Innlent

Felldi niður skipulagsgjald

Jóhann Óli Eiðsson skrifar
Frá Bakka, síðastliðinn vetur.
Frá Bakka, síðastliðinn vetur. VÍSIR/JÓI K
Úrskurðarnefnd umhverfis- og auðlindamála (ÚUA) hefur fellt úr gildi álagningu skipulagsgjalds vegna starfsmannaíbúða við Bakka á Húsavík og Þeistareykjavirkjun.

Í síðarnefnda málinu hafði Landsvirkjun verið gert að greiða 1,7 milljónir í slíkt gjald. Skipulagsgjald skal greiða af nýbyggingum en umræddar starfsmannaíbúðir voru í raun nokkurra ára gamlir vinnuskúrar. Því var álagningin felld úr gildi.

Í síðarnefnda málinu hafði Norðurþingi verið gert að greiða 4,6 milljónir króna í skipulagsgjald en sveitarfélagið er eigandi lóðanna sem íbúðunum hafði verið komið fyrir á. PCC BakkiSilicon hf. var hins vegar eigandi íbúðanna. ÚUA taldi að álagning skipulagsgjalds ætti að beinast að eiganda mannvirkjanna en ekki eiganda lóðarinnar. Því hafi því verið ranglega beint að Norðurþingi og álagning þess felld úr gildi.






Fleiri fréttir

Sjá meira


×