytingar hjá Landsbanka Nýtt fíkniefni læðist inn á íslenskan markað Hóf störf of snemma eftir kvörtun vegna heimilisofbeldis Vara við vafasömum Excel-skjölum í umferð „bókstaflega út um allt“ Meinað að taka þátt þar sem hún þurfti að hafa barnið með sér Vill fund vegna „alvarlegrar stöðu“ á lánamarkaði Þingnefnd ræðir stöðuna á Grundartanga: „Þetta er bara óljóst“ Sjálfstæðismenn stefna á leiðtogaprófkjör í borginni Íslendingar meðal sakborninga en enginn í varðhaldi Bein útsending: Konur streyma á Arnarhól Blöskrar „vælið“ vegna Norðuráls Neita öllum ásökunum um samráð Leggja til breytingar við Reykjavíkurflugvöll eftir að lá við árekstri kennsluvéla Sættir sig ekki við sýknu tálbeitunnar Heimilar umferð um Vonarskarð Sennilegt að ástand Þingvallavegar hafi haft áhrif á aðdraganda banaslyss Miðla sögu jafnréttisbaráttunnar á Íslandi til útlanda Bein útsending: Nútíma kvennabarátta – Staða kvenna af erlendum uppruna á vinnumarkaði Dóra Björt stefnir á formanninn Þjóðin klofin í afstöðu til þess hvort jafnrétti kynjanna hafi verið náð Bein útsending: Umhverfismat vegna Sundabrautar kynnt Varnar- og öryggisstefna fyrir Ísland: Áhersla á Norðurslóðir, NATO og samstarf við Bandaríkin Allt að áttatíu þúsund mæti í miðbæinn og götulokanir í gildi Flugumferðarstjórar aflýsa vinnustöðvunum á morgun og laugardag Sjá meira
Nýr bæjarstjóri á Akureyri: „Landsbyggðin þarf stöðugt að vera að minna á sig“ Ásthildur Sturludóttir var áður bæjarstjóri Vesturbyggðar. Hún hefur verið ráðin nýr bæjarstjóri á Akureyri. 31. júlí 2018 15:54
L-Listi, Framsókn og Samfylking í meirihluta á Akureyri Oddvitar flokkanna tilkynntu um samkomulag sitt sameiginlega í kvöld. 31. maí 2018 23:03
Lýsa kaldranalegu viðmóti á sængurlegudeild: „Við vorum hundsuð út í eitt“ Andri Freyr Sveinsson og Guðrún Arndís Aradóttir eignuðust sitt fyrsta barn í lok maí síðastliðnum. Fjölskyldan segir kaldranalegt viðmót og afskiptaleysi af hálfu starfsfólks sængurlegudeildar Landspítalans hafa einkennt leguna á deildinni. 26. júní 2018 14:30