Innlent

Heimilt að flytja út hey til Noregs

Sighvatur Arnmundsson skrifar
Íslenskir bændur geta hjálpað norskum starfsbræðrum sínum með heyútflutningi.
Íslenskir bændur geta hjálpað norskum starfsbræðrum sínum með heyútflutningi. FRÉTTABLAÐIÐ/EYÞÓR
Norska dýraheilbrigðisstofnunin hefur gefið það út að innflutningur á heyi frá Íslandi teljist öruggur komi heyið frá svæðum þar sem riða og garnaveiki hafa ekki greinst á síðustu tíu árum.

Gríðarlegir þurrkar í Noregi hafa víða leitt heyskorts. Matvælastofnun hefur verið í viðræðum við systurstofnun sína í Noregi varðandi þær kröfur sem íslenskir heyframleiðendur þurfa að uppfylla til útflutningsins.

Þeir sem flytja hey til Noregs þurfa að fá vottorð frá Matvælastofnun.




Tengdar fréttir

Hey til Noregs skal heilbrigðisvottað

Tæplega fjörutíu bú og átta af tuttuguogfimm varnarsvæðum á landinu hafa ekki leyfi til að flytja út hey til Noregs, ýmist vegna þess að þar hefur komið upp garnaveiki eða riða. Þeir sem hyggjast flytja út hey til Noregs eiga að senda beiðni um heilbrigðisvottorð á Matvælastofnun.

Íslenskir bændur gætu séð af um 50 þúsund rúlluböggum

Íslenskir bændur eru ágætlega aflögufærir um hey en um hundrað bændur hafa boðist til að útvega Norðmönnum hey. Miklir þurrkar og uppskerubrestur á öllum Norðurlöndunum hafa leitt til þess að bændur eru nú þegar byrjaðir að skera niður bústofn sinn.




Fleiri fréttir

Sjá meira


×