Innlent

Öll miðlunarlón komin á yfirfall

Garðar Örn Úlfarsson skrifar
Við Þórisvatn.
Við Þórisvatn. Vísir/vilhelm
Miðlunarlón Landsvirkjunar eru nú öll komin á yfirfall. Þetta kemur fram á vef fyrirtækisins.

„Hálslón náði yfirfallshæð um klukkan 23 föstudaginn 3. ágúst og Blöndulón fylgdi fast á eftir tveimur tímum síðar aðfaranótt laugardags. Þórisvatn fór síðan á yfirfall sólarhring síðar eða um klukkan eitt aðfaranótt sunnudags 5. ágúst. Hágöngulón var þegar fullt, fór á yfirfall 22. júlí,“ segir í fréttinni.

„Ekki hefur gerst síðan Hálslón kom í rekstur að öll miðlunarlón Landsvirkjunar hafi fyllst svo snemma sumars. Fara verður aftur til ársins 2006 til að finna sambærilegt, en þá voru Hágöngulón, Þórisvatn og Blöndulón á yfirfalli 3. ágúst.“






Fleiri fréttir

Sjá meira


×